Morgunblaðið - 05.01.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 05.01.1999, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs Hljómsveitarsvítur og fiðlukonsert eftir Bach TVÆR hljómsveitarsvítur og tvöfaldur fiðlukonsert eftir Jo- hann Sebastian Bach eru á efnis- skrá hátíðartónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld kl. 20.30 en hann var vígður með miklu tónaflóði síðastliðinn laug- ardag. Tónleikamir hefjast með hljómsveitarsvítu númer 2 fyrir flautu, strengi og fylgirödd í h- moll, en hún mun vera eitt þekktasta verk Bachs fyrir hljómsveit. Einleikari á flautu verður Martial Nardeau. I tvö- fóldum fiðlukonsert leika einleik fiðluleikararnir Sigrún Eðvalds- dóttir og Sigurbjörn Bernharðs- son og þau eru einnig einleikarar í hljómsveitarsvítu númer 3 í D- dúr, ásamt Martial Nardeau. Síðastnefnda verkið er „ákaflega glæsilegt verk fyrir trompeta, pákur, tvö óbó, strengi og fylgi- rödd“ að því er segir í fréttatil- kynningu. Hátíðarhljómsveitina skipa Sif Tulinius og Una Sveinbjarnar- dóttir, sem leika á fiðlu, Móeiður Anna Sigurðardóttir á lágfiðlu, Jón Ragnar Ömólfsson á selló, Jóhannes Georgsson á kontra- bassa, Peter Tompkins og Daði Kolbeinsson á óbó, Asgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Páls- son og Láras Sveinsson á trompet, Pétur Grétarsson á pák- ur og Anna Magnúsdóttir á sembal. Morgunblaðið/Árni Sæberg HÁTÍÐARHLJÓMSVEITIN á æfingu fyrir Bach-tónleikana sem haldnir verða í Sainum í Kópavogi í kvöld. Morgunblaðið/Árni Sæberg SJÓN og Pétur Gunnarsson taka við viðurkenningurn Rithöfundasjóðs RÚV úr hendi Inga Boga Bogasonar. Arleg viðurkenning RÚY til Sjóns og Péturs HIN árlega viðurkenning Rithöf- undasjóðs Ríkisútvarpsins var veitt á gamlársdag við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Að þessu sinni hlutu rithöfundarnir Pét- ur Gunnarsson og Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson) viðurkenningu og féllu 500.000 kr. í hlut hvors. I máli formanns sjóðsins, Inga Boga Bogasonar, kom fram að skáld- skapur Péturs einkennist af fágun, natni, fyndni og naumhyggju en Sjón sé þekktur fyrir yfirraunsæisleg verk, gegnsýrð furðum, litum og hljómum. Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins var stofnaðui- 1956 og starfar sam- kvæmt sérstakri skipulagsskrá. Alls hafa 79 höfundar hlotið viðurkenn- ingu úr honum. Kvikmyndaleikstjórar og handritahöfundar í ein samtök SAMTÖK kvikmyndaleikstjóra og Samtök höfunda kvikmyndahandrita hafa sameinast. Nafn félagsins er nú Samtök kvik- myndaleikstjóra og kvikmyndahand- ritahöfunda og segir í fréttatilkynn- ingu, að rétt á aðild eigi þeir kvik- myndaleikstjórar og kvikmynda- stjórar sem vinna óumdeilanlega sem kvikmyndahöfundar og uppfylla ákveðin skilyrði um fjölda verkefna sem þeir hafa leikstýrt, og þeir höf- undar kvikmyndahandrita sem hafa samið handrit einnar kvikmyndar í fullri lengd sem hefur verið fram- leidd fyrir kvikmyndatjald eða tveggja leikinna sjónvarpsmynda sem leikstýrt hefur verið af leik- stjóra. Tilgangur Samtakanna er að standa vörð um höfundarrétt kvik- myndaleikstjóra og kvikmyndahand- ritahöfunda og vinna að hagsmuna- málum þeiiTa, m. a. með því að tryggja að hvers konar höfundarrétt- argjöld af kvikmyndum og kvik- myndahandritum renni í réttlátum mæli til eigenda höfundarréttar. Stjórnin er þannig skipuð: Hrafn Gunnlaugsson formaður, Friðrik Þór Friðriksson varaformaður, Óskar Jónasson ritari, Hilmar Oddsson gjaldkeri, Jón Tryggvason með- stjórnandi. Beint frá hjartanu LEIKLIST Leikhóporinn Á senunni í íslensku 6 p e r u n n i HINN FULLKOMNI JAFNINGI Höfundur: Felix Bergsson. Leikstjóri og dramatúrg: Kolbrún Halldórsdótt- ir. Leikmynd: Magnús Sigurðsson. Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason. Bún- ingar: Marfa Ólafsdóttir. Gervi: Ásta Hafþórsdóttir. Kvikmynd: Kristófer Dignus Pétursson. Myndvinnsla: Hreyfimyndasmiðjan, Bragi Þór Hin- riksson. Hljóð: Mark Eldred og Páll S. Guðmundsson. Tónlist: Karl 01- geirsson. Ljóðaþýðingar: Felix Bergsson og Jón Ásgeir Sigurvins- son. Leikari: Felix Bergsson. Auka- leikarar: Alan Suri, Elísabet Þor- geirsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Magnús Sigurðsson, Margrét. Vil- hjálmsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Sigvaldi Júlíusson, Stefán Jónsson, Þórhallur Vilhjálmsson og Þröstur Brynjarsson. Sunnudagur 3. janúar. FELIX Bergsson er kominn aftur til landsins eftir að hafa aflað sér fi'ek- ari menntunar í leiklist í London. I farteskinu er hann með leikrit um efni sem stendur honum næst hjarta og hefur nú sviðsett með aðstoð Kolbrún- ar Halldórsdóttur. Leikritið íjallar um fimm persónur sem eiga það sameig- inlegt að vera samkynhneigðir karl- menn og leikur Felix þá alla. Vinsældir einleikja aukast stöðugt meðal leikhúsfólks. Helsti kosturinn er augsýnilega sá að hægt er að halda kostnaði hvers sýningarkvölds í lágmarki og ef vel tekst til er ein- leikur gott tækifæri til að koma sér á framfæri. En einleikurinn er vand- meðfarið form, sem krefst mikillar fjölhæfni og úthalds af leikaranum, auk styrki-ar og útsjónarsamrar leik- stjórnar til að forðast þá hættu sem felst í forminu og ber helst að forðast einhæfnina. Uppsetningin á þessu verki er gott dæmi um hvernig setja má einleik á svið svo úr verði heilsteypt og spenn- andi sýning. Fyrst ber að nefna að persónur leikritsins era fimm, fjórar sem Felix leikur á sviðinu og sú fimmta í kvikmynd. Sérhver þessara persóna hefur mjög ákveðin einkenni og persónusköpunin er til fyrir- myndar. Eitt það skemmtilegasta við sýninguna er þegar þær leika hver á móti annarri, á hvíta tjaldinu, í hljóðmynd eða ímyndaðar á sviði og í síma. Einnig þegar þær vitna hver í aðra með viðeigandi töktum. Búning- arnir era notaðir til aðgreiningar en farði og gervi einungis í mynd. Þetta er í fyrstu eilítið raglingslegt fyrir áhorfendur en kemur ekki að sök þegar þeir kynnast persónunum bet- ur. Draga verður þá ályktun að þetta sé gert af ásettu ráði til að undir- strika hvað persónumar eiga sameig- inlegt og að sýna hve leikaranum er í lófa lagið að gera skýran greinarmun á þeim. I annan stað vekur athygli hvað hljóð- og kvikmynd eru vandvirknis- lega unnar og hve vel þessi þáttur er samofinn sviðsleiknum. Að stór hluti leiksýningar sé í þessu formi og að ein af fimm persónum birtist einung- is á tjaldi verður að teljast nýstár- legt. Dæmin af IRC-inu, samskipti í gegnum síma og dyrasíma auk ágengs kynningarstefs úr útvarpi og stýfðra lagbúta skapa ákveðið and- rúmsloft í anda síðustu verka Guð- mundar Steinssonar. Auðar hillur, hvít skilrúm og nákvæmnisleg ljósa- vinna ýta enn undir þessa hráu nú- tímatilfinningu. í þriðja lagi hefui- Kolbrúnu Hall- dórsdóttur, dramatúrg og leikstjóra, tekist í samvinnu við leikai-ann að skapa mjög þétta og hraða sýningu þar sem leikur, mynd og hljóð taka hvert við af öðra og hverri persónu er skapað sérstakt umhverfi, orðfæri, hreyfingar og hrynjandi. Felix hefur greinilega notað vel tímann úti og kemur hér tvíefldur til leiks. ’ í fjórða og síðasta lagi er Felix sem höfundui- að fjalla hér um efni sem honum liggur mjög á hjarta og er úthugsað. Hérna er ekki verið að fegra heim samkynhneigðra á neinn hátt heldur segir Felix hreinskilnis- lega jafnt frá því jákvæða og nei- kvæða sem gerist í litlum kunningja- hópi og í þessu liggur höfuðstyrkur verksins. Sýningin er svo gersamlega sett upp á forsendum samkyn- hneigðra að ætla má að gagnkyn- hneigðum áhorfendum komi ýmislegt spánskt fyrir sjónir, kannski það helst hve veigalitlu hlutverki gagn- kynhneigðar persónur og þeirra hefðbundnu gildi gegna í frásögninni. Þess vegna er sérstök ástæða til að hvetja þá til að fara á sýninguna, þarna gefst tækifæri til að sjá inn í menningarkima sem flestum er hul- inn. Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Árni Sæberg FELIX Bergsson tvíefldur í hlutverki sínu,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.