Morgunblaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 16
16 C ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli HITANN og' þungann af framkvæmdunura við Rekagranda og Seilugranda bera hönnuður, framkvæmdanefnd og verktakinn. Lengst til vinstri er Jón Kaldal, fremst á myndinni er Ellert Jónsson verktaki og aftan við hann framkvæmdanefndarmennirnir Halldór Borgþórsson (t.v.) og Arni Vésteinsson. Fjarstödd var Berglind Sigurðardóttir. Á malbikuðu svæðunum verður komið fyrir leiktækjum og malbik- ið er gert örlítið ljósara með því að strá í það hvítu graníti. Frágangur á leiktækjum og annar búnaður verður samkvæmt því sem krafist er þegar leiksvæði barna eru ann- ars vegar. „Þetta er gert sam- kvæmt nýjum öryggisstöðlum en það eru alltaf að flæða yfir okkur alls kyns nýjar reglur og staðlar sem berast okkur frá útlöndum og stundum er það algjörlega háð til- viljunum hvernig við komumst á snoðir um ýmsar þessara reglna," skýtur Jón hér inn í. Ein helsta breytingin snýr að sjálfum inngöngum húsanna: „Við ákváðum að brjóta niður tröppur við inngangana og búa fremur til skábrautir til að auðvelda umgang og gera hann meira aðlaðandi. Ská- brautirnar eru til hhðar en beint fram af anddyrunum eru nokkur þrep niður á lóðina sjálfa umlukt sjávargrjóti. Skábrautirnar eru með snjóbræðslukerfi enda má segja að það sé orðið nánast regla í dag í nýjum stéttum og þar sem menn eru að endurnýja,“ segir Jón og nefnir að slíkt kosti ekki ýkja mikið. „Þarna eru menn að nýta yl- volgt afgangsvatnið sem annars rynni ónotað út úr húsunum. I verstu frostaköflunum er það hins vegar tæpast nógu heitt og þess vegna er á þessu kerfi sjálfvirkur búnaður sem skerpir svolítið á hit- anum þegar kaldast er úti. Það eykur hins vegar ekki rekstrar- kostnaðinn svo neinu nemi.“ Grófu burt gömlu lóðina og hönnuðu nýja EIGENDUR 129 íbúða í tíu fjöl- býlishúsum á Grandasvæðinu í Reykjavík, nánar tiltekið við Reka- granda og Seilugranda, sameinuð- ust í sumar um gagngerar endur- bætur á lóð við húsin sem brýnt var orðið að ráðast í. Er það raunar búið að vera alllengi í bígerð og áð- ur hafa verið gerðar tilraunir til að ráðast í verkið en ekki orðið úr fyrr en í sumar. Er það nú á lokastigi og lóðin hefur tekið stakkaskiptum. Svæðið er næstum því eins og lítið þorp því íbúafjöldinn í þessum lið- lega 120 íbúðum er kringum 300 manns. Undirbúning með verkinu hafði sérstök lóðanefnd með höndum en hún er tíu manna og skipuð fulltrú- um stjórna allra húsfélaganna. Kaus hún sér þriggja manna fram- kvæmdastjórn sem annaðist yfir- stjórn verksins. Þá starfaði sérstök nefnd sem tók saman upplýsingar um leiktæki og önnur hafði gróður- málefnin á sinni könnu. Hönnuður er Jón Kaldal byggingafræðingur. Lóðin sem um er að ræða er sameiginleg með húsunum öllum, þ.e. við Seilugi-anda 1, 3, 5, 7 og 9 og Rekagranda 2, 4, 6, 8 og 10 en þessi fjölbýlishús voru reist af Byggung fyrir rúmum áratug. Jón Kaldal teiknaði húsin og var því eðlilegt að framkvæmdanefndin leitaði til hans um verkið og segist hann í raun hafa verið að ljúka því sem til stóð því ýmsum atriðum í lóðafrágangi hefði í raun aldrei verið lokið. Vikulegir fundir Áður en verkið hófst hafði fram- kvæmdanefnd íbúanna hist allt frá því í apríl á síðasta ári, þegar málið var að komast í gang, oft á vikuleg- um fundum og hefur nefndin í raun sinnt daglegri umsjón með verkinu í samvinnu við Jón. Framkvæmda- nefndina skipa þau Arni Vésteins- son, Berglind Sigurðardóttir og Halldór Borgþórsson. „Þetta hefur verið heilmikil vinna hjá okkur en við erum mjög ánægð með hversu góð samstaða hefur tekist með öllum íbúum því það var strax samþykkt í öllum húsfélagastjórnunum að fara í þessar framkvæmdir. Menn voru íbúar í litlu þorpi í vesturbæ Reykjavíkur, um 300 íbúar í tíu f]ölbýlishúsum, tóku sig saman síðastliðinn vetur og ákváðu að end- urnýja stóra sameiginlega lóð sína. Jóhannes Tómasson kynnti sér verkið hjá þeim sem nú er aðkomast á lokastig. MESTA breytingin var gerð við innganga húsanna. Tröppur við liúsin voru fjarlægðar og settar skábrautir í þeirra stað en nýjar tröppur liggja fram að Ióðinni sjálfri umluktar sjávargijóti. SKIPTA þurfti um jarðveg í allri lóðinni og þegar farið var að grafa komu í ljós sökklar undan gömlum skemmum Hafskips sem mokað hafði verið yfir á sínum tíma. Tafði þetta verkið nokkuð en samt sem áður tekst að ljúka því á réttum tíma. sammála um að taka þyrfti til hendinni á lóðinni hér og sam- þykktu snemma á síðasta vori að hefjast handa,“ segja þeir Árni og Halldór. Framkvæmdir voru sam- þykktar á fundum í öllum húsfélög- unum og stjórn lóðanefndar var veitt umboð til að ganga frá öllum samningum við verktaka og slíkt. Þeir sögðu að góð samstaða hefði verið með íbúum allan tímann og ekki væri annað að heyra en flest- um litist vel á verkið. En hvernig er verkið fjármagnað? „Það er í raun hver og einn stigagangur sem ákveður fyrir sig hvaða hátt hann hefur á því,“ segir Árni. „Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 13 milljónir sem þýðir að meðaltali kringum 100 þúsund krónur á íbúð, þær minnstu greiða kringum 80 þúsund og þær stærstu um 130 þúsund. Húsfélagið hjá mér átti til dæmis talsverða upp- hæð í framkvæmdasjóði. Önnur húsfélög áttu minna eða fjármögn- uðu sinn hlut í framkvæmdunum með láni eða yfirdráttarheimild í viðskiptabanka sínum. Við fengum útibú SPRON á Seltjarnarnesi til að sjá um greiðsluþjónustu vegna lóðaframkvæmdanna. Húsfélögin greiddu inn á reikning í SPRON sem sá síðan um að greiða reikn- inga eftir því sem þeir bárust." Eftir athuganir, vangaveltur og margs konar gagnaöflun fóru hug- myndir um verkið að mótast og var seint á síðasta ári haft sam- band við Jón Kaldal sem teiknaði húsin og hann var fenginn til liðs við íbúa. Sameiginleg lóð tíu fjölbýlishúsa „Lóðin er sameiginlegt svæði allra fjölbýlishúsanna tíu og er henni nú skipt upp í tvö torg með nokkuð stóru malbikuðu svæði í miðju en umhverfís eru gangstígar, grasreitir og þrír sérstakir blettir sem við köllum sælureiti. Þar eru bæði grasflatir og hellulagðar stéttir sem verða umluktar trjá- gróðri og má ætla að þar geti menn helst unað sér við grill og sólböð,“ segir Jón Kaldal þegar hann er beðinn að lýsa lóðinni með nokkrum orðum. Skemmtileg tilbreyting Stéttirnar á lóðinni eru lagðar svonefndum kastalasteinum frá BM Vallá en gangstígarnh- malbik- aðir. En hvenær hóf Jón að undir- búa verkið? „Húseigendur höfðu samband við mig skömmu fyrir síðustu ára- mót og fljótlega upp úr því hóf ég að leggja niður fyrir mér tillögur sem framkvæmdanefndin skoðaði og bar undir aðra íbúa og þannig þokaðist málið áfram í nokkrum skrefum. Auk þess að hanna gerði ég kostnaðaráætlun og ýmsar verðkannanir og síðan fengum við nokkra verktaka til að gera sínar áætlanir og völdum einn úr þeirra hópi, Hellu- og varmalagnir. Við sömdum við þá um allt verkið nema hvað ég sá um hæðarmæling- ar og síðan um allt eftirlit." Af öðrum sem koma við sögu má nefna Verkfræðistofu Þráins og Benedikts ehf. en hún sá um allar lagnateikningar. Jón Kaldal sá einnig um að teikna fjölbýlishús Byggung við Austurströnd og í Víkurási og Vallarási í Seláshverfi og hefur í tengslum við þau hús einnig hann- að lóðirnar. „En þetta verkefni er skemmtileg tilbreyting og þarna sé ég líka um daglegt eftirht og sam- skipti við verktakann og þetta hef- ur verið sérlega ánægjulegur tími í alla staði,“ segir Jón. Glannaleg hugmynd „Sumum fannst kannski dálítið glannaleg hugmynd hjá Jóni að henda tröppunum við húsin alveg í burt en þegar við sjáum útkomuna er augljóst að ekki hefði verið hægt að hafa þetta^ öðruvísi," segja þeir Halldór og Árni. Þeir segja líka fljótlega hafa orðið ljóst að þetta yrði framkvæmd upp á 10 til 15 milljónir króna og menn hafi sætt sig við það. „Enda erum við hér nánast að henda gömlu lóðinni, grafa hana burtu með öllu tilheyr- andi og fá nýja lóð með frísklegu og skemmtilegu yfirbragði." Á malbikuðum flötunum vérður komið fyrir sérstökum áttstrend- ingum og settir í þá grenitré og rafmagn lagt að þeim. Með þessu verður hægt að koma fyrir jólaljós- um þegar þar að kemur og segir Halldór þetta enn eitt tækifærið til að hafa uppákomur á lóðinni: „Við getum haft okkar eigin litlujól hérna og ég er alveg sannfærður um að þessi endurnýjun á eftir að laða fram alls konar skemmtilegar hugmyndh- og tiltæki." Þeir Árni og Halldór voru sam- mála um að verktakinn, Hellu- og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.