Morgunblaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Grundvallarbreyt-
ingar í vændum
Markaðurinn
Um næstu áramót verður ffrundvallar-
breyting á þeim hluta húsnæðislánakerfis-
ins sem nær til félagslegra íbúða, segir
Grétar Jiiníus Guðmundsson rekstrar-
stjóri hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Hann
segir hins vegar enga breytingu fyrirhug-
aða á hinu almenna húsbréfakerfi.
Fátt hefur eins oft tekið breyt-
ingum hér á landi á undanförn-
um árum og áratugum og húsnæð-
islánakerfíð. Einhverjar breyting-
ar hafa verið gerðar á því nánast á
hverju einasta ári, þó lengra hafi
liðið á milli þess sem grundvallar-
breytingar hafi átt sér stað.
Alltaf telja menn að verið sé að
gera breytingar á kerfinu til hags-
bóta fyrir þá sem að því koma. Svo
lengi sem það er markmiðið er allt
gott og blessað. Þessu fylgja þó
ókostir. Tíðar breytingar á eins
veigamiklum þætti í þjóðlífínu og
raun ber vitni geta haft áhrif á
fasteignamarkaðinn og skapað
óvissu meðal almennings. Því er
mikilvægt að standa þannig að
málum að fólk sé sem allra best
upplýst um það sem í vændum er
hverju sinni.
Sumt breytist -
annað ekki
Um næstu áramót verður grund-
vallarbreyting á þeim hluta hús-
næðislánakerfisins sem nær til fé-
lagslegra íbúða. Engin meiri háttar
breyting verður hins vegar á hinu
almenna húsnæðislánakerfi, þ.e.
húsbréfakerfinu. Hætt verður að
úthluta félagslegum íbúðum. Þess í
stað færist félagslega íbúðarkeifið
í raun yfir á hinn almenna húsnæð-
ismarkað hvað varðar nýja kaup-
endur. Núverandi íbúðir í félags-
lega kerfinu verða áfram þar, mis-
lengi eftir því hvenær þær voni
byggðar svo og eftir því hvenær
eigendur þeiira skila þeim inn eða
vilja selja þær.
Þeir sem munu njóta aðstoðar
sveitarfélaga við að eignast íbúðar-
húsnæði eftir næstu áramót verða
kaupendur á almenna markaðnum
eins og aðrir. íbúðarkaupendur á
hinum almenna húsnæðismarkaði
geta fengið húsbréfalán fyrir allt
að 70% af matsverði íbúðai-, ef um
er áð ræða fyrstu íbúð, en annars
allt að 65% af matsverðinu. A
þessu verður ekki breyting um ára-
mótin frá því sem verið hefur. Þeir
sem uppfylla skilyrði um tekjur og
eignir, samkvæmt reglugerð sem
félagsmálaráðherra mun gefa út,
og munu þannig geta átt möguleika
á aðstoð frá sveitarfélögum til
íbúðarkaupa, munu jafnframt geta
fengið viðbótarlán er nemur allt að
20% af matsverði íbúðar, ef um er
að ræða fyrstu íbúð, en annars allt
að 25%. Þetta er háð því að hús-
næðisnefnd viðkomandi sveitarfé-
lags mæli með að íbúðarkaupandi
fái viðbótarlán. Almennt lán og við-
bótarlán getur aldrei orðið hærra
en 90% af matsverði íbúðar.
I núverandi húsnæðislánakerfi
getur sá sem fær úthlutað félags-
legri íbúð hins vegar fengið allt að
100% lán. Það leggst því af. Aðstoð
hins opinbera við þá sem hingað til
hafa átt möguleika á félagslegum
íbúðum færist yfir í það form að
þeir fá viðbótarlán til íbúðarkaupa
á hinum almenna markaði. Að öðra
Skipholt 50b, 2.
Sími 561 9500
Fax 561 9501
FASTEIGNASALA
Opið
virka daga
9.00-18.00
Um helgar:
12:00-14:00
Ásgeir Mognússon, hrl. og
lögg. fosteigno- og skiposoli.
lórus H. Lórusson
sölostjóri.
Þórir Holldórsson
sölumoóur.
Kjorton Hollgeirsson
sölumoður.
Sturlo Pétursson
sölumoður.
Fossvogur!! Óskum eftir einbýlishúsi í
Grundarlandi, Haðalandi, Lálandi og
Bjarmalandi fyrir allt að 22 millj. Uppl.
gefur Sturla.
Fossvogur. Okkur vantar 3ja til 4ja her-
bergja íbúð með góðum svölum eða sér
garði og ekki væri verra að hafa bílskúr
lílka. Upp. Þórir og Sturla.
elnb./raðhús
Neðstaleiti Glæsilegt 245 fm raðhús
með 30 fm innbyggðum bílskúr teiknað
Kjartani Sveinssyni. Fallegt útsýni og
vandaðar innréttingar, parket, flísar og
marmari. 4 rúmgóð svefnherbergi. 1794
Engjasel - skipti möguleg. Fallegt 193
fm hús ásamt bílskýli. 4 svefnh. Nýtt
stórglæsilegt baðherbergi. Parket á gólf-
um og góður suðurgarður. Auk þess er
séríbúð í kjallara með leigumöguleika.
Skipti möguleg á 4-5 herbergja ibúð í
sama hverfi. 1762
Þjóttusel Mjög gott og vel hannað 350
fm hús með séríbúð á jarðhæð og tvöföld-
um bílskúr. Teiknað af Kjartani Sveinssyni.
1700
Logafold - gott raðhús. Nýlega komið
í sölu mjög gott og vel umgengið ca. 200
fm raðhús með innbyggðum bílskúr.
Húsið skiptist m.a. í 5 svefnh., stofu og
borðst. Góðar innr., parket og flísar. Selj-
andi leitar eftir skiptum á stærri eign, nær
miðbænum. V. 14,2m. 1264
I Foldahverfi Mjög fallegt og einkar vel
staðsett einbýlishús við Logafold. Húsið
er ca 234 fm ásamt stórum bilskúr.
Sérsm. innr. Fallegur garður. Góð stað-
setning. Sjón sögu ríkari. 1100
herbergja |
Vantar 4ra herbergja Vegna góðrar
sölu undanfarið vantar okkur nú þegar
góðar 4ra herbergja íbúðir á söluskrá. Við
höfum mikinn fjölda ákv. kaupanda á
skrá. ÖFLUGT STARFSFÓLK FINNUR
KAUPANDANN AÐ ÞINNI IBÚÐ
Rofabær - Laus strax Vorum að fá I
einkasölu mjög fallega og vel innréttaða
4ra herbergja íbúð á jarðhæð. Sérinn-
gangur. Góðar innréttingar og góð tæki.
Flísar og korkur á gólfum. Sjón er sögu
rikari. V. 8,7 m. 1724
Espigerði lyftuhús. Stór "Lúxus” íbúð á
þessum eftirsótta stað. Tvennar svalir,
gegnheilt parket 3. stofur, 2. svefnher-
bergi, 2 baðherbergi. Húsvörður sér um
sameign. 1774
Veghús - bílskúr. Falleg 122 fm íbúð á
2. hæð í litlu fjölbýli, stórar sólríkar svalir.
3 svefnherbergi, stofa og borðstofa.
þvottahús í íbúð. Góður innb. bílskúr. Áhv.
6,5 millj. Ekkert greiðslumat. Verð 9,9
millj. 1109
Aspatfell Björt og falleg 4ra herbergja
ibúð I viðgerðu lyftufjölbýli með suður-
svölum. Húsvörður sér um sameign.
1788
Bólstaðarhlíð 105 fm velstaðsett 4 her-
bergja íbúð. Vestur svalir, þvottahús I
íbúð, fallegt útsýni, parket. 1786
Bústaðavegur 95 fm efri sérhæð ásamt
risi með byggingarrétt. 3 svefnherbergi og
rúmgóð stofa. Áhv. 4,1 milij. V. 8,4 m.
1780
Aðalland Glæsileg 4-5 herbergja 110
fm íbúð á jarðhæð með sérgarði og suð-
urverönd. Vandaðar innréttingar, parket á
gólfum, flísar og marmari á baði. Laus
fljótlega. 1757
Eiðistorg - bílskýli Mjög vönduð og fal-
leg ca. 110 fm Penthouse-íbúð með
frábæru útsýni. Stórar suðursvalir. Parket
og fllsar á gólfum. Vandað bílaskýli. Öll
skipti skoðuð. Verð 10,5 m. 1737
Kjarrhólmi Falleg og vel skipulögð 90
fm 4ra herbergja íb. neðst í Fossvogsdal.
Nýviðgert hús og falleg sameign. Parket
og útsýni. Áhv. 4,2 m. Lyklar á skrifstofu.
Verð 7,1 millj. 1676
ÖC herbergja |
Vantar!! Vegna góðrar sölu undanfariö
vantar okkur nú þegar góðar 3ja herbergja
íbúðir, helst vestan Elliðaáa. Við höfum
míkinn fjölda ákv. kaupanda á skrá.
Grensásvegur 3 herbergja íbúð á 2
hæð í góðu fjölbýli. 2 herbergi og rúmgóð
stofa. Vestursvalir með góðu útsýni. Laus
fljótlega. V.6,1 m. 1805
Stangarholt Falleg og björt 3ja her-
bergja ibúð á jarðhæð með sér suður
garði með hellulagðri verönd. Parket og
fiísar á gólfum, baðherbergi flísalagt hólf í
góif, geymsla inní íbúð. Verð 8 millj. 1807
Kríuhólar - Góð kaup. Ca. 80 fm íbúð
á 4. hæð í viðgerðu lyftuhúsi. Áhv. 3,6
millj. Mögulegt að borga útborgum á 2 ár-
um. Verð 5,8 millj. 1731
Kjarrhólmi Falleg og endurnýjuð íbúð á
annarri hæð I nýviðgerðu fjölbýli. Gott
útsýni og suðursvalir. Áhv. 3,3 m. Verð
6,5 m. 1247
Við seljum og seljum! Nú er hart í ári.
Allar tveggja herbergja íbúðirnar eru að
verða uppurnar og nú vantar okkur nauð-
synlega eignir á skrá strax. Hringdu og við
mætum, það ber árangur.
Hringbraut - mikið áhv. Ca. 66 fm 2ja
herbergja íbúð I kjallara I þríbýlishúsi.
íbúðin snýr út í garð og er með sér inn-
gangi. Nýtt gler og gluggar. Áhv. ca 4
millj. Ekkert greiðslumat. Laus strax.
Verð 5,6 millj. 1797
Mikið áhv. ekkert greiðsiumat 2ja
herbergja 60 fm íbúð á 1. hæð i góðu fjöl-
býli í Hraunbænum. Vestursvalir, parket á
gólfum. Verð 5,3 millj. 1792
Háagerði Falleg ca. 50 fm ósamþykkt
íbúð í kjallara í raðhúsi. Parket og flisar á
gólfu og nýlegar innréttingar. Góður garð-
ur. Laus strax, lyklar á skrifstofu. Verð 3,6
millj. 1806
Laugarnesvegur Mikið endurnýjuð íbúð
á 1. hæð í góðu fjölbýli með stórum vestur
svölum og fallegu útsýni. Parket og flísar
á gólfum, nýleg innr. í eldhúsi. Hús og
sameign hafa verið endurnýjuð. Áhv. 3,3
millj. Verð 5,9 millj. 1804
Hverfisgata Falleg mikið uppgerð
ósamþykkt 2ja herbergja íbúð á jarðhæð
með sérinngangi í þríbýlis húsi sem stend-
ur uppí lóð á góðum stað á Hverisgötunni.
Sér suður sólpallur. Áhv. 2,6 millj. Verð
3,9 millj. 1782
Vesturgata 7 Falleg og vel innréttuð 51
fm 2ja herbergja í þessu vinsæla húsi.
Mikil þjónusta er I húsinu m.a.
heilsugæslustöð, matsala og ýmiskonar
þjónusta. Laus strax. 1789
Flyðrugrandi Falleg 65 fm endaíb. á
jarðh. með sólrikum sérgarði. Parket á
stofu og eldhúsi, flísar á baði. Verð 6,3
millj. 1758
Stangarholt - sérgarður Falleg og vel
skipulögð íbúð á jarðhæð í nýlegu húsi í
góðu hverfi. Flísar á gólfi og sólríkur garð-
ur. Skipti á stærra möguleg. Áhv. 3,3
millj. Verð 6,3 m. 1728
Engjasel - skipti. Falleg 56 fm íbúð á
jarðhæð. Góðar innréttingar, parket og
flisar. Áhv. 3 m. húsb. V. 4,9 m. 1704
Lindargata. Vorum að fá í sölu mjög fal-
lega 60 fm íbúð á góðum stað rétt við
miðbæinn. Mjög gott verð við allra hæfi.
V. 4,4 m. 1056
15% afsláttur af sölulaunum fyrir eldriborgara. 15% afsláttur af sölulaunum fyrir eldriborgara.
leyti verða þeir kaupendur á al-
menna markaðnum eins og aðrir.
Innlausnarverð
félagslegra íbúða
Einhverra hluta vegna hefur
borið á því að fólk hafi misskilið
það sem í vændum er, sem út af
fyrir sig er vel skiljanlegt. Nokkur
fjöldi fólks sem á félagslegar
eignaríbúðir í dag virðist standa í
þeirri trá að grandvallarbreyting
verði á því hvernig eignarhlutur í
íbúðum þeirra verður reiknaður út
eftir næstkomandi áramót. I hinum
nýju lögum um húsnæðismál er
skýrt tekið fram, að um útreikning
á innlausnarverði á félagslegum
íbúðum, sem sveitarfélög leysa til
sín, skuli beita núgildandi lögum á
meðan kaupskylda og forkaups-
réttur þehTa á félagslegu húsnæði
varir. Því er ekki rétt, sem sumir
halda, að það muni almennt gilda,
að fólk í hinu félagslega húsnæðis-
kerfi þurfi ekki að sæta verðlækk-
un við sölu íbúða sinna vegna fyrn-
ingar.
Seljandi félagslegrar íbúðar fær
endurgreitt það fjármagn sem
hann lagði fram við kaup á íbúðinni
og þær afborganir sem hann hefur
greitt af láni Byggingarsjóðs
verkamanna frá því kaupsamning-
ur var gerður auk verðbóta. Hann
fær einnig greiddai’ þær endur-
bætur sem hann hefur gert á íbúð-
inni samkvæmt ákveðnum reglum.
Til frádráttar kemur hins vegar
fyrning, vanræksla á viðhaldi,
lausaskuldir og ógreidd gjöld.
Fyrning er 1% af framreiknuðu
verði íbúðar fyrir hvert ár varðandi
íbúðir sem era byggðar eftir 1980.
Fyrning á félagslegum íbúðum
er í samræmi við það sem gerist á
hinum almenna fasteignamarkaði.
Nokkuð mismunandi skoðanir hafa
reyndar verið á því hvort rétt sé að
reikna með 1% fyrningu. Bent hef-
ur verið á að fyrning á hinum al-
menna markaði í fjölbýlishúsum á
höfuðborgarsvæðinu sé einungis
um 0,5%. Þá ber hins vegar að taka
með í reikninginn að í þeim tilvik-
um hafa endurbætur seljenda á
húsnæðinu verið teknar með, sem
er ekki gert þegar talað er um 1%
fyrninguna í félagslega kerfinu.
Auk þess kemur þarna inn veiga-
mikill þáttur, sem á ekki við um fé-
lagslega kerfið, en það er staðan á
fasteignamarkaðnum á hverjum
tíma. Markaðsaðstæður eru mis-
munandi fi’á einum tíma til annars
og á milli hverfa og landsvæða.
Þessi þáttur getur því bæði gefið
plúsa og mínusa.
Þessi mál eru flókin og viðbúið
að einhver misskilningur komi upp.
Mikilvægt er að þeir, sem hafa hug
á að selja félagslega íbúð, kynni sér
rétt sinn, en geri ekki ráð fyrir því
að þeir komi til með að auðgast um
nokkur hundrað þúsund krónur
eða eitthvað þaðan af meh-a, eins
og einhverjir hafa haldið að muni
gerast. Hvað sem öllum reglum í
þessum efnum líður liggur Ijóst
fyrii’ að eigendur félagslegi’a íbúða,
sem hafa hug á að selja þær, verða
að afla sér upplýsinga um hver
réttur þeirra er. Og varhugavert er
að gera ráð fyrir að grandvallar-
breytingar á fjárhag viðkomandi
eigenda séu í vændum vegna
þeirra grandvallarbreytinga sem
væntanlegar era á félagslega hús-
næðiskerfinu.
Þríhyrnd
dyramotta
ÞAÐ er enginn sem segir að
dyramotta megi ekki vera þrí-
hyrnd, þótt ekki sé það ýkja al-
gengt.