Morgunblaðið - 15.09.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.09.1998, Qupperneq 1
Miðstöð fyrir lagnakerfi SAMVINNA um nýtt kennslu- tæki lagnamanna er nú að takast, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Um er að ræða laguakerfamiðstöð og er hug- myndin að koma henni fyrir í námunda við rannsóknastofn- anirnar á Keldnaholti. /2 ► Gagnleg húsaleigulög LOG um húsaleigu eru mikil- væg leigutökum og seljendum og gerir Sandra Baldvinsdóttir nokkra grein fyrir þeim. Mikil- vægt er aðilum að ganga skrif- lega frá húsaleigu og öðrum at- riðum sem varða samskipti leigusala og leigjanda. /13 ► Ú T T E K T Ný lóð við tíu fjöl- býlishús UMFAN GSMIKLAR lóða- framkvæmdir hafa stað- ið yfír í sumar við tíu íj'ölbýlishús í vesturbænum í Reykjavík. Eigendur húsanna, sem eru við Rekagranda og Seilugranda, tóku höndum saman og ákváðu að endurnýja lóðirnar við húsin og er um að ræða framkvæmd uppá rúm- lega 13 milljónir króna. Þessi kostnaður skiptist nið- ur á 129 íbúðir og er hann því að meðaltali kringum 100 þús- und á hveija ibúð. Hvert húsfé- laganna tíu hefur sinn háttinn á fjármögnun og áttu sum þeirra talsvert í framkvæmda- sjóði en önnur fengu lán eða yfirdráttarheimild til að hægt væri að hefja verkið. Jón Kal- dal byggingafræðingur, sem teiknaði húsin á sfnum tíma, var fenginn til að hanna og undirbúa framkvæmdir og annast daglegt eftirlit með verktaka sem er Hellu- og varmalagnir. Skipuð var framkvæmda- nefnd íbúanna sem var tengiliður við hönnuð og verk- taka og fékk umboð til að skrifa undir verksamning þeg- ar allar áætlanir lágu fyrir. Hana skipuðu þau Berglind Sigurðardóttir, Halldór Borg- þórsson og Árni Vésteinsson og segja þau öll samskipti við hönnuð og verktaka hafa verið með ágætum, verkið gengið vel og allt staðist áætlun. Lóðin er nú skipulögð sem ein heild sem skiptist f tvö torg eða svæði. með leiktækjum og „sælureituin". /16 ► Rúmlega 22% aukning í sementssölu SALA á sementi hefur aukist um- talsvert á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Þannig höfðu fyrstu átta mánuði ársins selst 78.600 tonn en 64.000 tonn á sama tíma í fyrra. Er þetta rúmlega 22% aukn- ing. Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Sementsverksmiðjunnar á Aki-anesi, segir að sementssalan detti að jafnaði nokkuð niður eftir verslunai-mannahelgi, þá standi frí enn sem hæst og hægist á öllum framkvæmdum. Sala á sementi er líka talsvert árstíðabundin, er 6 til 8 þúsund tonn á mánuði yfir vetur- inn en fer í um og yfir 10 þúsund tonn á sumrin. Skýringin á mun meiri sements- sölu nú er að nokkru leyti sú að í ársbyrjun 1997, mánuðina janúar til mars, var erfitt með steypu- vinnu vegna þess hve veturinn var harður og snjóalög mikil. Síðastlið- inn vetur hafi aftur á móti verið mildur og þægilegur og því hafi salan verið allgóð. Hann segir stór- framkvæmdir, t.d. vegna virkjana, skipta minna máli nú en oft áður, meira sé einfaldlega um almennar byggingaframkvæmdir. Á þessu ári er þó umtalsverð sala til Sultar- tangavirkjunar, eða kringum 10 þúsund tonn og búist er við álíka mikilli sölu þangað á næsta ári. Á síðasta ári seldust alls 108 þúsund tonn af sementi og sagði Gylfi áætlanir verksmiðjunnar gera ráð fyrir um 115 til 120 þús- und tonna sölu í ár. Sagði hann allt útlit fyrir að þær myndu standast. Verðlag á sementi hefur verið stöðugt og lítið sem ekkert sement er flutt til landsins en ýmsh- hafa þreifað fyrir sér með það. Sementssala (tonn) júlí 1995 til júlí 1998 120 Vísitala 1990=100 114,1 111,1 1996 i i i i i i i 1997 i i i i i 1998 i i i i i i i JASONDJFMAMJJASONDJFMAMJJASONDJFMAMJJ Heimild: Þjóðhagsstofnun, ágúst 1998 84, Verið velkomin í afgreiðsluna að Ármúla 13A eða hafið samband við ráðgjafa okkar f síma 515 1500. Við höfum opið alla virka daga frá 9.00-16.00 KAUPÞING HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.