Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTÓFER PÁLL
GUÐNASON
+ Kristófer Páll
Guðnason var
fæddur í Reykjavík
14. apríl 1975.
Hann lést í Reykja-
vík 30. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Helga
Högnadóttir, f.
22.4. 1950, og
Guðni Pálsson, f.
25.6. 1950. Þau
slitu samvistir.
Seinni kona Guðna
er Fjóla Hilmars-
dóttir. Systkini
Kristófers sam-
mæðra eru. 1) Kristinn Vignir
Ólafsson, f. 17.8. 1967, kvæntur
Ellen Elsu og eiga þau eina
dóttur, Kristjönu Huld, f. 1994.
Fyrir átti Kristinn Gunnar
Inga, f. 1986. 2) Anna Bentína
Hermansen, f. 18.9. 1969, í
sambúð með Gretari Hostert
Sofðu unga ástin mín,
- úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.
(Jóhann Siguij.)
Elsku Kisó bróðir. Einhvem veg-
inn er ekkert orð sem getur útskýrt
líðan mína núna, allt virðist svo inn-
antómt og lítilvægt. Þrátt fyrir að
ég mundi nota heilu setningarnar
eða löng og vel skrifuð ljóð, þá duga
þau ekki til.
Orðið söknuður er líka svo innan-
tómt orð því tengsl okkar voru svo
sterk og náin.
Ég næ því ekki heldur að hugsa
um þig í þátíð og skrifa um þig í þá-
tíð, mér finnst það skelfilegt, því
ekki leið sá dagur að þú værir ekki í
huga mínum, og að hugsa um þig í
þátíð vekur upp einmanaleikann
sem við tvö þekktum svo vel.
Ég var systir þín, elskaði þig eins
og barnið mitt og jafnframt vorum
við bestu vinir.
Samband okkar var þ.a.l. svo sér-
stakt og fyrir okkur tvö var það svo
dýrmætt, því við vorum stundum
svo dæmalaust ein en höfðum alltaf
hvort annað, hvort okkar var órjúf-
anlegur hluti hins.
Ég var rúmlega fimm ára þegar
þú komst í heiminn og það var stór
stund fyrir okkur öll, því við biðum
í eftirvæntingu. Þú varst strax upp-
áhald mömmu okkar, sólargeisli
pabba þíns og engillinn minn.
Þú varst eins og lítill engill með
ljósu lokkana og sægrænu augun
og bros _þitt lýsti upp svartasta
myrkur. Eg var mjög ung þegar ég
byrjaði að passa þig, og við hlógum
mikið að því í gegnum tíðina, þegar
ég lét reka barnapíuna af því mér
fannst hún ekki hugsa nógu vel um
þig-
Við vorum nánast alltaf saman og
ég varð fljótt svo háð þér og þú
mér.
Ég gleymi því aldrei þegar þú
Formáli minn-
ingargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka
og böm, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útfór hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
og eiga þau tvö
börn, Róbert Aron,
f. 1991, og Rakel
Sesselju, f. 1992.
Systkini Kristófers
samfeðra eru:
Helga Rut, 27 ára,
Aldís Asa, 13 ára,
Guðný Margrét, níu
ára, og Sigmundur
Árni, þriggja ára.
Kristófer lauk
skyldunámi frá
Réttarholtsskóla og
hóf nám í Fjölbraut
í Breiðholti. Hann
æfði fótbolta með
Víkingi í mörg ár.
Hann starfaði í nokkur ár í
skóbúð Steinars Waage í
Kringlunni. Upp úr því fluttist
hann til Spánar og bjó þar um
nokkurt skeið.
Útför Kristófers fór fram í
kyrrþey.
varst fjögurra ára, þá leyfðirðu mér
að drösla þér í kerru og stinga upp í
þig pela, þótt þú værir löngu vaxinn
upp úr slíku, en þetta var mín leið
til að vernda þig og hugsa um þig
og ég var of ung til að skilja að
þetta væri ekki alveg rétta leiðin.
Kannski var þessi þörf að vernda
þig svo rík í mér af því að þitt ynd-
islega lundarfar kom snemma í ljós,
þú máttir ekkert aumt sjá, þú grést
yfir heiminum og barst hann alltaf
á herðum þínum. Þú sagðir mér oft
að þú skildir ekkert í þessum heimi,
skildir ekki gildismat og forgangs-
röð fólks á hlutunum, skildir ekki
grimmdina og mannvonskuna og
því meira sem þú lærðir og frædd-
ist um þetta viðfangsefni, því minna
skildir þú og því síður vildir þú til-
heyra þessum þankagangi.
Dýptin og greindin sem ein-
kenndi þína persónu var nánast
botnlaus, þú hafðir allt sem flestum
er skammtað en þinn karakter
gerði það að verkum að þú leist á
það sem hégóma að trana þér fram.
Einhvern veginn náðirðu aldrei
fótfestunni sem við hin náum sem
verðum samdauna þjóðfélaginu.
Þú skarst þig alla tíð úr, í hugs-
unum, framkomu og útliti, þess
vegna kölluðum við mamma þig
alltaf fallega engilinn okkar og þú
varst eins og engill, komst inn í líf
okkar sem engill og fórst eins og
englar gera, því þeir tilheyra ekki
heiminum, þess vegna fannstu þig
aldrei hér.
Samt sem áður hélstu alltaf í sak-
leysið þitt og fallegar hugsanir,
þrátt fyrir allan Ijótleikann sem til-
veran kynnti þig fyrir.
Þú umvafðir mig þeirri göfugu
hjartagæsku sem ég hef aðeins
fundið hjá þér, því hún var svo
hrein, svo sönn og svo skilyrðislaus
og hversu langt sem er á milli okk-
ar nú og hversu mjög sem lífið hef-
ur breytt okkur, þá eru tengsl okk-
ar órjúfanleg.
Þú verður alltaf sérstakur hluti
af lífi mínu og munt alltaf eiga sér-
stakan stað í hjarta mínu sem eng-
inn annar hefur fengið aðgang að.
Við áttum saman minningar sem
engir aðrir vita um. Við deildum
áhyggjum sem enginn gat skilið og
geymdum gleðistundir sem leyndan
fjársjóð. Það gerði líf okkar svo ná-
tengt og þess vegna vorum við
hvort öðru ómissandi.
Mesta hræðsla mín er orðin að
veruleika, að ég muni missa þig, en
ég veit þér líður betur, einhver
verndar þig betur en nokkurt
mannlegt hefur getað gert og ekk-
ert meiðir þig framar.
Ég veit að þú fórst sáttur og að
þér líður vel, elsku drengurinn
minn, og þótt við hittumst ekki aft-
ur hér, finnst mér sem allt ævintýri
tilverunnar sé réttlætt með því að
hafa þekkt þig svona vel, fengið
ótakmarkaðan aðgang að hugsun-
um þínum, fengið að ganga með þér
í gegnum þessi 23 ár, halda í hönd-
ina á þér, hugga þig, hlæja með
þér, taka þátt í gleði þinni og sorg, í
sigrum og vonbrigðum, góðum tím-
um og slæmum og fengið að deila
nánast öllu með þér.
Tilvera mín verður ekki söm án
þín en það huggar mig að vita af
þér á stað sem þú vildir tilheyra,
engillinn minn.
Við sem söknum þín eigum botn-
lausan brunn af minningum sem
munu sefa sorgina og gefa okkur
styrk til að halda áfram.
Það er það sem þú hefðir viljað,
því ást þín til okkar var ótakmörk-
uð og án skilyrða, þú þráðir vellíðan
okkur og sjálfum þér til handa. Þú
ert búinn að finna þinn frið og við
munum standa saman til að skilja,
fyrirgefa og sakna.
Elsku mamma. Guð geymi
drenginn okkar og styrki þig á
þessum erfiðu tímum. Kristófer
elskaði þig út af lífinu og þráði að
þú mundir finna fótfestu og vellíð-
an.
Elsku Guðni. Guð gefi þér styrk
til að stríða. Núna líður syni þínum
vel.
Elsku Ami, þú varst eins og
bróðir hans, andlegur síamstvíburi,
enda voruð þið svo líkir. Guð mun
þeira tár þín. Elsku Kristinn, nú
erum við tvö eftir af börnunum
hennar elsku mömmu. Guð gefi
okkur styrk til að sameinast í sorg
okkar og styrkja hana, þú hefur
staðið eins og klettur við hlið henn-
ar á þessum mesta áfallatíma í lífi
hennar.
Allir vinir hans sem stóðu með
elsku bróður mínum, ég verð ykkur
ævinlega þakklát. Kisó var ykkur
svo þakklátur því þið voruð honum
svo mikilvæg.
Munum að Kisó gaf allt sem
hann átti, en hann var þreyttur og
vildi ekki ganga meir, hann skildi
við okkur eins fallega og honum var
unnt og skilaboðin til okkar voru að
virða hann og hans ákvarðanir, að
elska eins og hann þorði að elska,
að vera við sjálf og vernda okkar
persónuleika fyrir áhrifum ann-
arra.
I herberginu fann ég tákn sem
hann hefur oft krotað niður, tákn
sem er mjög táknrænt fyrir hann
og það sem hann vildi segja okkur
sem eftir stöndum. Táknið merkir
samstöðu milli fólks. Það er það
sem hann vildi, að við stæðum öll
saman, hugguðum hvert annað.
Elsku Kisó. Ég sakna þín óbæri-
lega en ég veit að ég græt vegna
þess sem var ein mesta gleði mín.
Mig langar að kveðja þig með lag-
inu okkar, vögguvísunni sem ég
söng alltaf fyrir þig, söng þig í
svefn. Nú sefurðu lengur og sefur
vel.
Takk fyrir allt, elsku bróðir og
sofðu rótt.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
- hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáh við guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn
er orðin hljómlaus utangátta og tóm
hjá undrinu að heyra þennan róm,
hjá undri því að líta htinn fót
í litlum skóm, og vita að heimsins grjót
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,
já vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumamótt.
Ó alheimsþós, ó, mynd sem hverfur skjótt.
(Halldór Laxness.)
Þín systir,
Anna Bentína.
Bærinn er grárri en í gær,
göturnar bara þegja,
blómin með björtu litina
búa sig undir að deyja.
Eg horfi í rökkrið.
Haustið smeygir sér innst
inn í huga minn.
Eins og blómin sakna sólarinnar
sakna ég þín.
(Anna Bentína.)
Elsku Kristófer. Við skiljum
ekki alveg hvað það þýðir að vera
dáinn en mamma er búin að segja
okkur að Guð hafi tekið þig til sín
og að núna líði þér vel.
Þú varst alltaf svo góður og okk-
ur fannst svo gaman að leika við
þig-
Mamma sagði okkur allt um þig,
hvað þú varst góður í fótbolta og
duglegur í skólanum, alveg sama
hvað þú gerðir, þá gerðir þú það
vel.
Hún sagði okkur fyrir löngu frá
brandaranum sem þú sagðir alltaf
aftur og aftur þegar þú varst lítill,
um manninn sem labbaði og labb-
aði þangað til hann labbaði beint
upp í loftið, svo hlóguð þið enda-
laust. Okkur finnst þetta líka svo
fyndið og vinum okkar líka, allir
krakkarnir í hverfinu kunna þenn-
an brandara sem þú bjóst til og við
hlæjum öll endalaust og getum
sagt hann aftur og aftur.
Þú komst oft til okkar og okkur
fannst svo fyndið að mamma rugl-
aðist alltaf á nöfnunum okkar, kall-
aði þig Róbert og mig Kristófer,
hún hefur oft gert það vegna þess
að hún sagðist elska þig svo mikið
og hugsa svo oft um þig.
Við elskum þig líka, Kristófer.
Guð og englarnir verndi þig og
hjálpi ömmu Helgu.
Róbert Aron og
Rakel Sesselja.
Nú eru rúm fjögur ár síðan við
kynntumst og hefur ótalmargt
breyst á þeim tíma. Reyndar svo
mikið, að í minningunni virðist
þetta hafa verið annar heimur og
við aðrar manneskjur. Þú varst
svo fullur af lífsorku og alls kyns
hugsunum sem drógu mig að þér á
svo sterkan hátt að þér mun ég
aldrei gleyma.
Elsku Kisó, fyrir mér verður
fyrsta ástin alltaf sérstök. Takk
fyrir stundirnar sem munu fylgja
mér ávallt.
Sigríður.
Þetta var áhrifaríkur tími, þar
sem sterk bönd mynduðust. Sálir
sem snertu strengi hver annarrar.
Hvað var það sem gerði okkur
svona sérstök hvert í augum ann-
ars? Kannski var það forvitni eða
tilhneiging okkar til að kafa djúpt í
lífið ... kannski of djúpt.
Tilfinningar okkar varðandi
þennan tíma eru mjög blendnar en
eitt af því sem lifir sterkast er tón-
listin og ást Kisó á henni.
Leiðir okkar lágu sín í hverja
áttina, en sérhver endir er upphaf
að einhverju nýju.
I hjörtum okkar vitum við að
þér líður betur og án efa munu sál-
ir okkar mætast aftur.
Við elskum þig á okkar sérstaka
hátt.
Sigríður og Björg.
Ástin mín, elsku Kisó, af hverju?
Af hverju þú? Af hverju skildirðu
ekki hvað þú varst sérstakur? Ég
ætla að reyna að kveðja þig hér, að
votta þér virðingu mína, því ég
fékk símtal áðan og ég missti af
jarðarförinni þinni. Ég var sár og
með trega í hjartanu að geta ekki
verið þarna og vottað þér virðingu
mína í seinasta skipti ... í bili. Svo
ég reyni eins og ég get að gera það
hér. Ég ætla að trúa ... vona, að þú
heyrir í mér.
Gull af manni varstu, gimsteinn
sem skarst þig úr, einn af mestu
áhrifavöldum í mínu lífi og verður
það ávallt, kenndir mér marga
góða og merkilega hluti, margt
sem þú sagðir. Og líka bara að
fylgjast með þér var ómeðvituð
kennsla af þinni hálfu, því þú vissir
ekki hversu mikill og magnaður
maður þú varst. Verst að ég sagði
þér það aldrei, en auðvitað hefði ég
átt að gera það. Ég veit það núna
og segi það hér, elsku Kisó minn.
Það er áfall fyrir svo marga að
þú sért dáinn, ungur strákur. Slá-
andi fjarlægt. Veraldlegir hlutir
minnka ennþá meira, hverfa. Og
maður áttar sig á að maður hefur
gleymt sér í þeim, einmitt það sem
maður hét að gera aldrei. Manstu?
Ég og þú inni í stofu hjá þér í
Hjaltabakkanum, þú einmitt seg-
andi það! Ég við hliðina á þér ung
(yngri) og sagði ekki neitt, en
Kisó, ég skildi þig og var sammála
þér.
Strákur eins og þú dáinn og þá
þarf maður að átta sig á hvað það
er hér í lífinu sem skiptir máli. Við
töluðum ekki reglulega saman
seinustu ár, ég hitti þig stundum,
talaði við þig, oft varstu svo lítill,
ég sá að þér leið ekki vel, ég
reyndi að hjálpa þér, gefa þér ráð,
en þorði ekki að nálgast þig meira
en mér fannst við hæfi. Ef ég samt
hitti þig varstu fastur í hausnum á
mér vikum saman á eftir, ég hugs-
andi hvað ég gæti gert, ég var
alltaf að hugsa til þín og biðja fyrir
þér. Þegar þú varst uppi á Klepps-
vegi var ég alltaf á leiðinni til þín,
þó ekki væri nema bara til að gefa
þér superdós og sígó og láta þig
vita á minn hátt að mér væri ekki
sama, ástin mín. Hverjum gat ver-
ið sama um strák eins og þig? En
ég flækti mig í hausnum á mér og
þorði það ekki, fannst við ekki
lengur þekkjast nóg til að það væri
við hæfi. Vitlausa ég. Ég mun hér
eftir alltaf hlusta á hjartað í mér
og flæki mig ekki aftur í svoleiðis
ef svipaðar aðstæður koma upp,
það er víst seinasta lexían sem þú
hefur kennt mér á þennan ömur-
lega hátt.
Mig dreymdi þig um daginn, þú
varst heilbrigður, brosandi prins
með kórónu, svo ég áttaði mig á
því að það var það sem þú varst,
ókrýndur. Ég kýs að muna þig
þannig. Ég var heima hjá þér,
yngst. Bara Hrefna með Jónsa og
ykkur strákunum, þegjandi, ég
vildi alltaf að þú vissir hversu mik-
ið ég skildi þig. Stundum finnst
mér að þú hafir vitað það, ég var
bara 14-15 ára stelpa sem átti þá
eitthvað alveg ferlega bágt með að
tjá mig. Þetta tímabil var ekki án
mórals þegar t.d. við Jónsi hættum
saman, en aldrei dæmdir þú mig,
komst alltaf vel fram við mig.
Stóðst sannur og sjálfstæður í
þinni sannfæringu. Það er virðing-
arvert. Það er nefnilega miklu auð-
veldara að vera þröngsýnn og
dómharður, en að horfa á hlutina í
hlutlausu ljósi.
Manstu þegar þú labbaðir upp á
fjall á Uxa, komst niður og varst
svo hamingjusamur, áttir upplifun.
Þú settist niður og virkilega talað-
ir við mig, þakka þér fyrir það sem
þú sagðir, ég geymi það og passa í
hjartanu mínu, ávallt.
Eftir að ég frétti af andláti þínu
hef ég stanslaust beðið fyrir þér og
fólkinu í kringum þig. Bænin er
sterk, ég vona að það hjálpi þér að
þú komist heim í ljósið, þú yndis-
legi engillinn minn. Ég vona að þú
finnir Guð í hjartanu þínu, að
minnsta kosti veit ég að þar er nóg
pláss, því þú varst strákur með
stórt hjarta og í hjartanu hans
Kisó á bara að vera kærleikur.
Þakka þér, Guð, fyrir að hafa leyft
mér að hafa átt smá hlutdeild í lífi
Kristófers og þakka þér fyrir,
Kisó, að hafa verið til.
Ég votta ykkur ættingjum mína
dýpstu samúð og ykkur krökkun-
um! þið vitið hver þið eruð, ástirn-
ar mínar. Ég sendi smá ljóð fyrir
þig-
Horfi á þig
viskan í augunum
sagði að þú myndir deyja ungur
en samt
gamall, vitur
því
þín leið var þung
en ekki löng
enn þá sporin þín hér
djúp í sálum okkar
skilmerkileg
eins og þú
þú ert Ijós í þjartanu
minningin
lukt í sálinni
hér í leit okkar, leik okkar
svokölluðu lífi
takk, Kisó, fyrir að hafa verið til.
Kisó við sjáumst.
Þín saknandi,
Hrefna Björt Þórarinsdóttir.