Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 40

Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 40
u 40 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Dagur menn- ingarminj anna EINS og flestir vita gegnir Þjóðminjasafnið því meginhlutverki í ís- lensku samfélagi að varðveita, skrá, rann- saka, sýna og kynna ís- lenskar menning- arminjar. Til slíkra minja heyra nánast öll mannanna verk frá fyrri tímum, hlutir, mannvirki, hugverk og jafnvel trú. Um nokkurra ára skeið hefur Evróp- uráðið hvatt aðildar- t lönd sín til þess að efna árlega til dags menn- ingarminjanna og nokkrum sinnum hefur Þjóðminja- safn Islands tekið þátt í slíku hátíð- arhaldi. Allt árið um kring er reyndar starfað að varðveislu menningarminja á vegum safnsins en þennan tiltekna dag er ætlast til þess að sérstakt átak verði gert til að kynna einhvern þátt starfsins. Að þessu sinni verður húsasafn Þjóðminjasafnsins á boðstólum. Húsasafn Þjóðminjasafnsins er einstakt fyrirbæri. Það ber vitni um líf og starf þjóðarinnar á íyrri öldum. Húsasafnið lýsir milliliða- laust og án undanbragða kjörum -,'v forfeðra okkar. Frá upphafi land- náms og fram á fyrstu áratugi 20. aldar var íslensk híbýlamenning einstök. I þúsund ár var hún í veigamiklum atriðum frábrugðin því sem algengast var í nágranna- löndum okkar. Um þær mundir sem ísland var numið norrænum mönnum var víða búið í torfhúsum á öllum norður- löndum. Timburhús voru þó orðin algeng og torfhús viku fljótlega fyrir timbur- og steinhúsum nema á íslandi. Við upphaf 20. aldar bjó þorri íslendinga enn í torfhúsum sem sprottin voru af sömu húsa- gerð og landnámsmenn fluttu með sér. Þá var þó orðið ljóst að torfhú- samenning okkar myndi einnig fljótlega líða undir lok. Torfhúsin Jakkapeysuúrvalið er í Glugganum urðu um tíma nánast eins og tákn um ís- lenska þjóðmenningu, sem verið hafði nær eingöngu sveitamenn- ing. Erlendir ferða- menn sem hingað komu undir lok 19. ald- ar urðu líklega fýrstir til þess að vekja at- hygli á því hve bygg- ingarlist okkar væri sértök. Stjórnendur Þjóðminjasafnins litu á það sem skyldu sína að varðveita sýnishom af þessari ævagömlu byggingai-hefð sem hvergi átti sér hliðstæðu og snemma tók safnið því að sér nokkra torfbæi og -kirkj- ur auk annarra bygginga sem markverðar þóttu sem minjar um aldagamla híbýlamenningu okkar. Arið 1930 tók Þjóðminjasafnið að sér varðveislu húss í fyrsta sinn Þjóðminjasafn íslands býður landsmönnum að gera sér dagamun með óvenjulegum hætti á morgun, segir Hjörleif- ur Stefánsson, en þá verður efnt til dags menningarminj anna. með friðlýsingu bænhússins á Núpsstað. Sex árum síðar tók safn- ið að sér Víðimýrarkirkju og fljót- lega einnig prestsetrið á Grenjað- arstað. Árið 1947 bættust í hópinn torfbæirnir í Glaumbæ í Skagafirði og á Keldum á Rangárvöllum. Síð- an hefur húsunum fjölgað jafnt og þétt og eru þau nú um fjörutíu tals- ins. í húsasafni Þjóðminjasafnsins eni flestir torfbæir landsins og flestar torfkirkjur, sem enn eru uppi standandi auk ýmissa annarra húsa sem talin eru hafa mikið menningarsögulegt gildi og væru glötuð ef safnið hefði ekki tekið þau upp á arma sína. Mikii vinna er fólgin í viðhaldi húsanna, sem flest eru gerð úr heldur forgengilegu byggingarefni. Húsunum er haldið við sem safn- gripum eftir því sem aðstæður leyfa og því er beitt sömu bygging- araðferðum og sömu byggingar- efnum og einkennt hafa viðkom- andi húsagerð frá upphafi. Þannig er reynt að tryggja menningar- sögulegt gildi húsanna. Varðveisla húsanna er því jafnframt fólgin í því að viðhalda handverksþekkingu og byggingaraðferðum genginna tíma. Engu að síður er leitast við að halda húsum safnsins í notkun eða fínna þeim ný hlutverk eftir því Hjörleifur Stefánsson sem aðstæður leyfa. Húsasafn Þjóðminjasafnsins er dreift nánast um allt landið. Viðhald þess er bæði dýrt og vandasamt vegna eðlis húsanna og dreifingar þeirra um landið. Um það bil helmingur allra fjármuna sem til Þjóðminjasafnsins renna um þessar mundir gengur til viðhalds og reksturs húsasafnsins. Húsasafnið er sem sagt mjög veru- legur hluti af rekstri Þjóðminja- safnsins og sá hluti hans fer allur fram á landsbyggðinni. Starfsemi safnsins er þannig dreifð um allt land. Sama máli gegnir reyndar um ýmsa aðra þætti í starfsemi safnsins svo sem skráningu menn- ingarminja og umhirðu þeirra auk fornleifa- og þjóðháttarannsókna. Allir þessir þættir starfseminnar era einkum bundnir hinum dreifðu byggðum landsins. A degi menningarminjanna sem verður að þessu sinni laugardag- innl2. september, verður boðið til málþings í forsal Þjóðminjasafns- ins og gömul hús safnsins víða um land verða opin almenningi til skoðunar undir leiðsögn fróðra marma. A málþinginu í Reykjavík verða haldin stutt erindi um varðveislu og verndun þeirra menningarminja sem fólgin eru í gömlum húsum. Haraldur Helgason arkitekt við húsverndardeild Þjóðminjasafns- ins mun fjalla um húsasafnið. Hann mun gi’eina frá þeim húsum sem í safninu eru og segja helstu deili á þeim. Þór Magnússon þjóðminja- vörður mun skýra fyrir gestum safnsins ástæður þess að Þjóðminjasafnið tekur hús til varð- veislu. Hann mun fjalla um for- sendur þess að safnið velji að taka að sér varðveislu einstakra húsa. Magnús Skúlason framkvæmda- stjóri Húsafriðunarnefndar ríkis- ins fjallar um málefni friðaðra húsa. Hann mun skýra frá því hvernig hús eru friðuð og hvaða leikreglur gilda um meðferð þeirra. I öllum landsfjórðungum verða hús úr húsasafninu opin almenn- ingi og þar munu valinkunnir menn sýna húsakynni og fræða gesti um húsasafnið. Valin verða þau hús þar sem einna mest hefur verið unnið að endurbótum á þessu ári og sem líklegt er talið að forvitni- legast þyki að heimsækja. Hraunskirkja í Keldudal við Dýrafjörð verður opin almenningi, en unnið hefur verið að endurbót- um á kirkjunni í sumar. Kirkju- hvammskirkja við Hvammtanga, sem endurvígð var sumarið 1997 eftir umfangsmikla viðgerð, verður sýnd gestum sama dag. Víðimýrar- kirkja í Skagafirði hlaut mikla við- gerð sumarið 1997 og lauk henni vorið 1998. Kirkjan verður nú til sýnis á degi menningarminjanna auk torfbæjarins í Glaumbæ. í Eyjafirði verður Laufásbærinn sýndur almenningi, en þar hefur undanfarin sumur farið fram mikil viðgerð. Gömlu torfbæirnir á Þverá í Laxárdal og Grenjaðarstað í Aðaldal verða opnir. Prestseturs- húsið á Sauðanesi á Langanesi verður sýnt gestum, en nú styttist í að viðgerð þess ljúki og húsið verði tekið í notkun á ný. Gamla stein- hlaðna íbúðarhúsið á Sómastöðum við Reyðarfjörð verður til sýnis og einnig svarttjargað íbúðarhús á Teigarhorni við Berufjörð. Hofs- kirkja í Öræfum verður til sýnis, en kirkjan hlaut góða viðgerð fyrir fáum árum. Keldnabærinn á Rangárvöllum verður einnig opinn, en þar hefur undanfarin sumur farið fram mikil viðgerð, enda er bærinn meðal allra merkustu menningarminja þjóðarinnar. A Eyrarbakka verður Húsið til sýnis almenningi og að lokum verð- ur Nesstofa á Seltjarnarnesi opin, en Þjóðminjasafnið hefur nú fengið allt húsið til umráða, og undirbún- ingur að viðgerð þess stendur yfír. Nánar verður greint frá opnun- artíma og fyrirkomulagi í fréttatil- kynningum og auglýsingum. Hötundur er minjastjóri Þjóðminja- safns fslands Dagpeninga- klúbbur ríkis- skattstjóra óskaði ég eftir því bréf- lega að ríkisskattstjóri upplýsti opinberlega með greinargóðum hætti hvaða reglur gildi um skattalega meðferð dagpeninga flugliða, hvaða rök réttlæti frádrátt á móti þeim dagpeningum og hvaða lagaákvæði' sé stuðst við í því sambandi. Bréf þetta var birt í Morg- unblaðinu 25. júní síðastliðinn og enn- fremur var ríkisskatt- stjóra sent það sérstak- lega í ábyrgðarpósti sama dag. Enn hefur ekki bólað á neinum svörum frá ríkisskattstjóra við fyrirspurn minni. Tilefni fyrir- spurnarinnar er meðhöndlun skatt- yfirvalda á dagpeningum sem starfsmenn íslenskra sjávarafurða hf. fengu greidda frá vinnuveitanda sínum meðan þeir störfuðu að verkefni á Kamchatka á áiTinum 1995 og 1996. Ríkisskattstjóri hef- ur túlkað það svo að þeir sem störfuðu þrjá mánuði eða lengur á vegum fyrirtækisins á Kamchatka skuli ekki njóta frádráttar á móti dagperiingum eins og reglur og leiðbeiningar ríkisskattstjóra kveða þó skýrt á um. Túlkun ríkis- skattstjóra er sú að þar sem „venjulegur vinnustaður" hafi ver- ið á Kamchatka sé grundvöllur til Hafi ríkisskattstjóri ekki getu til að svara fyrirspurnum mínum, segir Orn Gunnlaugs- son, fer ég fram á að fjármálaráðherra veiti umbeðin svör. frádráttar á móti dagpeningum ekki fyrir hendi. Hér er tvímæla- laust um að ræða ójafnræði milli starfsstétta en þrátt fyrir að venju- legur vinnustaður flugliða geti hvergi annars staðar verið en um borð í flugförum þá skulu þeir njóta frádráttar á móti dagpening- um að mati ríkisskattstjóra. Dag- peningar þessir eru augljóslega aðeins dulbúin laun í mörgum til- fellum en eins og bent hefur verið á eru aðstæður þessara stétta ekki mjög svo ólíkar aðstæðum þeirra sem starfa um borð í flutningaför- um innanlands og njóta ekki þess- ara fríðinda. A fundi sem fulltníar starfsmanna við Kamchatka verk- efnið áttu með ríkisskattstjóra síðastliðið vor var ríkisskattstjóri spurður um rök fyrir því að fluglið- ar nytu þessara fríðinda á meðan aðrir þegnar gerðu það ekki. Eina svarið sem þá fékkst frá ríkisskatt- stjóra var að þetta hafi verið ákveðið svona. Þrátt fyrir að ríkis- skattstjóra hafi þá verið gerð grein fyrir því að óskað væri eftir rökum fyrir þessari ákvörðun en ekki nið- urstöðunni fengust ekki önnur svör. I raun hefur engum spurn- ingum okkar fyrrum starfsmanna umrædds verkefnis verið svarað af ríkisskattstjóra nema með útúr- snúningum. Að vísu hefur ríkis- skattstjóri látið í ljós þá skoðun sína að það veitti engum rétt til að brjóta lögin á þeim grundvelli að aðrir kæmust upp með það. Hvað sem ríkisskattstjóri átti við í raun með þessari athugasemd sinni þá er ljóst að hann hefur ekkert vald til að heimila einum eða neinum að brjóta landslög. Greinilegt er að síðasta bréf mitt til ríkisskattstjóra hyggst hann hunsa með öllu enda er hann væntanlega rökþrota í þessum efnum. Getur það verið að það sé háð geðþóttaákvörðunum ríkisskattstjóra hverjir skuli njóta frádráttar á móti dagpeningum og hverjir ekki? Hvaða inntökuskilyrði þurfa menn í raun og veru að uppfylla til að fá inn- göngu í Dagpeninga- klúbb ríkisskattstjóra? Fulltrúar fyrrum starfsmanna við Kamchatka verkefnið hafa óskað eftir því bæði við skattyfirvöld og fjármál- aráðuneytið að yfirvöld beiti sér gegn þeim aðilum sem að mati skattyfirvalda fóru ekki að lögum um skattheimtu. Þeirri ósk okkar vh-ðist ekki eiga að sinna. í lögum um tekju- og eignaskatt eru lagðar þær skyldur á fjánnálaráðherra að hann hafi eftirlit með að ríkisskatt- stjóri ræki sín störf. Eg sem ís- lenskur þegn og skattgreiðandi til sameiginlegra sjóða samfélagsins geri þá kröfu að i’íkisskattstjóri upplýsi hvaða lög heimili honum að veita flugliðum sérfríðindi umfram aðrar starfsstéttir þjóðfélagsins. í því sambandi vil ég vísa til hans eigin túlkunar um „venjulegan vinnustað". Hafi hann hins vegar farið út fyrir ramma laganna og veitt þessari starfsstétt og hugsan- lega öðram sérfríðindi í formi frádráttar á móti dagpeningum án lagaheimilda fer ég fram á að þeir dagpeningar verði skattlagðir eins langt aftur í timann og lög leyfa og innheimtuaðgerðir hafnar tafar- laust. En mikið kapp virðist nú lagt á að ganga að fyrrum starfsmönn- um við Kamchatkaverkefnið þrátt fyrir að vinnuveitanda, Islenskum sjávarafurðum hf. hafi lögum sam- kvæmt borið að skila opinberum gjöldum af þessum gi-eiðslum hafí þær á annað borð verið skattskyld- ar. Eg fer fram á að fjármál- aráðherra beiti sér fyrir því að ríkisskattstjóri ræki sín störf sam- kvæmt ákvæðum áður nefndra laga þannig að þegnar þjóðfélags- ins sitji við sama borð hvað skatta- lega meðhöndlun varðar. Fyi-ram starfsmenn Kamchatka- verkefnisins hafa eytt óhemju mikl- um tíma í viðureign sína við skatt- yfirvöld, þ.m.t. fjármálaráðuneytið. Fjánnálaráðherra hefur verið sýnt fram á með ótvíræðum hætti að skattyfirvöld meðhöndla þegna landsins ekki á jafnræðisgrandvelli. Því miður verður ekki betur séð en að stjómendur landsins sjái ekki ástæðu til að aðhafast nokkuð í þessum málum, a.m.k. era aðgerðir það hægfara að ekki era þær merkjanlegar. Það sem þó er alvar- legast er að yfirvöld virðast ekki sjá nokkra ástæðu til að draga til ábyrgðar þá aðila sem ekki fara að lögum í þessum efnum þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar þar um. Með augum almennings verður slíkt ekki túlkað á annan hátt en þann að hagsmunaklíkur á þessum sviðum fái þannig óáreittar að halda upp- teknum hætti. Það veldur mér von- brigðum að ég skyldi veita slíkum stjórnendum atkvæði mitt í síðustu kosningum en þau mistök mun ég að sjálfsögðu forðast í framtíðinni. Hafi ríkisskattstjóri ekki getu til að svara fyrirspurnum mínum fer ég fram á að fjármálaráðherra, æðsti yfirmaður skattamála á Is- landi svari erindi mínu á opinber- um vettvangi sem allra fyrst. Höfundur starfaði hjá íslenzkum sjávarafurðum íKamchatka. Örn Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.