Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 47 W- ELISABET JONA SIGURÐARDÓTTIR + Elísabet Jóna Sigurðardóttir fæddist í Viðey 25. október 1910. Húii lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2.9. síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Jónsdótt- ir, f. 13.9. 1888, d. 18.4. 1964, og Sig- urður Þórólfsson verksljóri, f. 20.9. 1883, d. 15.4. 1938. Systkini Elísabetar eru Júlíus, f. 9.7. 1905, d. 9.6. 1972, Jódís, f. 4.6. 1914, d. 30.3. 1998, Sigríður, f. 22.1. 1917, d. 6.5. 1993, Sigurlaug, f. 8.2. 1921, d. 26.3. 1934, Ingibjörg, f. 6.12. 1925, d. 22.3. 1934, Guðný, fædd 1927, lést 3 daga gömul, Cuðný Amma okkar eða eins og við kölluðum hana amma Ella, hefur nú hvatt þennan heim og er farin að hitta afa og alla ástvini sína sem hún hefur horft á eftir í gegn um ár- in. Undanfarin fimm ár voru henni erfið, bæði hvað varðar heilsu og eins ástvinamissi, en einatt bar hún höfuðið hátt og var tilbúin að hugga og styrkja aðra þá er áttu um sárt að binda. Hún hafði einstakt lag á að brúa kynslóðabilið og náði ávallt mjög góðu sambandi við okkur systkinin, því hún sýndi mikinn áhuga á öllu er við tókum okkur fyr- ir hendur hvort sem var í leik eða starfi, vildi fræðast eða veita góð ráð. Alltaf var gaman að segja henni frá árangri okkar þegar skóla lauk á vorin, því hennar hrós var sko hrós. Hún amma EUa skipaði stóran sess í jólahaldinu og fræddi hún okkur um raunverulegt gildi þess að halda jól og verður hennar sárt saknað á hátíð ljóss og friðar komandi ára. Minningin um þig lifír með okkur, kærar þakkir fyrir allt, elsku amma Ella, og við kveðjum þig með bæn- inni sem þér var svo kær. Gegnum Jesú helgasta hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar s\rarta sálu minni hverfur þá. (H. Pétursson.) Páll, Elísabet Inga, Margrét Vala og Þórhildur Dana. Elísabet Sigurðardóttir skilur eft- ir sig ljúfar minningar um ánægju- legt og auðgandi samstarf, þar sem hún var í hlutverki veitandans en ég þiggjandans. Kynni okkar hófust þegar brottfluttir Viðeyingar og af- komendur þeirra stofnuðu átt- hagafélag fyrir nær 30 árum. Hún var í hópi þeirra sem ólust upp í eynni á fyrstu árum útgerðarstöðv- ar Milljónafélagsins í aldarbyrjun; fæddist þar árið 1910 og flutti þaðan 1924 þegar Kárafélagið settist þar að. Ég var hinsvegar í barnahópnum sem flutti frá eyjunni við upphaf síð- ari heimsstyrjaldar, þegar skólayfir- völd á Seltjarnarnesi, sem eyjan heyrði undir, töldu sig ekki geta haldið kennara þar lengur, enda bömin orðin fá. Það voru því all- mörg ár sem skildu okkur að sem eyjarskeggja en eyjan og árin þar voru okkar sameiginlega áhugamál og brátt tókst með okkur einlæg vinátta. Elísabetu var mjög ljúft að rifja upp bemsku- og æskuárin í ejmni og ég komst fljótlega að því að minni hennar var óhætt að treysta. Ég leitaði því oft til hennar þegar ég þurfti á upplýsingum að halda sem hvergi virtust tiltækar og fór oftast fróðari af hennar fundi. Því fóm svo leikar að ég hvatti vinkonu mína til þess að rita endurminningar sínar úr eynni sem hún og gerði. Það var mikill fengur að þessum endurminn- ingum enda mai-gt þar geymt sem ella hefði glatast. Élísabet lét sér ekki nægja að sækja í sjóð minning- anna og treysta algjörlega á eigið Sigurrós, f. 24.11. 1928. Hinn 10. okt. 1936 giftist Elísabet Marteini Markús- syni húsasmíða- meistara og rit- höfundi, f. 2.2. 1908, d. 11.9. 1993. Fóst- urbörn þeirra, Inga Sigurlaug Þor- steinsdóttir, f. 1.11. 1934, hennar maður Júlíus Gíslason sjómaður, f. 3.10. 1938, d. 22.5. 1997, og Marteinn H. Hreinsson, f. 9.8. 1953, giftur Ásgerði Pálsdóttur, f. 20.7. 1955. Útför Elísabetar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. minni, hún vildi hafa allt sem traust- ast og sat því löngum á þjóðskjala- safni og skoðaði ýmis gögn sem málið snertu. Hún var komin tals- vert á áttræðisaldur þegar hún hóf fræðastörfin á safninu, en það háði henni ekki hið minnsta og hún bar sig að eins og hún ætti þar langan feril að baki. Elísabet var kona lítillát og lét hvergi fara mikið fyrir sér. Heiti samantektar hennar var í samræmi við það. Hún nefndi hana því yfir- lætislausa nafni „Ýmislegt frá göml- um dögum í Viðey“. Titillinn var í sjálfu sér réttnefni því það kenndi sannarlega ýmissa grasa í endur- minningunum. Tvívegis hefi ég lesið upp úr þeim á fjölmennum samkom- um og í bæði skiptin vakti hinn meitlaði fróðleikur og kliðmjúki stíll verulega athygli. Vald Elísabetar á íslensku máli var góður vitnisburð- ur um bamakennsluna í Viðey, sem á uppvaxtarárum hennar fór fram í íbúðarhúsunum, því skólahús var ekki byggt þar fyrr en löngu seinna. Elísabet var sannarlega vel að því komin þegar Viðeyingafélagið gerði hana að heiðursfélaga sínum í þakklætisskyni fyrir ómetanlegt framlag til sögu eyjarinnar. Ég kveð Elísabetu Sigurðardótt- ur með þakklæti í huga fyrir árin sem við áttum saman í Viðeyinga- félaginu. Henni tókst ætíð á sinn hógværa hátt að dreifa um sig gleði og ég gekk alltaf glaðari af hennar fundi og þannig vil ég minnast þess- arar mikilhæfu konu; glaður og þakklátur fyrir góð og gjöful kynni. Orlygur Hálfdanarson. Þegar ástvinamissir verður er oft svo margs að minnast að ég veit varla hvar ég á að byrja. Hún nafna mín, Elísabet eldri, lést að morgni 2. sept. síðastliðins, tæpum 5 árum á eftir eiginmanni sínum, Marteini Markússyni. Mér er eiginlega ómögulegt að minnast hennar án þess að minnast hans aðeins líka. Þegar ég var smástelpa og nafna mín og Marteinn komu í heimsókn að Hraunholtum skildi ég ekki í fyrstu af hverju hún kallaði mig alltaf „nöfnu sína“. En svo náði ég því og fljótlega var ég farin að kalla Elísabetu eldri nöfnu mína og gerði það með stolti. Við áttum mikið hvor í annarri út af nafninu. Ég man fyrst eftir að hafa heimsótt nöfnu mína og Martein að Akurhól þá sex ára gömul. Svo í síð- ustu heimsókn minni til hennar núna í sumar gaf hún mér mynd sem var tekin af okkur saman á Ak- urhól, í minni fyrstu heimsókn til hennar (þeirra hjóna). Einu sinni þegar ég var á ferð í Reykjavík kom ég til þeirra nöfnu minnar og Mart- eins á Klapparstíginn, eins og ég reyndi oftast að gera þegar ég fór til höfuðborgarinnar. Ég man sérstak- lega eftir þessari heimsókn fyrir það að þau voru (Marteinn var) búin að kaupa sér nýtt sófasett og það var það fyrsta sem ég rak augun í þegar ég kom inn. Ég hreifst af sófasettinu og óskaði þeim til hamingju með það en fékk þá að heyra að þau hefðu ekki alveg verið sammála um litinn, hún nafna mín hafi ekki fengið neinu ráðið. Enda var það Marteinn sem var ánægður með mig þá. Þó svo að hún nafna mín hafi ekki verið hrifin af sófasettinu í byrjun varð hún hrifnari af því með árunum, alla vega sagði hún svo enda átti hún það til síns síðasta dags. í nóvember 1988 flutti ég fyrst til Reykjavíkur og vildi svo skemmti- lega til að fyrstu 8 mánuðina bjó ég á Veghúsastígnum. Var ég því u.þ.b. mínútu að fara yfir á Klapparstíg- inn, enda voru farnar ófáar ferðim- ar þangað yfir. Svo þegar þau flutt- ust inn að Dalbraut fór ég í Fóstur- skólann og bjó í Álfheimunum hjá Elínu minni. Kom ég því oft við hjá nöfnu minni og Marteini á leið heim úr skólanum. Á þessum ámm var mikið spjallað um allt milli himins og jarðar og ekki má gleyma góðgætinu sem borið var á borð fyr- ir mann, sama hvenær maður kom. Eftir að Marteinn féll frá fórum við nöfnumar meira saman í göngutúra, í leikhús og bíó og þegar ég bjó í Bandaríkjunum var hún einna duglegust að skrifa mér. Þó svo að hún nafna mín hafi orðið al- varlega veik var ótrúlegt hvað hún náði sér alltaf og hvað það var mikill kraftur í henni. Hún var einnig svo minnug og vel með á nótunum fram á síðustu stund. Elsku Inga frænka, Matti og Ása, aðrir ættingjar og vinir, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Elsku nafna mín, með söknuði kveð ég þig í síðasta sinn, um leið vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig sem og okkar ógleym- anlegu samverustundir. Það auðveldar okkur hinum sem eftir emm hversu sátt og tilbúin þú varst að kveðja þennan heim. Megir þú fara í Guðs friði. Elísabet Sigurðardöttir yngi’i. RAGNHILDUR JÓSEFSDÓTTIR RagnhilduuJ- Jósefsdóttir lUEÍ- fæddist í IMið-Samtúni í Glæsibæjarhreppi 5. maí 1929. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafar- vogskirkju 9. september. Elsku Ragna mín. Mig langar að þakka þér fyrir alla þá hlýju sem þú sýndir mér og börnunum mín- um. Þegar við komum í heimsókn nokkrum dögum fyrir andlát þitt óraði mig ekki fyrir að það yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig. Þú ætlaðir að heimsækja okkur helg- ina áður. Reyndi ég að ná í þig, því það var svo ólíkt þér að láta ekki vita ef þú kæmist ekki í heimsókn. En þegar ég kvaddi þig og þakkaði þér fyrir hlýjuna sagði ég þér að okkur þætti vænt um þig. Ég vonaði að þú næðir heilsu, því þú hafðir átt við veikindi að stríða í mörg ár. Aldrei kvartaðir þú, heldur varstu jákvæð og vildir allt fyrir vini og fjölskyldu þína gera. En nú ert þú farin yfir móðuna miklu. Við vitum að þú hefur hlotið góða heimkomu. Rögnu okkar þökkum við sam- fylgdina og allt það góða sem frá henni stafaði. Við biðjum henni blessunar Guðs og sendum samúðarkveðju til barna hennar og vinar, Sveinbjarn- ar Árnasonar, sem reyndist henni vel. Minningin um góða móður og vin mun lifa. Ólöf, Ásdís Magnea og Aldís Ósk. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK JÓN ÁSGEIRSSON JÓHANNSSON, Lindargötu 64, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala að morgni miðviku- dagsins 9. september. Í« Allan Sveinbjörnsson Friðriksson, Kristín Jónsdóttir, Hrafn V. Friðriksson, Guðrún M. Jónsdóttir, Kristján F. G. Friðriksson, Björk Bjarkadóttir, Bjarney J. Friðriksdóttir, Magnús Thejll, Jóhanna B. Bjarnadóttir, Þórður Jóhannesson, Gils Friðriksson, María Sveinsdóttir, Bjarni Á. Friðriksson, Anna Guðný Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, GUÐLAUG BJARNADÓTTIR, Sólvöllum 19, Akureyri, lést að kvöldi þriðjudagsins 8. september á dvalarheimilinu Skjaldarvík. Jarðarförin auglýst síðar. Birna Gunnhildur Friðriksdóttir, Egill Jónsson, Hjördís Jónsdóttir, Jóhann Tryggvason, Hjörtur B. Jónsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ingveldur Br. Jónsdóttir, Þorleifur Ananíasson, Pálína S. Jónsdóttir, Hjálmar Björnsson, Steinn B. Jónsson, Ásdís Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, systkini, tengdafólk og aðrir ástvinir. ir + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, GUÐLAUG BENEDIKTSDÓTTIR, Stóragerði 27, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 9. septembersl., verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 15. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Sigurður Jónsson, Jón Svan Sigurðsson, Fríða Sigurðardóttir, Axel V. Gunnlaugsson, Anna Dóra Axelsdóttir, Andri Freyr Axelsson Aníta Guðlaug Axelsdóttir, Hreinn Benediktsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON útgerðarmaður, Heinabergi 22, Þorlákshöfn, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, miðvikudaginn 9. september. Friðrik Guðmundsson, Gitte Jakobsen, íris Friðriksdóttir, Kristín Friðriksdóttir, Guðmundur Friðriksson, Erna Marlen, Guðmundur Þorkelsson, Lfney Magnea Þorkelsdóttir, Ólöf Þóra Þorkelsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓHANNES ÖGMUNDSSON, lést á vistheimilinu Víðinesi þriðjudaginn 8. september sl. Hrönn Jóhannesdóttir, Baldur Sigurgeirsson, Sólveig Jóhannesdóttir, fvar Steindórsson, Rut María Jóhannesdóttir, Hörður Kristinnsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.