Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 55
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hvers vegna hlaut Jón
Sigurðsson áheyrn?
■Frá Hallgrími Sveinssyni:
„SAGA ykkar er raunar með ólíkind-
um. Hin viðtekna hugmynd um hlut-
verk Jóns Sigurðssonar er goðsögn,
verk hans og sögu sjálfstæðisbarátt-
unnar yfirleitt þarf að rannsaka bet-
ur. Við getum til samanburðar
ímyndað okkur Tasmaníubúa sem
heldur yfir á meginland Asti-alíu og
fer að halda ræður um að Tasmanía
hljóti sjálfstæði. Þessi maður yrði
varla tekinn mjög alvarlega, honum
yrði hugsanlega boðið í kaffi hjá ein-
hverjum embættismanni en flestir
myndu bara brosa út í annað. En
hvers vegna hlaut Jón Sigurðsson
áheyrn? Hvers vegna var hann tek-
inn alvarlega? Hann hafði ekkert
bakland, samt gat hann skapað ís-
lendingum framtíð. Þetta hefur
aldrei verið skýi-t.“
Þennan skemmtilega texta mátti
lesa í mjög athyglisverðu viðtali í
Lesbók Morgunblaðsins hinn 29.
ágúst sl. en þar ræðir Þröstur
Helgason við ísraelskan menningar-
fræðing, Itamar Even-Zohar. Raun-
ar er viðtal þetta í heild með því
merkilegasta sem birst hefur í blað-
inu lengi og er þó af nógu að taka.
Standmynd Jóns Sigurðssonar á
Austurvelli, steypt úr eir, er á góðri
leið með að verða einhvers konar
ímynd Islands, utanlands sem innan.
Mjög oft er Jón hafður í baksýn þeg-
ar talað er við stjórnmálamenn og
aðra frammámenn í sjónvarpsfrétt-
um og varla er tekin sú landkynning-
armynd að hin ágæta stytta Einars
Jónssonar sé ekki einhvers staðar
sjáanleg. En sjaldan er talað um
hina einstæðu sögu á bak við þessa
styttu og má það merkilegt heita.
Einn þáttur þeirrar sögu er spurn-
ingin um það, hvers vegna Danir
tóku Jóni Sigurðssyni eins og raun
bar vitni á sínum tíma, manni með
tvær hendur tómar, en sögu lands
síns eina að vopni. Þær móttökur
voru óþekkt fyrirbrigði hjá öðrum
nýlendu- og herraþjóðum. Þeir út-
veguðu honum vinnu, opnuðu fyrir
honum skjalasöfn sín og gerðu hon-
um í raun allt til hæfis, karlssynin-
um, sem ekki hafði annað bakland en
einstaka hæfileika í genum sínum og
gott veganesti og nýja skó úr heima-
húsum.
Israelski menningarfræðingurinn
hefur á skilmerkilegan hátt bent
okkur Islendingum á að við höfum
verk að vinna. Við þurfum að rifja
upp og skilgreina fyrir okkur sjálf-
um og öðrum þjóðum, í ofbeldisfull-
um heimi, hvers vegna Jón Sigurðs-
son hlaut áheyrn. Við eigum ekki að
láta okkur nægja eirstyttuna, þótt
góð sé.
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Hrafnseyri
Okkur vantar ekki
hræsni heldur siðferði
Frá Vigfúsi Björnssyni:
FYRIR nokkru gaf formaður hags-
munafélags út yfirlýsingu varðandi
hræðilega viðkvæma leyndardóma
er fólgir væru í læknaskýrslum.
Umræddur hagsmunahópur teldi
það heilaga skyldu sína að halda
fast utan um þessa óttalegu leynd-
ardóma og stilla sér upp til varnar
hinum fáfróða lýð sem þar ætti
hagsmuna að gæta. Sjónvarpið átti
viðtal við forgöngumann þessarar
riddarareglu og leyndi sér hvorki
musterissvipurinn né heiðarleikinn.
En það vill nú bara svo til að á
þessu landi býr upplýst þjóð sem er
full fær um að taka ákvarðanir um
sín persónulegu leyndarmál sjálf -
og þegar betur er að gáð þá eru
þessi óttalegu leyndarmál sameign
allra og ekkert til að smjatta á í
kristilega þenkjandi þjóðfélagi,
hvað svo sem þau kunna að kallast á
latínu musterisriddaranna. Þá sak-
ar og ekki heldur að vera þess
minnugur að margt ber á góma yfir
gullnu glasi og að veggirnir hafa
eyru. Það vantar ekki hræsni held-
ur siðferðið. Óhjákvæmilega hlýtur
nýtt endurbætt siðferði að fylgja
nýjum hugmyndaheimi sem byggist
á því að hið gamla er orðið úrelt og
ónýtt en hið nýja er framtíðin.
Gagnagrunnur Kára Stefánssonar
er hið nýja. Ný veröld framfara og
bræðralags öllum heiminum til fyr-
irmyndar og hagsbóta.
VIGFÚS BJÖRNSSON,
Asabyggð 10, Akureyri.
Rymingar-
á golfvörum
golffatna
aðeins í
örf áa daga
Opið
■ laugardag kl.
10-16
^a&ur við hðef.
HREYSTI
Fosshálsi 1 - S. 577-5858
MEÐ LAUGARDAGSBLAÐI
MORGUNBLAÐSINS
I 9. SEPTEMBER OG Á mbl.is
MEÐAL EFNIS:
• íslenskur hugbúnaðariðnaður
Rætt við nokkraframmámenn helstu
fyrirtækja í íslenskum tölvuiðnaði.
• Dulritun
Grein um dulritun m.a. með tilliti til
fyrirhugaðs gagnagrunns íslenskrar
erfðagreiningar.
• ECTS-leikjaráðstefna
Fjallað um ECTS-sýninguna I London,
helstu leikjasýningu Evrópu.
• SET
Sagt frá nýjum öryggisstaðli vegna
viðskipta yfir Netið.
• MIDI-tækni
Sagt frá framförum í tölvutaekni hvað
varðar tónlist.
• ADSL
Ný tækni í gagnaflutningi um símalinur.
• iMac
Macintosh sækir í sig veðrið með
nýrri tölvu.
• Y2K
Fjallað um vandamál tengd árinu 2000.
• Lófatölvur
Bornar saman ólíkar gerðir og gerð
grein fyrir örri þróun á því sviði.
• Diskabrennsla
Geislabrennarar verða almenningseign,
sagt frá tækninni og tækjunum.
• O.fl.
Skilafrestur auglýsingapantana er til
kl. 12 mánudaginn 14. september
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og
þjónustufulltrúar á söludeild auglýsinga í síma 569 I 139.
piprgnttMfibib
AUGLYSINGADEILD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is