Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
ANNA Dóra Sæþórsdóttir kennir nemendum um allt land.
Fjarnám í ferðamálafræði hafíð í Háskólanum
Nemendur eru
um allt land
Egilsstaðaflug-
völlur opinn all-
an sólarhring’inn
Vinnu-
deilu við
Búrfells-
línu lokið
JÓN ÁRNI Vignisson, fulltrúi
JÁ Verktaka á Selfossi, segir
að ekki sé rétt að ágreiningur
hafi verið á milli JA Verktaka
og rússneska fyrirtækisins
Technopromexport á samn-
ingafundum á Selfossi í fyrra-
dag, en þá var verið að reyna
að leysa deilu íslenskra starfs-
manna rússneska fyrirtækis-
ins og forsvarsmanna þess.
„Hér unnum við eins og
gjaman er gert á samninga-
fundum tveir hópar, annars
vegar verkalýðshreyfingin og
hins vegar JÁ Verktakar,
Technopromexport og Vinnu-
veitendasamband Islands.“
Jón Ami ítrekar að síðamefndi
hópurinn hafi komið að samn-
ingunum sem einn aðili og að
aldrei hafi risið upp ágreining-
ur innan hans. „Við unnum
sem einn aðili að því að leysa
þetta vandamál sem stétt-
arfélögin höfðu skapað með
þessu uppþoti,“ segir hann.
Hófu störf að nýju í
gærmorgun
íslenskir starfsmenn
Technopromexport hófu störf
við Búrfellslínu 3A í gærmorg-
un, en samningar tókust milli
deilenda í fyrrakvöld. Aðspurð
hvort einhverjir eftirmálar
yrðu af deilunni kvaðst Ingi-
björg Sigtryggsdóttir, for-
maður Verkalýðsfélagsins
Þórs á Selfossi, telja að svo
yrði ekki. „En við munum
fylgjast grannt með því að
samkomulagið verði haldið og
að rússneska fyrirtækið fari
að öllum okkar reglum og lög-
um,“ segir hún.
FJARNÁM í ferðamálafræði hófst í
fyrradag við Háskóla íslands. 25-30
nemendur í öllum landshornum
stunda fjarnámið. Nemendur eru á
sex stöðum á landinu.
Að sögn Rögnvalds Ólafssonar,
dósents við Háskóla Islands og um-
sjónarmanns fjarkennslunnar, er
um að ræða fjögurra eininga nám
sem kennt er á þessu misseri í jarð-
og landafræðiskor raunvísindadeild-
ar Háskóla íslands. Kennari á nám-
skeiðnu er Anna Dóra Sæþórsdóttir.
Álíka stór hópur sækir fyrirlestra í
námskeiðinu í Háskóla Islands og
stundar fjamámið.
Rögnvaldur segir að vonast sé til
þess að þetta fjarnám marki upp-
hafið að frekari kennslu í ferðamála-
fræði við Háskóla íslands.
Fjarnemendumir eru á ísafirði,
Neskaupstað, Homafirði, Egilsstöð-
um, Reykjanesbæ og í Reykjavík og
auk þess að sækja gögn námskeiðsins
á vefnum eru fyrirlestrar sendir út
um byggðabrúna sem Byggðastofnun
hefur nýlega tekið til notkunar.
í námskeiðinu em meðal annars
kennd mikilvægustu hugtök í
ferðamálafræði, áhrif ferðamanna á
umhverfi og manngert umhverfi,
efnahagsleg áhrif ferðamanna og
fjölmargt fleira.
Rögnvaldur Ólafsson sagði að auk
þessa náms muni Háskóli Islands á
þessu misseri standa fyi-ri þremur
fjarnámskeiðum hjá Endurmennt-
unarstofnun í samvinnu við
Fræðslunet Austurlands, Miðstöð
símenntunar á Suðurnesjum, aðila á
Vestfjörðum og Landssímann en
auk þessara aðila er fjarnám á veg-
um HI skipulagt í samvinnu við
framhaldsskólana í viðkomandi
byggðarlögum.
Námskeiðunum þremur verður
sjónvarpað a.m.k. til Egilsstaða,
Isafjarðar og Suðurnesja, auk þess
sem kennt verður í gegnum Netið
og tölvupóst. Fjarnámskeiðin fjalla
um Grettis sögu Ásmundarsonar,
spænsku fyrir byrjendur og töflu-
reikninn Excel 97 fyrir fjár-
málafólk.
„FLUGVÖLLURINN á Egilsstöð-
um er byggður upp til að þjóna sem
varaflugvöllur og opinn allan sólar-
hringinn alla daga ársins, á stór-
hátíðum sem og aðra daga og þess
vegna getum við tekið við umferð
sem verður að hverfa frá Reykja-
vík,“ segir Ingólfur Arnarson, flug-
vallarstjóri á Egilsstöðum, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Ingólfur vildi minna á Egilsstaða-
flugvöll vegna umfjöllunar í frétt
blaðsins sl. miðvikudag um hugsan-
lega lokun Reykjavíkurflugvallar að
næturlagi. Þar kom m.a. fram að
hugsanlega myndu til dæmis ferju-
flugvélar, sem iðulega lenda í
Reykjavík og stundum að næturlagi,
verða að lenda í Keflavík eða jafnvel
ríkisstjórnarinnar til fjögurra ára
(1998-2001) um aðgerðir til að ná
fram jafnrétti kynjanna er sérstak-
ur liður sem fjallar um konur og
fjölmiðla - ímyndir kvenna og karla.
Segir þar að menntamálaráðu-
nejrtið muni beita sér fyrir athugun
á aðgengi kvenna að fjölmiðlum og
þá um leið þátttöku þeirra í
ákvörðunum varðandi þróun þess-
ara miðla. Einnig verði kannað
hvaða kven- og karlímyndir íslensk-
ir fjölmiðlar birta og hvernig megi
vinna markvisst að því að umfjöllun
fjölmiðla um líf og starf kvenna sýni
þær í öllum sínum fjölbreytileika. Á
á írlandi ef lokað yrði fyrir lending-
ar í Reykjavík.
Ingólfur segir Egilsstaðavöll vel
búinn alþjóðlegan flugvöll sem geti
tekið við umferð smárra sem stórra
véla, allt frá litlum ferjuflugvélum
uppí stórar farþega- og flutn-
ingaþotur. Hann segir að vísu ekki
mikið um að vélar hafi lent á Egils-
stöðum vegna veðurs á síðustu ár-
um, kringum 10 frá árinu 1993, en
mikilvægt sé fyrir flugmenn að geta
treyst á völlinn sem varavöll og því
sé hann hafður opinn allan sólar-
hringinn. Ingólfur minnti einnig á að
á Egilsstöðum væri nægt hótelrými
og því ætti ekkert að standa í vegi
fyrir móttöku ferjuflugmanna né
annarra.
grundvelli slíkra athugana verði
unnið að stefnumótun á þessu sviði.
Björn Bjarnason menntamál-
aráðherra hefur skipað nefnd til að
gera tillögur um hvernig fylgja
megi eftir þessum aformum. I
nefndinni eiga sæti Áslaug Dóra
Eyjólfsdóttir fjölmiðlafræðingiu’,
Hanna Katrín Friðriksen blaðamað-
ur, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
lögfræðingur, skipaðar án tilnefn-
ingar og Hjálmar Jónsson
blaðamaður og Hilmar Thor
Bjarnason fjölmiðlafræðingur, til-
nefndir af Jafnréttisráði. Hanna
Katrín Friðriksen er formaður
nefndarinnar.
Nefnd um konur
og Qölmiðla
Athugnn á aðgengi kvenna að fjölmiðlum
og þátttöku í þróun miðlanna
í FRAMKVÆMDÁAÆTLUN
Nýir pallbflar
frá Nissan
EMIL Örn Friðriksson, bróðir Magnúsar Þórs, tekur hér við verðlaunum í getraunaleik boltavefjar Morgun-
blaðsins, bolta árituðum af íslenska landsliðinu í knattspyrnu, úr hendi Guðjóns Þórðarsonar, lands-
liðsþjálfara Islands. Sonur Emils, Friðrik Örn, sem er þriggja ára, tók við verðlaununum með Fóður sínum.
INGVAR Helgason hf., um-
boðsaðili Nissan-bifreiða á íslandi,
mun nú um helgina frumsýna
glænýja og endurbætta Nissan-
pallbíla. Um er að ræða Nissan
King Cab með sæti fyrir fjóra og
Nissan Double Cab 5 manna bíl.
í fréttatilkynningu segir: „Útliti
bílsins hefur verið gjöbreytt og er
það nú í ætt við nýja Nissan Patrol-
jeppann. Innanrými hefur verið
auldð til muna og er allur aðbúnað-
ur eins og hann gerist bestur.
Ný og öflug dísilvél
Komin er ný og öflug 2,5 1 dísil-
vél með forþjöppu og millikæli sem
er ein sú öflugasta á pallbíla-
markaðnum í dag. Bensínvélar
verða einnig fáanlegar í öllum
gerðunum. Staðalbúnaður er mun
meiri en áður hefur þekkst og eru
t.d. allar gerðir með loftpúða fyrir
ökumann, NATS-þjófavarnaðar-
kerfi o.m.fl.
Verðið á þessum nýju pallbílum
hefur lítið breyst frá fyrri árgerð
og er því mjög hagstætt."
I tilefni frumsýningarinnar sem
verður frá kl. 14-22 á laugardag og
kl. 14-17 á sunnudag er boðið upp
á gámaútsölu á stálfelgum og hjól-
koppum fyrir vetrardekkin. Einnig
mun Hjólbarðahöllin verða á
staðnum með sértilboð á vetrar-
dekkjum.
I lok fnimsýningarinnar mun
Landsbjörg sjá um Nissan-flug-
eldasýningu á Sævarhöfða 2 á
laugardagskvöldið og hefst hún um
kl. 21. Sýningunni verður stjórnað
af þýskum sérfræðingum sem
staddir eru hér á landi í boði
Landsbjargar til að kenna íslensk-
um hjálparsveitarmönnum listina
að skjóta upp flugeldum. Segir í
fréttatilkynningu að búast megi við
að þetta verði ein sú allra glæsileg-
asta flugeldasýning sem sést hefur
á Islandi.
AÐEINS einn giskaði á rétt úrslit
í leik íslands og Frakklands í
getraunaleik boltavefjar Morg-
unblaðsins sem fram fór í tengsl-
um við leikinn. Itarlega var
fjallað um aðdraganda leiksins á
boltavefnum og stóð lesendum
veíjarins til boða að spá um úrslit
leiksins og vinna til verðlauna.
I verðlaun var Adidas Tricolor
bolti, sams konar og leikið var
með á HM í Frakklandi, og var
hann gefinn af Sportmönnum
ehf. Leikmenn og þjálfari ís-
lenska landsliðsins rituðu nöfn
sín á boltann fyrir leikinn gegn
Frökkum.
Vinningshafinn heitir Magnús
Þór Friðriksson og er hann bú-
Vann bolta
áritaðan af
íslenska
landsliðinu
settur í Svíþjóð, en fjölmargir
þeirra sem fylgdust með aðdrag-
anda landsleiksins á boltavef
Morgunblaðsins voru erlendis.
Magnús var eini þátttakandinn í
leiknum sem giskaði á réttar
lokatölur en sé tekið meðaltal
allra ágiskana í leiknum þá töldu
þátttakendur að leikurinn færi
0,7:2,8 fyrir Frakkland, eða 1:3.
Spáin byggð á
traustum grunni
Magnús hitti Guðjón Þórðar-
son, landsliðsþjálfara íslands, í
Svíþjóð þremur vikum fyrir leik-
inn, en Magnús og Anna Lilja
Valsdóttir, eiginkona Þórðar
Guðjónssonar og tengdadóttir
Guðjóns, eru systkinabörn. „Ég
spurði Guðjón hvernig leikurinn
færi og hann svaraði að bragði
að hann færi 1:1. Mín spá var því
byggð á traustum grunni," sagði
Magnús sem lýsti ánægju sinni
með verðlaunin.
Barmahlíð — sérhæð
Vorum að fá bjarta og frábærlega staðsetta 122 fm neðri sérhæð
með sérinngangi. Tvennar svalir. Nýlegt rafmagn og ofnalagnir.
Gott þak. Merbau-parket. Stórar skemmtilegar stofur. Laus
strax. Verð 9,5 millj. Áhv. húsbréf 4,5 millj.
Valhöll fasteignasala,
Síðumúla 27, sími 588 4477