Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.1998, Blaðsíða 14
V 14 B SUNNUDAGUR 1. NÓYEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ • / URVAL dagbóka Magnúsar Hj. Magnússonar, fyrirmyndarinnar að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi, er nú að koma út í fyrsta sinn. Dagbækurn- ar eru geymdar í Landsbókasafni Islands og eru miklar að vöxtum. Magnús hélt dagbók í tæpan aldarfjórðung eða frá því árið 1893 til dauðadags árið 1916. Hann var afkastamikið skáld og orti um ellefu þúsund vísur af ýmsu tagi. Þá skrifaði hann ævisöguágrip er tekur til uppvaxtaráranna eða þar til dagbókarskrif- in hófust. Það er því til mjög heilstæð mynd af lífi Magnúsar. Dagbækur Magnúsar eru merkilegar fyrir * margra hluta sakir. Þær varpa einstöku ljósi á hugarheim undimálsmanns í lok nítjándu ald- ar og í upphafi þeirrar tuttugustu. Þær gefa einnig merkilega mynd af samfélaginu á sama tlma. Síðast en ekki síst varpa þær einstæðu ljósi á vinnubrögð Halldórs Laxness við samningu Heimsljóss. Halldór dró aldrei dul á þá staðreynd að fyrmynd Ólafs Kárasonar væri Magnús Hj. Magnússon og að hann hafi rannsakað dagbækur Magnúsar. Það vekur þó sérstaka athygli við lestur dagbókanna hve nákvæmlega Halldór Laxness studdist við lífshlaup Magnúsar. Líf Magnúsar var Gunnari M. Magnúss einnig hugleikið en hann kynntist skáldinu sem bam. Gunnar skrifaði eftir dagbókunum ævisögu Magnúsar sem hann kallaði Skáldið á Þröm, sem kom út árið 1956. Þá fékk enn annar rithöfundur dagbækumar lánaðar en það var vin- ur Magnúsar, Sigurbjöm Sveinsson, ekki er þó kunnugt um að hann hafi samið skáldsögu eftir þeim. Lífshlaup lítilmagnans Ævi sveitarómagans, lausamanns- ins, bamakennarans, þurrabúðar- mannsins, tukthúslimsins og skálds- ins Magnúsar Hj. Magnússonar var þymum stráð. Hann bjó við harðan kost sem bam og unglingur þar sem < hann ólst upp hjá fóstm sinni og síð- ar syni hennar og tengdadóttur. Hann var tíðum heilsuveill á æsku- ámm og þáði af sveit um tíma með- an hann var alveg rúmfastur. Bók- hneigð hans og skáldskapariðkun féll í grýttan jarðveg í hans nánasta umhverfi og þótti dæmi um leti hans og ómennsku. Eftir að Magnús var kominn til fullorðinsára vænkaðist hagur hans nokkuð um tíma. Hann var bamakennari og fór víða um sveitir og orti tækifærisvísur. Þegar hann svo hóf búskap með unnustu sinni seig aftur á ógæfuhliðina og hann og fjöl- skylda hans bjuggu við mikla fátækt og erfið- leika nánast upp frá þvi. Magnús var fundinn sekur um nauðgun árið 1910 og sat af sér í tukthúsinu í Reykjavík. Magnús lést árið 1916 aðeins 43 ára í sárri fátækt. Hér á eftir fara örfá brot úr dagbókunum. Á nokkmm stöðum er jafnframt birtur texti úr Heimsljósi sem sýnir hvílík uppspretta dagbækurnar vora Halldóri Laxness. Hafa það sem sannara reynist Auk þess að halda dagbók í tæpan aldar- fjórðung skrifaði Magnús sjálfsævisögu sem var nokkurs konar málsskjal hans gegn hús- bændum sínum á Hesti sem hann stefndi fyrir harðræði. Sjálfsævisagan hefst á þessum orðum: ,A bók þessa ætla ég að rita æfisögu mín. Hefir ýmislegt á daga mína drifið, og sumt þó þess vert, að það sé athugað; gæti því svo far- , ið að draga mætti dæmi þar af, svo að gagni mætti verða. Þættist ég og vel hafa varið vökustundum mínum yfir öðram sofandi, ef ritverk mín yrðu einhverjum til geðs, ef ekki til beinnar nytsemdar, þá til dægrastyttingar. Hefi ég jafnan í ritum mínum, viljað gæta þess að hlið sannleikans væri ofan á, og vona ég að þess sé gætt, ef dæma skal um það er ég hefí skrifað, en síður tekið tillit til þess hver í hlut á. Að falsa sagnir er fjærri mér.“ í fóstur 6 vikna Magnús fæddist 6. ágúst 1873 á bænum Tröðum, sem var hjáleiga frá bænum Eyri í Seyðisfirði í Súðavíkurhreppi. Hann var sonur Hjalta Magnússonar lausamanns og Friðriku Kristjánsdóttur, sem Magnús titlar sauma- konu. Foreldrar Magnúsar vora bláfátækir og var Magnúsi komið í fóstur sex vikna gömlum hjá Guðna Vigfússyni, sem var bóndi á Efri- húsum undir Hesti, og konu hans, Margréti Bjamadóttur. Fóstri Magnúsar lést þegar Magnús var á öðra ári og var því iyrst og fremst alinn upp af Margréti. Árið 1884, þeg- ar Magnús var ellefu ára, brá fóstra hans búi Dagbækur Magnúsar Hj. Magnússonar eru fjársjóður fyrir þá sem vilja kynnast mannlífí 19. aldarinnar, en þær eru ekki síður ómetanleg heimild um hvernig Halldór Laxness leitaði fanga fyrir Heimsljós, en Magnús er fyrirmyndin að Ólafí Kárasyni. Salvör Nordal fletti dagbókinni og ræddi við Sigurð Gylfa Magnússon, sem sá um útgáfuna. Einnig birtist hér örlítið brot úr dagbókunum og Heimsljósi. ú SkcéJi a.v. Afc íC í rjf þ* - >/ , l*. .u*a.gUc -*U V \ ■■í***-s- St*uiys.y %/ £'£ - \p< ***<■■ ; ÚettC. kJÁ>4tÍC 'l&ffiA A-tC ftó Sff* . /-ihúr rtWs. U*m, Jd fscci: ÍZyXr: \« iðasrtuCil 4, JZ A+jjMÍúi> þ. tCXi fy. zfítAjjCi; *i**x ^ t***^fy*nt. ífótJúipdUu a/JCprí * 'btU? XI4 ntJbo & , __ #> cún+i. JJh/'yrJ SnZffVtt __ fffö: -rtí/W.____________ ___ íra. -ÍKjUÁHtt jitíUa Cpt/c-r /irt.<Uk, : iwCðt). * ‘ “,***^* U pÁýítui á<te%*T+í >,h£.Úi, '/tífi+i, .ímX&aS* — >; Jft v pLMJúAjþ*** / ftifu*. C&c. ííí/ ccb /**+*$£& í(xc iíwut yýCr S W. ~ áyA cv* </c&tQ*. omur í tæp tvö ár við lítinn fógnuð húsbænda sinna. Þetta varð til þess að Magnús var sagður á sveit, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. Á nýársdag 1893 skrifar hann: 1. Sunnudagur. Stillt veður heiðbjart. Nokkuð frost. I dag kómu: Ágústína Guð- mundsdóttir og Albert, sistkin frá Sela- Kirkjubóli. Fóra þau Friðgerður og Sturla, börn Jóhanns húsbónda míns ofan að Veðrará ytri til að skemmta sér um nýárið. Þannig get- ur sá sem heilsuna hefur sem hann langar til, og tekið þátt í gleði lífsins, og notið sannarlegs yndis en ég sem stórþjáður drottins ki-ossber- ari, verð að vera heima og bera mína miklu heilsuleysis byrði, en guð gefi mér þrek til þess, kannske það geti þá orðið öðram til fyr- irmyndar sem neyðin umkringir, ef ég reyni að stríða sem bezt ég get, og ber mig vel. Heilagri hamingjunni sé lof, að ég er þó ekki, og hef ekki verið í rúminu síðan ég kom hing- að í Breiðdal, því þó ég geti ekkert farið út af bænum þá get ég þó nú farið ofan, og á ég þann styrkleika að þakka því að ég fluttist hingað því þau Jóhann og Hildur, húsbænd- urnir hér, hafa verið mér ágætlega góð síðan ég kom hingað frá Hesti, 2. Aug f.á. Og þó þungt sé að verða vera kominn upp á aðra, á bezta aldri með miklum hæfi- leikum, þá er þó sitt hvað að vera hér, og mega bera sinn kross óáreittur, heldur en að vera í þeim stað sem manni er gert allt til kvalar og skap- raunar í hverju atviki, til lífs og sálar, eins og mér var gert meðan ég var á Hesti, til að bæta á minn óútsegjan- lega mikla heilsuleysis kvala kross, því það sýndist í, smáu og stóra, að því þar, sérstaklega Jónínu húsfreyjunni, væri rétt umhugað að ég sviptist lífinu á kvalafyllstan hátt, því þráfaldlega og daglega gerði hún mér til kvalar sjálf, og hvatti aðra til að særa mig, en í því var Jóhannes maður hennar aldrei eins djöfullegur þó hann afar vondur maður sé, og fái í hvívetna alstaðar vont orð. Þurftu þau Jóhannes og Jónína ekki að breyta þannig við mig, af því að þau hefðu ekkert íyrir að hafa mig, því þau höfðu 104 kr. með mér, af fæðingarsveit minni, Súðavík- urhreppi, yfir það ár sem ég var bein- línis undir þeirra höndum." Kvennamaður og hjónalíf SYNISHORN af dagbók Magnúsar. og fluttist til sonar síns, Jóhannesar á Hesti undir Hesti. „Opt lék Jóhannes sér að því að taka mig uppá eyranum svo og að klípa mig í eyrna- sneplana. Einu sinni er hann var að því, sagði fóstra mín hið hann: „Vertu ekki að því.“ Jóh. svaraði: „Nú fyrir hverju? Það er gaman að vita hvað hann þolir.“ I þetta sinn varð ég eyðilagð- ur í höfðinu, enda fleirum sinnum búinn að fá slíkar misþyrmingar. Nálægt þessum tíma varð ég var við að ég var fullur af andagipt og hugur minn var þrunginn af ýmislega löguð- um hljómöldum, en alla þessa fyllingu fannst mér vanta birtu. Eptir þetta fór ég að taka eptir vísum og lærði ég allt sem ég heyrði af slíku. Við það varð hugur minn nokkuð léttari. Svo fór ég að mæla hendingum og bjó til „hilmiklar runur“ og smærri parta. - Þess er áður getið að fóstra mín var engin bókmanneskja, öðru nær. Einu sinni var ég staddur hjá henni úti í skemmu, þar sá ég rifr- ildi af bók innan um jámarusl í gamalli hnikla- skúffu (tilheyrandi rakgrind). Ég spurði fóstra mína hvort ég mætti taka það. Hún svaraði: „Hvað ætlarðu að gera með það elsk- an mín? Það hefir enginn gott af því að liggja í bókum.“ Ég tók þó bókina og bar hana inn í barmi mínum og þorði varla að láta sjá hana. Það vóra Númarímur Sigurðar Breiðfjörðs." Kraftbirtingarhljómur guðdómsins „Frá því ég var á 9. ári og allt til 1896 fannst mér sem Guðsauglit stæði allstaðar op- ið fyrir mér; var sem ég heyrði alla náttúruna taka undir kraptbirtingarhljóm guðdómsins, og ég sjálfur var líka í því raddflóði, að mér fannst. Þó fannst mér mitt ég vera svo lítið, í þeim dýrðarljóma. Af því kom þessi vísa: DAGBÓKARHÖFUNDURINN Magnús Hj. Magnússon. Mynd- in er úr bókinni Skáldið á Þröm eftir Gunnar M. Magnúss. Þegar sálar augum á alheims lít ég búa, ó, hvað lítill er ég þá í öllum þessum grúa. Halldór Laxness lýsir hug- Ijómun Olafs Kárasonar svona: „Hann var semsé ekki orðinn fullra níu ára þegar hann fór fyrst að verða fyrir andlegri reynslu. Hann stendur kanski niðrivið víkina, og það er farið að vora, eða uppá nesinu iyrir vestan víkina, og þar er hóll og skrúðgræn hundaþúfa uppá hólnum, eða kanski uppí fjalli ofanvert við túnfótinn, og túnið er öldúng- is kafið í grasi, og komið und- ir slátt. Þá finst honum einsog guðs auglit standi opið fyrir sér. Hann finnur guð- dóminn birtast í náttúrunni í óumræðilegum hljómi, það var kraftbirtíngarhljómur guðdómsins. Hann veit ekki fyr til en hann er sjálfur orðinn titr- andi rödd í almáttugum dýrðarhljómi. Sál hans virðist ætla að hefjast útyfir líkamann einsog flautir uppaf börmunum á skál; það var einsog sál hans væri að fljóta samanvið eitt ómælishaf æðra lífs, ofar orðum, handan við alla skynjun; líkaminn gagnsýrður af ein- hverju brimandi ljósi, ofar ljósum; andvarp- andi skynjaði hann smæð sín sjálfs í miðjum þessum óendanlega dýrðarhljómi og ljóma; vitund hans rann öll út í eina helga grátklökka þrá til þess að mega samræmast því æðsta, en vera ekkert leingur af sjálfum sér.“ Stórþjáður í æsku Á Hesti undir Hesti leið Magnús miklar kvalir til sálar og líkama sem hann dregur ekki úr í dagbókum sínum. Þjáningar hans áttu eftir magnast eftir fermingu og árið 1890 varð hann fyrir því slysi að hrapa niður bað- stofustigann. Eftir það var Magnús rúmfastur Þess finnast víða merki í dagbók- Morgunbiaðið/Goiu um Magnúsar að hann hafi talið sig njóta kvenhylli. Hann lýsir kynnum sínum af nokkrum konum í dagbók- inni en hann hóf síðar sambúð með Guðrúnu Onnu Magnúsdóttur. Vegna þess að Magnús hafði verið sagður á sveit var honum meinað að giftast þar til hann hefði greitt upp sveita- skuldina. Það tókst honum aldrei og því bjó hann í óvígðri sambúð til æviloka. Sambúðin við Guðrúnu og fjölskyldulífið áttu eftir að reynast mikil þrautaganga enda bjuggu þau alla tíð í sárri fátækt. Sálarkreppa og sjálfsmorðstilraunir Magnús og Guðrún eignuðust sitt íyrsta barn 5. janúar árið 1900. Stúlkan lést aðeins nokkura vikna. Alls áttu bömin eftir að verða 6 en flest þeirra dóu mjög ung og aðeins tvö þeirra komust á legg. I kjölfar erfiðleika og dauða fyrsta barnsins leið Magnús miklar sálarkvalir og í öivinglun sinni reyndi hann sjálfsmorð. Hér segir hann frá þessum tveimur atburðum í lífi sínu. 9. Föstudagur. Heiðbjart og stillt veður, nokkuð fr. Fór ég vestur. Þess skal getið að meðan ég dvaldi á Isafirði, hafði ég allan mat hjá S. Lautenant, og svaf hjá honum á hverri nóttu, og þá hann enga borgun fyrir. Norðan- vert við Skipabrekku, mætti ég 5 Súgfirðing- um áleiðis til ísafjarðar, þar á meðal var Jón Magnússon frændi minn á Langhól, sagði hann mér að barnið mitt lægi í andlátinu; tjáði frændi minn mér fregn þessa ærið hvassgeist- lega, en slíkt getur haft óheppileg áhrif á menn, og rangt gert að herma slíkar fréttir með ósköpum. Ég hélt út í Bæ um kvöldið, en bar þó þungt. Barnið mitt var lifandi, en sára aumt, var það heimaskírt kvöldið áður (8. febr.) og nefnt sem það átti að heita: Magda- lena Símonía; Halldór vinnumaður Guðrúnar Sigurðardóttur skírði bamið. 10. Laugardagur. Stillt og bjart veður, mikið frost. Dó bamið mitt, um morguninn kl. 6. Fór ég yfir að Þverá og beiddi Jens smið að láta mig fá líkkistustokk um bamið, og hét hann því.“ Mars árið 1900 29. Fimmtudagur. Heiðbjart og stillt veður, mikið frost. Var ég að reyna til á Isaf. að fá lánaðar áðurnefndar 13 kr., beiddi ég alla sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.