Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 31 LISTIR Sungið fyrir Sönghópurinn Hljómeyki ferðaðist til —?------------------------ Italíu fyrr á árinu og tók þátt í Riva Del Garda- kórakeppninni í samnefndum smábæ. Jón Heiðar Þorsteinsson skráði ferðasöguna eftir kórfélögum. silfur og gull FÉLAGAR úr Hljómeyki fyrir framan Swarovski- glerverksmiðjuna sem er mitt á milli Innsbruck og bæjarins Schwaz í Austurríki. GENGI kórsins í keppninni var vel viðunandi en hann tók þátt í tveimur keppn- isflokkum, flokki kóra sem flytja trúarlega tónlist og flokki blandaðra kóra sem flytja eitt krefjandi skylduverk, auk ann- arra verka. I fyrri flokknum fékk Hljómeyki silfui-viðurkenningu og fannst kórmeðlimum að þar minntu þeir helst á íþróttamenn sem léku undir getu á stórmóti. I þeim seinni gekk betur, þar náði „kórinn okkar“ gullviðurkenningu. Ferðalagið hófst í Lúxemborg. Þaðan var ekið til Innsbruck í Austurríki, þar sem kórfélagar áttu síðar eftir að syngja við eftir- minnilega messu. Þaðan hélt kór- inn sem leið lá í gegnum Brenner- skarð yfír til ítalska ferðamanna- bæjarins Riva við Gardavatn, sem er á að giska hundrað kílómetra fjarlægð frá landamærum Austur- ríkis og Italíu. Þýskur agi á Ítalíu Kórakeppnin í Riva var haldin á vegum þýski-a aðila, Musica Mundi, og var mönnum fljótt ljóst að þýskur agi var viðhafður í þess- um vinalega ítalska smábæ á með- an keppnin var haldin. ítalskir starfsmenn keppninnar gættu þess til dæmis að allir kórarnir fengju nákvæmlega sama tíma til æfinga og mátti þar ekki skeika einni mín- útu. Sama gilti þegar í keppnina var komið, hver kór hafði einungis tuttugu mínútur upp á sviði og var dregið af stigum hans ef flutningur tók lengri tíma. Annars voru fimm dómarar í hverri dómnefnd, þeir voni flestir evrópskir og virtir kór- stjórar í sínu heimalandi. Þeir gáfu hverjum kór stig fyrir atriði eins og nákvæmni, hreinleika söngs og taktskyn, svo eitthvað sé nefnt. Að kvöldi 5. apríl, var keppnin sett við hátíðlega athöfn en um daginn um höfðu þúsund meðlimir þeirra 70 kóra sem tóku þátt í keppninni marserað um götur bæj- arins, íklæddir skrautklæðum og þjóðbúningum. Þar sem Hljómeyk- is-fólk var frekar seint á ferðinni missti það af þessari skrúðgöngu. Um kvöldið voru kórfélagar við- staddir opnunarhátíð keppninnar. Alvaran tók við daginn eftir. Þá tók Hljómeyki þátt í keppni í kirkjulegri tónlist og flutti verk eft- ir Antonio Lotti, Hjálmar H. Ragn- arsson og Luca Mai'enzio. Þar að auki fluttu karlarnir í kórnum gregorssöng. Einhver titringur var í mannskapnum og náði Hljómeyki ekki nema silfurviðurkenningu í þessari atrennu. Þó margir kórar hafi ekki náð nægum stigafjölda til að ná silfur- eða bronsviðurkenn- ingu stóð metnaður kórfélaga Hljómeykis til meiri afreka. Um kvöldið hélt Hljómeyki vin- áttutónleika með þremur öðrum kórum. Þar vakti ítalskur madriga- lakór sérstaka athygli íyrir frá- bæran söng og leikræna tilburði. Auk Italanna og Hljómeykis sungu unglingakór frá Tækniháskólanum í Moskvu og eistneskur kór á tón- leikunum. Náð í gull Eftir strangar æfingar á þriðju- deginum var komið að því að Hljómeyki tæki þátt í seinni keppni sinni. Og þá gekk betur en í fyrra skiptið. I flokki blandaðra kóra sem flutti eitt skylduverk náði Hljómeyki nægilegum stigafjölda til þess að fá gullviðurkenningu. Á dagskrá Hljómeykis voi'u verk eft- ir Hjálmar H. Ragnarsson, Debus- sy, János Vajda og Amold Bax. AIls tóku 15 kórar þátt í þessari keppni og fengu nokkrir þeirra gullviðurkenningu. Miðvikudagurinn 6. apríl var lokadagur keppninnar. Þá gafst stjórnendum kóranna sem tóku þátt í keppninni færi á að ræða við dómarana. Sumir þeirra undi-uðust efnisval Hljómeykis, töldu að kór- inn hefði verið að syngja of erfið verk fyrir keppni sem þessa. Ann- ars var einn bandaríski dómarinn svo hrifinn af flutningi kórsins á verki eftir Arnold Bax að hann spurði Bemharð Wilkinson stjórn- anda Hljómeykis hvort hann gæti ekki útvegað faxnúmer tónskálds- ins. Það reyndist ómögulegt enda lést Bax árið 1953. Um kvöldið var. sjálf lokakeppnin háð og áttust þá við stigahæstu kórarnir úr hverj- um flokki. Kór Tónlistarháskólans í Moskvu stóð uppi sem sigurveg- ari og er vel að þeim heiðri kominn, enda söngur hans áhrifamikill og magnaðm- Meðal skemmtiatriða kvöldsins var fjöldasöngur undir stjórn hins virta danska kórstjóra og íslands- vinar Steen Lindholm en hann er kvæntur íslenskri konu, Sigríði Pétursdóttur. Enga kaþólsku takk Á skírdag hélt Hljómeyki til Austurríkis og söng í messu í kirkju nokkurri í Innsbmck. Þar var organistinn harður á því að ekkert verk sem bæri nokkurn minnsta keim af kaþólskum sið yrði flutt við messuna og olli þetta kórnum nokkmm vandræðum. Niðurstaðan var sú að kórinn flutti sálminn Heyr himnasmiður eftir Kolbein Tumason en sá sálmur slapp í gegnum eftirlit organistans eftir að honum hafði verið tjáð að lagið við sálminn væri eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem væri bróðir núverandi biskups lútersku þjóð- kirkjunnar á Islandi og sonur þess íyrrverandi. Ennfremur flutti Hljómeyki sálminn Ó Jesús orðin séu þín eftir Hallgrím Pétursson við lag Hildigunnar Rúnarsdóttur, auk verka sem áður vom flutt í kegpninni í Riva Del Garda. Á föstudeginum langa héldu Hljómeykismeðlimir til Swarovski glerverksmiðjunnar sem er mitt á milli Innsbruck og bæjarins Schwaz og kynntu sér framleiðslu hennar. Því næst var haldið til fjalla og í um 2.300 metra hæð skoðuðu menn sig um í austum'sku ölpunum. Eftir að hafa gist í Heidelberg í eina nótt héldu Hljómeykisfélagar loks heim til ís- lands, reynslunni ríkari og ánægðir með árangurinn. Með nýjum eigendum hafa bæst við nýjar tegundir. Sölusýning á handunnum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Sigtúni. Föstudaginn 11. september kl. 13 — 19 Laugardaginn 12. september ki. 12 — 19 Sunnudaginn 13. september kl. 13 — 19 HOTEL REYKJAVÍK Verðdæmi án afsláttar: Indverskar Gabbeh 1,43 x 72 kr. 9.900 Pakistan 60x90 kr. 8.900 Pakistan „sófaborðsstærð“ 1,23x1,79 kr. 42.600 Balutch bænamottur kr. 10.300-16.800 Afghan Silk 1,48x1,17 kr. 78.800 Og margt fleira m.a. rauður Afghan, gömul Chachun og Gl. Afghan Kurk á ótrúlegu verði. fe HOTEL REYKJAVÍK Þorbjörg Pálsdóttir myndhöggvari verður með sýningu á nokkrum verka sinnua í tilefni lendingarinnar á sama stað. VÍSA RAÐGREIÐSLUR EUROCARD raðgreiðslur 20% lendingarafsláttur um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.