Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LEIÐ UR
SJÁLFHELDUNNI
JEVGENI Prímakov, sem Borís Jeltsín forseti Rúss-
lands tilnefndi í gær sem forsætisráðherraefni sitt, er
varla sá stjórnmálamaður sem Vesturlönd hefðu helst
kosið að tæki við völdum ef spurt hefði verið fyrir
nokkrum vikum. En í Ijósi þess upplausnarástands er
ríkt hefur í Rússlandi að undanförnu er hugsanlegt að
Prímakov sé þegar upp er staðið einn af skárri kostunum
í stöðunni.
Að mörgu leyti er Prímakov óskrifað blað sem stjórn-
málamaður. Hann komst til metorða innan Kommúnista-
flokksins á tímum Sovétríkjanna og var náinn samstarfs-
maður Míkhaíls Gorbatsjovs fyrrum Sovétleiðtoga. Eftir
hina misheppnuðu valdaránstilraun haustið 1991 var
hann skipaður yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar,
KGB. I aðdraganda Persaflóastríðsins reyndi hann að ná
samkomulagi við Iraka en þær tilraunir hans báru ekki
árangur.
Eftir að hann tók við embætti utanríkisráðherra hefur
hann oftar en ekki verið á öndverðum meiði við Vestur-
lönd í mikilvægum málum. Hann hefur barist gegn
stækkun Atlantshafsbandalagsins og var andvígur íhlut-
un í Bosníudeiluna. Prímakov hefur hins vegar á sama
tíma aflað sér trausts og virðingar margra vestrænna
stjórnmálaleiðtoga er telja hann raunsæjan stjórnmála-
mann og áreiðanlegan í samskiptum.
Minna hefur hins vegar farið fyrir skoðunum Príma-
kovs á rússneskum málefnum, pólitískum jafnt sem efna-
hagslegum. Haft var eftir honum í gær að hann hygðist
halda áfram efnahagslegum umbótum í landinu. í raun
veit hins vegar enginn hvaða stefnu Prímakov mun fram-
fylgja eða hver hans sjónarmið eru.
Hitt er hins vegar ljóst að með tilnefningu hans er búið
að finna leið út úr þeirri pólitísku sjálfheldu er rússnesk
stjórnmál hafa verið í frá því Jeltsín vék Sergej Kíri-
jenkó úr embætti forsætisráðherra fyrir skömmu. Ljóst
var orðið að Dúman myndi líklega ekki samþykkja Viktor
Tsjernomyrdín sem forsætisráðherra ef Jeltsín hefði til-
nefnt hann í þriðja sinn. Hins vegar hafa jafnt kommún-
istar sem leiðtogar umbótasinna á hægri væng lýst því
yfir að þeir geti sætt sig við Prímakov sem málamiðlun.
Pau verkefni sem bíða Prímakovs eru ógnvænleg.
Efnahagslíf Rússlands hefur verið að stöðvast og skortur
er á helstu nauðsynjavörum, jafnvel í höfuðborginni,
Moskvu. Verði það ástand viðvarandi gætu afleiðingarn-
ar orðið ógnvænlegar.
Forsenda þess að hægt sé að leysa þessi vandamál er
að sæmilegur friður ríki um hina pólitísku forystu og að
umheimurinn og alþjóðlegar peningastofnanir öðlist
traust á Rússlandi að nýju.
HVALREKI FYRIR ÍSLAND
ÞVÍ verður ekki neitað, að heimkoma háhyrningsins
Keikós frá Newport í Oregon er skemmtilegt ævin-
týri. Segja má, að heimsbyggðin hafi fylgzt með flutningi
háhyrningsins frá Bandaríkjunum til Islands, slíkur er
áhuginn á örlögum hans. Hann fær samastað í gríðar-
stórri og sérútbúinni kví í Klettsvík í Vestmannaeyjum,
,þar sem vísindamenn frá Frelsið Willy-Keiko stofnun-
inni, ásamt íslenzkum starfsbræðrum, munu fylgjast með
líðan og heilsufari háhyrningsins og meta, hvort unnt
verði um síðir að sleppa honum lausum í úthafið.
Ýmsum finnst nóg um tilstandið í tengslum við háhyrn-
inginn, en hvort sem mönnum líkar betur eða verr við
flutning hans til íslands þá má ganga út frá því sem vísu,
að áhrifin verða jákvæð fyrir ferðaþjónustuna í landinu
og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum. Keikó mun vekja
athygli ferðamanna og náttúruverndarsinna á landi og
þjóð og væntanlega stórefla áhuga á hvalaskoðun.
Flest bendir því til þess, að heimkoma Keikós verði
hvalreki fyrir ísland.
KEIKÓ var rólegur meðan hann var hífður yfir í kvína í
Klettsvík eins og hann hafði verið alla leiðina yfir hafið.
KRANINN hífði Keikó varlega yfir f kvína. Fjöldi frétta
ig Keikó myndi bregðast við þegar hann kæmist í sm
Heimildarþáttur í undirbúningi
COUSTEAU á bát við kví Keikós með nokkrum krökkum.
Morgunblaðið/Kristinn
JEAN-Michel Cousteau, þekktur
franskur hafrannsóknarmaður og
kvikmyndagerðarmaður, einn
stjórnenda Free Willy-Keiko
Foundation, og sonur hins heims-
þekkta hafrannsóknarmanns
Jacques Cousteau, ætlar að gera
klukkutíma langa heimildarmynd
um flutning háhyrningsins frá
Bandaríkjunum til Islands. At-
burðurinn verður séður frá sjón-
arhóli sjö barna. Þijú þeirra eru
frá Bandarikjunum, eitt frá
Frakklandi, Kína og Mexíkó og
eitt þeirra er ellefu ára strákur úr
Vestmannaeyjum, Örn Ólafsson.
Börnin heimsóttu Keikó í
Oregon og fengu að ræða við
þjálfara hans, jafnframt fóru þau
að skoða háhyrninga úti í náttúr-
unni. „Þannig gátu þau áttað sig á
muninum og skilið hvað Keikó
hefur þurft að ganga í gegnum
eftir að hann var fangaður og
fluttur úr náttúrulegu umhverfi
Ferð
Keikós frá
sjónarhóli
barnanna
sínu,“ segir Cousteau. „Þau átta
sig þá einnig á því hvaða erfið-
Ieikar eru í því fólgnir að sleppa
honum aftur út í náttúruna.
Sex barnanna fóru með Cou-
steau í litlum bát að sjókvínni í
Vestmannaeyjum þegar Keikó var
sleppt. „Þetta var tilfinningarík
stund fyrir þau, sérstaklega fyrir
börnin frá Oregon. Keikó var orð-
inn hluti af lífi þeirra heima. En
þau voru öll mjög ánægð með það
sem var að gerast."
Cousteau og samstarfsmenn
hans verða nokkra daga í viðbót í
Vestmannaeyjum og mun Islend-
ingurinn í hópnum verða eins
konar gestgjafi útlendu barnanna
og kynna þeim Iíf jafnaldra þeirra
í Eyjum.
Verður seldur um
allan heim
Þátturinn er gerður á vegum
Free Willy-Keiko Foundation og
verður síðan seldur út um allan
heim. Cousteau segir að mikill
áhugi sé þegar fyrir honum. Hann
hefur þegar í bígerð annan þátt
þar sem fylgst verður með aðlög-
un Keikós að nýju umhverfi næstu
mánuðina. Hann ætlar að koma
aftur til Vestmannaeyja eins oft
og þörf er til að fylgjast með þró-
uninni, og ef vel gengur að lýsa
því þegar hann verður leystur úr
haldi og heldur út í náttúruna.
Cousteau segist trúa því, að svo
muni fara á endanum.
KEl