Morgunblaðið - 11.09.1998, Síða 19

Morgunblaðið - 11.09.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 19 AKUREYRI Olafsfjarðar- kirkja endurvígð á sunnudaginn HERRA KARL Sigurbjörnsson, biskup Islands, endurvígir Ólafs- fjarðarkirkju næstkomandi sunnu- dag, 13. september, kl. 14. Hinir helgu gripir kirkjunnar verða bornir inn og beðið fyrir húsi og söfnuði. Auk biskups og sóknar- prests aðstoða sóknarnefnd og byggingarnefnd kirkjunnar, pró- fastur og tveir fjmrverandi sóknar- prestar Ólafsfjarðarkirkju við at- höfnina. Eftir hátíðarmessuna er kirkjugestum boðið í kaffi í félags- heimilinu Tjarnarborg. Ólafsfjarðarkirkja var vígð 4. sunnudag í aðventu 1915 og var hún síðasta verk Rögnvaldar Ólafssonar arkitekts. Svo var komið að kirkjan þarfnaðist mikils viðhalds og var auk þess orðin alltof lítil. Á þeim 83 árum sem liðin eru frá vígslu hennar hefur söfnuðurinn fjórfaldast og safnað- arstarf breyst mikið. Fyrir réttum tveimur árum var hafist handa við að reisa safnaðar- heimili við kirkjuna og varð það Aksjón Föstudagur 11. september 12.00>- Skjáfréttir 18.15^ Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45,19,15, 19.45, 20.15, 20.45 21.00^ Bæjarsjónvarp Frá opnu húsi hjá Degi og Aksjón. (e) fokhelt í ársbyrjun 1997. Þá var byrjað á að útfæra breytingar á gömlu kirkjunni. Nú hefur kirkjan verið lengd um þrjú gluggabil, skipt um glugga, þak, söngloft, kirkjubekki og altari. Við þessar miklu breytingar hefur verið reynt að halda stíl Rögnvalds Ólafsssonar eftir fremsta megni. Að utan hefur kirkjan verið færð til upprunalegs horfs. Jafnvel hef- ur verið gengið lengra, því nú birtist ýmislegt úr teikningum sem aldrei náði fram að ganga við byggingu kirkjunnar, s.s. tilhögun turnglugga og múrskreytinga. Hönnun kirkjunnar hefur verið unnin í samráði við húsfriðunar- nefnd ríkisins. Tenging við safnaðarheimilið Kirkjan rúmar 100 til 130 manns, en við fjölmennar athafnir gefst kostur á að opna inn í safnaðarsalinn. Þar geta a.m.k. 120 manns setið og séð vel til kirkju. Slík tenging kirkju og safnaðarsalar er algeng í nýrri kirkjum hér á landi, en er óvenju- leg í svo gömlu guðshúsi. Arkitekt hússins er Fanney Hauksdóttir og hönnun í höndum Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks á Akureyri. Verktaki er Tréver hf. í Ólafsfirði. Nýr dúkur hefur verið gefinn á altarið en hann óf listakonan Guðrún Hadda Bjarnadóttir á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján GUNNAR Kristjánsson, framkvæmdastjóri Art-X, og Sveinbjörn Sveinbjörnsson ljúka við að ganga frá kassanum á bíl Aðalgeirs Sigur- geirssonar. Kassinn er á gámalásum og því auðvelt að taka hann af bflnum. Framleiðsla flutningakassa á Akureyri Fyrsti kassmn til Húsavíkur FYRIRTÆKIÐ Ai-t-X, sem var flutt til Akureyrar í sumar og framleiðir flutningakassa úr plasti á bíla, hefur afhent fyrsta frystikassann sem smíðaður er á Akureyri. Kaupandinn er vöruflutningafyrirtækið Áðalgeir Sigurgeii'sson hf. á Húsavík. Art-X framleiðir flutningakassa samkvæmt nýrri íslenskri hönnun og sagði Gunnar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri, að þeir væru mun léttari en aðrir flutningakassar á ' markaðnum. Hann sagði að búið væri að ganga frá samningum um smíði á 6 kössum til viðbótar fyrir innlenda aðila og því væri verk- efnastaðan góð fram að áramótum. Hjá fyrirtækinu starfa nú sjö manns. Frystikassinn sem seldur var til Húsavíkur er aðeins 1.580 kg að sögn Gunnars en burðarvirki hans, prófíl- ar og vinklar, eru einnig úr plasti. Þá er kassinn einangraður með svokölluðu PVC einangrunarefni og járnið sem í hann er notað er ryðfrítt. Art-X keypti Vararhúsið við Ós- eyri fyrr í sumar af Kaupfélagi Eyfirðinga en fyrirtækið er í eigu Flutningamiðstöðvar Norðurlands, KEA og fleiri. Dokkar- degi frest- að vegna veðurs DOKKARDEGINUM á Akureyri, sem halda átti á morgun, laugardag- inn 12. september, hefur verið frestað um viku, til laugardagsins 19. september vegna veðurs. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu íslands er útlit fyrir leiðindaveður í dag, fóstudag, og á morgun, norðanátt, kulda og úr- hellisrigningu. Kynning norskra matreiðslumanna á hinu svokallaða „Arktisk Kj0kkcn“ verður flutt inn á veitingastaðinn Við Pollinn og hefst kl. 15 á morgun, laugardag. Þar munu norskir og íslenskir matreiðslumenn bjóða fólki að bragða á gómsætum réttum úr sjávarfangi auk þess sem boðið verð- ur upp á lifandi tónlist. ------♦-♦-♦---- Kvennaþing- á Akureyri KVENNAÞING verður haldið í Menntasmiðju kvenna 11. til 13. september. Fyrir því stendur Sam- band alþýðuflokkskvenna. „Kvenn- arúta“ leggur af stað frá Reykjavík eftir hádegi í dag, föstudag. Á viðkomustöðum á leiðinni verða kon- ur á landsbyggðinni, sem tilkynnt hafa þátttöku sína, teknar upp. Kvennaþingið hefst kl. 10 á laug- ardag og stendur fram eftir degi. Erindi flytja Ingi Rúnar Eðvarðs- son um fjarnám við Háskólann á Akureyri, Karólína Stefánsdóttir um verkefnið „Nýja barnið“ og Þórgnýr Dýifjörð um reynslusveit- arfélagsverkefni Akureyrarbæjar. Hvílíkur pakki! Daihatsu Terios 4x4 Fjölhæfni og svakaseigla Terios sameinar kosti sem nýtast við fjölbreyttar aðstæður. Bíliinn er sprækur og lipur í daglegum borgarakstri. Næmt vökvastýri, lítill beygjuradíus og gott útsýni gera þrengstu svæði aðgengileg. Vondir vegir eru Terios heldur engin hindrun. Sítengt aldrif, læsanlegur millikassi og tregðu- iæsing á afturöxli skila honum örugglega áfram í þungri færð. Hæð undir lægsta punkt er 185 mm. Brimborg-Þórshamar I Bíla! Tryggvabraut 5 • Akureyri Hafr Simi 462 2700 I Sfmi Sportpakki á engu verði - bókstaflega Terios er vel búinn og að auki býður Brimborg takmarkaðan fjölda bíla með ókeypis sportpakka að verðmæti um 120.000 kr. ( pakkanum eru toppgrind, dráttarkúla, vetrardekk, vindhlífar á glugga, Ijósahlífar, mottur og hlífðarmotta í farangursrými. Allir bíiar frá Daihatsu eru með þriggja ára ábyrgð og sex ára ryðvarnarábyrgð. Beinskiptur frá kr. 1.598.000.- Sjálfskiptur frá kr. 1.678.000.- BRIMB0RG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 >ala Keflavíkur I Blley I Betri bílasalan argötu 90 • Reykjanesbæ Búðareyri 33 • Reyðarfirði Hrísmýri 2a • Selfossi 4214444 | Sími 474 1453 | Sími 482 3100 Fjaðurmýkt og hörkuöryggi Fjöðrunarbúnaðurinn í Terios sameinar mýkt í borgarakstri og frábæra aksturseiginleika á slæmum vegum. Terios erfáanlegur með öflugri fjögurra gíra sjálfskiptingu sem gerir aksturinn enn þægilegri. Daihatsu hefur einnig lagt mikla áherslu á að gera Terios öruggan. Farþegarýmið er sérstaklega styrkt og grindin dreifir vel höggi við árekstur. Tveir loftpúðar eru staðalbúnaður. 3 ára ábyrgð Tvisturinn Faxastig 36 • Vestmannæyium Sími 481 3141 DAIHATSU fínn í rekstri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.