Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 25 ERLENT Ross fundar með leiðtogum ísraela og Palestínumanna Lítil von um árangur í friðarviðræðunum Jerúsalem. Morgunblaðið. Reuters MÓTMÆLANDI liggur særður á götunni eftir að hafa orðið fyrir skoti frá lögreglu í Plinom Penh í gær. Fjöldamótmæli í höfuðborg Kambódíu Vonir dvína um stj órnar my ndun Phnom Penh. Reuters. DENNIS Ross, samningamaður Bandaríkjastjórnar, átti fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, í gær. Netanyahu, sem undanfarna daga hefur orðið að aflýsa öllum áætlunum vegna veik- inda, og nokkrir helstu samstarfs- menn hans munu hitta Ross aftur í dag. Aður hafði Ross hitt Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, að máli í Ramallah á Vesturbakkanum en samkvæmt upplýsingum The Jerusalem Posthringdi Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í Arafat skömmu fyrir fundinn til að þrýsta á um að árang- ur yrði af viðræðunum. Heimildar- menn innan palestínsku sjálfstjórn- arinnar segja að Albright stefni að því að koma til ísrael til að tilkynna að samningar hafi náðst að undh’- lagi Bandaríkjastjórnar en tals- menn Bandaríkjastjórnar, sem fyi’r í sumar hafnaði beiðni Yitzhaks Mordechais, varnarmálaráðherra Israels, um að senda Ross til við- ræðna á svæðinu, vöruðu hins vegar við of mikilli bjartsýni fyi’ir viðræð- urnar. Ross, sem hefur litið viljað gefa upp um fundi sína með leiðtogunum, sagði áður en hann hitti þá að mikilvægt væri að koma á gagnkvæmu trausti milli deiluaðila. Saeb Erekat, einn af samningamönnum Palestínumanna, sagði eftir fundinn með Ross, að Pa- lestínumenn biðu enn eftir jákvæðum viðbrögðum Israela við málamiðlunar- tillögu Bandaríkjamanna. Palestínumenn segjast þegar hafa gengið að málamiðlunartillögunni sem kveður á um að Israelar kalli herlið sitt frá 13,1% hernuminna landssvæða á Vesturbakkanum. Þeir geti hins vegar ekki fellt sig við breytingartillögur Israela sem m.a. kveða á um að 3% landsvæðanna verði skilgreind sem þjóðgarðar þar sem Palestínumenn hafí mjög tak- mörkuð byggingarréttindi. Margh’ ísraelar telja hins vegar raunveru- lega ástæðu þess að Palestínumenn hafi hafnað tilboði þemra vera þá að Arafat hyggist benda á samningsrof ísraela í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuð- inum. Öfgamenn að ókyrrast Á sama tíma og samningamenn þjarka um skilyi’ði þess að Israelar kalli herlið sitt heim frá 13% hernumdu svæðanna gengur sam- búð Israela og palestínsku sjálf- stjórnarsvæðanna brösuglega. Pa- lestínsk yfírvöld hafa hvað eftir ann- að sakað ísraela um yfirgang en ísraelsk yfh’völd saka yfirvöld á sjálfstjórnarsvæðunum um skort á samvinnu. Þá veldur áætlun palest- ínskra yfii-valda um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna í maí á næsta ári sívaxandi spennu í samskiptum þjóðanna, og ísraelskar öryggissveitir hafa varað þjóðina við því að til ofbeldis geti komið í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsing- arinnar. Auk þess hefur hart verið deilt um stöðu Jerúsalem. Flestir ísraelar virðast því hafa komist að sömu niðurstöðu og Bandaríkjastjórn, þ.e. að lítill gi-und- völlur sé til að ætla að róttækra breytinga í átt til friðar sé að vænta á næstunni. Það er helst að róttækir andstæðingar friðarferlisins séu farnh’ að ókyrrast enda bendir ferð fulltrúa stjórnarinnar til Egypta- lands og orðrómur um leynilega fundi Netanyahus með Palestínu- mönnum til þess að öfgamenn geti ekki fullkomlega treyst stjórn Net- anyahus til þess að sigla friðarferlinu endanlega í strand. Á meðal þeirra sem farnh’ eru að ókyrrast eru róttækir landnemar en margir þeirra telja þjóðina þegar hafa snúið baki við sér. Það eykur síðan enn á reiði þeirra að palest- ínskir öfgamenn hafa að undanförnu beint spjótum sínum að landnemum. Þetta hefur leitt til þess að róttækir landnemar, sem segja palestínsk lög- regluyfirvöld og jafnvel Israelsher líta fram hjá ofbeldisverkum gegn landnemum, gi’ípa æ oftar til eigin aðgerða. Aðgerðir þeirra leiða síðan til spennu milli róttækra og hóf- samra landnema sem segja aðgerð- h’nar varpa rýrð á ímynd allra land- nema. Þar sem spenna milli ólíkra hópa ísraela virðist sífellt vera að aukast er e.t.v. ekki furða að orðrómur um að Netanyahu hyggist boða til kosn- inga komi upp á nokkurra mánaða fresti og að hugsanlegir mótfram- bjóðendur hans séu farnir að undir- búa kosningaslaginn. ÞUSUNDIR manna hafa undan- farna fjóra daga mótmælt á götum Phnom Penh, höfuðborgar Kambó- díu, en að sögn vestrænna sendi- manna í borginni virðast mótmæl- endurnir hvorki hafa leiðtoga né skýra hugmynd um hvers þeir eigi að krefjast. Tahð er að um tíu þúsund manns hafí tekið þátt í mótmælagöngum í Phnom Penh í gær. Lögreglan lét mótmælendurna fyrst í stað óá- reitta en dreifði mannfjöldanum síðdegis þegar gangan hafði borist að konungshöllinni. Skotum var hleypt af og nokkrir mótmælendur særðust, en ekki hefur fengist staðfest að neinn hafi látið lífið. Þing Kambódíu kemur saman 24. september og þá lýkur jafn- framt kjörtímabili núverandi stjórnar forsætisráðherrans Huns Sens. Flokkur hans hefur ekki nægan meirihluta á þinginu til að mynda nýja ríkisstjórn og hefur hann boðið flokkum Norodoms Ranariddhs og Sams Rainsys til stjórnarsamstarfs. Ranariddh og Rainsy saka hins vegar Hun Sen um að hafa beitt ógnunum og svindli í þingkosningunum í júlí og hafa lýst því yfir að þeir muni koma í veg fyrir myndun ríkis- stjórnar þangað til orðið verði við kröfum þeirra um rannsókn á framkvæmd kosninganna. Bðgglaberi K Bretti pukahlutir fy/g/a Hilltopper HJÓL Á TILBOÐI Stell: Cro-Mo 100% Framskiptir: Shimano Alivio Afturskiptir: Shimano STX j Skiptar: Shimano STX J Bremsur: V jfl Fullt verð með aukahlutum kr. 44.509,- , Fjallahjólabúðin; stærsta og glæsilegasta fjallahjólaverslun landsins veitir nú einnig 30% afslátt af Zero-G, Surge og Threshold Threshold Stell: Cro-Mo Framskiptir: Shimano Altus Afturskiptir: Shimano Cera-X u . Skiptar: Grip Shift M- ■ Bremsur: V Fullt veri Zero-G Stell: Cro-Mo 100% Framskiptir: Shimano STX-RC Afturskiptir: Shimano LX u. o* tco Skiptar: Shimano STX-RC !»■- 04./DU5“ Bremsur: V Fullt verð kr. 49.644 Surge Stell: Ál Framskiptir: Shimano Alivio Afturskiptir: Shimano STX u Skiptar: Shimano STX Bremsur:V Fullt Hðfuévfgi f|dlt€ah|ölsfv»s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.