Morgunblaðið - 05.01.1999, Page 18

Morgunblaðið - 05.01.1999, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Nýjar hugmyndir um ldð íþróttavallarins í miðbæ Akureyrar Aforma byggingu 10 þús- und fermetra verslunar KEA NETTÓ og Rúmfatalagerinn hafa sótt um að reisa 10 þúsund fermetra verslunarhúsnæði á lóð íþróttavallar Akureyrar. Erindi hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn sem tekur málið til umræðu á næstunni. „Við höfum verið að leita að hús- næði og það er áhugi á að staðsetja starfsemina í miðbænum. Og þá er ekki um margar lóðir að ræða,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs KEA. „Þetta á eftir að fara í gegn- um allt bæjarkerfið og við vildum láta reyna á hvort það væri vilji fyrir þessu.“ Vilirði fyrir því að málið fái skjóta afgreiðslu Sigmundur kvaðst hafa vilyrði fyrir því að málið fengi skjóta af- greiðslu og vonast er eftir endan- legri ákvörðun innan tveggja mán- aða. „Þetta er það mikil fram- kvæmd að hún mun taka hátt í tvö ár. Við erum ekki komin á hönnun- arstigið en það hafa verið skissaðai- upp hugmyndir til að áætla umfang. Lóð íþróttavaliarins er eini staður- inn sem er nógu stór í miðbænum. Það eru hvergi 20 þúsund fermetrar lausir," sagði Sigmundur. AKUREYRI Glerárþorp Odd eyri Að sögn Sigmundar er núver- andi húsnæði KEA Nettó of lítið og aðkoma að því erfið. „Það er ekki útilokað að húsnæðið verði reist þótt ekki verði samþykkt að byggja það á lóð íþróttavallarins en samstarf KEA Nettó og Rúma- fatalagersins byggist á þessari staðsetningu." „Það er ljóst að um þetta mál eru mjög skiptar skoðanir svo ekki sé fastara að orði kveðið. Þetta teng- ist hvort tveggja starfsemi íþrótta- vallarins og hvert hana á að flytja og svo hvort menn vilji sjá þennan reit í bæjarlandinu fara undir slíka starfsemi," sagði Sigurður J. Sig- urðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæj ar. „Það fyrsta sem menn þurfa að svara, í mínum huga, er um framtíð íþróttaaðstöðunnar og í öðru lagi notagildi svæðisins. Við erum frá- leitt svo landlausir að ekki komi annar staður í miðbænum til greina fyrir þetta verslunarhús- næði.“ Kannað hvort íþróttafélögin geti tekið starfsemina yfir Varðandi starfsemi íþróttavall- arins kvaðst Sigurður telja líklegt að fyrst yrði kannaður sá mögu- leiki að íþróttafélög bæjarins tækju yfir þá starfsemi fremur en að flytja völlinn eitthvað annað. „Gagnrýnisraddir beinast að því að íþróttavöllurinn þurfi að færast til á svæðinu vegna Glerárgötunn- ar og að starfsemi hans sé ekki nægjanleg nýting á svæðinu. Eg held að þetta sé hjarta bæjarins hjá æði mörgum og það á sjálfsagt eftir að verða heit umræða um málið.“ Sigurður sagðist búast við því að málið tæki nokkurn tíma í umræðu hjá bæjarstjóm sem væri eðlilegt miðað við umfang þess. Staðurinn væri of viðkvæmur til þess að mál- inu yrði flýtt í gegn án þess að 511- um kostum væri velt upp í stöð- unni. Enn sem komið er hafa ekki fleiri aðilar sóst eftir því að nýta lóð íþróttavallarins á Akureyri. Arnar sigraði á jólahrað- skákmóti ARNAR Þorsteinsson fór með sigur af hólmi í jólahraðskák- móti Skákfélags Akureyrar og hlaut hann 12,5 vinninga af 14 mögulegum. Rúnar Sigurpáls- son varð annar með 11,5 vinn- inga og Gylfi Þórhallsson þriðji með 10,5 vinninga. Um áramót fór fram svo- nefnd hverfakeppni í skák á vegum félagsins, annars vegar var tefld hraðskák og hins veg- ar skák með 20 mínútna um- hugsunartíma. Fjögur lið mættu til keppni, úr Gleár- hverfi, Suðurbrekku, Norður- brekku og Eyri og Innbæ. Lið Norðurbrekku vann bæði hrað- og hægskák og varð lið Suðurbrekku í öðru sæti. Ólafur Kristjánsson vann í 15 mínútna móti sem haldið var síðasta laugardag, Gylfi Þórhallsson varð annar og Jón Björgvinsson þriðji. Skáknámskeið var haldið á vegum Skákskóla íslands fyrir drengi og stúlkur á Norður- landi, en slík námskeið hafa verið haldin fyrstu daga janú- armánaðar undanfarin ár og verið vel sótt. Aðalkennari var Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla íslands, en honum til aðstoðar var Rún- ar Sigurpálsson. Tillaga um endurreisn ull- ariðnaðar lögð fyrir bæjarráð AÐILAR, sem unnið hafa að skoð- un á möguleikum þess að endur- reisa ullariðnað á Akureyri í kjöl- far gjaldþrots Foldu nýlega, hafa lagt fram ákveðna tillögu til bæjar- ráðs þar að lútandi. Valur Knútsson, formaður at- vinnumálanefndar, hefur unnið að málinu fyrir hönd nefndarinnar, ásamt Iðnþróunarfélagi Eyjafjarð- ar og fleirum. Hann sagðist vonast til að bæjarráð tæki tillöguna til af- greiðslu sem fyrst á nýju ári. Hófleg bjartsýni um framhaldið „Við höfum verið að skoða málin og leggjum fram tillögu um ákveð- ið form á endurreisn ullariðnaðar á Akureyri,“ sagði Valur. Hann sagðist jafnframt hóflega bjart- sýnn á framhaldið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessari stundu. --------------- Lög um sleppibúnað bj örgunarbáta Frestun á gildistöku mótmælt AÐALFUNDUR Sjómannafélags Eyjafjarðar, sem haldinn var á Akureyri í gær, mótmælir í álykt- un fundarins því gerræði Halldórs Blöndals samgönguráðherra að gildistöku á hartnær fimm ára gömlum lögum um sleppibúnað björgunarbáta um borð í skipum sé frestað enn einu sinni. Einnig segir í ályktuninni að það að fresta gildistöku þessara laga á hverju ári sé ekkert annað en lítils- virðing við íslenska sjómenn. I stað þess að vinna ötullega að því að ör- yggi sjómanna sé sem best tryggt virðist ráðherrann með þessu beita sér frekar fyrir því að þar sé úr dregið og því mótmælir fundurinn harðlega. Forsvarsmönnum íþróttafélaga líst þunglega á að leggja Akureyrarvöll niður , Morgunblaðið/Kristján SEÐ yfir Akureyrarvöll. Aðalleikvangur bæjarins sé veglegur og sýnilegur FORSVARSMONNUM íþróttafélaganna, KA, Þórs og Ungmennafélags Akureyrar, líst þung- lega á hugmyndir um að leggja Akureyrarvöll nið- ur og byggja þar verslunarhúsnæði, enda liggi ekki fyrir hvað við tekur. Bragi Guðmundsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar, UFA, sagðist hafa óskað eftir viðtali við bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna þessa máls. „Akureyrarvöllur er eini frjálsíþrótta- völlurinn í bænum og mín fyrstu viðbrögð er þau að ekki komi til greina að leggja hann niður áður en annar er tilbúinn," sagði Bragi. Rústar fijálsíþróttastarfí UFA hefur haft völlinn tii umráða alla virka daga frá því í maí og fram í byrjun september, frá því síðdegis og fram á kvöld, eða eins lengi og frekast er kostur vegna annarrar notkunar. „Yrðu þessar hugmyndir að veruleika og annar völlur ekki í boði myndi þetta rústa frjálsíþróttastarfi fé- lagsins að sumarlagi," sagði Bragi. Hann benti einnig á að ekki væri sama hvar í bænum frjálsí- þróttavöllur væri, m.a. þyrfti að gera vindmæling- ar og Akureyrarvöllur væri sá staður þar sem hvað oftast mætti vænta þess að hlaupabrautin væri lögleg upp á vindinn að gera. Sagði hann flesta sem málið varðar hafa þá skoðun að ákjósanlegast væri að frjálsíþróttaað- staða yrði áfram á Akureyrarvelli, en vissulega þyrfti að gera á honum nokkrar breytingar, m.a. að bæta við tveimur hlaupabrautum og leggja á þær tartanefni. Þá væri best að hnika vellinum dá- lítið til suðurs. „Ég er alls ekki svo þröngsýnn að segja að við gætum hvergi annars staðar verið, en hins vegar er þetta góður staður í hjarta bæjarins í göngufæri við Sundlaug Akureyrar og þar er fyr- ir hendi prýðileg áhorfendaaðstaða. Það hlýtur að skipta máli fyrir bæ eins og Akureyri að aðalleik- vangur hans sé veglegur og sýnilegur,“ sagði Bragi. Þóroddur Hjaltalín, formaður knattspyrnu- deildar Þórs, sagði að sér fyndist hugmyndin fá- ránleg. Nauðsynlegt væri að hafa alvöru íþrótta- völl í bænum og sér vitanlega væri ekki uppi á borði hvað gera ætti í staðinn, yrði völlurinn lagð- ur undir verslunarhúsnæði. A Akureyrarvelli væri eina frjálsíþróttaaðstaðan sem fyrir hendi væri í bænum, þó ekki væri hún sérlega glæsileg. Þessar hugmyndir hafa ekki verið ræddar innan félagsins að sögn Þóroddar og þær ekki kynntar formlega íyrir íþróttafélögunum. Voru menn í jólaglöggi? Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspyrnu- deildar KA, taldi fullvíst að þeir fulltrúai' bæjarfé- lagsins sem bent hefðu umsækjendum á Akureyr- arvöll sem hugsanlega verslunarlóð hlytu að hafa verið í jólaglöggi þegar þeir gerðu það. „Það hefði verið hyggilegara að tilkynna okkur fyrst að leggja ætti niður knattspyrnu- og frjálsíþróttaiðk- un í bænum,“ sagði Stefán. Hann sagði að Akureyrarvöllur væri með bestu knattspyrnuvöllum landsins og fremur ætti að reyna að laga það sem þyrfti og koma honum í al- mennilegt horf en að leggja fram hugmyndir af þessu tagi. Með öllum ráðum væri nú veríð að reyna að rífa upp knattspymuna i bænum og þá yrði einnig að vera fyrir hendi góð aðstaða. Þá benti hann einnig á að á vellinum væri eina að- staða frjálsíþróttafólks í bænum til æfinga og keppni. „Það er afskaplega stórt atriði að hafa góðan íþróttavöll í bænum og eitt af þeim atriðum sem fólk tekur með í reikninginn þegar það velur sér búsetu.“ Völlur ofan á KEA-Nettó Stefán sagði að vissulega yrði það lyftistöng fyr- ir miðbæinn yrði byggt þar stórt verslunarhús, en það hlyti að mega staðsetja annars staðar en á íþróttavellinum. „Ég get alveg eins komið með jafn fáránlega hugmynd og þessir menn hjá bæj- arfélaginu og legg til að byggður verði glæsilegur íþróttavöllur ofan á IÍEA-Nettó og að Rúmfata- lagernum," sagði Stefán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.