Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 29
MORGUNB L AÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 29
LISTIR
Hundrað manna
hlj ómsveit
HUNDRAÐ manna hljómsveit
spilar á tónleikum í Ráðhúsi
Reykjavíkur klukkan 19 í
kvöld, föstudagskvöld. Þetta
eru nemendur og kennarar á
námskeiði Tónlistarskólans í
Reykjavík um Skapandi tónlist
og tónlistarmiðlun. Aðalleið-
beinendur hafa verið Paul
Griffiths og Sean Gregory,
kennarar við Guildhall School
of Music and Drama í London.
Þátttakendur eru tónlistar-
kennarar á höfuðborgarsvæð-
inu, Akranesi og Suðurnesjum,
nemendur frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík og nemendur
úr áttunda bekk Æfingadeild-
ar kennaraháskólans. Á tón-
leikunum verða flutt verk, sem
samin hafa verið á námskeið-
inu.
Kaffileikhúsið
Föstudagur
NATASZA Kureka Gropu. Bandið
skipa Natasza Kurek, söngur; Hilm-
ar Jensson, gítar; Þórður Högnason,
kontrabassi, og Matthías Hemstock,
trommur. Kl. 21.
Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur.
Kvartettinn skipa auk Kristjönu
söngkonu: Agnar Már Magnússon,
píanó; Ólafur Stolzenwald, kontra-
bassi, og Pétur Grétarsson, tromm-
ur. Kl. 23.
Astro
Kvintett Andreu Gylfadóttur.
Kvintettinn skipa auk söngkonunnar
Andreu: Óskar Guðjónsson, saxó-
fónn; Kjartan Valdemarsson, píanó;
Þórður Högnason, kontrabassi, og
Matthías Hemstock, trommur. Kl.
23.
Fógetinn
Djassmenn Alfreðs. Bandið skipa
þeh- Alfreð Alfreðsson, trommur;
Carl Möller, píanó; Þorleifur Gísla-
son, saxófónn; Stefán Ó. Jakobsson,
básúna, og Birgir Bragason, kontra-
bassi. Kl. 22.30.
--------------------
Djass á ystu nöf
Á DJAZZHÁTÍÐ Reykjavíkur verð-
ur tónlistarforminu Drum & Bass
gerð skil.
Tónleikarnir hafa yfirskriftina
Djass á ystu nöf og eru haldnir á
Gauk á Stöng föstudags- og laugar-
dagskvöld. Verkefnið er samvinnu-
verkefni Djazzhátíðar Reykjavíkur,
útvarpsþáttarins Skýjum ofar og
Party Zone hópsins.
Á aðalhæðinni og efri hæð verður
dagskrá frá kl. 22-3. Breski plötu-
snúðurinn DJ Lee og Örnólfur Thor-
lacius, Hugh Jazz, leynigestur, DJ
Óli, DJ Reynir og DJ Geir sjá um að
snúa skífum. Þá kemur sænska
hljómsveitin Yoga fram og leikur
fjölbreytta drum & bass og tilrauna-
kennda „breakbeat" danstónlist,
segir í fréttatilkynningu.
, ■■B>■ JAMES BURN
★ ■Jgj INTERNATIONAL
Efni og tæki fyrir inive-0
járngormainnbindingu
"lljJ. ÁSTVRLDSSON HF.
Skipholti 33, 105 flevkjovík, sími 533 3535
THE TROUSER
IHt BtST
Monte Carlo
A 11. 5EPTEMBER, OPNfl ÉG NÝJfl OG GLIESILEGfl HERRHFRTflVERSLUN flfl Lruehvegi 74.
fSLENSKIR VERIfl VELKOMIN.
KARLMEM SlGURÞDR ÞÓRDLFSSON
MURA
D E S I G N
CasaModa