Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
NAFO fjallar um rækjuveiðar á Flæmingiiagrunni á ársfundi sfnum í Portúgal
Afli á togtíma hefur
tvöfaldast milli ára
íslendingar munu eftir sem áður leggja til að veiðum á
Flæmingjagrunni verði stjórnað með heildaraflamarki á hverja
þjóð í stað sóknarstýringar, eins og hinar aðildarþjóðirnar
hafa viljað. Ari Edwald, formaður íslensku sendinefndarinnar,
sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að afli á sóknareiningu hefði
aukist um 50-70% á einu ári og því væri eðlilegt að Islendingar
færu fram á aukinn heildarafla til samræmis.
TUTTUGASTI ársfundur NAFO,
N orðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráðs-
ins, fer fram í Lissabon í Portúgal
alla næstu viku, 14.-18. september,
en fundur vísindanefndar NAFO
hófst í síðustu viku og kemur til með
að starfa þann tíma sem ársfundur-
inn stendur. Sautján þjóðir eiga aðild
að NAFO og má búast við að einkum
tvö mál komi til með að varða Islend-
inga sérstaklega, veiðistjórnun og
eftirlitskerfi með veiðum á Flæm-
ingjagrunni. „Ég geri ráð fyrir því að
við eigum von á niðurstöðum og ráð-
leggingum vísindanefndarinnar á
fyrstu dögum ársfundarins, en á
þessari stundu liggur hvorki fyrir
mat á ástandi rækjustofnsins á
Flæmingjagrunni né ráðleggingar
um veiðar, en þær upplýsingar, sem
við höfum af veiðum íslenskra skipa,
eru þær að veiðamar hafa gengið
mun betur í ár heldur en í fyrra og
hefur afli á togtíma tvöfaldast,“ segir
Ari Edwald, formaður íslensku
sendinefndarinnar. Auk hans sitja í
sendinefndinni Kiástján Ragnarsson,
formaður LÍÚ, Kristján Skarphéð-
insson, skrifstofustjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu, og Unnur Skúla-
dóttir, fiskifræðingur á Hafrann-
sóknastofnun, sem einnig á sæti í vís-
indanefndinni.
Aflinn næst með færri skipum
„Vegna batnandi stöðu eigum við
síður von á því að lagðar verði til
frekari takmarkanir á veiðarnar frá
því sem nú er. Eftir sem áður mun-
um við þó leggja það til á fundinum
að veiðunum verði stjórnað með
heildaraflamarki, skipt niður á þjóð-
ir, í stað sóknarstýringar, eins og
aðrar þjóðir hafa sameinast um.
Okkar rök fyrir því hafa verið bæði
líffræðileg og hagræn, að það gangi
betur að halda veiddum afla innan
fyrirfram ákveðinna marka með
þeirri aðferð og að hún gefi líka kost
á meiri hagkvæmni í veiðunum.
Við ákváðum að taka okkur 6.800
tonna heildarafla, en á sínum tíma
með ákvörðun ársfundar NAFO 1995
um að tekin skyldi upp sóknarstýr-
ing, sem Islendingar einh- þjóða mót-
mæltu, hefði sóknarstýi’ingin gefið
okkur yfir 1.000 veiðidaga. Þess ber
þó að gæta að í fyrra nam meðalafli
íslensku skipanna fjórum tonnum á
dag, en er nú kominn í meira en átta
tonn á dag á hvert skip. Og bara frá
því í fyrra hefur aflaaukning ein-
stakra skipa á sóknareiningu numið
50-70%. Þetta sýnir vel að ef menn
hafa veiðidaga, hafa þeir enga stjórn
á því hvað mikið er veitt þegar tækni-
íramfarir eru jafnörar og þær hafa
verið í þessum veiðum. Ein af okkar
röksemdum á fundinum verður sú að
ef menn hyggjast halda sig við
óbreyttan sóknareiningafjölda, er
eðlilegt að íslendingar auki sinn
heildarafla til samræmis við þær
breytingar, sem orðið hafa á afla á
sóknareiningu. Af því er hagkvæmn-
ina varðar, þá sýnir það sig mjög vel
að eftir að við tókum upp kvóta-
stjórnun í rækjuveiðunum, ná menn
leyfilegum afla með miklu færri skip-
um en áður,“ segir Ari.
Útgerðir leita í hagkvæmni
íslendingar hófu fyrst rækjuveiðar
á Flæmingjagrunni árið 1993 og voru
þær óheftar fyrstu þrjú árin. Arið
1995 var ákveðið að taka upp veiði-
stjórnun fyrir árið 1996, en þá mót-
mæltu íslendingar þeirri ákvörðun
og veiddu einir þjóða óheft. AUs
stundaði 41 íslenskt skip rækjuveiðar
á Flæmingjagrunni árið 1996 og nam
heildarafli þeirra yfir 20 þúsund
tonnum, en hafði mest verið áður
7.600 tonn. í fyrra, árið 1997, stund-
uðu veiðarnar 13 skip og 7 íslensk
skip liafa verið við veiðarnar í ár. ís-
lendingar ákváðu að taka sér 6.800
tonna aflamarkskvóta hvort árið.
„Það er ótvíræð þróun eftir að við
tókum upp kvótastýringu að útgerð-
irnar hafa sjálfar leitað leiða til þess
að auka hagkvæmnina í þessum veið-
um sem var ekki raunin áður,“ segir
Ari. Samkvæmt reglum NAFO,
þurfa mótmæli við samþykktum árs-
iundarins að berast eigi síðar en 60
dögum eftir að fundinum lýkur og á
þeim tíma hafa Islendingar sömuleið-
is tilkynnt hver heildarafli þeirra
verður. Ari gerir ekki ráð fyrir að
ákvörðun um heildarafla Islendinga
verði tekin á fundinum. „Dæmin sýna
á hinn bóginn að sú veiðistjórnun,
sem við erum að berjast fyrir þarna,
er bæði skilvirkari gagnvart veiðun-
um og hagkvæmari og þess vegna
munum við ekki hvika frá því henni.“
Líkur á óbreyttri stöðu
Ari segir að búast megi við fjörug-
um umræðum um framhald eftirlits-
þáttarins, sem er mjög viðkvæmt
mál innan NAFO, en í því samhengi
hafa Islendingar gagnrýnt hvað
mest það fyrirkomulag að eftirlits-
mann þui’fi um borð í hvert veiði-
skip. Nær væri að hafa þá færri og
beita öðrum eftirlitstækjum með-
fram. „Ég geri mér þó fyrirfram
ekki miklar vonir um að þetta náist
fram á þessum fundi og þó við berj-
umst fyrir kvótastýringu, tel ég
meiri líkur en minni á að veiðistjórn-
unin verði óbreytt áfram þó búast
megi við að reynt verði að hafa ein-
hvem hemil á þeirri þróun, sem orð-
ið hefur til bættrar sóknar. Hugsan-
leg mótmæli íslendinga vegna eftir-
litsmannakerfisins myndu án efa
vekja hörð viðbrögð í Kanada sér-
staklega og vekja úlfuð á fundinum
ef það lægi í loftinu að við hygðum á
mótmæli til að vera óbundin af því.
Um þetta gætu hæglega orðið átök.“
Ari segir að ekki liggi fyrir nein
ákvörðun um mótmæli. Hinsvegar
hefðum við ákveðið að tala gegn eft-
irlitsmannakerfinu.
Rækjan mikilvægust
Að sögn Ara er rækjan sú tegund,
sem er einna mikilvægasta veiðiteg-
undin eins og er vegna þess að
ástand fiskistofna á NAFO-svæðinu
er þannig að veiðar úr flestum stofn-
um, sem hafa verið mikilvægastir,
eru mjög litlar eða bannaðar. Af
veiðum íslensku skipanna þetta árið
sé óhætt að draga þá ályktun að
bjartara sé yfir rækjuveiðunum nú
en á undanfórnum árum þó ekki sé
hægt að fullyrða nokkuð um það fyrr
en að fundinum sjálfum kemur og
niðurstöðum vísindanefndarinnar.
„Það hefur mjög dregið úr átökum
um okkar meginstefnumál, sem er
kvótastjómun veiðanna, vegna þess
að þó að menn hafi ekki tekið það
skref að söðla um sjálfir, þá hafa þeir
áttað sig á því að það gengur eftir
það sem við höfum sagt um reynsl-
una af því fyrirkomulagi.“
. '
Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður og
Ásdís Ásgeirsdóttir Ijósmyndari heimsækja Albaníu.
í blaðinu á sunnudaginn.
rJU'^íJJjr nJjrJE)/ oz
CJ
fju^sjorjjjr r<\ pejr íiklrór