Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KVIK-MYNDIR/Háskólabíó og Kringlubíó sýna stríðsmyndina Björgun óbreytts Ryans, Saving Private Ryan, sem er nýjasta
mynd leikstjórans Stevens Spielbergs. Sögusviðið í myndinni er innrás bandamanna í Normandí árið 1944 og með helstu hlut-
verk fara Tom Hanks, Tom Sizemore, Edward Burns, Matt Damon og Ted Danson.
Stríðið með aug-
um Spielbergs
Frumsýning
SEINNI heimsstyrjöldin
setti mark sitt á alla þá
sem lifðu hana af og auk
þess mótaði hún komandi
kynslóðir. Þegar bandamenn
gerðu innrásina í Normandí í
Frakklandi árið 1944 vissu her-
mennirnir sem þátt tóku í henni
ekkert hvað þeir áttu í vændum,
og ekkert hefði getað búið band-
arísku hermennina sem stigu á
land á Omaha-ströndinni undir þá
orrustu sem beið þeirra. Þeir voru
fullir vonar og einbeitni en enginn
þeirra vissi hvort hann myndi lifa
það af að komast upp strandlengj-
una framundan. Þegar kafteinn
John Miller (Tom Hanks) virti fyr-
ir sér ströndina var hann sann-
færður um að erfiðasta verkefni
hans i stríðinu til þessa væri að
koma sér og herflokki sínum fram-
hjá víggirðingunum, en staðreynd-
in var sú að erfiðasta verkefnið var
ennþá framundan. Rétt í þann
mund sem bandamenn voru að ná
fótfestu á ströndinni er Miller
skipað að fara með flokk sinn að
baki vfglínunnar í þeim tilgangi að
finna þar einn mann og koma með
hann til baka. Sá maður er hinn
óbreytti hermaður James Ryan
(Matt Damon), en hann er yngstur
tjögurra bræðra og hafa allir
bræður hans týnt lífinu í stríðinu
með aðeins nokkurra daga milli-
bili. Eftir því sem herflokkur Mill-
ers heldur lengra inn á yfirráða-
svæði óvinanna byrja kafteinn
Miller og menn hans að velta fyrir
sér fyrirskipununum og því hvers
vegna einn maður er þess virði að
tefla lífi átta manna í tvísýnu;
hvers vegna líf hins óbreytta her-
manns sé meira vii’ði en þeirra eig-
in.
Höfundur handritsins að Saving
Private Ryan er Robert Rodat og
eins og Steven Speilberg segir
hann myndina fjalla um sómatil-
9s(ctfurgaGmi
Smiðjuvegi 14, %ppavojji, sími 587 6080
Föstudags- og laugardagskvöld
leika hinir síungu og eldhressu
Lúdó og Stefán
Næturgalinn þar sem stuðið er
finningu og það hvernig ættjarð-
arást tengist ábyrgð manna í garð
fjölskyldu sinnar, nági’anna og
þeirra sem berjast við hlið manns í
hernaði. Rodat fór með upphaflegu
hugmynd sína að sögunni til kvik-
myndaframleiðandans Mark Gor-
don og vann Rodat að þróun hand-
ritsins með Gordon og Gary
Levinsohn félaga hans. Þeir höfðu
áhuga á að fá Tom Hanks í aðal-
hlutverkið og kættust mjög þegar
hann lýsti áhuga sínum, en Hanks
segist ætíð hafa verið heillaður af
seinni heimsstyrjöldinni. Handrit-
ið barst svo til Stevens Spielbergs
sem einnig er áhugasamur um
þetta tímabil í mannkynssögunni.
Hanks og hann eru miklir vinir en
EKKERT hefði getað búið bandarísku hermennina sem stigu á land á
Omaha-ströndinni undir þá orrustu sem beið þeirra.
MATT Damon í hlutverki dbreytts Ryans sem her-
flokkur Millers (Tom Hanks) er sendur til að finna.
þeir höfðu hins vegar aldrei áður
starfað saman við gerð kvikmynd-
ar. I fyrstu voru þeir svolítið ragir
við að vinna saman en ótti þeirra
reyndist vera
með öllu ástæðu-
laus og Spielberg
segist fagna því
ákaflega að þeir
hafi getað unnið
saman að mynd-
inni.
Meðal leikar-
anna í myndinni
eru þeir Ted
Danson, Tom
Sizemore og Ed-
ward Burns sem
sjálfur hefur gert
þrjár kvikmyndir,
en hann hlaut
mikla frægð og
margvísleg verð-
laun fyrir íyrstu
mynd sína, The
Brothers McMul-
len. Annars eru
flestir helstu leik-
ararnir í mynd-
inni ungir menn
sem hafa verið að
skapa sér nafn
sem leikarar eða
kvikmyndagerð-
armenn og þeirra
á meðal er Matt
Damon sem hlaut
Óskarsverðlaun
fyrir handrit sitt
að Good Will
Hunting, auk þess sem hann var
tilnefndur til verðlaunanna fyrir
leik sinn í myndinni. Leikararnir
þurftu að eyða tíu dögum í æfinga-
búðum þar sem þeim var kennd
meðferð skotvopna og bar-
dagatækni af öllu tagi, auk þess
sem þeir lærðu merkjamál og
orðfæri sem bandarískir hermenn
í seinni heimsstyrjöldinni notuðu.
Stór hluti myndarinnar lýsir
innrásinni í Normandí og var hún
sett á ^svið á strandlengju á Ir-
landi. I þetta atriði myndarinnar
voru fengnir 750 aukaleikarar úr
írska hernum og höfðu margir
þeirra unnið með Mel Gibson við
gerð Bravéheart. Spielberg
myndaði innrásaratriðið að miklu
leyti með handmyndavél og fékk
þá áhrif líkt og tökumaður frétta-
mynda sem fylgir herflokki á leið
í stríð. Atriði þetta krafðist gífur-
legs undirbúnings á allan hátt og
Tom Hanks segir að hann hafí
aldrei kynnst öðru eins adrenalín-
flæði og á meðan á tökunni stóð.
„Þetta var ringulreið um leið og
maður steig á sviðið, menn féllu
og sprengjur sprungu allt í kring-
um mann, og það var ekki erfitt
að ímynda sér að þetta blóðbað
væri raunverulegt og af völdum
kúlna, sprengjuvarpa og fall-
byssuskota. Það er skelfing-
arglampi í augum okkar í sumum
atriðanna og hann er raunveru-
legur því við vorum hræddir og
samt vissum við að þetta var allt
saman tilbúningur.“
VINIRNIR Steven Spielberg og
Tom Hanks fara yfir málin við
tökur á Saving Private Ryan.
www.mbl.is