Morgunblaðið - 11.09.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 39
AÐSENDAR GREINAR
Bindindi eða
hófdrykkja
MÉR FINNST að enn mætti
teygja ögn úr umræðu okkar
Skapta Hallgrímssonar um áfeng-
ismál og úrræði á þeirra sviði.
Þetta fínnst mér vegna þess að
hvor um sig mælir fyrir fjölda
skoðanabræðra og margt er enn
ósagt.
Varað við ofdrykkju
í þijú þúsund ár?
Skoðanaskipti okkar Skapta snú-
ast um það hvort betur gefist í
starfi gegn ofdrykkju, bindindi eða
hófdrykkja. Ég held að meðal elstu
heimilda um þá baráttu sé það sem
skráð er í gamalli grafskrift í Eg-
yptalandi og kallað hefur verið
„speki Anis“. Þetta forna lesmál er
talið nærri þrjú þúsund ára. Þar
stendur m.a.:
*
Eg er í tölu þeirra, seg-
ir Halldór Kristjáns-
son, frá Kirkjubóli,
sem telja meiri von um
jákvæðan árangur af
bindindi en uppgjöf.
„Vogaðu þér ekki að drekka eina
einustu könnu af öli.“
Þessi tilvitnun tekur af öll tví-
mæli um það að spekingurinn Anis
hefur talið nauðsyn að vara við hóf-
drykkju. Astæða þess er hin sama
og enn í dag. Hófsemdarmörkin - 2
til 3 glös af rauðvíni verða ekki
haldin. Því ætti enginn að hætta á
það að drekka eina einustu könnu
af öli.
Bindindissaga
Vesturlanda
Hér fmnst mér rétt að minna á
sögu bindindismála í okkar heims-
hluta. Það var í byrjun síðustu ald-
ar að menn tóku að virkja félags-
kraft manna til varnar gegn of-
drykkju. Þá voru stofnuð félög til
að vinna gegn ofdrykkju. Tak-
markið var að gæta hófs. Þá sáu fá-
ir eða engir ástæðu til að berjast
fyrir bindindi. Það voi-u því hóf-
semdarfélög sem menn stofnuðu,
ekki bindindisfélög.
Sú stefna var ráðandi um stund
en þó snerust mál þannig að eftir
fáa áratugi sýndist mönnum að
ekki dygði annað en bindindi. Dag-
ar hófsemdarfélaganna hófust á
fyrstu árum 19. aldar. Um 1840
höfðu flestir gefist upp á þeim og
menn stofnuðu bindindisfélög.
Þessi hreyfing öll gegn skelfing-
um áfengisins átti upphaf sitt í
Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Bindindishreyfingin breiddist fljótt
út og þar ætti okkur að vera minn-
isstætt Fjölnisbindindið í Kaup-
mannahöfn um 1840 og viðleitni
þeirra félaga að gera þjóð sína
bindindissama. Það var upphaf
bindindisstefnu á Islandi og glóð
þeirra loga er þá kviknuðu hefur
aldrei dáið að fullu, en lifnað við
öðru hvoru með ýmsu móti.
Besta tækifærið
Mér er ljóst að breytt viðhorf til
áfengis gæti skipt sköpum fyrir
þjóðina. Ég sé ekki neitt sem gæti
svo fljótt og verulega skipt um til
bóta um þjóðarhag ef vakning yrði
í bindindismálum. Og þetta held ég
að almenningur láti sér skiljast.
Væntanlega þurfum við ekki að
bíða þess í mörg ár að vakning
verði. En þar vænti ég fulltingis
nýrrar kynslóðar öðru fremur.
www.mbl.is
Þegar menn átta sig á því hversu
áhrifamikið bindindið getur verið
breytast viðhorfin á Islandi. Þá
efList bindindishreyfingin og leysir
marga bundna krafta til blessunar
komandi kynslóð.
Hversu lengi geta svo einföld
sannindi dulist svo gáfaðri þjóð?
Upp á líf og dauða
Það er næsta ljóst að framund-
an er mikið stríð í sambandi við
vímuefni. Undir forustu Samein-
uðu þjóðanna er og
verður reynt að
minnka neyslu áfeng-
is. Til þess eru reynd-
ar ýmsar hömlur.
Aðrir segja að það sé
vonlaust mál. Stefna
þeirra er sú að þeir
sem verði háðir eitr-
inu verði skráðir og
síðan geti þeir sótt sér
daglegan skammt á
opinberan stað. Það
sé miklu betra en að
þeir afli sér fjár fyrir
vímuefnum með ein-
um og öðrum glæpum.
Það er þetta ástand
sem við eigum að
kjósa um á næstu árum. Þetta eru
ekki fjarlægir órar. Þessi tilhögun
er að einhverju leyti komin á í
Hollandi. Sum fylkin í
Sviss hafa beygt sig
fyrir ofurefli og lög-
bundið slíkt hjálpar-
starf. Bæði á Spáni og
í Portúgal eru áhrifa-
miklir stjórnmála-
menn sem berjast fyr-
ir slíkri lýðhjálp.
Um þetta verður
barist á fyrstu tugum
tuttugustu aldarinnar.
Það virðist liggja í
augum uppi. Um hitt
kann ég ekki að segja
hve algengt það verð-
ur að láta undan og
bugast. En þessi er
staðan. Þetta er bar-
átta upp á líf og dauða.
Ég er í tölu þeirra sem telja
meiri von um jákvæðan árangur af
bindindi en uppgjöf. Mér virðist
enginn marktækur árangur nást
með hófdrykkjukennslunni sem
Skapti boðar og trúir á. Sú leið er
þrautreynd og veldur enn sem
fyrr vonbrigðum. Enn vantar
þann hemil sem dugar.
Enn er það staðreynd að sum-
um verður ofraun að halda hófinu
og virða takmörk þess. Þeirra
vegna reynum við að mynda
áfengislaust umhverfi sem verður
þeim vernd og skjól. Sú viðleitni
ber árangur og því meiri sem fleiri
taka höndum saman um eflingu
bindindis.
Um áhrif bindindishreyfingar á
samtíð okkar hér á landi má
margt ræða þó að það bíði nú að
sinni.
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Til kl. 16 á laugardag seljum við
40 notaða bíla á frábæru verði.
Noklcur dœmi úr söluskrd:
MMC Lancer GLX 93
780.000
Hyundai Elantra '97 Í29C.GÚU
VW Golf 4x4 station '97 1.200.000 ■ ffEI'TK'I'l
Toyota Corolla 1600 XLi '97 1.34C.ÚU0 ■ lkJeMiI»I»»
MMC Pajero 3000i V6 '93 2.100.U00 ■l:W»K.l.l»l
VW Transporter '91 74C.U00 — 11 w ■
Daihatsu Feroza EL II '93 9*C.U00 ■EHaEEEI
fyrstir lcoma -jyrstirfá !
Opnunartimi
fimmtudagur og
föstudagur kl. 9-20,
laugardagur kl. 10-16.
BÍLAÞINGHEKLU
ISI O T A Ð I R ^ B í L A R
LAUGAVEGI 174 • SÍMI 569 5660 • FAX 569 5662
Halldór
Kristjánsson
www.hekla.is
Landsfrœgt úrval notaðra bíla