Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 14

Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn KEIKÓ var vel fagnað af Vestmannaeyingum, ekki síst af yngstu kynslóðinni. Keikó sleppt lausum inn- an tveggja ára eða aldrei Flutningur háhyrningsins Keikós frá Newport til Vest- mannaeyja tókst vonum fram- ar að sögn starfsmanna og fulltrúa Free Willy Keiko- stofnunarinnar á blaðamanna- fundi í gær, Þar kom fram að yrði Keikó ekki sleppt lausum innan tveggja ára, myndi hann sennilega aldrei fara úr Klettsvík. KEIKÓ virtist ekki vera mikið eftir sig eftir ferðalagið og tók þegar til við að synda um kvína, sem smíð- uð hefur verið fyrir hann í Kletts- vík, þegar honum var sleppt út í hana upp úr klukkan tvö síðdegis í gær. Þegar tilkynnt var á blaðamannafundi röskum tveimur klukkustundum siðar að hnísa væri komin að kví hans og þau skiptust á hljóðum brutust út fagnaðarlæti meðal viðstaddra. Bob Ratliffe, aðstoðarframkvæmdastjóri Keikó-samtakanna, sagði að þetta væri mik- ill dagur um leið og hann þakkaði móttök- urnar. Hann sagði að samtökin væru stolt af því að Keikó væri kominn til íslands og faðmlögin og fógnuður umsjónarmanna há- hyrningsins á kvínni þegar hann var settur út í hana bæru því vitni. Allir sigurvegarar Olin Day Mount, sendiherra Bandaríkj- anna í Reykjavík, var á blaðamannafundin- um og sagði að allir væru sigurvegarar, hinir íslensku gestgjafar, Bandaríkjamenn og heimurinn í þeim skilningi að við ættum í vændum frekari vitneskju um umhverfi okk- ar. Lanny Cornell, sem verið hefur dýralækn- ir Keikós frá því að hann var fluttur frá Mexíkó, rifjaði upp símtal, sem hann fékk þegar hann var í Boston fyrir þremur og hálfu ári. „Þá var ég spurður hvort ég vildi koma til Mexíkóborgar til að kíkja á Keikó vegna þess að ætlunin væri að sleppa honum laus- EKIÐ með Keikó niður Hlíðarveg og fylgdist fjöldi fólks með. d um að nýju,“ sagði hann. „Og nú erum við við það að draumurinn rætist, svo nærri að það má nánast snerta markið. Það var von okkar og draumur að flytja hann til íslands." Snortinn af hreinskilni Eyjamanna Hann sagði að móttökur í Vestmannaeyjum hefðu verið mjög góðar og kvaðst snortinn af hreinskilni Vestmanneyinga, sem alltaf hefðu svarað hreint út um það hvað þeir gætu gert og hvað ekki. Þeir væru opnir og opinskáir. En þegar hann liti nú til baka væri með ólíkind- um hver staðan væri og framtíðin væri björt. „Ferðin gekk vel, Keikó borðaði strax og synti síðan meðfram bökkum kvíarinnar,“ sagði Cornell. „Þessi staða getur ekki verið betri fyrir dýralækni Keikós og umsjónar- mann.“ Dýralæknirinn sagði að það hefði tekið há- hyrninginn smástund að fara úr segldúkn- um, sem hann var hafður í á meðan hann var fluttur í gámnum yfír Bandaríkin og Atlants- hafíð, en það væri ekki vegna þess að hann hefði verið illa fyrirkallaður. „Karlkyns háhymingar hafa tilhneigingu til að vera varkárir,“ sagði hann. „Grýttur botninn og fram- andi umhverfið fengu hann til að hika, en hann var ein- faldlega að átta sig á því hvert hann væri kominn. Hann vissi að það var flutningur í vændum, þótt hann gerði sér ekki grein fyrir því hvert hann væri ________ að fara.“ Cornell sagði að vatninu í kerinu hefði verið haldið köldu á leiðinni til þess að hvalnum yrði ekki of heitt. Keikó hefði sofið mestan hluta leiðarinnar. Koman hingað hefði verið með svipuðu móti og til Newport í Oregon á sínum tíma. Þá hefði Keikó fyrst skoðað laugina og leitað síðan að þjálfara til að fá mat. Sá munur væri þó á að þá hefði Keikó verið illa á sig kominn, en nú væri hann við góða heilsu. Allir vöðvar virt- ust í lagi eftir flutninginn. Erfitt með að átta sig á nýjum aðstæðum Að sögn dýralæknisins fór Keikó þegar að gefa frá sér bergmálshljóð þegar út í laugina var komið. Hann ætti hins vegar ör- ugglega erfitt með að átta sig á aðstæðum eftir að hafa verið í prísund hátt í tvo ára- tugi. Nú þyrfti hann að venja sig við það að í umhverfi hans væru klettar, grjót og sand- ur, en engir veggir. Spurningin væri hvort smátt og smátt rifjaðist upp fyrir hvalnum það umhverfi, sem hann var í fyrir flutning- inn. Cornell átti von á því að næstu dögum yrði varið til að koma á sambandi að nýju milli Keikós og þjálfara hans, sem nokkrir hafa verið hér á Islandi undanfarið. Einnig yrði mikið hugað að mataræði hans. A næstunni væri ráðgert að gera rann- sóknir svo unnt væri að meta það hvort sleppa mætti Keikó í Klettsvíkinni og athuga hvort hann myndi éta villtan fisk þar, til dæmis loðnu. Ratliffe kvaðst einnig vonast til þess að sleppa mætti Keikó í víkinni. Að hans sögn á að notast við tvær myndavélar, sem beita má í myrkri til að taka myndir neðansjávar af kvínni og hvalnum. Þá verði nokkrum bátum af staðnum leyft að sigla með fólk í námunda við kvína til að skoða Keikó. Hann nefndi einnig Rannsóknarsetur Há- skólans í Vestmannaeyjum og þau gögn, sem væru á alnetinu. Hins vegar myndi Keikó- stofnunin ekki hafa afskipti af ferðamálum, nema með þeim hætti að vinna með og hjálpa Vestmanneyingum. Hann sagði að umönnun Keikós væri fjárhagslega tryggð. Sýn Þorsteins að þakka Þorsteinn I. Sigfússon prófessor við fræðasetrið steig upp í pontu og sagði nokk- ur orð um starfsemi þess og þegar hann hafði lokið máli sínu sagði Ratliffe að það væri fyrst og fremst „sýn þessa manns að þakka að Keikó var fluttur til Vestmanna- eyja“. „Hefði ég spádómsgáfu væri ég ríkur mað- ur,“ sagði Cornell þegar hann var spurður hvort hann gæti sagt til um það hvenær hægt yrði að sleppa Keikó lausum, en bætti síðan við: „Ef Keikó verður sleppt verður það að gerast á næstu tveimur árum. Gerist það hins vegar ekki vildi ég sýnu fremur að hann væri hér vegna þess að hér er hann í mjög örvandi umhverfi. Einnig gæti hann rekist á aðra háhyrninga." Comell kvaðst ekki telja að Keikó væi'i illa við net á borð við það, sem væri í kvínni. Craig 0. McCaw er formaður Keikó-stofn- unarinnar og um leið einn helsti velunnari hennar. Hann sagði að draumar gætu ræst, jafnvel ólíklegustu draumar eins og nú hefði gerst. MeCaw sagði að háhymingar væra gáfað- ar skepnur. Við deildum með þeim jörðinni og framtíð þeirra væri samtvinnuð okkar framtíð. McCaw er auðkýfingur frá Washington- ríki, sem liggur að Oregon. Hann var spurð- ur hvað hann hefði presónulega lagt af mörkum til Keikó-stofnunarinnar. Hann sagði að það væri erfitt að meta það, en það væru sennilega rúmlega fjórar milljónir dollara. Þetta mál snerist hins vegar um meira en Keikó; hér væri um að ræða ástand hafsins og framtíð okkar. Því meira sem við gætum komist að um framtíðina þeim mun betra. Hann sagði að vissulega væra mörg mál, sem leggja mætti lið, í heiminum. Hann hefði hins vegar ákveðið að styðja þennan málstað, meðal annars fyrir bömin, sem hefðu haldið að Keikó hefði fengið frelsi í kvikmyndinni Frelsum Willy þegar raunin var önnur. En hann gæti alveg hugsað sér að leggja öðrum málum lið síðar. MaCaw sagði að vissulega mætti að nokkra Ieyti líta á þetta sem tilraun til að friða samviskuna og láta sér líða vel án þess í raun að gera gagn. Rekum ekki alþjóðlega hvalabjörgunarmiðstöð „Ég hafði ákveðnar efasemdir, en þeim var svarað um leið og ég sá Keikó í kvínni," sagði hann. „Og nú líður mér vel. Margir sögðu að við ættum ekki að gera þetta, en við eram ekki að reyna að efna til rifrildis eða heimspekiþrætu. Fólk getur sjálft gert upp hug sinn, en við viljum gera fólki Ijóst hvað er mögulegt.“ Hann sagði að menn gætu barist fyrir ýmsu, en hann hefði orðið að velja málstað, sem félli að samvisku hans. Hann vildi einnig fylgja öðrum hlutum eftir, en það biði betri tíma. McCaw var spurður hvort vænta mætti þess að fleiri háhyrningar fetuðu í fótspor Keikós. „Ef í ljós kemur að rétt var að gera þetta fyrir Keikó gæti verið að við myndum gera það,“ sagði McCaw. „En við rekum ekki al- þjóðlega hvalabjörgunarmiðstöð.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.