Morgunblaðið - 15.09.1998, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Stakfell
Fasteignasala Sudurlandsbrau! 6
568-7633 if
Lögfræðingur
Þórhildur Sandholt
Sölumaður
Gísli Sigurbjörnsson
Það kemur öllum við hvort lagnakerfi eru
rétt hönnuð, valin rétt efni og verkgæði,
segir Signrður Grétar Guðmundsson og að
það gildi um þá sem í húsum búa og starfa.
Islendingum tekst oft, því miður, að
drepa hinum bestu málum á dreif
með argaþrasi eins og sjá má og
virðist ætla að verða raunin með hið
stórmerka frumvarp á Alþingi um
gagnagrunn, þar sem saman yrði
safnað á einum stað upplýsingum um
heilsufar og móðursýki þjóðarinnar,
en ekki látið nægja að þær liggi í
kompum og hillum út um allan bæ.
Þá tekst sömu þjóð mætavel að
láta hafa sig að ginningarfíflum eins
og sjá má af yfirstandandi Keikófári,
þar sem meirihluti Vestmanneyinga
er farinn á skytterí með eigin tær
sem skotmark.
Því er það meira en ánægjulegt að
á sama tíma komi saman nær allir
hagsmunaaðilar í lagnamálum og
taki um það einróma ákvörðun að
smíða kennslugagn fyrir lagnamenn
sem lengi hefur vantað og enn sem
komið er kallast Lagnakerfamiðstöð.
Einhver kann að segja sem svo að
óþarft sé að fjalla um Lagnakerfa-
miðstöð á opinberum vettvangi,
þetta sé sérhæft tæki fyrir lagna-
menn og komi almenningi ekki við.
En svo er aldeilis ekki.
Lagnir í húsum koma öllum við
sem í húsum búa og í húsum starfa,
þess vegna koma lagnir öllum við.
Ekki síður kemur það öllum við að
lagnakerfi séu rétt hönnuð, í kerfin
valin rétt lagnaefni, hvort sem það er
venjulegt stál, plast, eir eða ryðfrítt
stál, það verður á hverjum stað að
velja rétt efni miðað við aðstæður.
Öllum koma við gæði lagnarinnar og
gæði vinnunnar við að leggja kerfi
og þess vegna kemur öllum við þekk-
ing þeirra sem hanna og leggja,
þekking verkfræðinga, tækniíræð-
inga, pípulagningamanna og blikk-
smiða. Fyrh- þá verður Lagnakerfa-
miðstöðin gerð að veruleika, þar
verður þekldng þeirra aukin, þar
verða efni rannsökuð, svo og lausnir
í lagnamálum.
Hvað er Lagnakerfamiðstöð?
Hún er ekki skóli í eiginlegri
merkingu, heldur geysistór verk-
færakista. Þar verða sett upp lagna-
kerfi með margvíslegum stýringum
þar sem allir þeir lagnamenn sem
fyrr voru taldir geta gert tilraunir og
þjálfað sig í að ná sem bestum ár-
angri í t.d. stillingu hitakerfa. Þar
geta menn viljandi gert mistök til að
læra af því hvað gerist ef það kemur
fyrir í raunveruleikanum.
Þar gæti verið þriggja hæða turn
með margvíslegum frárennsliskerf-
um, öll rör gagnsæ svo hægt sé að
sjá hvað gerist þegar vatnið rennur
úr baðkerinu eða þegar sturtað er úr
klósettinu. Þar gæti verið svæði þar
sem nemar í pípulögnum lærðu að
leggja frárennsliskerfi í grunn eða
að leggja snjóbræðslurör.
Þetta er mjög fátækleg upptalning
af því sem í slíkri kennslustöð kann
að verða því eitt er víst; Lagnakerfa-
miðstöð verður að veruleika.
Þeir hópar sem standa að stofnun
þessa kennslutækis koma víðs vegar
að úr þjóðfélaginu.
I kjarnanum verður vonandi gras-
rótin, iðnaðarmennirnh’, og ganga
þar með í fótspor fyrirrennara sinna
sem byggðu Iðnó fyrir einni öld og
stofnuðu Iðnskólann í Reykjavík í
upphafi aldar. Þegar hugsað er til
þessara stórvirkja ættum við nútíma
iðnaðarmenn kannske ekki að
hreykja okkur hátt af frumkvæði
okkar í menntunarmálum, en vinna
því betur að þeim í framtíðinni.
Háskólarnir og Tækniskólinn, allir
verkmenntaskólar og iðnskólar,
Rannsóknastofnun byggingariðnað-
arins, Iðntæknistofnun, Samband ísl.
sveitarfélaga eru meðal stofnaðila og
Rannsóknarráð og menntamálaráðu-
neytið hafa heitið stuðningi.
Lagnakerfamiðstöðin verður ekk-
ert bákn í rekstri, þar mun starfa
einn umsjónarmaður og einhver sér
um ræstinguna. Þeir skólar sem
nýta aðstöðuna senda eigin kennara
með nemendum sínum, rannsóknai’-
stofnanir senda rannsóknarmenn
sína á vettvang.
Lagnakerfamiðstöðin verður í
raun steindauð verkfærakista, hún
vaknar til lífsins þegar gesti ber að
LAGNAHEIMURINN er stór og allir sem þar starfa þurfa að auka
þekkingu sína.
garði, þeir fara síðan á braut með þá
þekkingu sem þeir afla þar og koma
henni á framfæri til allra þeirra sem
á henni þurfa að halda.
Hvar og hvernig?
Kjarninn í þessu víðtæka sam-
starfi felur í sér mikla hagræðingu,
það tryggir að aðeins ein sh'k
kennslustöð verður byggð hér á
landi og henni verður valinn staður á
Keldnaholti í Reykjavík í námunda
við rannsóknastofnanir sem þar eru.
Með því er tryggt að stofnanir og
skólar fara ekki hver fyrir sig að
reyna að koma sér upp kennslutækj-
um, vélum og verkfærum til sömu
kennslu, þannig yrði kröftunum
dreift og allt yrði í skötulíki.
Strax hefur komið fram sú spurn-
ing hvort þetta eigi að vera sjálfstæð
eining, hversvegna hún verði ekki
sett upp í skotinu hjá Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins eða þá
hjá Iðntæknistofnun.
Þessu er auðvelt að svara, sú
breiða samstaða skóla, hagsmunaað-
ila og stofnana sem nauðsynlegt er
að standi hér að baki, er einungis
möguleg ef allir virða rétt annarra,
til þess að þetta takist er höfuðatriði
að enginn reyni að drottna yfir þess-
ari kennslumiðstöð. Ef hún hefði
verið sett í og undir stjóm einhvers
skóla eða stofnunar hefði þróunin
efalaust orðið sú að sá sem fékk
Lagnakerfamiðstöðina í skotið hjá
sér hefði einokað hana og þá er
hætta á að aðrir hefðu dregið sig út
úr samstarfinu.
En málið er ekki enn endanlega í
höfn, lokahnykkurinn er eftir og ekki
er ástæða til að ætla annað en að
hann takist vel.
Til að svo verði þarf þó tvennt að
vera tryggt; enginn má seilast til
meiri áhrifa en annar í þessum stóra
og mislita hópi sem að stofnuninni
stendur og enginn má draga lappirn-
ar í hálfvelgju, það er miklu ánægju-
legra að taka þátt í getnaðinum en
að sitja sem fúl yfirsetukona á rúm-
stokknum við fæðinguna.
Ef það gerist ekki erum við að
stíga spor í iðnsögu Islands sem líkja
má við það glæsilega framtak iðnað-
armanna í lok síðustu aldai’ er
byggðu Iðnó og í byrjun þessarar
aldar við stofnun Iðnskólans í
Reykjavík.
FYRIR ELDRI BORGARA
EFSTALEITI (BREIÐABLIK)
Til sölu og laus nú þegar 128 fm glæsi-
leg íbúð á 2. hæð í Breiðabliki. íbúðin er
með stórum vestursvölum, parketi, nýj-
um innréttingum og tækjum. Stakfell
sýnir eignina.
EINBYLISHUS
HEGRANES Giæsiiegt einbýlis-
hús á einni hæö 217,3 fm ásamt
tvöföldum bílskúr 41,5 fm. Húsið er
mjög vel staðsett á sunnanverðu nes-
inu og allt í toppstandi. Stór og fallegur
garður. Áhvílandi húsbréfalán 5,0 millj.
NJÁLSGATA Lltið steypt einbýlis-
hús á tveimur haeðum 88,9 fm með
möguleika á stækkun í rísi. Laust strax.
Verð 6,5 millj.
SEFGARÐAR - SEL-
TJARNARNESI Sérlega
vandað og vel um gengið 212,4 fm
einbýlishús á einni hæð með rúmgóð-
um innbyggðum bílskúr. Skiptist í stóra
stofu, 3 góð svefnherbergi, stórt eld-
hús, sjónvarpshol, þvottaherbergi,
baðherbergi og gestasnyrtingu. Húsið
stendur á fallegri, gróðurríkri og vel
skipulagðri lóð. Hitl í stóttum. Friðsæll
staður.
HÆÐIR
ENGIHLÍÐ Efri hæð og ris, 164 fm.
Sérinngangur. Á hæðinni er góð stofa, tvö
herbergi, rúmgóð miðja. I risi er stofa, tvö
herbergi, annað nýtt sem eldhús. Laus.
Verð 11,9 millj.
MIKLABRAUT Mjög góð efri sér-
hæð 103,3 fm 2 samliggjandi stofur, tvö
herbergi, eldhús og bað ásamt herbergi
og þvottahúsi f risi. Mjög vel um gengin
eign. Laus strax.
4RA-5 HERBERGJA
BREIÐAVÍK Gullfalleg 4ra herbergja
íbúð á 3. hæð, 94,8 fm. Sérinngangur.
Fallegar innréttingar. Fullbúin án gólfefna.
Tilbúin til afhendingar. Verð 8,7 millj.
HÁALEITISBRAUT góö 5 her-
bergja endaíbúð 131 fm á 1. hæð. Stórar
suðursvalir. Parket. Vel staðsett eign.
Verð 9,8 millj.
HRAUNBÆR 4ra herbergja ibúð á
2. hæð ( fjölb. 100,8 fm. Suðursvalir.
Sérþvottahús. Möguleg skipti á minni
íbúð.
KRÍUHÓLAR Gullfalleg 4ra herbergja
(búð á 7. hæð ( lyftuhúsi. Nýlegt eldhús
með viðarinnróttingu og graníti á borðum.
Marmari á baði. Allt gler nýlegt. Glæsilegt
útsýni. Bdskúr fylgir. Verð 8,8 millj.
3 HERBERGJA
ENGIHLIÐ Góð 3ja herbergja íbúð,
85 fm í kjallara. FKsar á fremri forstofu og
eldhúsi. Parket á gangi, stofu og barna-
herbergi. Rúmgott eldhús, góð stofa, 2
svefnherbergi og bað með sturtu.
EIÐISTORG Gullfalleg íbúð á tveim-
ur hæðum 106 fm. Á neðri hæð er m.a.
glæsileg stofa með suöursvölum og fal-
legt eldhús. Á efri hæð eru tvö góð svefn-
herbergi og fallegt fiísalagt bað. Parket á
gólfum. Góð lán.
GLAÐHEIMAR Faiieg og góð 3ja
herbergja íbúð á jarðhæð 78,6 fm í mjög
góðu þríbýlishúsi. Sérinngangur. Fallegur
garður. Góð eign og vel staðsett. Laus
strax.
BERJARIMI - NÝJAR ÍBÚÐ-
IR Nýjar 2ja og 3ja herbergja íbúðir allar
með sérinngangi og bílskýli. Til afhend-
ingar fljótlega, fullbúnar án gólfefna.
NÝBÝLAVEGUR + BÍLSKÚR
Mjög góð 3ja herb. íbúð um 90 fm á efri
hæð í fjórbýli. Ibúðin er öll mikiö endur-
nýjuð. Sérþvottahús. gott útsýni. Nýleg
sameign. Góður bílskúr. Malbikað
bflastæði. Verð 8,5 mlllj.
SELVOGSGRUNN 3ja herbergja
Ibúð á jarðhæð með sérinngangi 78,2 fm.
Ibúðin er stofa/borðstofa, tvö herbergi,
forstofa og gangur.
HRÍSRIMI Nýleg fullbúin 3ja her-
bergja íbúð 104 fm á fyrstu hæð. Laus
strax. Húsbréfalán 4,0 mlllj.
LAUFBREKKA - KÓP Góð 3ja
herbergja íbúð 76,6 fm með sérinngangi
og sérbílastæði. Nýlegt eldhús, nýlegt gler
og gluggar. Suðuríbúð. Verð 6.8 millj.
2 HERBERGJA
FLYÐRUGRANDI Gullfalleg 2-3ja
herbergja (búð 65,1 fm með sérverönd.
Parket á gólfum. Góðar innréttingar. Verð
6.5mlllj.
HRAUNBÆR Góð 2ja herbergja
íbúð á 1. hæð 57 fm. Ibúðin snýr öll f suð-
ur með góðum suðursvölum. Áhvíl. 2,9
millj. Byggsj.rfk. og húsbr. Verð 5,3 millj.
VANTAR EIGNIR A SKRA
Vegna mikillar eftirspumar undanfariö vantar okkur allar gerðir eigna á skrá.
Fasteignasölur
í blaðinu
í dag
Agnar Gústafsson bls. 3
Ás bls. 3
Ásbyrgi bls. 3
Berg bls. 10
Bifröst bls. 21
Borgir bls. 27
Brynjólfur Jónsson bls. 11
Eignamiðlun bls. 15
Eignanaust bls. 30
Eignaval bls. 9
Fasteignamarkaður bls. 12
Fasteignamiðlunin bls. 11
Fasteignasala íslands bls. 22
Fasteignasala Mosfellsb. bls. 14
Fjárfesting bls. 14
Fold bls. 5
Frón bls. 10
Garður bls. 19
Gimli bls. 20
Hátún bls. 6
Hóll bls. 18-19
Hóll Hafnarfirði bls. 23
Hraunhamar bls. 4
Húsakaup bls. 8
Húsvangur bls. 28
Höfði bls. 25
Kjöreign bls. 24
Lundur bls. 26
Miðborg bls. 17
Óðal bls. 22
Skeifan bls. 13
Stakfell bls. 2
Valhöll bls. 7
Lagnafréttir
Hjá SPR0N færð þú
alhliða fjármálaráðgjöf
og víðtæka þjónustu.
Þjónustufulltrúar veita þér
allar nánari upplýsingar
og svara lánsumsóknum
ÁRA
'tíí www.spron.is
♦
♦
Víðtæk samvinna um nýtt
kennslutæki lagnamanna