Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Dauðlegt málverk
HUGINN og Muninn, eftir Bjarna Sigurbjörnsson.
MYNPLIST
Ilafnarborg
SAMSÝNING
VIÐ MÖRK MÁLVERKSINS
JÓN ÓSKAR, GUÐJÓN
BJARNASON, BJARNI
SIGURBJÖRNSSON
Opið alla daga nema þriðjudaga frá
10-18. Aðgangur 200 kr. Til 14. sept-
ember.
JÓN Óskar, Guðjón Bjarnason og
Bjarni Sigurbjömsson eru listamenn
sem maður hefði ekki að fyrra
bragði sett undir sama hatt. Pað er
ekki hægt að segja að þeir hafí
svipaðan stíl, en samsýning þeiira í
Hafnarborg sýnir þó að þeir eiga
ágætlega saman og að myndlist
þeirra á þrátt fyrir allt eitthvað sam-
eiginlegt. Pó ekki væri annað þá eiga
þeir það allir þrír sameiginlegt að
hafa stundað nám í Bandaríkjunum
og orðið fyiir sterkum áhrifum af
myndlist úr Vesturheimi. Þótt verk
þeirra séu innbyrðis ólík þá er samt
sem áður ákveðið svipmót sem þau
eiga sameiginlegt, sem maður freist-
ast til að skýra með tilvísun í kynni
þeirra af amerískri list. Stærðarhlut-
follin í verkunum eiga til að vera allt
að því mónúmental, eins og gjarnan
er með amerískt málverk. Og maður
kannast svo vel við stórkarlalegt lát-
bragðið á bak við gerð myndanna,
eins og verið sé að leita eftir áhrifa-
miklu og dramatísku augnabliki, sem
eigi að brjótast fram í myndinni og
yfirgnæfa áhorfandann.
Tæpast þarf að kynna Jón Óskar,
enda hefur hann sýnt fjöldamörgum
sinnum á fimmtán árum og nú síðast
í hinu nýja Galleríi Sævars Karls
fyrr á árinu. Nokkur verkanna era
einmitt á þeirri sýningu. Stór mál-
verk, grá og steinköld, með máðri
ímynd hirðfíflsins. Þetta eru feiki-
lega sterk verk, þó þau séu ekki
aðlaðandi eða aðgengileg. Og þó það
sé ekki langt síðan þau voru til sýnis
þá er samt athyglisvert að sjá þau í
þessu samhengi, þar sem þau standa
vörð um sýninguna.
Maður veit eiginlega aldrei hvar
maður hefur Guðjón Bjarnason, því
hann getur verið svo mikil óhemja í
stílbrögðum og sveiflast milli and-
stæðna. En það má vel vera að það
sé einhver meining í látunum. Þetta
kann að stafa af því sem mér sýnist
vera eitt meginviðfangsefni
Guðjóns, að reyna að höndla hið
síhvikula ástand á mörkum reglu og
óreiðu, strúktúrs og sundrungar.
Það er eins og hann reyni að kort-
leggja ferlið frá stöðugleika til upp-
lausnar. Þannig skil ég gríðarstóra
málmskúlptúra Guðjóns, sem
byggðir eru upp á einföldum eining-
um, krossi eða vinkli, sem hafa verið
sprengdar í tætlur. Guðjón er einnig
með myndraðir byggðar á ljósmynd-
um, en ég man ekki eftir að hafa séð
verk unnin á þennan hátt frá hans
hendi áður. Aftur á móti hefur hann
sleppt því að sýna málverk, eins og
þau sem hann var með á einkasýn-
ingu sinni í Norræna húsinu, sem
kemur á óvart, þvi þau hefðu átt vel
heima á þessari sýningu.
Bjarni Sigurbjörnsson er yngstur
af þeim og minnst þekktur, sem eðli-
legt er, en þó hefur hann sýnt víða á
þeim tveimur árum síðan hann snéri
aftur frá vesturströnd Bandaríkj-
anna. Það sem einkennir verk hans
eru annars vegar plexígler eða hálf-
gegnsæjar akrýlplötur, eins og á
þessari sýningu, sem hann vinnur
yfirleitt á í staðinn fyrir striga, og
svo mjög óheft, expressjónísk tilþrif,
sem eru algerlega óhlutbundin og
formlaus. Málverkin hans hafa því
tvær hliðar, þá sem snýr „út“, sem
er sú hlið sem Bjarni hefur unnið
verkið frá, og síðan bakhlið verks-
ins, þar sem sést í gegnum plötuna
inn í innviði málverksins. Glerið
sneiðir í gegnum mitt málverkið og
gegnumlýsir það. Gegnumlýsing er
orð sem á sérlega vel við verk
Bjarna á þessari sýningu því í þeim
er einnig að finna röntgenmyndir af
mannslíkamanum og málaðar plöt-
urnar eru sumar hverjar hálfgegn-
sæjar, að því marki að þær hleypa
birtu í gegnum sig. Það er svolítið
erfitt að staðsetja hann og kannski
of snemmt að gera slíkt. Eg átta mig
t.d. ekki fyllilega á því hvaða ávinn-
ing verkin hafa af plexí/akrýl plötun-
um sem Bjarni vinnur með. Maður
áttar sig ekki heldur á samhenginu á
milli þess fonnleysis sem ríkir í
meðferð á litefnum, á meðan plöt-
urnar og röntgenmyndirnar lúta
strangri og einfaldri formskipan.
Yfirskrift sýningarinnar er eins og
gáta, „Við mörk málverksins“ -
hvaða mörk? Það gæti verið átt við
mörkin milli málverks og einhvers
annars, t.d. skúlptúrs. Þannig mætti
túlka verk þeirra Guðjóns og Bjarna.
Eða er um að ræða mörk í þeim
skilningi að ekki verði farið lengra,
þar sem málverkið hafi tæmt mögu-
leika sína? Eða er hægt að skilja
þetta sögulegum skilningi, að við sé-
um komin að þeim tímamörkum þeg-
ar málverkið hættir að skipta máli
lengur? Þessar spumingar um
endimörk eða takmörk hafa fylgt
málaralistinni eins og skugginn langt
fram eftir öldinni, en nú kveður við
nýjan tón þegar h'ður að aldarlokum.
Aður var litið á takmörk og endimörk
miðilsins sem áskorun, að allar tak-
markanir væru afleiðing af vana eða
hugleysi, og þær biðu bara eftir því
að einhver snillingurinn kæmi og
bryti þær niður. En nú sýnist manni
að það sé litið á endimörk sem fyrir-
boða óumflýjanlegra örlaga, jafnvel
feigðarboða. Listamaðurinn fær litlu
áorkað, og verður að sitja hjá og
verða vitni að því er fjarar undan
sögulegu hlutverki málaralistarinnar.
A sýningunni er þung undiralda og
það er varla hægt að segja að það ríki
bjartsýni eða heiðríkja í myndverkum
þein-a þremenninga. En það er ekki
þar með sagt að sýningin sé dmnga-
leg eða niðurdrepandi. Þvert á móti,
maður finnur vel fyrir því að það hgg-
ur mikið við og hvergi slegið af. Þeir
takast á við hlutina frekar en að víkja
sér undan og sættast á ódýrar lausnir
sem faha okkur kannski betur í geð.
Gunnar J. Árnason
SÖLT sjálfsskoðun (13), olía á léreft 1997-'98, eftir Helenu
Guttormsdóttur.
HÚS OG
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
SUNNUDAGSMORGUNN er vafalítið stemmningaríkasta mynd
Sigríðar Ólafsdóttur.
ANDLIT
Sjónþing
í Vestmanna-
eyjum
BJARNI H. Þórarinsson mynd-
listarmaður heldur Sjónþing í
Vestmannaeyjum í dag, föstu-
dag, kl. 17. Þingið verður haldið
í Listmiðjunni (sal gamla
áhaldahússins) vestan við Lista-
skólann á Vesturvegi.
Það sem Sjónþingsgestum
mun standa til boða er fyrirlest-
ur Bjarna um Vísiakademíuna;
Bendulist: myndlistarsýning,
vísirósir. Þingleikar: ljóðlist og
skáldskapur. Kokkur Kyrjan
Kvæsir og séra Isleifur munu
lesa upp úr verkum sínum, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Sjónþing til þriðjudagsins 15.
september. Opið er frá kl. 15-18
dagana sem Sjónþingið stend-
ur. Aðgangur er ókeypis.
Morgunblaðið/Kristinn
BJARNI H. Þórarinsson
myndlistarmaður.
HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR...
ARBONNE
INTERNATIONAL
Jurtasnyrtivörur
án ilmefna
fyrir húð og hár.
Útsölustaðir um land allt
MYIVDLIST
Listasaln ASÍ
MÁLVERK
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR
Opið alla dega nema mánudaga frá
14-18 til 13. september. Aðgangur
200 krónur.
YFIRSKRIFT sýningar Sigríðar
Ólafsdóttur í aðalsal er hin almenna
spurning á förnum vegi: „Er ekki
allt gott að frétta?“ en hér er vísað
til styrjalda úti í heimi og frétta-
flutnings heimspressunnar í sér-
stakri myndaseríu, sem virkar þó
sem ankannanlegt innlegg úr fortíð
þá pólitísk myndlist var in. Hins
vegar eru styrjaldir allstaðar í
kringum okkur og virðist illa ganga
að úrelda þær, myndefnið því full-
gilt.
Nær okkur í tíma og rúmi eru
hins vegar ýmis hús og byggingar í
borginni, samviskusamlega nafn-
greindar í ljósritaðri skrá, sem inni-
heldur einnig upplýsingar um gerð
myndanna, ártöl, námsferil og sýn-
ingar ásamt þökkum til aðstoð-
arfólks. Hins vegar minna af því
sem hefði verið meira en vel þegið
sem er leiðsögn inn í myndheim
þann er við blasir, hugsunina að
baki. Hér er nefnilega um ákveðna
hugmyndafræði að ræða og ekki alls
kostar rétt að höfða alfarið til get-
spekihæfni sýningargesta því ekki
er um að ræða málverk sem skýra
sig sjálf eða tala til skoðandans.
Ekkert bemskt er við sýninguna
nema kannski sjálf skráin, sem
naumast er staðnum né fram-
kvæmdinni samboðin. Málverkasýn-
ing er ekki hálfkæringur, heldur
grafalvarlegt mál sem þarfnast
langs undirbúnings, einkum ef
gjömingurinn fer fram í listasafni.
Þetta em þó á íslenzkan mæli-
kvarða vel máluð hús, mun betur en
stríðstólin og hermennirnir, og í
þessu tilviki trúlega stuðst við ljós-
myndir og myndvarpa, því engin
virðast stílfærð frávikin frá útliti
þeirra, nema ef vera skyldi liturinn,
sem hefur á stundum yfir sér upp-
hafinn blæ. Og skyldi þetta ekki vera
angi þeirrar áráttu ungra að yfir-
færa alfarið hvunndaginn á dúka
sína sem innsetningar, láta hann tala
íyrir sig? Það er einkum þegar húsin
virðast samlagast himinblámanum
eða svífa í skýjakófi að málverkin
hreyfa við hugarfluginu, nefna ber
sem dæmi, Sunnudagsmorgunn, (1),
Skógagerði 7, (6) og Engihjalli, (21)
ásamt nöktum raunveruleikanum,
Laugavegur, bakhús, (5).
Að baki Sigríðar er fullgilt nám í
listaskólum heima og erlendis frá ár-
inu 1985 til 1992, þá verður átakalítið
flipp og hópefli dagsins ráðandi
ásamt hvers konar léttvægum gjöm-
ingum. Þannig virðist ei heldur mik-
ið af gerandanum sjálfum í þessum
myndverkum, hugmyndafræðin
óljós og stefnumörkin á reiki...
HELENA GUTTORMSDÓTTIR
Það er samræmi í yfirskrift sýn-
ingar Helenu Guttormsdóttur í gyfj-
unni, fólk í huga, því viðfangsefnið er
fólk, og þó á stundum meira sálará-
stand þess í tíma og rúmi. Aðallega
er um að ræða andlit, sem ekki eni
síður nostursamlega máluð en hús
Sigríðar Ólafsdóttur. Skráin svipuð
að gerð, en nú eru það enn fleiri sem
fá þakkir fyrir veitta aðstoð.
Helena, sem býr í Hvammi í
Skorradal, útskrifaðist úr málara-
deild MHÍ 1988 og lagði jafnframt
stund á líffræði við Háskóla Islands
síðasta árið. Hún hefur haldið eina
einkasýningu í listhúsinu Úmbru
hér í borg, 1993, einnig sýnt á Akra-
nesi, hlaut önnur verðlaun í sam-
keppni um útilistaverk á Akranesi
1994, styrk úr bamamenningarsjóði
1994 og starfslaun Akranesbæjar
1993. Hefur gert ýmsar mynd-
skreytingar en að öðru leyti haldið
sig til hlés.
Sýningunni er fýlgt úr hlaði með
einni setningu, sem er alveg nóg til
að gesturinn taki við sér og að auk
eru verkin þess eðlis að höfða meira
til hugai-flugsins: „Verkin eru unnin
með manninn í huga, manninn sem
lífveru og félagsveru, hið marg-
breytilega og óræða sem býr innra
með hverjum og einum og gerir
enga tvo eins.“
Ríkur þáttur í listsköpun Helenu
er að tví og þrískipta myndheildun-
um til að fá meira af tíma og rými
inn í myndefnið, sem er afar kunn-
uglegur leikur í myndlist yngri
kynslóða, og svo aftur í trúarlegri
list fyiTÍ alda. Þó eru það yfirleitt
heilu myndirnar sem fela í sér
sterkastar skírskotanir, svo sem,
Dópistinn, lygin og lánleysið, (3) og,
Sölt sjálfsskoðun (13). Fyrri myndin
ber vott um að Helenu láti vel að
stílfæra myndir og sleppa hugar-
fluginu lausu innan ákveðinna
marka, en hin seinni færir okkur
áratugi aftur í tímann, helgast af því
að vera vel máluð og búa yfir innri
og framstreymandi kynngi.
Bragi Ásgeirsson