Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Skipstjórinn á Hákoni ÞH segir
ástandið á rækjumiðunum skelfílegt
Morgunblaðið/Kristján
GUÐJÓN Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni ÞH, við skip sitt á Akureyri
í gær. Smárækjan fór til vinnslu hjá Strýtu en stærri rækjan fer á er-
lenda markaði.
Skera þarf kvótann
niður um
HÁKON ÞH kom til hafnar á Akur-
eyri í gærmorgun úr rúmlega
þriggja vikna rækjuveiðitúr fyrir
austan og norðan land. Afli skipsins
var um 100 tonn og aflaverðmætið
um 15 milljónir króna. Að sögn
Guðjóns Jóhannssonar, skipstjóra á
Hákoni, hefur rækjuveiðin gengið
illa. Hann segir ástandið á miðun-
um skelfilegt og að ekkert bendi til
annars en að um ofveiði hafi verið
að ræða.
„Slysið varð þegar rækjukvótinn
var aukinn úr 30.000 tonnum í
70.000 tonn á síðasta ári. Það eina
sem hægt er að gera í stöðunni er
að minnka kvótann um helming,
allt annað er rugl. Það þýðir ekkert
að loka einhveijum svæðum, því um
leið eykst ásóknin á önnur svæði.
Þá eru skipin sem stunda þessar
veiðar helmingi of mörg.“
Rækjan minni og minni
Guðjón sagði að fundist hefði
smátorfa út af Strandagrunni og
hefðu um 20 skip verið þar við veið-
ar á örlitlu svæði. „Það hafa ekki
verið margar rækjur lifandi þar á
eftir. Og þaimig er ástandið á mið-
unum, ef einhvers staðar finnst
rækja, hópast allur flotinn þangaö."
Rækjan sem skipin eru að fá
verður alltaf minni og minni, að
sögn Guðjóns, og um leið minnkar
helming
aflaverðmæti hemiar. Hann nefndi
sem dæmi að hlutfallið af stórri
rækju í þessum túr, þ.e. af Japans-
rækju, væri 6,5% en hlutfallið hefði
að jafnaði verið um 40% áður. Hlut-
fallið af millistærð hefði verið um
20-25% en wæri aðeins um 15% nú.
„Hlutfallið sem fer í pakkningar
er því aðeins um 21% en algengt
var að það væri um 70%. Þetta ger-
ist þrátt fyrir að við erum nú að
pakka smærri rækju í pakkningar á
erlendan markað."
Þrýstingur frá
verksmiðjuin í landi
Guðjón sagði menn hafa byijað
að vara við þessu ástandi fyrir
tveimur árum en þá hafí verið farið
í að efja mömium í smárækjuna.
Þrýstingurinn kæmi frá verksmiðj-
unum í landi sem vantaði hráefni
og því væri djöflast í smárækjunni.
„Við sjómenn erum mjög óánægðir
með hversu lítið mark er tekið á
okkur og allar okkar hugmyndir
eru kæfðar.“
Rækjukvótinn á yfirstandandi
fiskveiðiári er 60 þúsund tonn, að
sögn Guðjóns, og til viðbótar hafa
útgerðirnar geymt 12 þúsund tonn
frá síðasta kvótaári.
„Það stefnir því í rúmlega 70 þús-
und tonna veiði á þessu ári, sem er
hreinn glæpur."
Vinnulyftur ehf.-Útleiga og sala
Erum fluttir í ný og glæsileg
húsahynni i Smiðsbúð 12, Garðabæ
Vinnulyftur ehf.
Smiðsbúð 12, Garðabæ,
sími 544 8444,
fax 544 8440
Umboðsaðili:
SKYJACK, NIFTYLIFT,
TEREX AERIALS OG MEC.
Lyftusýning
laugardaginn
12. september
kl. 10—16
Eigum til úrvai
af nýjum og
notuðum
vinnulyftum til
leigu og sölu
vinnuhæð 22
metrar
vinnuhæð 17
metrar
STJÓRNKERFI AKUREYRARBÆJAR 1998
Bæjarráð Bæjarstjóri
j hH Bæjartðgmaður"]
Fjármálasvið Þjónustusvið Félagssvið Tæknisvið
Hagsýsla
Bókhald
Launavinnsla
Aðalskrifstofa Heislugæsla Skipulagsmál
Tölvuþjónusta Fjölskylduþjónusta Umhverfi
Upplýsingar Búsetuúrræði Byggingaeftirlit
Starfsmannahald Skólaþjónusta
Menning
Tómstundir
Slökkvistöð
Strætisvagnar
Rafveita
Hita- og vatnsveita
r
Húsnæðisskrifsstofa
Framkvæmdir Sjóðir
TILLAGA að nýju stjórnkerfi Akureyrarbæjar.
Tillögur að breytingum á stjórnkerfí Akureyrarbæjar
Starfsemi bæjarins
verði skilvirkari
Morgunblaðið/Kristján
SIGRÉÐUR Stefánsdóttir, framkvæmdasfjóri þjónustusviðs Akureyrar-
bæjar, Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, og Kristján Þór Júlíus-
son bæjarsljóri kynntu tillögur að brejitu stjórnkerfi Akureyi'arbæjai’.
TILLÖGUR að breytingum á
stjórnkerfi Akureyrarbæjar voru
samþykktar á fundi bæjarráðs í
gær en þær verða afgreiddar á
fundi bæjarstjórnar á þriðjudag.
„Stjórnkerfi bæjarins á að vera
síbreytilegt þannig að það geti
mætt þeim þörfum sem fyrir hendi
eru í bæjarfélaginu á hverjum
tíma,“ sagði Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri á fundi þar sem stjórn-
kerfisbreytingarnar voru kynntar.
Megintilgangur með tillögunum er
að gera starfsemi bæjarfélagsins
sem skilvirkasta og að þjónusta
þess við bæjarbúa og aðra við-
skiptamenn verði sem best og hag-
kvæmust og taki mið af þörfum
þeirra sem þjónustunnar eiga að
njóta.
Við breytingarnar var haft að
leiðarljósi að deildir og stofnanir
verði sjálfstæðari og forstöðumenn
ábyrgari fyrir rekstri þeirra. Verk-
efni allra stjómenda breytast þar
með, m.a. munu ákvarðanir færast í
þeirra hendur en hugmyndavinna
verður á borði yfirstjórnenda, sem
og stefnumörkun og útfærsla á
stefnu bæjarstjórnar ásamt vinnu
að gæðaþróun.
Starfsmannastefna verður endur-
skoðuð með það fyrir augum að gefa
starfsmönnum bæjarins aukin tæki-
færi til sí- og endurmenntunar og
verður þeim umbunað fyrir góða
frammistöðu og frumkvæði að
bættri þjónustu.
Stjórnkerflnu skipt í fjögur svið
Samkvæmt tillögunum verður
stjórnkerfi bæjar skipt upp í fjögur
svið: fjármálasvið, þjónustusvið, fé-
lagssvið og tæknisvið. Tvö þau fyrst
töldu vora áður í einu; stjórnsýslu-
sviði og er gert ráð fyrir að þau
ÚTILISTAVERKIÐ „Yggdrasill“
sem bandaríski listamaðurinn Dav-
id Hebb hefur gert verður af-
hjúpað í Hrísey næstkomandi laug-
ardag, 12. september.
Af því tilefni býður hann öllum
sem það vilja að koma og skoða
verkið, hitta sig að máli og njóta
hressingar við útilistaverkið sem
staðsett er úti í náttúrunni. Verkið
er um fjórir metrar í þvermál og
þriggja metra hátt og nýtur sín vel
á góðum stað í náttúru Hríseyjar.
Eiginleikar þess fela í sér að það
muni geta fallið og hrömað, jafnvel
horfið á vit náttúrunnar innan
nokkurra ára, en efniviður þess er
verði sameinuð að nýju þegar frá
líður. Þeim er skipt upp til að að-
greina ólík verksvið sem áður voru í
umsjá bæjarritara á meðan verið er
að brjóta upp skipulag og vinnu-
brögð. í febrúar í fyn-a var félags-
málasviði skipt upp í félags- og
heilsugæslusvið annars vegar og
fræðslu- og frístundasvið hins vegar
vegna aukinna verkefna á vegum
reynslusveitarfélagsins. Þau verða
nú sameinuð í eitt félagssvið til að
stuðla að þvi að betri yfirsýn og
samhæfing sé innbyggð í stjórn
þessa umfangsmikla málaflokks.
Nokkrar breytingar verða á fé-
lagssviði, m.a. mun Akureyrarbær
taka við verkefnum sem voru hjá
Skólaþjónustu Eyþings haustið
1999, þá verður öll einstaklingráð-
gjöf færð undir eina yfirstjórn hjá
fjölskyldudeild og leikskóladeild
stál, grjót, steypa og gull ásamt
öðrum jarðefnum, en á hnjúki
verksins er hrísla.
David dvaldi í Gestavinnustofu
Gilfélagsins á Akureyri fyrr á ár-
inu og hélt hann áfangasýningu á
verkinu í Ketilhúsinu og ljós-
myndasýningu í Ljósmyndakomp-
unni. Hann fékk Fulbrigth-styrk á
síðasta ári til listsköpunar í Hrísey,
en hún átti á einhvern hátt að
tengjast norrænni goðafræði eða
ásatrú andspænis nútímaiðnaði.
David sem er kvikmyndagerða-
maður að mennt mun kenna við
Myndlistarskólann á Akureyri í
haust.
verður sameinuð skóladeild.
Hvað tæknisvið varðar er til
skoðunar að til verði sérstök Hús-
næðisstofnun sem sjái um allt íbúð-
arhúsnæði í eigu bæjarins auk þess
að hafa m.a. umsjón með bygginga-
framkvæmdum, verkefnisstjórnum
og kostnaðareftirliti. Þá má nefna
að fyrirtæki bæjarins, Raíveita
Akureyrar og Hita- og vatnsveita
Akureyrar verða flutt frá tæknisviði
og munu heyra beint undir bæjar-
stjóra.
Nú standa yfir breytingar á ráð-
húsi bæjarins í Geislagötu 9 og
verða afgreiðsluhættir Akureyrar-
bæjar endurskipulagðir að þeim
loknum. Miðar hún að því að á 1.
hæð hússins verði nokkurs konar
upplýsingaanddyri bæjarins þar
sem allar bæjarstofnanir eigi full-
trúa eða aðsetur.
Tvö golfmót
TVÖ golfmót verða haldin á
Jaðarsvelli um helgina. Á morg-
un, laugardag, verður Ariel
Open í boði Islensk-ameríska,
en þar verður keppt í karla-,
kvenna- og unglingaflokkum. Á
sunnudag verður opið kvenna-
mót en það er styrkt af líkams-
ræktarstöðinni World Class.
Bæði mótin hefjast kl. 9.
Undanrásir
atskákmóts
UNDANRÁSIR atskákmóts ís-
lands á Akureyri fara fram í
skákheimilinu að Þingvalla-
stræti 18 laugardag og sunnu-
dag, 12. og 13. september og
hefst taflið kl. 14.00 fyrri dag-
inn. Sigurvegari í þessu móti
öðlast þátttökurétt í úrslitum í
Reykjavík síðar.
Yggdrasill af-
hjúpaður í Hrísey
f