Morgunblaðið - 11.09.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 33
Máttur og menn-
ing - sameining
og samheldni
Elísabet
Gísladóttir
ÞAÐ ER oft sagt
að við Islendingar
réttlætum tilveru
okkar sem sjálfstæð
þjóð með menningu
okkar. En hvað er
það sem við köllum
menningu? Öll okkar
saga er menningar-
saga, saga um þróun
mannsins og athafnir
hans frá upphafi, um
skoðun hans á sjálf-
um sér og stöðu okk-
ar í samfélaginu og
heiminum.
Fyrir ári síðan,
þann 13. september
1997, var opnuð fjöl-
skylduþjónustan
Miðgarður í Grafarvogi. Eitt af
hlutverkum Miðgarðs var að stofna
í hverfinu Grafarvogsráð sem starfa
Fjölskylduvæn
hausthátíð verður
haldin í Grafarvogi á
morgun. Elísabet
Gísladóttir og Guðrún
Snorradóttir, segja hér
frá aðdraganda hennar.
á í samvinnu við hverfisnefnd Graf-
ai’vogs, sem er stjórnamefnd Mið-
garðs. Núverandi formaður hverfis-
nefndannnar er Guðrún Agústs-
dóttir. I ráðinu sitja fulltrúar frá
öllum stofnunum og félagasamtök-
um í hverfinu og er það hugsað sem
sameiningartákn hvei’fisins sem
kemur inn á sem flest svið sem
koma Grafarvogsbúum til góða.
Ráðið hefur starfað í litlum hópum
auk þess að funda saman sem ein
heild. Það hafa komið fram margar
hugmyndir um gildi og starfsvett-
vang ráðsins, s.s. menningar- og
skólamál, forvarnir, umhverfismál,
skipulags- og samgöngumál, örygg-
ismál og slysavarnir og að halda
sérstakan Grafarvogsdag. Síðast-
nefnda hugmyndin var valin fyrsta
viðfangsefnið.
í upphafi undirbúningsins var
leitast við að finna grundvöll þar
sem íbúarnir gætu átt skemmtileg-
an og uppbyggjandi dag. Með öðr-
um orðum að njóta þess að vera til
með það að leiðarljósi að maður er
manns gaman og byggja með því
sterkt samfélag í bænum í borginni.
í samfélagi eins og er hér í Grafar-
vogi höfum við alla möguleika að
rækta allar manneskjur eins og
góður garðyrkjumaður ræktar
garðinn sinn. Mátturinn sem er því
samfara að standa saman að góðu
samfélagi þar sem allir eru fyrir
einn, einn fyrir alla í starfi og leik er
þema þessa dags. Til að minna okk-
Fylgstu með nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsins
Guðrún
Snorradóttir
ur á gildi og mikilvægi einstaklings-
ins og hvernig við getum gert okkar
til að skapa hér fyrirmyndarsamfé-
lag þar sem við virðum alla og lát-
um okkur annt um náungann verð-
ur stofnaður Náungakærleikssjóður
sem er bæði veraldlegur og andleg-
ur fjársjóður sem hægt er grípa til í
neyð. Þau fyrirtæki sem taka þátt í
firmakeppni dagsins eru stofnendur
þessa sjóðs. Sjóður þessi verður í
höndum fulltrúa kirkjunnar og
soroptimista hverfisins.
Hátíðin á laugardaginn ber heitið
Máttur og menning - sameining og
samheldni í leik og starfi. Það verð-
ur stanslaus dagskrá frá því kl. 10
um morguninn tíl kl. 23 um kvöldið.
Það verður guðsþjónusta, þjóðsögu-
og ævintýraganga, Grafarvogs-
glíma, hlaup, sundlaugarpartý,
menningardagskrá, varðeldm’, flug-
eldasýning, tónleikar og ýmislegt
fleira. Mælst er til að allir íbúar
hverfisins grilli milli kl. 18 og 20,
hver fýrir sig eða í hópum, og verði
með í að mynda hverfisstemmn-
ingu. Gaman væri að fólk flaggaði
þar sem því væri við komið. Dag-
skráin hangir uppi víðs vegar í
Grafarvogi auk þess að vera borin
út í hvert hús hverfisins. Öll
skemmtun og sýningar eru í hönd-
um íbúa hverfisins, stórra og
smárra, þekktra og óþekktra. Það
er eflaust ekki nema brot af öllum
þeim listamönnum sem búa hér í
hverfinu og vonumst við til að geta
leitað í smiðju þeirra síðar. Allir
sem leitað hefur verið til hafa lagst
á eitt um að þessi dagur verði sem
skemmtilegastur og eftirminnileg-
astur og kunnum við þeim bestu
þakkir fyrir. Við vonumst til að sem
flestir sjái sér fært að geta notið
hans.
Höfundar eru í framkvæmdanefnd
Grafarvogshátíðar.
Nýtt barna-
sjúkrahús rís
NÆSTA stórverk-
efni í uppbyggingu
heilbrigðisstofnana er
bygging nýs Barna-
spítala Hringsins. Er
hér um mjög brýna
framkvæmd að ræða
þar sem núverandi að-
staða Barnaspítala
Hringsins á Landspít-
alanum er ekki sér-
hönnuð með sjúk börn
í huga. AJmennur
skilningur og vilji er
bakvið þá ákvörðun
stjórnvalda að byggja
nýtt sérhæft barna-
sjúkrahús. Hagsmuna-
samtök og aðstandend-
ur sjúkra barna hafa þrýst á um
bygginguna. Einnig hafa stéttir
innan Landspítalans sent stjórn-
völdum sameiginlega undirskrifta-
lista til að sýna verkinu samstöðu.
Konur í Kvenfélaginu Hringnum
hafa um árabil safnað fé til bygg-
ingarinnar með sölu á ýmiskonar
varningi, s.s. merkjum og jólakort-
um. Er framlag þeirra og stuðn-
ingur við barnaspítalann ómetan-
legur.
Sérhæfð hönnun bamaspítalans
Hönnun nýja barnaspítalans er
langt komin. Megindrættir og fyr-
irkomulag byggingarinnar var val-
ið í opinni hönnunarsamkeppni
sem lauk á síðasta ári. Frá þeim
tíma hafa arkitektar og verkfræð-
ingar tekist á við það viðamikla
Siv
Friðleifsdóttir
verkefni að hanna sér-
hæfðan barnaspítala í
náinni samvinnu við
fagstéttir spítalans.
Aðstandendur og
hagsmunahópar
sjúkra barna hafa
komið með fjölmargar
ábendingar sem reynt
hefur verið að taka til-
lit til. Það er því von
okkar sem stöndum að
byggingunni að nýr
barnaspítali uppfylli
sem best þarfir sjúkra
bama, aðstandenda
þeirra og starfsfólks
bamaspítalans.
Starfstengsl við
fæðingardeild
Hinn nýi barnaspítali mun rísa á
samþykktum deiliskipulagsreit
vestan við kvennadeild Landspítal-
ans. Sú staðsetning hentar vel með
tilliti til starfstengsla við fæðingar-
deild þar sem vökudeild mun flytj-
ast úr núverandi húsnæði yfir í
nýja bamaspítalann. Hringbrautin,
sem í dag liggur neðan við væntan-
legan bamaspítala, verður flutt til
suðurs. Með flutningi hennar ætti
að skapast meiri ró á þessum hluta
lóðarinnar en nú er. Flutningur
Hringbrautar er mikil og dýr fram-
kvæmd. Ráðgert er að flýta flutn-
ingnum svo nýr barnaspítali þui’fi
ekki að búa við hávaða frá Hring-
brautinni nema til bráðabirgða um
stuttan tíma.
faerðu jpér, J
0
^laðan _
nðpjns
norciin.
www.mbl.is
Ráðgert er að hefja
jarðvinnu strax og
byggingarnefnd
Reykjavíkur hefur
gefið samþykki sitt
fyrir framkvæmdinni,
segir Siv
Friðleifsdóttir, og
jarðvinnuútboð hefur
farið fram.
Jarðvinna að hefjast
Upphaflegar áætlanir gerðu ráð
fyrir að jarðvinna vegna nýja
barnaspítalans hæfust snemma í
sumar. Vegna samningaumleitana
milli ríkis og Reykjavíkurborgar
um flutning Hringbrautar hefur
nokkur dráttur orðið á þeirri áætl-
un. Ráðgert er að hefja jarðvinnu
strax og byggingarnefnd Reykja-
víkur hefur veitt samþykki sitt fyr-
ir framkvæmdinni og jarðvinnuút-
boð hefur farið fram. Samkvæmt
áætlun á nýr barnaspítali að vera
risinn árið 2000, en hann mun kosta
um einn milljarð króna. Bygging
nýs sérhæfðs bamaspítala er eitt
stærsta framfaraspor sem við Is-
lendingar eram að stíga innan heil-
brigðiskerfisins um þessar mundir.
Með honum verður unnt að flytja
þjónustu við sjúk börn úr ófull-
nægjandi húsnæði í sérhannað hús-
næði sem hentar vel sjúkum böm-
um, aðstandendum þeirra og
starfsfólki bamaspítalans.
Höfundur er alþingismaður og for-
maður byggingamefndar Bania-
spítalans
ekki emhver
skitíð faUegon
Mómvmd?
ÍSLENSK
GARÐYRKÍA