Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Krabbameinsfélagið hafnar frumvarpi um gagnagrunn KRABBAMEINSFÉLAGIÐ hafnar drögum að fnimvarpi til laga um gagnagi-unn á heilbrigðissviði í nú- verandi mynd og varar við því að setja öll heilbrigðisgögn þjóðarinnar í einn miðlægan gagnagrunn í vörslu einkafyrirtækis með þeim hætti sem lýst er í drögunum. Þetta kemur fram í umsögn félagsins, sem sam- þykkt var einróma á stjómarfundi 7. september síðastliðinn. Krabbameinsfélagið bendir eink- um á eftirfarandi atriði: Viðkvæmar upplýsingar eru best geymdar í vörslu heilbrigðisyflrvalda og stofn- ana sem hafa ekki fjárhagslegan ávinning að aðalmarkmiði. Al- mannaheill verður að ráða því 1 hvaða tilgangi heilsufarsupplýsing- ar em notaðar. Fjárhagslegir hags- munir einkafyrirtækis geta stund- Gagnagrunns- frumvarpið Starfshóp- ur fer yfír umsagnir STARFSHÓPUR á vegum heilbrigðisráðuneytisins og landlæknisembættisins er nú að fara yfir umsagnir sem borist hafa frá allmörgum aðil- um um drög að framvarpi um miðlægan gagnagrann. Gæti verkið tekið um vikutíma. Davíð A. Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri heilbrigðisráðu- neytis, greindi Morgunblaðinu frá því að næsta skref yrði síð- an hjá ráðherra, sem myndi meta hvort og þá hverju yrði hugsanlega breytt í frum- varpsdrögunum. Málið yrði trúlega einnig rætt í ríkis- stjórninni áður en frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi. Ráð- gert er að það verði fljótlega eftir að þing kemur saman í október. VÍSINDASIÐANEFND skilaði tveimur umsögnum um framvarps- drög um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði og varar meirihluti nefndar- innar við gerð miðlægs gagna- granns og leggur til að fallið verði frá lagasetningu þess efnis. For- maður og varafonnaður nefndar- innar og einn varamaður skiluðu séráliti og telja kosti hugmynda í frumvarpinu veralega, ekki síst fyr- ir vísindarannsóknir í landinu og vilja því ekki ganga jafniangt og meirihluti nefndarinnar. Meginniðurstaða Vísindasiða- nefndar, þ.e. meh-ihlutans, er þessi: „Vísindasiðanefnd varar við gerð miðlægs gagnagranns í því formi sem gert er ráð fyrir í framvarps- drögunum. Vísindasiðanefnd telur einkaleyfi (sérleyfi) til að koma upp og reka gagnagrunna á heilbrigðis- sviði óviðunandi vegna mögulegrar skerðingar á rannsóknafrelsi sem í því felst. Vísindasiðanefnd leggur til að fallið verði frá lagasetningu þessa efnis.“ Nefndin telur að persónuleynd og gagnaöryggi sé best borgið með um stangast á við almannaheill. Þegar gögnum er safnað saman í einn miðlægan grunn er meiri hætta á að vemdun persónuupplýsinga verði ekki nægilega tryggð og að rannsóknir uppfylli ekki siðferðis- kröfur heldur en þegar notast er við minni gagnagrunna, sem hægt er að samkeyra. I síðara tilvikinu verður um eftirlit fleiri aðUa að ræða og er þessi leið farin annars staðar á Norðurlöndunum. Takmörkun á að- gangi annarra en eins rekstarleyfis- hafa að tölvuskráðum upplýsingum í miðlægum gagnagranni um allt að tólf ára skeið getur hamlað eðlilegri þróun heilbrigðisvísinda á Islandi. Varðveisla gagnanna hjá einkafyrir- tæki gæti latt fólk þess að leita til læknis með viðkvæma sjúkdóma. I umsögninni eru einnig athuga- dreifðum gagnagrunnum og að eng- in dulkóðun geti komið í stað þess öryggis. Ekkert bendi til þess að sömu vísindalegu markmiðum verði ekki náð með aðskildum gagna- grannum og með miðlægum gagna- granni og að eðlismunur sé á dreifð- um og miðlægum gagnagrunnum. „í dreifðum gagnagrunnum bera menn persónulega ábyrgð á upplýs- ingum en vegna stærðar miðlægs gagnagranns yrði ábyrgð fólgin í vélrænu kerfi,“ segir m.a. í greinar- gerð meirihluta nefndarinnar. Þá gerir meirihluti nefndarinnar allmargar athugasemdir við fram- varpsdrögin, fari „svo ólíkiega að haldið verði við áform um fyrirhug- aða lagasetningu", eins og segir í greinargerðinni. Þessar athuga- semdir lúta að spurningum um skil- greiningu persónuupplýsinga, spurt er hvernig gjaldtöku og eignarhaldi verði háttað, hverjir hafi forræði yf- ir sjúkraskýrslum og að ástæða sé til að hafa veruiegar áhyggjur af veitingu einkaleyfis til notkunar gagnagrunns af þessu tagi. Um þann þátt segir m.a.: „Eingöngu semdir sem varða sérstaklega starf- semi Krabbameinsfélags Islands: Hjá Krabbameinsskránni hefur safnast upp mikil þekking á með- höndlun upplýsinga um krabbamein og er hún ásamt skránum annars staðar á Norðurlöndum í hópi vönd- uðustu krabbameinsskráa í heimin- um. Nauðsynlegt er að árétta að Krabbameinsskráin fái að halda áfram að vera til sem sjálfstæð og sívirk skrá og starfsemi hennar og upplýsingaflæði til hennar verði tryggt í framtíðinni. Krabbameins- félagið fagnar þvi að fyrirhugað sé að krabbameinsski-á félagsins falli utan ramma þessara frumvarps- draga og telur að skráin eigi ekki að tilheyra miðlægum gagnagi’unni. Það er Krabbameinsfélaginu veralegt áhyggjuefni, með hags- virðast viðskiptaleg rök liggja til grandvallar slíku einkaleyfi. Einka- leyfi valda í eðli sínu mismunun og eru á hröðu undanhaldi á flestum sviðum viðskipta þó með þeirri und- antekningu að veitt eru einkaleyfi á uppfinningum, t.d. nýjum lyfjum til að tryggja hvata til þróunar nýj- unga á slíkum sviðum. Gagnagi’unn- ur er ekki uppfinning í þessum skilningi. Ennfremur eru einungis veitt einkaleyfi til markaðssetning- ar og notkunar lyfja, ekki til að finna upp sams konar lyf eða hlið- stæð. Alit margra er á þá lund að rými sé fyrir fleiri en eitt fyrirtæki á þessum markaði." Minnihlutinn telur hugmyndina einstaka í umsögn minnihlutans segir með- al annars að með hugmyndum frum- varpsins sé í fyrsta sinn leitast við að gera heilsufarsupplýsingar að verð- mæti sem gagnist landsmönnum, slík hugmynd sé einstök og athygli verð og hafi ekki verið reynd annars staðar. Varpað er fram spurningum um ýmis álitamál, svipað því sem muni kvenna í huga, að gagna- grunnur af þessu tagi gæti dregið úr aðsókn að hópleit í Leitarstöð Krabbmeinsfélagsins. Tryggja þarf að félaginu verði undir engum kringumstæðum gert skylt að af- henda óviðkomandi aðila viðkvæm- ar upplýsingar sem safnað hefur verið fyrst og fremst til að auka ár- angur af leitarstarfinu. Varðandi vísindastörf Rann- sóknastofu í sameinda- og frumulíf- fræði er trygging rannsóknafrelsis meginsjónarmið. Ti-yggja verður að vísindamenn Krabbameinsí'élags Is- lands hafi áfram tækifæri til sam- vinnu við aðrar heilbrigðisstofnanir vegna afmarkaðra vísindaverkefna með þeim hætti sem verið hefur og að uppfylltum kröfum tölvunefndar og vísindasiðanefndar. meirihluti nefndarinnar gerir. Þre- menningarnir segjast í reynd sam- mála sumum af þeim ástæðum sem fram koma í meginniðurstöðu þorra nefndarmanna og skilja áhyggjur þeirra af svo flóknu máli en segjast ekki geta verið jafn ákveðnir í af- stöðu gegn framvarpinu. Minnihlutinn telur rétt að ná megi flestum vísindalegum mark- miðum sem stefnt sé að með mið- lægum gagnagranni með aðskildum gagnagr’unnum en þó ekki öllum og að miðlægur gagnagrunnur geti auðveldað slíka vinnu verulega. Hann telur ekki verulegan mun á dreifðum gagnagrannum á kenni- tölu og dukóðuðum miðlægum gagnagrunni sem lúti að vernd per- sónuupplýsinga og hættu á innbrot- um og mistökum. Einnig segir að með þeim fjáiTnögnunarhugmynd- um sem tengjast framvarpinu virð- ist líklegra að unnt sé að tölvuvæða íslenska heilbrigðiskerfið en með því móti sem gert hefur verið hing- að til og því gæti það orðið veruleg lyftistöng fyrir vísindarannsóknir hérlendis. MYND Braga sem stolið var. Mynd Braga komin í leitirnar MYND eftir Braga Ásgeii’s- son listmálara, sem auglýst var eftir í Morgunblaðinu síð- astliðinn laugardag, er komin í leitimar. Myndin var meðal nokkuma mynda sem stolið var frá listamanninum árið 1996. Þær höfðu allar skilað sér nema þessi en Bragi upp- götvaði fyrir aðeins fáeinum mánuðum að þessari mynd hafði einnig verið stolið. Bragi Asgeirsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar þjófnaðurinn var fram- inn hefði verið unnið að við- gerðum á íbúðarhúsi hans og því mikill umgangur iðnaðar- manna og annarra, m.a. um þak, og þess ekki alltaf gætt að læsa að loknum vinnudegi. Því hefðu þjófar átt greiða leið í vinnustofu sína. „Ég hafði ekki tekið eftir að þessari mynd var einnig stolið og það var ekki fyrr en ég þurfti að líta á hana löngu síð- ar að ég fann hana hvergi. Þetta var fyrir nokkrum mán- uðum og ég leitaði að lokum til lögi’eglunnar, sem hóf eftir- grennslan," sagði Bragi og leiddi auglýsing lögreglunnar sl. laugardag til þess að mynd- in kom fram. Maður sem keypti myndina hafði samband við lögregluna strax á laugardag og kvaðst hafa keypt hana. Gunnleifur Kjartansson lögreglufulltrúi segir manninn hafa keypt myndina í góðri trú, ekki vit- andi að henni hefði verið stolið. Vildi Gunnleifur koma á framfæri þakklæti fyrir þátt blaðsins í að upplýsa málið. Lögfræðilegt álitamál Bragi Ásgeirsson sagði það nú lögfræðilegt álitamál hvemig skorið yi’ði úr um eignarréttinn á myndinni. Finna þyrfti út hvort sá sem keypti myndina í góðri trú ætti hana fremur en höfund- urinn sem myndinni var stolið frá. Bragði sagði myndina hafa verið málaða í Kaup- mannahöfn árið 1951 og hún væri meðai þeirra mynda sem hann vildi ekki selja. Bragi sagði að fyrir alllöngu hefði verið hringt í sig og spurt hvort hann væri viss um að hann hefði fengið allar myndir til baka sem var stolið. Sá sem hringdi sagði að sér hefði ver- ið boðin mynd eftir hann og ætlaði sá að hafa samband við Braga aftur til að láta vita hvort kaupin næðu fram að ganga. Bragi sagðist hins veg- ar ekki hafa heyrt í þessum manni aftur. Vísindasiðanefnd klofnar í afstöðu til gagnagrunnsfrumvarps Meirihlutinn hafnar en minni- hlutinn telur kostina verulega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.