Morgunblaðið - 05.01.1999, Page 14

Morgunblaðið - 05.01.1999, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svavar Gestsson læt- ur af þingmennsku Morgunblaðið/Árni Sæberg SVAVAR tilkynnti ákvörðun sína á blaðamannafundi á sunnudag'. SVAVAR Gestsson, þingflokksfor- maður Alþýðubandalagsins, hyggst ekki gefa kost á sér til þingsetu í alþingiskosningum í vor. Svavar tilkynnti þetta á blaða- mannafundi á sunnudag en kvaðst ekki hafa ákveðið á hvaða vett- vangi hann hygðist starfa í fram- tíðinni. Svavar sagði niðurstöðu sína ekki standa í sambandi við þróun samfylkingarmála að undanförnu að öðru leyti en því að tímabært væri að hlutaðeigandi segðu af eða á um framboð, nú þegar ákveðið hefði verið í meginatriðum hvernig framboðsmálum samfylkingar yrði háttað í Reykjavík. „Ég gef ekki kost á mér að þessu sinni þótt ég hafí að undan- förnu orðið var við mikinn stuðn- ing frá fólki úr öllum samfylking- arflokkunum, sérstaklega úr fylg- ismannasveit Alþýðubandalags- ins,“ sagði Svavar. „Ég er þakklát- ur fyrir áskoranir sem mér hafa borist um framboð, ekki sist frá formanni flokksins og öðrum nán- ustu samverkamönnum mínum í pólitík. Andspænis slíkum áskor- unum er að mörgu leyti erfitt að taka þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér. En ég hef nánast verið á sól- arhringsvakt í pólitík í þrjátíu ár og kýs nú að sinna öðrum verkefn- um.“ Ottast ekki um afdrif samfylkingarinnar Svavar sagði ákvörðun sína fyrst og fremst byggjast á persónulegu mati og hún væri ótengd því sem hann kynni að taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Kvaðst hann myndu sitja á þingi til vorsins en síðan fara að líta í kringum sig eftir verkefn- um þar sem fjölbreytt starfsreynsla hans kunni að nýtast. „Um nokkurt skeið hef ég setið við skriftir og vonast til þess að koma á prent á ár- inu minni persónulegu pólitísku sögu sem nær allt til minna fyrstu daga í æskulýðsfylkingu Alþýðu- bandalagsins er ég var sautján ára að aldri.“ Hefði Svavar ekki ákveðið að hætta nú hefði hann að eigin sögn leitt Alþýðubandalagsarm samfylk- ingarinnar í kosningabaráttunni í vor, en hann kveðst ekki óttast um afdrif samfylkingarinnar án sín. „Reyndar hef ég orðið var við það upp á síðkastið að það eru ýmsir sem sjá dálítið eftir mér og telja að með mér hverfi þekktur - sumir segja jafnvel öflugur - merkisberi þeirrar stefnu sem Alþýðubanda- lagið hefur haldið á lofti. Ég tel sjálfur að samfylkingin þurfi á slík- um merkisbera hugsjóna að halda en það er ekki endilega tengt minni persónu. Samfylkingin ber vonandi gæfu til þess að kalla sem flesta slíka merkisbera til liðs við sig,“ sagði Svavar en bætti við að ósætti um framboðsmál fylkingarinnar hefðu tafið að hann tilkynnti ákvörðun sína. „Það hefði verið óþægilegt að tilkynna þetta ef sam- fylkingin hefði ekki verið komin með sín mál á hreint. Þá hefði litið út fyrir að ég væri að yfirgefa hana í erfiðleikum en um slíkt er ekki að ræða af minni hálfu. Ég styð sam- fylkinguna og óska henni velfamað- ar í þeim kosningaátökum sem framundan eru.“ Sárt að sjá flokkinn splundrast Aðspurður kvaðst Svavar ekki ætla að hætta störfum innan vé- banda Alþýðubandalagsins enda væri hann rammpólitískur að upp- lagi og flokkurinn hluti af lífi hans. „Auðvitað get ég ekki neitað því að mér hefur þótt sárt að sjá hvernig Alþýðubandalagið hefur verið leikið á undanförnum mánuðum, frá því í fyrrasumar. Þetta hefur að sumu leyti splundrast fyrir augunum á manni en við því er ekkert að gera nema viðurkenna veruleikann og reyna að bæta stöðuna. Bretta upp ermarnar og fljúgast á við íhaldið, eins og sagt var hér á árum áður. Ég er bjartsýnn á að sviptingarnar geti jafnvel borið með sér jákvæð tíðindi til frambúðar og vona að menn fari á ný að talast við - í síð- asta lagi 9. maí [daginn eftir kosn- ingar].“ Svavar Gestsson var kosinn á Al- þingi fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík árið 1978 og varð þá við- skiptaráðherra. Hann var félags- málaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á árunum 1980-83 og menntamálaráðheri'a frá 1988-1991. Hann var formaður Alþýðubandalagsins í rétt sjö ár og hefur verið formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins á þessu kjörtíma- bili frá árinu 1995. I í dag kl. 11:00 mnn fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu rúdsins. Að þessu sinni verður boðið upp á 2 V2 mánaða ríkisvíxil, RV99-0316.Að öðru leyti eru skihnálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum: Elokkur RV99-0316 “ Milljónir króna. Gjalddagi 16. mars 1999 Lánstími l'Amánuðir Núverandi staða* 2.159 Áætlað hámark tekinna tílboða* 1.500 Þús. kr. 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Uppbygging markflokka ríkisvíxla Staða ríkisvíxla 29. desember 15.439 milljónir. Áæduð hámarksstærð og sala 5. og 13. og 18. janúar 1999. 6 mán 12 mán ..I...I.fl Gjalddagar '' Áætluð áfylling síðar m Áæduð sala 18. janúar 1998 ■I Áæduð sala 13. janúar 1999 Áæduð sala 5. janúar 1998 Staða 29. desember 1998 RV99-0118 RV99-0217 RV99-0316 RV99-0416 RV99-0618 RV99-0817 RV99-1019 RV99-1217 Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. ÖUum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalána- sjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyris- sjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þuría að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00 í dag, þriðjudaginn 5. janúar 1999. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysia.is Samkeppnisstofnun Lyfja noti ekki orðið eðal í BRÉFI Samkeppnisstofnun- ar dagsettu 21. desember s.l. er svarað málaleitan Samtaka verslunarinnar frá því fyrr í mánuðinum þar sem kvartað er undan auglýsingum lyfja- búðarinnar Lyfju á ginseng sem fyrirtækið flytur inn frá Þýskalandi. I úrskurði Samkeppnisstofn- unar beinir stofnunin þvi til Lyfju að hætta notkun orðsins „eðal“ í auglýsingum lyfjabúð- arinnar á vörunni og tekur skýrt fram að Lyfju beri að láta koma fram í auglýsingum og á umbúðum að ginseng frá Gintec sé unnið úr rótarend- um. Netsíminn 16% lækkun á símgjöldum NETSÍMINN lækkaði hinn 30. desember sl. símgjöld til Bandaríkjanna og Kanada um 16% og kostar mínútan til Bandaríkjanna nú 32 krónur. í fréttatilkynningu frá NET- símanum segir að höfuðmark- mið fyrirtækisins sé að bjóða ódýrari millilandasímtöl með hefðbundnum símtækjum. Frá því NET-síminn var opnaður hinn 1. desember sl. hafi sím- gjöld til Bandaríkjanna lækkað um tæp 32% og fyrirtækið hafi boðið 20-30% ódýrari símgjöld en þekkst hafi fram að þessu. Bensínlækkun hjá öllum OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu öll verðið á bensínlítranum um 2,40 krónur þann 1. janúar en Olíufélagið hf. hafði tilkynnt lækkun sína fyrir áramót. Lægra birgðaverð er ástæða lækkunarinnar. Þjónustuverð á 98 oktana bensínlítra lækkaði úr 77,30 kr. í 74,90 kr. og lítrinn af 95 okt- ana bensíni lækkaði í 70,30 kr. úr 72,60 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.