Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 68
JtewáCd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flugumferð til Eyja liggur niðri eftir að lendingarbúnaður bilaði þegar herflugvél lenti með Keikó c—* C-17-FLUGVÉL bandaríska flughersins kemur inn til lendingar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Eins og sjá má hallast vélin mjög til hægri og þegar hún lenti brotnaði lendingarbúnaður hægra megin. Ekki voru til staðar nógu öflug tæki til að færa vélina. Keikó kallaðist á við hnísu við kvína Morgunblaðið/Ásdís HAHYRNINGURINN Keikó var í gær settur í kvína, sem smíðuð hef- ur verið fyrir hann í Klettsvík í Vestmannaeyjum, og rúmum tveim- ur klukkustundum síðar var hann farinn að kallast á við hnísu í víkinni. Ferð Keikós frá Newport í Oregon til Heimaeyjar gekk vonum framar, að sögn þeirra, sem sáu um flutninginn. C- 17-flutningavél bandaríska flughersins lagði af stað með Keikó um klukkan hálf tvö í fyrrinótt, um fjórum klukkustund- um eftir að hann var hífður upp úr laug sinni í Newport, og lenti þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í tíu i gærmorgun. Hvalurinn var kominn í kvína upp úr klukkan tvö síðdegis í gær og ekki var að sjá að honum hefði orðið meint af ferðinni því hann renndi sér úr segldúknum, sem hann hafði verið í á leiðinni, og fór þegar að rannsaka sitt nýja umhverfí. Skömmu síðar borðaði hann og sögðu þjálfarar hans að hann hefði sporð- rennt 20 kg af síld. Mettur fór hann síðan að kanna dýralífið í kringum sig og var tilkynnt á miðjum blaða- mannafundi, sem haldinn var í húsi Kiwanisfélagsins í Vestmannaeyjum, að hann hefði skipst á hljóðum við hnísu í Klettsvík og klöppuðu flestir viðstaddir við þau tíðindi. Margir starfsmenn og aðstand- endur Keikó-stofnunarinnar virtust eiga bágt með að trúa því að lang- þráðu markmiði væri náð. A kvínni féllust menn í faðma þegar hvalnum hafði verið sleppt út í hana og Lanny Cornell, dýralæknir Keikós, sagði að nú hefðu vonir, óskir og draumar ræst og hið endanlega markmið, að sleppa honum út í nátt- úruna, væri innan seilingar. Morgunblaðið/Chris Helgren JEFF Foster þjálfari aðstoðaði Keikó þegar hann kom í laugina og tók fyrsta sundsprettinn. Fjölmenni var við leiðina, sem ek- ið var með Keikó frá flugvellinum að höfninni. Báru krakkar veifur og borða og víða mátti sjá áletrunina Keikó, velkominn heim. Einnig var fjöldi manns við höfn- ina þegar hann var hífður af flutn- ingabíl yfir á prammann, sem var notaður til að sigla með Keikó í ker- inu, sem hann var fluttur í, að kvínni. Nokkurn tíma tók að stilla prammann af við kvína, en vel gekk að hífa hann yfir í hana. Um sex vindstig voru þegar vélin lenti á brautinni, sem liggur frá austri til vesturs. í lendingunni gerðist eina óhappið, sem varð við flutninginn, þegar lendingarbúnaður brotnaði og þeyttist brotið í gegnum hlífina yfir hjólunum undir hægi'i væng vélarinnar. Sama áhöfn flaug vélinni og kom hingað í æfingaflug á vegum banda- ríska flughersins fyrir rúmri viku að viðbættum einum flugmanni, Frederick Ciancolo ofursta, sem sagði að lendingin hefði gengið vel og verið mjúk. Vélin hefði lent í sviptivindum þegar hún var að koma að flugbrautinni, en gert hefði verið ráð fyrir því. Ekki mátti færa vélina, sem nam staðar nánast á mótum flugbraut- anna á vellinum, vegna bilunarinnar og var flugvellinum í Vestmannaeyj- um því lokað fyi’ir öllu flugi í gær, utan hvað tveimur þyrlum sjón- varpsmanna var veitt lendingarieyfi, og var alls óvist með flug í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður Iíklega ekki flogið fyrr en á sunnudag. Whitten Peters, ráðherra flug- hersins, var staddur í Eyjum í gær í tilefni af því að flugherinn flutti Keikó og sagði hann við blaðamenn á flugvellinum skömmu eftir lend- ingu að hún hefði tekist mjög vel og vélin væri stolt flughersins. ■ Keikó í Eyjum/14,16,17, 34, 35 Svæðamót í skák Islending- ar tefldu saman FYRSTA umferð á svæðamóti Norðurlandanna í skák var tefld í gær, en mótið er haldið í Kerteminde í Danmörku. Þátt- takendur á mótinu eru 24, þeirra á meðal fimm íslenskir stórmeistararj Margeir Péturs- son, Helgi Olafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þór- hallsson og Helgi Áss Grétars- son. Mótið er með útsláttarfyrir- komulagi og svo óheppilega vildi til að Islendingar tefldu saman í tveimur einvígjum. Tvær skákir eru tefldar í hverri umferð og var fyrri skákin tefld í gær. Þröstur vann Margeir, Hannes Hlífai- og Helgi Áss gerðu jafntefli og Helgi vann Færeyinginn Jon Rödgaard. Arsfundur NAFO Island vill aukinn rækju- kvóta ÍSLENDINGAR munu að fara fram á aukinn rækjukvóta á Flæmingjagrunni á næsta ári á 20. ársfundi NAFO, Norðvest- ur-Atlantshafsfiskve-iðiráðsins, sem fer fram í Lissabon í Portúgal í næstu viku. Jafnframt munu þeir leggja til að veiðunum verði stjórnað með heildaraflamarki en ekki fjölda sóknardaga. Rækjuveiðar íslensku skip- anna á Flæmingjagrunni hafa gengið mun betur í ár en í fyrra og afli á togtíma hefur tvöfaldast. ■ Afli á togtínia/22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.