Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 68

Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 68
JtewáCd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flugumferð til Eyja liggur niðri eftir að lendingarbúnaður bilaði þegar herflugvél lenti með Keikó c—* C-17-FLUGVÉL bandaríska flughersins kemur inn til lendingar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Eins og sjá má hallast vélin mjög til hægri og þegar hún lenti brotnaði lendingarbúnaður hægra megin. Ekki voru til staðar nógu öflug tæki til að færa vélina. Keikó kallaðist á við hnísu við kvína Morgunblaðið/Ásdís HAHYRNINGURINN Keikó var í gær settur í kvína, sem smíðuð hef- ur verið fyrir hann í Klettsvík í Vestmannaeyjum, og rúmum tveim- ur klukkustundum síðar var hann farinn að kallast á við hnísu í víkinni. Ferð Keikós frá Newport í Oregon til Heimaeyjar gekk vonum framar, að sögn þeirra, sem sáu um flutninginn. C- 17-flutningavél bandaríska flughersins lagði af stað með Keikó um klukkan hálf tvö í fyrrinótt, um fjórum klukkustund- um eftir að hann var hífður upp úr laug sinni í Newport, og lenti þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í tíu i gærmorgun. Hvalurinn var kominn í kvína upp úr klukkan tvö síðdegis í gær og ekki var að sjá að honum hefði orðið meint af ferðinni því hann renndi sér úr segldúknum, sem hann hafði verið í á leiðinni, og fór þegar að rannsaka sitt nýja umhverfí. Skömmu síðar borðaði hann og sögðu þjálfarar hans að hann hefði sporð- rennt 20 kg af síld. Mettur fór hann síðan að kanna dýralífið í kringum sig og var tilkynnt á miðjum blaða- mannafundi, sem haldinn var í húsi Kiwanisfélagsins í Vestmannaeyjum, að hann hefði skipst á hljóðum við hnísu í Klettsvík og klöppuðu flestir viðstaddir við þau tíðindi. Margir starfsmenn og aðstand- endur Keikó-stofnunarinnar virtust eiga bágt með að trúa því að lang- þráðu markmiði væri náð. A kvínni féllust menn í faðma þegar hvalnum hafði verið sleppt út í hana og Lanny Cornell, dýralæknir Keikós, sagði að nú hefðu vonir, óskir og draumar ræst og hið endanlega markmið, að sleppa honum út í nátt- úruna, væri innan seilingar. Morgunblaðið/Chris Helgren JEFF Foster þjálfari aðstoðaði Keikó þegar hann kom í laugina og tók fyrsta sundsprettinn. Fjölmenni var við leiðina, sem ek- ið var með Keikó frá flugvellinum að höfninni. Báru krakkar veifur og borða og víða mátti sjá áletrunina Keikó, velkominn heim. Einnig var fjöldi manns við höfn- ina þegar hann var hífður af flutn- ingabíl yfir á prammann, sem var notaður til að sigla með Keikó í ker- inu, sem hann var fluttur í, að kvínni. Nokkurn tíma tók að stilla prammann af við kvína, en vel gekk að hífa hann yfir í hana. Um sex vindstig voru þegar vélin lenti á brautinni, sem liggur frá austri til vesturs. í lendingunni gerðist eina óhappið, sem varð við flutninginn, þegar lendingarbúnaður brotnaði og þeyttist brotið í gegnum hlífina yfir hjólunum undir hægi'i væng vélarinnar. Sama áhöfn flaug vélinni og kom hingað í æfingaflug á vegum banda- ríska flughersins fyrir rúmri viku að viðbættum einum flugmanni, Frederick Ciancolo ofursta, sem sagði að lendingin hefði gengið vel og verið mjúk. Vélin hefði lent í sviptivindum þegar hún var að koma að flugbrautinni, en gert hefði verið ráð fyrir því. Ekki mátti færa vélina, sem nam staðar nánast á mótum flugbraut- anna á vellinum, vegna bilunarinnar og var flugvellinum í Vestmannaeyj- um því lokað fyi’ir öllu flugi í gær, utan hvað tveimur þyrlum sjón- varpsmanna var veitt lendingarieyfi, og var alls óvist með flug í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður Iíklega ekki flogið fyrr en á sunnudag. Whitten Peters, ráðherra flug- hersins, var staddur í Eyjum í gær í tilefni af því að flugherinn flutti Keikó og sagði hann við blaðamenn á flugvellinum skömmu eftir lend- ingu að hún hefði tekist mjög vel og vélin væri stolt flughersins. ■ Keikó í Eyjum/14,16,17, 34, 35 Svæðamót í skák Islending- ar tefldu saman FYRSTA umferð á svæðamóti Norðurlandanna í skák var tefld í gær, en mótið er haldið í Kerteminde í Danmörku. Þátt- takendur á mótinu eru 24, þeirra á meðal fimm íslenskir stórmeistararj Margeir Péturs- son, Helgi Olafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þór- hallsson og Helgi Áss Grétars- son. Mótið er með útsláttarfyrir- komulagi og svo óheppilega vildi til að Islendingar tefldu saman í tveimur einvígjum. Tvær skákir eru tefldar í hverri umferð og var fyrri skákin tefld í gær. Þröstur vann Margeir, Hannes Hlífai- og Helgi Áss gerðu jafntefli og Helgi vann Færeyinginn Jon Rödgaard. Arsfundur NAFO Island vill aukinn rækju- kvóta ÍSLENDINGAR munu að fara fram á aukinn rækjukvóta á Flæmingjagrunni á næsta ári á 20. ársfundi NAFO, Norðvest- ur-Atlantshafsfiskve-iðiráðsins, sem fer fram í Lissabon í Portúgal í næstu viku. Jafnframt munu þeir leggja til að veiðunum verði stjórnað með heildaraflamarki en ekki fjölda sóknardaga. Rækjuveiðar íslensku skip- anna á Flæmingjagrunni hafa gengið mun betur í ár en í fyrra og afli á togtíma hefur tvöfaldast. ■ Afli á togtínia/22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.