Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 17
FRÉTTIR
ISLENSKI og bandaríski fáninn blöktu
víða við hún og algengt var að sjá smá-
börn haldandi á fánum þjóðanna í kerr-
um sínum. Ekki spillti fyrir að veður var
með ágætasta móti þótt vindur hefði mátt
vera stilltari. Kennslu í Hamarsskóla og
Barnaskóla Vestmannaeyja var hætt kl. 10 og
gengu kennarar með nemendum sínum út á
götur til að taka þátt í stemmningunni. Má
segja að hátíðarstemmninguna megi að miklu
leyti þakka þeirri ákvörðun skólanna. Umferð
gangandi vegfarenda var nokkur til og frá
flugvellinum frá því að Keikó lentí, en engin
óhöpp urðu að sögn lögreglu enda var umferð
hæg á meðan Keikó var á ferðinni. Frá flug-
vellinum niður að höfninni eru þrír kílómetr-
ar, sem eknir voru á röskum gönguhraða á
innan við hálfri klukkustund. Keikó hafði hjá
sér nokkra þjálfara í búrinu, sem höfðu eftirlit
með rakastigi hans og andardrætti.
Siglt með Keikó frá höfninni
Á slaginu kl. 13 var
búr Keikós híft um
borð í prammann sem
flutti hann út í fiot-
kvína og var áætlun
hersins þá komin eina
klukkustund fram yfir
áætlun. Bæjarbúar
létu það ekki á sig fá
og biðu þolinmóðir og
éftirvæntingarfullir
við bryggjuna þar sem
líkurnar á því að sjá
Keikó berum augum
jukust með hverju
andartaki. Af því varð
þó ekki því Keikó var
mönnum enn hulinn
sjónum þrátt fyrir ná-
lægðina. Siglt var á
hægu stími út í kvína í
fylgd fjögurra skipa
með fréttamönnum
auk smærri báta.
Ljósmyndarar um
borð í skipunum börð-
ust um besta plássið
og nokkrir bandarísku
fi-éttamannanna lýstu
atburðum í beinni út-
sendingu í gegnum
farsíma. Skipum
fréttamanna og gesta
var haldið í nokkurri
fjarlægð og var gefin
út skipun um að drepa
á vélum skipanna til að
valda ekki titringi þeg-
ar kom að því að taka
lokaskrefið, sem var
að hífa Keikó úr
prammanum ofan í
kvína. Spennan komst
í hámark meðal við-
staddra og óralöng
stund virtist líða þang-
að til háhymingurinn
ástsæli birtist mönn-
um á börum sínum. Stuttu síðar kom hann í
ljós eins og tjaldur að vori með ugga sína út í
loftið og sýndist ekki með lífsmarki. Þegar
hann snerti yfirborð sjávarins brutust út mikil
fagnaðarlæti er hann sýndi að hann væri við
H átí ð ar stemmn-
ing í Eyjum
I Vestmannaeyjum ríkti hátíðarstemmning í gær.
Hvarvetna höfðu heimamenn hengt upp skilti þar sem
hinum nýja íbúa var fagnað með innilegum kveðjum
og mest áberandi voru börnin sem sátu fyrir hersing-
unni, sem kom akandi á gönguhraða frá flugvellinum.
LÍTIL stúlka bíður spennt eftir því að Keikó fari hjá.
góða heilsu og langt frá því allur. Eins og búist
hafði verið við byrjaði Keikó á því að synda um
kvína og kanna hana, en síðan fór hann að leita
uppi þjálfara sína sem voru ýmist í flotbúning-
um eða neðansjávar í kafarabúningum. Túlk-
aði læknir Keikós, dr. Lanny Cornell, þessa
hegðun á þann veg að Keikó væri að segja:
„Halló, er einhver þama?“ Eftir nokkra stund
í nýjum heimkynnum færði Keikó sig hægt og
bítandi upp á skaftið og sýndi æ fjörmeiri
hegðun. Gerði hann sér að góðu síld sem yfir-
þjálfári hans fleygði til hans og fékk ennfrem-
ur nudd frá öðrum þjálfara sínum, en borið
hafði verið sérstakt rakakrem á húð hans til að
koma í veg fyrir uppþomun á leiðinni yfir haf-
ið. Fylgdarskipin sigldu til hafnar eftir um
klukkustundarheimsókn út í kvína og höfðu
fréttamenn í nógu að snúast við að vinna úr
efni sínu.
Aðeins fyrsta skrefíð stigið
Við komu Keikós til Eyja mælti Sigrún Sig-
urgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar, fyrir
munn heimamanna á fjölmennum blaðamanna-
fundi og sagði að hér væri aðeins stígið fyrsta
ski'efið í ferli sem enginn gætí séð fyi'ir end-
ann á. Sagði hún að lokatakmarkið væri að
Keikó yrði sleppt út í hafið til að kynnast öðr-
um háhymingum á sínum heimaslóðum.
„Þangað til verður hann mikið rannsóknarefni
vísindamanna Frelsum Willy-samtakanna og
okkar eigin vísindamanna,“ sagði Sigrún. Á
vegum rannsóknarset-
urs Háskólans í Vest-
mannaeyjum er m.a.
unnið að verkefnum í
sjávarlíffræði og sagði
Sigrún ennfremur að
koma Keikós yrði því
starfi mikil lyftistöng
og myndi einnig hafa
áhrif í þá átt að hindra
atgervisflótta ungs
vísindafólks til út-
landa. „Að lokum
langar okkur til að
bjóða Keikó, nýjasta
þegninn í samfélagi
okkar, velkominn til
Vestmannaeyja með
þeirri von að hann
megi einhvern daginn
njóta fullkomins frels-
is,“ sagði Sigi'ún að
lokum.
Rólegt
á vaktinni
Þrír lögreglumenn
voru sendir úr
Reykjavík til að að-
stoða 14-15 lögreglu-
þjóna frá Vestmanna-
eyjum við öryggis-
gæslu og alls voru 40
bj örgunarsveitarmenn
sem lögðu til aðstoð
vegna gæslunnar.
Lögð var áhersla á að
fólk héldi sig innan
þeirra marka sem sett
voru af lögreglu og
björgunarsveitum
ekki síst vegna hótana
sem umboðsmanni
Keikós hafa borist.
Ekkert bólaði þó á
óvini Keikós. Að
kveldi hins viðburða-
ríka gærdags var bæj-
arlífið komið í eðlilegt horf að sögn lögreglunn-
ar, en einn lögreglumaður var settur á vakt til
þess að gæta flutningavélar Keikós, sem
stendur biluð við enda flugbrautarinnar og
hindrar alla umferð.
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Halldór
Frí í skólum vegna komu Keikós
FRÍ var gefíð í skólum víða um
land í tilefni komu háhyrnings-
ins Keikós til Iandsins, jafnt
grunnskólum sem framhalds-
skólum. Nemendur söfnuðust
víða saman í skólunum og
horfðu á beina sjónvarpsútsend-
ingu frá komu hvalsins til Vest-
mannaeyja. í sumum skólum
var koma Keikós fléttuð saman
við kennslu. Myndin var tekin í
Menntaskólanum við Sund þar
sem nemendur fylgdust áhuga-
samir með ferðalagi Keikós.
Draumur
orðinn að
veruleika
DRAUMUR Maríönu Savietto,
átján ára stúlku frá Argentínu,
varð að veruleika í gær þegar
hún fylgdist með Keikó synda
af stað í nýjum heimkynnum
sínum í sjókvínni í Klettsvík við
Vestmannaeyjar. Hún kom til
landsins í fylgd argentínskra
sjónvarpsmanna sem vinna að
vinsælasta sjónvarpsþætti
landsins, „Draumar fólksins",
en gleðitár hennar yfír atburð-
unum voru fest á fílmu af helstu
fréttastofum heiins.
Maríana var valin úr hópi
umsækjenda sem lýsa helstu
óskum sínum í bréfum til þátt-
arins Sorpresa y sem sýndur er
á sjónvarpsrásinni Canal 12 í
Argentínu. Henni og móður
hennar var í kjölfarið boðið til
Oregon í Bandaríkjunum og
síðan til íslands til að fylgjast
Morgunblaðið/Kristinn
MARIANA með tárin í augunum með móður sinni.
með ferðum Keikós. Hún og
sjónvarpsmennirnir komu með
öðrum bátanna sem fluttu fjöl-
miðlafólk að kvínni. Þegar
Maríana sá Keikó synda af stað
gat hún ekki tára bundist.
Fréttafólkið um borð tók eftir
þessu og sumir mynduðu hana
með tárin í augunum. Þegar
hún síðan hágrét í faðmi móður
sinnar á bryggjunni í Vest-
mannaeyjum að bátsferðinni
lokinni hópuðust tökumennirn-
ir í kringum hana og ótal
fréttamenn vildu viðtal. Því
miður gátu þeir lítið skilið
hana, því hún talar ekkert
nema spænsku, en gleðitár
Maríönu frá Argentínu er engu
að síður orðin heimsfræg.