Morgunblaðið - 01.11.1998, Side 10

Morgunblaðið - 01.11.1998, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ vera úti mest allt arið á þess svæði,“ segir Sigurður. „Ég hef alltaf gefið hluta af þeim við opið hús yfir vetur- inn. En ég stunda ekki vetrarrúning. Það er líka mikið af fé inni á grindum." A nokkrum stöðum hefur Sigurður skapað skjól íyrir féð. Hann segh- að skjólið sé mikilvægt, geri óveður, ann- ars hrekist féð eitthvert út í buskann. Fjárhellirinn „Það komu hingað húnvetnskir bændur og ég sagðist geta fullyrt að þeir ættu ekki fjárhús með þykkara þaki en ég ætti,“ sagði Sigurður. í svo- nefndum Björgum niður við Þingvalla- vatn er hellisskúti, Fjárhellir, sem verið hefur skjól fyi-ir fé um aldaraðir. Sigurður notaði hellinn fyrir fé allt til 1963 og hafði þar 120 kindur. Við fór: um með Sigurði að skoða hellinn. I austurhlutanum var reft yfir hellis- munnann og útbúin hlaða sem rúmaði 60 hestburði af heyi. Hlaðnir eru garð- ar með veggjunum þar sem fénu var gefið. „Það var á stríðsárunum, um það bil sem tilræðið var gert við Hitler, að tveir menn settust hérna inn til að fá sér kaffi,“ segir Sigurður. „Þegar þeir komu daginn eftir hafði hrunið stykki úr loftinu þar sem þeir áður sátu.“ Enn má greinOega sjá sárið eftir hell- una sem hrundi niður, og hún var ekki lítil. Sigurður segir að þegar flugan kom á vorin var hafi hellirinn fyllst af fé sem leitaði þar skjóls, en mýið fer aldrei þar sem skugga ber á. Flugan ólátaðist í hellismunnanum, en féð var óhult inni. Sótast út í sauðfé En hvað skyldi Sigurði finnast um neikvæð viðhorf til kindarinnar? „Það var nú farið að sótast út í sauð- kindina þegar ég kom hingað. Ég er nú ekki alveg á því hvenær þetta of- stæki hófst. Hákon (Bjarnason fv. skógræktarstjóri) flutti erindið Abúð og örtröð, að ég held árið 1943. Svo sagði Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur að allt hafi farið hér á annan endann í gróðurfari þegar land byggð- ist. Þar er sauðkindin talin sökudólg- urinn, en nautgiipir voru líklega miklu snarari þáttur í búskap landnáms- manna. Fram á öldina sem leið var lífsnauðsynlegt að hafa ákveðið af nautgripum til að eiga eitthvað á fæt- urna. Naut úr Grafningi, Ölfusi og af Seltjarnarnesi voru til dæmis rekin á Mosfellsheiði fram til 1875, eða þar um bil, og höfð á völlunum við Kolvið- arhól. Mér er sagt að þau hafi flest verið úr Viðey. Það þótti slæmt að hafa þau í byggð og því voru þau sett hér vestan við Hengilinn." Sigurður segir að jarðvegseyðing á hans svæði sé fyrst og fremst vatns- rofi að kenna, en ekki kindum, enda mikil úrkoma í Grafningnum. Hún geti numið allt að fjórum metrum á ári. „Ég held að aðalbreytingin sem varð, frá því jarðvegur var hér sam- felldur, hafi orðið þegar kólnaði og fór að koma jarðklaki," segir Sigurður. „Það er ekkert langt síðan og alveg hægt að rökstyðja það ef maður fengi sérfræðingana út í náttúruna. Jarð- klakinn veldur því að það koma frost- brestir í yfirborðið og vatnið leitar síð- an í sprungurnar. Jarðklakinn veldur líka þúfnamyndun sem er óvíða meiri á jörðinni en hér á Iandi.“ Sigurður fékk Jón Jónsson jarð- fræðing til að gera athuganir við Vill- ingavatn. í lokaorðum álitsgerðar hans segir m.a.: „Hér hefur aðeins verið fjallað um athuganir á afmörk- uðu svæði og ekki stóru. Getur sú at- hugun, að sjálfsögðu ekki gefið tilefni til neinnar allsherjar niðurstöðu. Að- eins hafa verið dregnar fram stað- reyndir, sem taka verður inn í mynd- ina þegar lagt er mat á orsakir gróð- ureyðingar. Það er ljóst að á umræddu svæði hefur vatnsrof bæði verið frum- þáttur og afgerandi þáttur í því sam- spili gróðureyðingar og sjálf upp- græðslu ásamt gróðurfarsbreytingu, sem ekki er ómerkilegur þáttur í eðli- legri þróun, en harla lítill gaumur hef- ur verið gefinn." Gróðureyðing í Sandey Sigurður telur að of mikið sé gert úr þeim skaða sem stafi af sauðkindinni. Hann dregur úr pússi sínu myndir af blómlegum gulvíðisrunnum og birki- hríslum sem dafnað hafa vel í Villinga- vatnslandi, þrátt fyrir náið sambýli við kindur. Sigurður telur að sérfræðing- arnir geri ekki nóg af því að útskýra fræði sín og kenningar á vettvangi. „Ég fór í heimsókn á Rannsóknastofn- un landbúnaðarins og þeir voru að ræða um hvernig ætti að koma þekk- ingunni út úr stofnuninni og til fólks- ins - en ég spyr hvernig eigi að koma þekkingunni inn í stofnunina." Sigurður hefur daglega fýrir augun- um dæmi sem honum þykir sanna að rofabörðin séu ekki kindunum að kenna. „Hér í Þingvallavatni höfum við Sandey. Þar hefur ekki komið fé síðan 1874, en fram að því voru sett þangað þrjátíu graslömb á haustin og þau síðan rekin í land á ísum. Þar er nú áberandi gróðureyðing." Við fórum með Sigurði upp í fjöll. Á leiðinni benti hann okkur á skorning- ana sem vatnið hefur grafíð, í sánmum mátti sjá opin jarðlögin, en fyrir neðan var framburður lækjanna að mynda sléttai' flatir. Þetta telur Sigurður til sannindamerkis um að það sé vatnið sem valdi mestu rofi, og það sé ekki al- farið til ills. „Ég spurði Þorleif Einarsson jarð- fræðing einu sinni hvort ekki væru öll frjósömustu lönd jarðarinnar fram- burður stórfljótanna. Það er ekki hægt að neita því, sagði hann. Egypta- land væri ekki til ef ekki væri Níl,“ segir Sigurður. Landgræðsla og skógrækt Sigurður er þeirrar skoðunar að hæfileg beit bæti landið. „Beitilyngið er ráðandi á þessu svæði. Eftir að vetrarbeitin hætti hvarf gi-asið úr beitilyngsmóunum, lyngið út- rýmdi grasinu. Þetta ést ekki nema á haustin og veturna, féð lítur ekki við lynginu á sumrin. Þar sem mikið er af beitilyngi er snautt land. Féð er mjög hagstætt grasinu," segir Sig- urður. „Reykjavíkurborg er búin að girða af á sjötta þúsund hektara þar sem ekki má að ei- lífu sjást sauðkind, það er Nesjavallaland, Ulfljótsvatns- og Ölfusvatnsland." Er afgirta landið ekki blóm- legt? „Nei, grasið minnkar og mosinn vex. Mosinn í Ölfus- vatnstúninu nær manni orðið í ökkla, það er líkt og að ganga í þykku snjófóli. Hún æpir á mann þessi framkvæmd Reykjavíkurborgar hér á Ölf- usvatnsheiðinni. Ég hugsa að þeir séu búnir að setja niður þúsundir af tréflekum. Ég held þetta sé hugdetta í einum manni. Að nauðga landinu svona! Það þurfti ekkert að gera fyrir þennan viilta gróður. Af hverju að setja stórfé í að breyta grónu landi? Þetta er undragróður. Hvað haldið þið að séu margar jurtategundir á einum fermetra? Af hverju er verið að koma með hrossaskít og tréfleka úr Reykjavík og troða margra kflómetra langar brautir um allt? Það er verið að sá og planta og svo er komið árið eftir og sett önnur tegund í sömu holumar. Þá eru plönt- urnar dauðar frá árinu áður. Ég hef sagt að þetta sé yfír- stéttarillgresi." En á Sigurður ekki von á því að upp spretti skógur á Ölfusvatns- heiði? „Ég held að það verði mikið erfitt líf. Það kom fram á fundi á Selfossi með ráðuneytisstjóra að honum þótti of mikil áhersla lögð á að breyta gróðri á grónu landi. Mér skildist að hann vildi setja meira afl í að græða upp ógróið land. Það er stórkostlegt þegar menn hafa breytt heilu söndun- um í gi'óin tún. Það er sjálfsagt fyrir menn að planta trjám í kringum sum- arbústaðina sína, þótt sumir sjái eftir því þegar bústaðirnir sökkva í skóginn og þeir sjá ekki lengur út um glugg- ana. Nú ætla þeir að setja sunnlensku skógana í frjósamasta landið á Suður- lanþi. Ég kom í skóg í Svíþjóð, 17 þúsund hektara. Mér fannst ekkert hægt að gera við þetta land nema hafa á því skóg - tómar klappir. Ómögulegt að rækta neitt annað.“ Sigurður segir það áberandi að þeg- ar land er friðað íyrir beit í Grafningi þá komi þar upp grávíðir. „Það er sú jurt sem allar skepnur eru gráðugar í, bæði kindur, kýr og hestar. Grávíðis- rótin er til hér í landinu og hann sést alltaf í góðu árferði. Gulvíðinn aftur á móti snerta hestarnir alls ekki. Aflt þetta kjaftæði um að landið hafi verið viði vaxið - ætli það hafi ekki verið víði vaxið. Grávíðirinn hefur verið aðal- jurtin." Aldrei meira af tófu í stofuglugganum hjá Sigurði er uppstoppuð hvít tófa sem felld var á Mosfellsheiði. Þrátt fyrir heiðurssess í stofunni þykir Sigurði yfirleitt lítið vænt um tófur. Dýrbítar eiga það til að leggjast á féð og um daginn fékk Sigurður lamb af fjalli. Bæði eyrun numin af og rispur á nefinu - glögg einkenni um ref. „Tófan fór að ílæða hér niður 1929, þegar eldistófur sluppu úr refabúi í Reykjavík. Síðan hefur hún verið hérna mismikið. Ég held að hámarkið á þessari öld hafi verið í vor, það er mjög mikið af tófu nú. Maður heyrði mikið í henni í vetur og tvö greni voru unnin hér skammt frá mér,“ segir Sig- urður. Rétt ofan við Villingavatnsbæinn „HÉR í Þingvallavatni höfum við Sandey. Þar hefur ekki komið fé síðan 1874. Þar er nú áberandi gróðureyðing," segir Sigurður Hannesson. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1998 B 11 Morgunblaðið/RAX SIGURÐUR notaði hellinn fyr- ir fé allt til 1963 og hafði þar 120 kindur. hefur tófuskytta komið fyrir skothúsi og ber þar út æti í skammdeginu. Sig- urður segir að í fyrravetur hafi marg- ar tófur komið í ætið, þótt ekki hafi nema tvær verið skotnar. Þær komi alveg heim undir bæ á veturna. Sigurður hefur oft orðið var við tófu, en ekkert átt við hana sjálfur. Hann segist þó nokkrum sinnum hafa slysast á ný greni og segir það mikil- vægt að finna nýju staðina því tófan sé fljót að laga sig að breyttum lífsskil- yrðum. Til dæmis hafi liðið 100 ár á mifli þess að tófugreni hafi fundist á Ingólfsfjalli, nú hafi þeim skyndilega fjölgað. Skýi-ingin sé sú að fýlinn er farinn að verpa í fjallinu í miklum mæli og tófan sækir í hann. Umbætur í landbúnaði Nú hafa komið fram tillögur nefnd- ar um leiðir til að bæta hag bænda- stéttarinnar. Sigurður telur að þar þui-fi margt betri athugunar við. Til dæmis verði að taka með í reikninginn hvað jarðir eru misjafnar til búrekst- urs. Sumar hafi svo mikil hlunnindi að hefðbundinn búskapur skipti ekki sköpum íyrir afkomuna. Aðrir bændur hafi nú orðið miklar tekjur af lóðum undir sumarhús. Aukageta af því tagi taki ekki frá hefðbundna búskapnum. Þá telur hann ekki sjálfgefið að stór bú standi sig betur en lítil. „Þeir eru að kvarta yfir því að búin séu ekki nógu stór, halda að menn lifl á stærðinni! Álafoss fór á hausinn þó að sameinaðar væru klíkurnar bæði fyrir norðan og sunnan. Stærsta gjald- þrot á íslandi og engir blábjánar við stjórn!“ Það eru líka takmörk fyrir því hvað einyrkjar megna. „Þjóðfélagið verður að hugleiða hvað einn maður er mikið lítið afl. Hann á að vera tilkippilegur allan sólarhringinn, allt árið, eins og á kúabúunum. Hann má ekki verða las- inn! Á mörgum bæjum eru karl og kerling, en það eru ekki allar konur svo harðar af sér að þola þessa erfiðis- vinnu. Víða eru líka börn og einhver þarf að hugsa um þau. Ég er ekkert á því að mismuna mönnum í lánveitingum eftir því hvort þeir hafa farið í skóla eða ekki. Hvað er menntun? Sumir hafa ekki þurft að fara í skóla til að slá í gegn í veraldar- sögunni. Það eru karlar hér í kring sem hafa búið í 50 ár og eru ómennt- aðir. Ég er ekkert að hafa á móti menntun, en það er líka snar þáttur að sjá sig um og kynnast öðrum. Það er stóri plúsinn. Einn er á þessu sviði og annar á öðru.“ Matur er nauðsynlegur Sigurður telur að sveitir landsins hafi aldrei verið jafn illa komnar og nú, ekki einu sinni eftir verstu plágur. „Sveitirnar eiga að framleiða mat, en það er ekkert hugsað um fólkið. Það sést best á skólunum, þeir eru margir að verða tómir. Ég held að við sjáum stutt fram á veginn; að mannkynið hafi aldrei séð svo skammt fram á veg- inn og nú. Það var mikil bjartsýni í byi-jun aldarinnar meðal unga fólksins á íslandi. En það sá enginn fyrir að það kæmi stríð, þó ekki væri langt í það. Ráðuneytisstjórinn sem talaði á Sel- fossi benti á að maðurinn kæmist vel af án síma, sjónvarps, útvai-ps og fleira þess háttar í vikutíma, en hann gæti illa verið matarlaus svo lengi. Ég held að það sé of mikið kapp lagt á að mat- urinn eigi ekkert að kosta. Hann er nú undirstaðan undir öllu,“ segir Sigurð- ur. Hann vill meina að niðurgreiðsl- urnar hafi ekki verið landbúnaðinum til framdráttar. „Þær byrjuðu 1943 og voru fléttaðar inn í kjarasamninga í áratugi. Það var fleira niðurgreitt en mjólk og kindakjöt, líka fiskur, smjör, kartöflur og ég veit ekki hvað. Það átti að halda niðri kaupinu hjá þeim lægst launuðu og verðbólgunni með þessu. Þá voru þessar fæðutegundir svo snar þáttur en er orðinn mikið minni nú en fyrir hálfti öld. Maturinn átti heldur ekkert að kosta í Sovétríkjunum - og allir vita hvernig þau fóru. Það er orðið svo fjarlægt fólki í dag að framleiða mat. Árið 1938 var brot- ist inn hjá biskupnum í Reykjavík og stolið mjólk úr beljunum hans. Ætli það væri hægt í dag, að stela mjólk úr belju í Reykjavík," spyr Sigurður. Það er víst ekki - nema þá í Húsdýra- garðinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.