Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
SJALFSTÆÐU ATVINNU-
LEIKHÚSIN, HÓPARNIR
OG F JÁRVEITIN GAVALDIÐ
Á SÍÐASTA þingi var lögð fram
skýrsla sem menntamálaráðherra
lét taka saman og fjallaði um „sam-
keppnisstöðu frjálsra leikhópa
gagnvart opinberum leikhúsum".
Höfundur hennar er Magnús Árni
Skúlason (MÁS) hagfræðingur og
framkvæmdastjóri Islenska dans-
flokksins. Skýrsla þessi er um
margt athygli verð.
Með henni fæst gott yf-
irlit yfir rekstrarum-
hverfi leiklistar í land-
inu og það opinbera
stuðningskerfi sem
leiklistin býr við. Þar
má og sjá að starfsemi
sjálfstæðu leikhúsanna
og leikhópanna nýtur
ákaflega lítils stuðnings
hins opinbera miðað við
umfang starfsins sem
þar er unnið. Hvernig
þessi samantekt verður
síðan notuð af alþingis-
mönnum, ríkisstjórn og
ráðherra á eftir að
koma í ljós, en það er
óskandi að skýrslan verði þeim
hvatning til að kannast við þróun
sem átt hefur sér stað á undanförn-
um árum. Á ég þar við að vonandi
mun fjárveitingarvaldið styðja enn
frekar við leiklistina í landinu en
þegar er gert og láta þann stuðning
koma fram þar sem vöxtur greinar-
innar er mestur; hjá sjálfstæðu
leikhúsunum og leikhópunum.
Starf leiklistarfólks utan opin-
beru leikhúsanna hefur verið nefnt
ýmsum nöfnum; „frjálsir leikhóp-
ar“, „sjálfstæðir leikhópar", „leik-
hóparnir“ og svo fram eftir götun-
um. Þeir aðilar sem á þessum vett-
vangi starfa hafa með sér samtök
sem kallast „Bandalag sjálfstæðra
atvinnuleikhúsa", skammstafað Ba-
al, og hafa félagar innan banda-
lagsins ýmist kallað starfsvettvang
sinn leikhús eða leikhóp og gjarnan
skeytt þar framan við orðunum
frelsi og sjálfstæði. Menn hefur
greint á hversu réttar eða viðeig-
andi þessar nafngiftir eru. í gegn-
um árin hafa hugtökin frelsi og
sjálfstæði í þessu samhengi oft ekki
þýtt annað en frelsi og sjálfstæði
listamannanna til að steypa sér í
skuldir og fjárhagslega ei’fiðleika.
Þykir mörgum þessi hugtakanotk-
un þá orðin heldur kaldhæðnisleg.
Það breytir ekki hinu að þessi skil-
greining á fullan rétt á sér þar sem
hún á í upphafi auðvitað við um
vinnubrögð og verkefnaval, þ.e.a.s.
frelsi til að ákveða hvað skuli gert
og hvernig skuli unnið. En víkjum
aftur að þeirri þróun sem ég minnt-
ist á hér á undan.
Þegar litið er til síðustu ára má
sjá mjög ákveðinn vöxt
í starfi leikhópanna. Á
árunum 1986 til 1992
voru frumsýningar að
jafnaði um 9 talsins,
flestar árin 1988 og ‘89
eða 11 og fæstar árið
1991 eða 7. Frá árinu
1993 hefur verið mikil
aukning í starfi sjálf-
stæðu leikhúsanna og
hópanna, en það ár
voru 13 frumsýningar á
vegum þeirra, 1994
voru þær 20, 1995 voru
þær 26 og árið 1996
voru þær 32 (saman-
tekt fyrir árið 1997 er
ekki lokið). Hér eru
einnig taldar með þær sýningar
sem hóparnir unnu í samvinnu við
opinberu leikhúsin. Auk þessa fóru
hóparnir í fjölda leikferða bæði inn-
anlands og til útlanda á þessu tima-
bili (hvað varðar þessar leikferðir
mætti skrifa langt mál. Fróðlegt
væri t.d. að athuga hvernig þessar
leikferðir hafa komið tii, hverjir
hafa fjármagnað þær, hverju þær
hafa skilað í listrænu tilliti, hversu
mikilvægt er fyrir hinar dreifðu
byggðir að fá gestasýningar at-
vinnufólks og einnig hversu oft
hóparnir hafa verið formlegir full-
trúar Islands á ferðalögum sínum
erlendis. En þessi pæling bíður
betri tíma).
Eins og sjá má hefur vöxturinn í
starfi leikhópanna verið mikill og
ég held að margir, bæði innan leik-
listargeirans og utan, horfi á þró-
unina furðu lostnir. Því það merki-
lega og ánægjulega er að vegna
þessa aukna starfs Baal hópanna
hefur áhugi almennings á sviðslist-
um og aðsókn að leikhúsum aukist
jafnt og stöðugt (MÁS, skýrsla bls.
17). Samkvæmt yfirliti Hagstof-
unnar sækja 160-170 þúsund gestir
sýningar opinberu leikhúsanna ár-
lega. Með sýningum Baal hópanna
hækkar þessi tala upp í liðlega 250
þúsund á ári á árunum 1994 til
1997. Því virðist sem starf hópanna
hafi náð að svara kalli áhorfenda
um aukið framboð á leiklist eða að
hóparnir hafa beinlínis ræktað
þann áhuga. Ástæða er til að
staldra sérstaklega við þetta atriði,
því á sama tíma og samkeppnin um
frítíma og tómstundir almennings
hefur aldrei verið harðari, eykst
aðsókn að leikhúsum (hér er rétt að
taka fram að með leiksýningum
áhugaleikfélaganna um allt land er
fjöldi leikhúsgesta á Islandi á
fjórða hundrað þúsund (MÁS,
Starf sjálfstæðu leik-
húsanna skiptir veru-
legu og vaxandi máli,
að mati Þórarins Ey-
fjörð, fyrir leiklistarlíf
landsmanna.
skýrsla bls. 17)).
Ég ætla ekki að eyða mörgum
orðum á það flóð afþreyingarefnis
frá útlöndum sem við búum við. En
einu sýnileg viðbrögð almennings
við því flóði eru þau að hann sækir
leikhús af meiri þrótti nú en
nokkru sinni fyrr. Ein helsta
ástæða þessa er sú að í leikhúsinu
hafa áhorfendur tækifæri til að
hlýða á og sjá íslenska listsköpun,
og á sviðinu íslenska leikara leika á
íslensku. Þar á ofan bætist sér-
staða leikhússins og leiklistarinnar;
persónulegt og milliliðalaust sam:
band áhorfenda við leikarann. I
leikhúsinu gefst áhorfandanum
tækifæri til að upplifa þá nautn að
ferðast með leikaranum gegnum
ólgusjó tilfinninga, gegnum _ gleði
og sorg, sigra og erfiðleika. I leik-
húsinu eru gerðar til hans vits-
munalegar kröfur, hann verður að
taka afstöðu og byggja þar á jafn
ólíkum þáttum (stundum) eins og
tilfinningum og skynsemi. Því er
leikhúsið griðastaður þeirra sem
vilja láta hreyfa við sér, vilja láta
brjóta upp vanahugsunina. Vilja
gráta og hlæja. Og hugsa. Og
áhorfendur flykkjast í leikhús. Is-
lenskt leikhús.
Allir sem eitthvað hafa komið ná-
lægt leiklistarstarfí vita að öflugur
Þórarinn
Eyfjörð
opinber stuðningur er forsenda
þess að leiklistin geti þrifist og
dafnað. En hvernig er þeim málum
háttað hvað Baal hópana varðar og
hvernig hafa opinberir aðilar svar-
að þessari þróun sem átt hefur sér
stað?
í fyrsta lagi ber að nefna að fjár-
framlag ríkisvaldsins hefur hægt
og hægt verið gð hækka á undan-
fórnum árum. I kring um 1990 var
leikhópunum úthlutað um 4 millj-
ónum kr. af almennum lið („til
starfsemi atvinnuleikhópa") og AI-
þýðuleikhúsið vai' sérmerktur liður
á fjárlögum, með um 8 milljónir kr.
Samtals voru því á þessum tíma
settar í þennan geira um 12 millj-
ónir kr. Þetta er ekki nákvæm tala,
því til viðbótar veitti ráðherra öðru
hverju styrki utan þessara liða og
þáverandi fjárveitinganefnd einnig.
Aldrei var þó þar um verulegar
upphæðir að ræða. Alþýðuleikhúsið
var síðan tekið af fjárlögum sem
nafngreindur liður og var sá styrk-
ur sem það hafði fengið settur inn á
almenna liðinn. Hann hækkaði og
stóð í 14 milljónum kr. um tíma og
hefur verið 16 milljónir nú um
skeið. í fyrra stóð fjárlaganefnd Al-
þingis fyrir því að bæta við liðinn 2
milljónum kr. og sýndi þar vilja í
verki tO að bæta stöðu frjálsu leik-
hópanna. Framkvæmdastjórn
Leiklistarráðs menntamálaráðu-
neytisins skilar tillögum til ráðu-
neytisins um úthlutun þessa fjár.
Tillögurnar byggjast á umsóknum
frjálsu leikhúsanna og hópanna.
í öðru lagi þá eiga þeir sem
starfa á vettvangi hópanna kost á
að sækja um listamannalaun úr
Listasjóði, en sá sjóður er hluti af
starfslaunum listamanna. Þar er
um að ræða 100 mánaðarlaun ár-
lega (af 300 sem Listasjóður hefur
til úthlutunar), sem dreifist á all-
margar hendur. Þeir listamenn
sem slíkra launa njóta fá rétt um
100 þús. kr. verktakagreiðslur í til-
tekinn mánaðafjölda. Stjórn lista-
mannalauna ákveður hverjir fá
þessi laun og í hve langan tíma, en
framkvæmdastjórn Leiklistarráðs
skilar tillögum tO stjórnar Lista-
sjóðs þar um. Þær tillögur eru
einnig byggðar á umsóknum sjálf-
stæðu leikhúsanna og hópanna fyr-
ir einstaka listamenn sem starfa á
vegum þeirra (aðrir einstakir leik-
húslistamenn geta sótt um lista-
mannalaun til Listasjóðs af þeim
2/3 hlutum sjóðsins sem eftir eru).
Að þessu samanlögðu má sjá að
frá menntamálaráðuneytinu fær
þessi geiri leiklistarinnar 26 millj-
ónir á ári í styrki. Það gerir að
meðaltali 812.500 kr. á sýningu sé
miðað við árið 1996! Síkur meðal-
talsreikningur segir ekki alla sög-
una en hann er fróðlegur eigi að
síður. Menn geta síðan borið þess-
ar tölur saman við þá styrki sem
opinberu leikhúsin njóta og kostn-
að þeirra við hverja uppfærslu.
Ástæða er til að velta fyrir sér
hvers vegna starf leikhópanna hef-
ur ekki verið hærra metið en raun
ber vitni þegar kemur að opinber-
um stuðningi (um kostnað opinberu
leikhúsanna við uppsetningu leik-
verka má lesa gi'ein Hávars Sigur-
jónssonar, Mbl. 1. júlí 1998). Opin-
beru leikhúsin starfa í ákveðnu og
fastmótuðu umhverfi. Þau þurfa að
fara eftir kjarasamningum og þau
verða að greiða fyrir öll sín aðfóng.
Þetta gerir það að verkum að
kostnaður þeirra við hverja leik-
sýningu er raunhæfur, þ.e.a.s. leik-
húsin greiða lágmarkslaun til lista-
manna sinna og borga reikninga
vegna efniskaupa. Raunkostnaður
leikhópanna við hverja uppfærslu
er ekki minni en hjá opinberu leik-
húsunum. En í flestum tilvikum
verða listamennirnir sem að upp-
færslunni koma að gefa hluta eða
jafnvel öll sín laun og síðan er betl-
að og sníkt á öllum öðrum vígstöðv-
um. Með ærinni fyrirhöfn. Vissu-
lega eru þess dæmi að sýningar
sjálfstæðu leikhúsanna og hópanna
hafa staðið undir sér og vel það og
er það hið besta mál.
Gott er að nefna hér hluta af
raunhæfum kostnaði við uppfærslu
leikrita til þess að hægt sé að
glöggva sig á hvað um er að ræða.
Tökum leikhús sem bundið er af
kjarasamningum og ræður til sín
hóp listamanna. Verkefnið sem
vinna á er nýtt íslenskt leikrit ætl-
að fullorðnu fólki og þykir víst að
verkið taki liðlega tvær klukku-
stundir í sýningu. Við verkið á að
semja nýja íslenska tónlist. Ein-
ungis við það eitt að ákveða að taka
slíkt verk til sýninga er viðkomandi
leikhús búið að skuldbinda sig til að
greiða 3-4 milljónir kr. í lágmarks-
laun til listrænna stjórnenda sam-
kvæmt kjarasamningum og eru
þau laun ekki há þegar miðað er við
vinnuframlag og vinnutíma. Þá er
eftir að greiða fyrir allan annan
mannafla sem nauðsynlegur er við
verkefnið og greiða allan annan
kostnað.
Eftir stendur spurningin: Hvers
vegna ætti hið opinbera að styðja
frekar við starf sjálfstæðu leikhús-
anna en nú er gert? I mínum huga,
og ég hygg í huga þeirra sem
sækja sýningar hópanna, er svarið
augljóst. Starf hópanna skiptir orð-
ið veralegu máli í leiklistarlífi
landsins, áhorfendur flykkjast á
sýningar þein'a og í listrænu tilliti
hafa hóparnir mikilvægu hlutverki
að gegna. Þeir hafa gegnum tíðina
verið gróðurhús nýrra viðhorfa, til-
raunastofur og aflvaki ferskra hug-
mynda. Þessir þættir eru ekki ein-
ungis mikilvægir fyrir leiklistina í
sjálfu sér, heldur sýnir það sig að
þetta kunna áhorfendur að meta.
í fyiTnefndri skýrslu ráðuneytis-
ins má sjá að á árunum 1994 til
1997 sóttu 39% leikhúsgesta á ís-
landi sýningar hópanna (MÁS,
skýrsla bls. 20, áhugamannasýn-
ingar ekki taldar með). Þar má
einnig lesa að stuðningur ríkis-
valdsins við hópana nemur um það
bil 4 til 5% af heildarfjárveitingum
ríkis og sveitarfélaga til sviðslista!
Það hljóta allir réttsýnir menn að
sjá að þetta er fjarri öllu lagi. Nú
er það ekki svo að Baal vilji að fjár-
munir verði teknir frá opinbera
leikhúsunum og þeir fluttir til
hópanna. Opinbera leikhúsin eru í
viðvarandi fjárhagsörðugleikum og
era ekki of sæl af því sem þau hafa
úr að spila. Þess utan búa þau við
ákveðna skilgreinda ábyrgð sem
þau verða að standa undir. Baal vill
hinsvegar að viðurkennd verði sú
þróun sem átt hefur sér stað á und-
anförnum árum og leiklistarstarf
utan opinberu leikhúsanna fái þá
sanngjörnu viðurkenningu í fjár-
veitingum sem eðlileg getur talist.
Listamennirnir hafa á afgerandi
hátt lagt lóð sín á vogarskálar þess-
arar þróunar, áhorfendur sömu-
leiðis og nú er bara að vona að fjár-
veitingavaldið taki á ákveðinn hátt
við sér og „búi leiklistinni þroska-
vænleg skilyrði" svo notað sé orða-
lag úr gildandi leiklistarlögum.
Höfundur er leikhúsmaður og
formaður Baal.