Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 41
Treinum okkur góðærið
adidas
„rekstrarniðurstoður
fyrri hluta árs 1998 valda vonbrigð-
um... Þessu veldur einkum mikil
og áframhaldandi verðsamkeppni,
jafnt við innlenda sem erlenda
framleiðendur. Sterk staða ís-
lensku krónunnar og innlendar
kostnaðarhækkanir, einkum launa-
hækkanir, hafa skekkt samkeppn-
isstöðuna gagnvart erlendum
keppinautum," segir í nýlegri
fréttatilkynningu iðnfyrirtækis
vegna milliuppgjörs þess í ár.
Versnandi afkoma í iðnaði
Þótt afkoma og fjárhagsstaða
séu að sönnu mjög mismunandi
milli fyrirtækja í iðnaði fer vart
milli mála að þegar á heildina er
litið fer afkoma þeiira hraðversn-
andi. Þetta sýna niðurstöður af-
komukönnunar sem Samtök iðnað-
arins gerðu nú á dögunum. Xönn-
unin tók til fyrirtækja í iðnaði, utan
stóriðju og byggingarstarfsemi, og
voru þau samtals með rúmlega átta
milljarða veltu á fyrstu sex mánuð-
um ársins sem ætla má að sé um
15% af veltu í þessum hluta iðnað-
arins. Helstu niðurstöður eru þær
að rekstrargjöld vaxa svo mikið
umfram veltu að tvær af hverjum
þrem krónum sem fyrirtækin
höfðu í hagnað í fyrra eru nú
horfnar.
Það, sem er að gerast, er vel
þekkt: Hækkandi launakostnaður,
hátt gengi íslensku krónunnar og
háir vextir vega að samkeppnis-
stöðu og markaðshlutdeild inn-
lends samkeppnisiðnaðar. Fyrir-
tækin róa lífróður á móti þessum
straumi þenslunnar. Framleiðni
hefur vaxið hratt en það dugir ekki
til. Fyrirtækin taka á sig kostnað-
arhækkanir eins og þau geta.
Framlegð dregst saman og hagn-
aður minnkar. Kostnaðarhækkanir
og gengisþróun birtast í versnandi
samkeppnisstöðu.
Ósýnileg verðbólga
Frá því í mars í fyrra hafa inn-
lendar vörur í vísitölu neysluverðs
hækkað um 5,1% en innfluttar vör-
ur hafa lækkað í verði um 4,1%.
Opinberar tölur um 2,4% verð-
bólgu á þessu tímabili og spár um
2% verðbólgu milli ára 1997-1998
eru því villandi. I reynd er inn-
lenda verðbólgan mun meiri en þar
kemur fram. Hún er nefnilega
greidd niður með lækkandi verði á
innflutningi. Okkar fyrirtæki í iðn-
aði og þjónustu, sem eiga í óheftri
samkeppni, verða við þessar að-
stæður undir og tapa markaðshlut-
deild.
Það er þenslan sem veldur þess-
ari óheillaþróun. Erlend fjárfesting
T
I
Staðgreiðsluverð:
9.800 kr.
húsgögn
Ármúla 44 • sími 553 2035
kyndir undir samhliða
því að verð sjávaraf-
urða á erlendum
mörkuðum og auknar
veiðiheimildir dæla
fjármagni inn í hag-
kerfið. Ljóst er að
hagkerfið er að of-
hitna. Seðlabankinn
hækkar enn og aftur
vexti til að sporna
gegn þenslunni en slík
hrossalækning dugar
iðnaðinum skammt því
að sterkari króna og
hærri vextir gera ekk-
ert annað en spilla enn
frekar samkeppnis-
skilyrðum hans.
Aukinn sparnaður
Hvað þarf að gera? Það er sam-
dóma álit allra þeirra sem um mál-
ið fjalla að til þess að takast á við
þá miklu hættu sem stafar af
Okkur liggur lífið á,
segir Sveinn Hannes-
son, að ná fram aukn-
um sparnaði til að
uppsveiflan endi ekki
með efnahagslegri
kollsteypu.
þenslunni er brýnast að auka þjóð-
hagslegan spamað. Aukinn sparn-
aður leiðir til minni eftirspurnar
sem aftur dregur úr spennu í hag-
kerfinu og þar með úr kostnaðar-
hækkunum. Aukinn sparnaður
vinnur þannig gegn verðbólgu og
skapar grundvöll fyrir lægri vexti
og hagstæðara gengi fyrir atvinnu-
reksturinn í landinu. Allt era þetta
þættir sem hafa úrslitaáhrif á sam-
keppnisstöðu og markaðshlutdeild
iðnfyrirtækja.
Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að
til þess að spamaður nægi til þess
að fjármagna fjárfestingu lands-
manna, sem er í mjög
viðunandi ástandi um
þessar mundir og svip-
uð því sem gerist í
okkar helstu viðskipta-
löndum, þyrfti þjóð-
hagslegur spamaður
að aukast á þessu ári
um 24 milljarða króna
eða um nálega fjórð-
ung.
Draga saman í opin-
berum rekstri -
greiða niður skuldir
Skólabækurnar
segja að stjómvöld
eigi við þessar aðstæð-
ur að auka þjóðhags-
legan sparnað með því að auka
sparnað hins opinbera, halda út-
gjöldum í skefjum en nýta auknar
tekjur sem koma inn vegna góðær-
isins til að greiða niður skuldir.
Versnandi samkeppnis- og mark-
aðsstaða ið nfyrirtækja segir okkur
að stjórnvöld geri of lítið til þess að
draga úr þenslunni. Aiþingiskosn-
ingar eru framundan og reynslan
sýnir að þá hættir stjórnvöldum
sérstaklega til að taka hagstjórn-
ina vettlingatökum. Utlitið er því
ekki gott hvað þetta varðar næstu
mánuði.
Það fyrsta og oft eina, sem opin-
berir aðilar gera til þess að sporna
gegn þenslu, er að fresta opinber-
um framkvæmdum. Slíkt getur
skilað tímabundnum árangri en
getur líka snúist upp í andhverfu
sína þegar slík frestun verður ein-
ungis til að stytta framkvæmda-
tímann og gera framkvæmdir
óhagkvæmari. Vandi okkar er ekki
of mikil fjárfesting heldur of mikil
neysla. Fjárfesting hér á landi er
nú svipað hlutfall af þjóðartekjum
og gerist og gengur meðal þróaðra
þjóða eða um 20%. Ef við drög-
umst aftur úr á þeim vettvangi,
eins og við raunar gerðum á fyrri
hluta þessa áratugar, kemur það
niður á t-f ækniþróuninni og tekju-
möguleikum framtíðarinnar.
Sveinn
Hannesson
Sparnaður einkaaðila
Við verðum að auka sparnaðinn
Stjórnvöld verða að ýta eftir föng
um undir spamað einkaaðila sam
hliða því að auka eigin spamað eð;
draga úr eigin umframeyðslu.
bréfi, sem Samtök iðnaðarin.
sendu ráðherram og raunar öllun
þingmönnum í september í fyrra
eru stjórnvöld hvött til þess að ýt;
undir aukinn sparnað einkaaðila
sem er hinn hluti þjóðhagsleg;
sparnaðarins, með skattalegun
hvötum. Þarna þarf að bjóðas
sveigjanleiki og valfrelsi til þess a
gera spamað að vænlegri kosti fyr
ir einstaklinga, svo sem í form
hlutabréfakaupa, viðbótarlífeyris
sparnaðar og/eða greiðslna á hús
næðissparnaðarreikninga upp ao
ákveðinni fjárhæð árlega.
Haldbærar rannsóknir skortii
um það hvernig við getum helst ýt
undir aukinn spamað sem við þurf
um svo sárlega á að halda. Ein leið
in era skattalegir hvatar. Önnur ei
þvingaður sparnaður eða einhver:
konar skyldusparnaður umfran
núverandi lífeyrissparnað. Þriðjí
leiðin er að hraða einkavæðingu
Fjórða leiðin er að breyta skipt-
ingu skattbyrðarinnar milli fyrir
tækja og heimila og minnka milii
færslur.
Varla er hægt að hugsa sér verð
ugra eða brýnna verkefni en a<
skoða hvaða leið er vænlegust
þessum efnum. Okkur liggur lífið :
að ná fram auknum þjóðhagslegun
spamaði til að þessi uppsveifl:
endi ekki með efnahagslegri koll
steypu eins og allar hinar í sögu ís
lenska lýðveldisins. Slíkar koll
steypur í samkeppnisstöðunni haft
langtímaáhrif. Þeir vaxtarbroddai
í iðnaði og þjónustu, sem við höfun
séð vaxa upp á undanfömum áram.
verða þá rifnir upp með rótum og
reynslan sýnir að það tekur mörg
ár að vinna upp það efnahagslega
tjón sem af því hlýst.
Góðir innanhúss
Traustir í skólann
Alhhða æfingaskór
Nýir hlaupaskór
Mersíunin
Einstærsta
sportvöruversl
landsins
JVý
Armúla 40 - Símar 553 5320 - 568 8860
Höfundur er framkvæmdastjórí
Samtaka iðnaðaríns.
Heimilistæki hf
TÆKNI-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SlMI 5691500
3 & & !
Silki-damask
í metratali
í úrvali
Póstsendum
Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050.
Lyst ehf.. FVIcDonald's á íslandi. þakkar
viöskiptavinum góðar móttökur á
undanfornum 5 árum. Á þessum tima höfum
viö þjónaö u.þ.b. 4.5 milijón manns sem
borðaö hafa 220 tonn af ísiensku nautakjöti
og 500 tonn af kartöflum!
IMcDonalds
■
Austurstraíti 20
Suðurbmlshraut 56
r