Morgunblaðið - 05.01.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.01.1999, Qupperneq 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 JNttgtmfclftfeife STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgríraur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞATTASKIL I SÖGU TÓNLISTAR Á ÍSLANDI MIKIÐ FRAMFARASPOR í íslensku tónlistarlífí var stigið 2. janúar þegar Tónlistarhús Kópavogs var tekið í notkun við hátíðlega athöfn og að viðstöddu fjölmenni en það er jafnframt fyrsta sérhannaða tónlistarhús landsins. Þróun í íslensku tónlistarlífl hefur verið geysihröð á þessari öld. Atvinnumennska hefur í auknum mæli tekið við af áhugamennsku. Menntun hefur aukist stórum og eins og í mörgum öðrum greinum lista og atvinnulífs einkennist íslenskt tónlistarlíf ekki síst af því hversu víða um heim tónlistarfólk okkar hefur sótt þekkingu sína og reynslu. Gróskan sést heldur ekki aðeins í ótrúlegu magni tónlistarviðburða hér á landi á ári hverju, sem eru nú vel á annað þúsund, heldur einnig í því hversu margir íslenskir tónlistarmenn standa framarlega á erlendri grund. Þessa grósku eigum við þó að mestu leyti að þakka góðu uppbyggingarstarfi í tón- listarskólum víða um land, starfí sem dugmiklir og kjarkaðir einstaklingar hafa oft og tíðum haldið úti við bágbornar aðstæður. Og það er kannski táknrænt að þetta fyrsta sérhannaða tónlistarhús landsins skuli ekki vera reist í höfuðborginni og að tilstuðlan hennar og ríkisins, heldur í bjartsýnu átaki Kópavogsbæjar. Það var Jónas Ingimundarson, píanóleikari og tónlistarráðunautur bæjarins, sem átti hugmyndina að byggingu hússins sem á auk tónlistarsalarins að rýma Tónlistarskóla Kópavogs. Bygging tónlistarsalarins hefur tekið mjög skamman tíma en fyrsta skóflustungan var tekin í júní 1997. Kostnaði við hann hefur einnig verið haldið innan viðráðanlegra marka þrátt fyrir að ekkert hafi verið slegið af kröfum um hljómburð og aðra aðstöðu. Hafði Gunnar Birgisson, formaður stjórnar Tónlistarhúss Kópavogs, á orði við opnunarathöfn salarins að hann væri til vitnis um að hægt væri að gera góða hluti án þess að kostnaður keyrði fram úr hófi. Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs tekur 300 manns í sæti og er ætlaður fyrir minni tónleika svo sem kammertónleika og söngtónleika. Eins og fram kom í frétt í blaðinu fyrir skömmu eru þeir tónlistarmenn sem hafa prófað hljómburð salarins sammála um að hann er eins og best verður á kosið. Augljóst er hins vegar að þessi salur mun ekki sinna þörfum Sinfóníuhljómsveitar íslands. Lengi hefur verið beðið eftir húsi sem gæti gegnt því hlutverki og vissulega verður framtak Kópavogsbæjar til þess að glæða vonir manna um að sú bið fari að styttast. I máli Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, við opnunarathöfn hússins kom fram að brátt verði skýrt frá næsta áfanga vegna byggingar stórs tónlistarhúss. Ennfremur sagði Björn að með smíði Tónlistarhúss Kópavogs hefðu forráðamenn bæjarins slegið nýjan tón: „Á nýrri öld verðum við að láta hendur standa fram úr ermum við mannvirkjagerð og búa tónlist og öðru menningarstarfi viðunandi aðstæður í öllu tilliti. Allar athuganir sýna að menntun og menning eru með blómlegu og fjölbreyttu atvinnulífí bestu forsendur byggðar og búsetu um landið allt. Islenska þjóðfélagið sjálft stenst raunar ekki samkeppni við nágranna sína austan og vestan Atlantshafs nema við búum tónlistarmönnum og öðrum listamönnum viðunandi starfsaðstöðu. Við eigum að setja okkur skýr markmið um tónlistar- og menningarhús. Svo vel hefur tekist til við stjórn efnahags- og þjóðmála á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar að við höfum alla burði til að tryggja stöðu okkar með nýjum menningar- mannvirkjum.“ Tónlistarhús Kópavogs markar þáttaskil í sögu tónlistar á íslandi. Frumkvæði Kópavogsbæjar er mikilvægt. Um leið og íbúum hans og landsmönnum öllum er óskað til hamingju með þetta glæsilega framtak er þess óskað að það verði öðrum til eftirbreytni. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR1999 37 9 HORFT yfir Salinn. Á sviðinu er Skólahljómsveit Kópavogs. SKÓLAKÓR Kársness var meðal flytjenda á hátíðinni. HERRA Sigurbjörn Einarsson biskup flytur húsblessun í upphafi hátíðar. „Nú þurfum við ekki að bíða lengur“ SAGA íslensks tónlistarlífs á tuttugustu öld er saga um fjölbreytni og framfarir. Þjóðin hefur, einkum hin síðari ár, eignast sinfóníu- hljómsveit, kammersveitir og tónlist- armenn sem standa fremstu starfs- bræðrum sínum á erlendri grundu fyllilega á sporði, fagmennskan hefur leyst áhugamennskuna af hólmi. Þessi öra þróun vekur athygli, ekki síst fyrir þær sakir að íslendingar hafa til þessa ekki búið svo vel að eiga húsnæði sem sérstaklega er hannað með tónlistar- flutning í huga. Tónlistarmenn hafa verið á hrakhólum, flengst milli guðs- húsa, listasafna, íþróttamannvirkja og kvikmyndahúsa til að iðka list sína. Það fór aftur á móti ekki svo að öldin liði án þess að tónlistarhús risi á Is- landi því síðastliðinn laugardag, 2. jan- úar, var Tónlistarhús Kópavogs tekið í notkun. Til þess viðburðar eiga menn oft eftir að vitna í framtíðinni, í ræðu sem riti - hann markar þáttaskil í sögu tónlistar á Islandi. Opnunarhátiðin hófst á húsblessun, sem herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flutti, en það kom í hlut Skóla- hljómsveitar Kópavogs, undir stjórn Össurar Geirssonar, að leika fyrstu tónana í húsinu. Fyrst flutti hljóm- sveitin verk Mistar Þorkelsdóttur, Kópaköll, en síðan Þyt eftir Pál Pampichler Pálsson. Að því búnu ávarpaði Gunnar I. Birgisson, formaður stjómar Tónlist- arhúss Kópavogs, samkomuna. Fjall- aði hann um hugmyndina um sérhann- aðan tónlistarsal, sem runnin er undan rifjum Jónasar Ingimundarsonar pí- anóleikara og tónlistarráðunautar Kópavogsbæjar, og framkvæmdir við byggingu hússins, sem hann sagði hafa gengið óvenju hratt fyrir sig. Fyrsta skóflustungan var tekin í júní 1997. Sagði Gunnar Salinn til vitnis um það að hægt væri að gera góða hluti án þess að kostnaður keyri fram úr hófi. Salurinn kostar á bilinu 170-180 milljónir króna. Gunnar lauk máli sínu á því að óska Kópavogsbúum og landsmönnum öllum til hamingju með húsið. Skólakór Kársness steig síðan á svið og flutti þrjú lög, Hvað boðar nýárs blessuð sól? eftir Weyse, Fögnuð eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Kópavog eftir Jón S. Jónsson. Þórunn Björns- dóttir stjómaði flutningnum. Stórviðburður Sigurður Geirdal bæjarstjóri sté næstur í pontu. Sagði hann opnun hússins stórviðburð í menningarlífi Kópavogs, langþráður draumur væri orðinn að veruleika, tónlistin hefði hiotið veglegan samastað. I máli hans kom fram að strax hefði náðst víðtæk samstaða um „hina frábæru hugmynd Salur Tónlistarhúss Kópavogs, fyrsti sér- hannaði tónlistarsalurinn á íslandi, var tek- inn í notkun síðastliðinn laugardag að við- stöddum forseta Islands, öðru fyrirmenni og gestum. Orri Páll Ormarsson var á vett- vangi og hlýddi á tóna og talað orð. „SVONA gerum við þegar við byggjum tónlistinni aðsetur," sagði Jónas Ingimundarson pianóieikari. Hann átti hugmyndina að þvi að byggja sér- hannaðan tónlistarsal í Kópavogi. Jónasar" og upp frá því hefði það verið keppikefli hjá öllum aðilum sem að málinu komu að vanda til verksins. Að lokum beindi Sigurður máli sínu til tónlistarfólks landsins: „Þetta er ykk- ar hús, ykkar Salur og ég vil að þið takið þátt í að móta starfsemina í hon- um í framtíðinni. Nú er röðin komin að ykkur.“ Tónlistarskóli Kópavogs lagði hátíð- inni til næsta flytjanda en skólinn mun flytja inn í Tónlistarhúsið næsta haust. Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleik- ari lék verk eftir Turina, Soleares. Björn Bjamason menntamálaráð- herra ávarpaði því næst gesti. Sagði hann óbifanlega bjartsýni og fram- takssemi sannarlega hafa notið sín við byggingu „þessa glæsilega húss“ og skilað einstökum árangri á undra- skömmum tíma. „Framkvæmdin hefur einkennst af kærleika, einlægri þörf fyrir að búa sem best að tónlistinni. Þeirri list sem kallar á flesta flytjend- ur og áheyrendur alba listgreina í landinu." Flutti Bjöm öllum sem að verkinu hafa komið innilegar hamingjuóskir og nefndi Jónas Ingimundarson sérstak- lega. „Honum hefur tekist að virkja hinn alkunna frumkvæðis- og fram- kvæmdavilja stjómenda Kópavogs- bæjar í þágu tónlistarinnar. Húsið, sem þeir hafa hér reist, mun bera hróður bæjarins víða og kalla á marga til að flytja tónlist og njóta hennar.“ I máli ráðherra kom fram að öllum væri ljóst að Tónlistarhús Kópavogs yrði ekki heimili Sinfóníuhljómsveit- ar Islands. „Undanfarin misseri hef- ur menntamálaráðuneytið, í umboði ríkisstjórnarinnar, haft frumkvæði að skipulegum og vönduðum undirbún- ingi að smíði húss fyrir sinfóníu- hljómsveitina. Þannig hefur ríkis- valdið í fyrsta sinn tekið virkan og skuldbindandi þátt í því að láta hinn gamla draum um stórt tónlistarhús rætast. Verður brátt skýrt frá næsta áfanga vegna þess mikla mannvirk- is.“ Og Björn hélt áfram: „Með því að ráðast í smíði Tónlistarhúss Kópavogs hafa forráðamenn bæjarins slegið nýj- an tón. Á nýrri öld verðum við að láta hendur standa fram úr ermum við mannvirkjagerð og búa tónlist og öðru menningarstarfi viðunandi aðstæður í öllu tilliti. Allar athuganir sýna að menntun og menning eru með blóm- legu og fjölbreyttu atvinnulífi bestu forsendur byggðar og búsetu um land- ið allt. íslenska þjóðfélagið sjálft stenst raunar ekki samkeppni við ná- granna sína austan og vestan Atlants- hafs nema við búum tónlistarmönnum og öðrum listamönnum viðunandi starfsaðstöðu. Við eigum að setja okk- ur skýr markmið um tónlistar- og menningarhús. Svo vel hefur tekist til við stjórn efnahags- og þjóðmála á síð- asta áratug tuttugustu aldarinnar að við höfum alla burði til að tryggja stöðu okkar með nýjum menningar- mannvirkjum." Ótrúleg staðreynd Er Bjöm hafði lokið máli sínu var frumfluttur Tónaleikur eftir Fjölni Stefánsson, verk sem samið var sér- staklega í tilefni af opnunarhátíðinni. Flytjendur voru Martial Nai’deau, flauta, Einar Jóhannesson, klarínetta, Rúnar Vilbergsson, fagptt, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Ásdís Hildur Runólfsdóttir, víóla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Síðastur á mælendaskrá var Jónas Ingimundarson. Að hans hyggju er það ótrúleg staðreynd að risinn sé tón- listarsalur í Kópavogi, „nánast fyrir- varalaust og með ótrúlega litlu mál- æði“. Kvaðst Jónas kunna forsvars- mönnum Kópavogsbæjar bestu þakkir fyrir framtakið og nefndi Gunnar I. Birgisson sérstaklega í því samhengi. Þá gerði hann góðan róm að hljóm- burðinum í Salnum, galdur hans hafi verið leystur með farsælum hætti af sérfræðingum. Jónas lét í ljós efasemdir um að Sal- urinn breytti einhverju með stórt tón- listarhús, heimkynni fyrir Sinfóníu- + hljómsveit Islands, í huga. Kvaðst hann þó vonast til þess að hann myndi færa menn nær framkvæmdastiginu. „Ég veit að húsið kemur. Vona bara að menn misstígi sig ekki við fram- kvæmdina - tónlistin verður að ganga fyrir.“ Jónas sagði íslensku þjóðina margoft hafa haft tækifæri til að búa tónlistinni heimili, þau hefðu aftur á móti öll glatast - þar til nú. „Nú þurf- um við ekki að bíða lengur.“ Jónas sagðist vonast til þess að tón- listarmenn ættu eftir að kveikja bjart- an loga í Salnum og lauk máli sínu á þessum orðum: „Svona gerum við þeg- ar við byggjum tónlistinni aðsetur - og svona mættu fleiri gera!“ Opnunarhátíðinni lauk á tónlistar- flutningi. Fyrst lék Tríó Romance, þá Halldór Haraldsson píanóleikari, Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöng- kona og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og loks Blásarakvintett Reykjavíkur. Kynnir á hátíðinni var Björn Þor- steinsson framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAÐ VAR setinn bekkurinn þegar Salur Tónlistarhúss Kópavogs var tekinn í notkun. Alvöru tónleikasalur TÓIVLIST „Salurinn“ tekinn í notkun. Flytjendur voru Sktílahljómsveit Kópa- vogs, Skólakór Kársness, Ogmundur Þór Jóhannesson, Einar Jóhannesson, Rúnar Vilbergsson, Sigurlaug Eðvalds- dóttir, Ásdís Hildur Runólfsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Tríó Rom- ance, Halldór Haraldsson, Sigrún Eð- valdsdóttir, Selma Gunnarsdóttir, Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Blásarakvintett Reykjavíkur. Laugardaginn 2. janúar 1999. OPNUNARHÁTÍÐ fyrsta eiginlega tónleikasalar á Islandi fór fram sl. laug- ardag og hefur þessu mannvirki verið gefið nafnið „Salurinn“. Upphaflega var tónlistarhús þetta hugsað eingöngu til nota fyrir Tónlistarskóla Kópavogs og stærð salarins miðuð við not skólans, ásamt því sem þar mætti koma fyrir, þ.e. öðru en því sem tengist tónlist. Jónas Ingimundarson píanóleikari sá sér þarna leik á borði og fékk ráðamenn í Kópavogi til að breyta svo til, að salur- inn yrði stækkaður og svo búinn, að þama fengist fullgildm- tónleikasaiur. Þetta „samspil" Jónasar og ráðamanna í Kópavogi var svo endanlega uppfært sl. laugardag og verður það að segjast eins og er, að trúlega hefur slíkt sam- spil er hér átti sér stað aldrei verið upp- fært með jafn glæsilegum hætti, er „Salurinn" var formlega tekinn í notkun sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Þetta er alvöru tónleikasalur, er rúmar um 300 manns, fallega unninn og það sem mest er um vert að heyrðin er einstaklega góð, hvort sem flutt er talað orð eða tónlist. Herra Sigurbjöm Einarsson biskup blessaði húsið og þá mátti heyra, að nærri hvíslað orð barst um allan salinn án þess að notuð væru hljóðmögnunartæki. Eftir þessa fal- legu og látlausu húsblessun var blásið til hátíðar og flutt lúðra-fanfare eftir Mist Þorkelsdóttur, er hún nefndi Kópaköll. Þar á eftir kom Skólahljóm- sveit Kópavogs og flutti konsertverkið Þyt eftir Pál P. Pálsson. Bæði verk Mistar og Páls vom flutt undir stjóm Össurar Geirssonar og þá mátti heyra hversu vel þessi salur skilar miklum hljómi lúðurþeytara. Á eftir ávarpi formanns byggingar- nefndar, Gunnars I. Birgissonar, sem lýsti ýmsu er varðaði byggingarsögu hússins, en hann var aðaldrifkraftur framkvæmdanna, söng Skólakór Kárs- ness undir stjóm Þómnnar Bjömsdótt- ur sálmir.n Hvað boðar nýárs blessuð sól og þar á eftir lagið Fögnuð eftir Þorkel Sigurbjömsson og Kópavog eft- ir Jón S. Jónsson, en ljóðin við tvö síð- arnefndu lögin eru eftir Þorstein Valdi- marsson. Söngur bamanna hljómaði mjög fallega og eftir ávarp bæjarstjóra Kópavogs, Sigurðar Geirdals, lék efni- legur nemandi við Tónlistarskóla Kópavogs, Ögmundur Þór Jóhannes- son gítarleikari, smálag eftir Turina og þar gat að heyra hversu vel Salurinn skilar fíngerðri hljóman gítai-sins. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra ávarpaði samkomuna og af orð- um hans mátti skilja, að ekki væri langt í að „Stóri salurinn“ risi í Reykjavík, þar sem hýsa mætti starf- semi Sinfóníuhljómsveitar Islands, svo sem staðfest var í fréttum daginn eft- ir. Það sem í raun má telja megintón- listarviðburðinn á þessari hátíðarsam- komu var frumflutningur smáverks eftir Fjölni Stefánsson sem hann nefn- ir Tónaleik og er samið fyrir sex hljóð- færi. Þetta var eins konar „Skersó“, sérlega vel samið, er færi vel sem milliþáttur í lengra tónverki, eiginleg- um sextett. Flutningurinn var vel mót- aður og í raun eini gallinn við þetta verk er hversu stutt það var, því góð tónlist er aldrei of tímafrek. Jónas Ingimundarson píanóleikari var síðasti ræðumaður kvöldsins og hann á sér þann draum, að vegur tón- listar verði sem mestur hér á landi, sem hann með margvíslegum hætti hefur stuðlað að og nú síðast með því að eiga hugmyndina að Salnum. Jónas getur verið viss um að tilkoma Salar- ins verður íslensku tónlistarlífi mikil blessun. Fram að þessu hafði hljómgun Sal- arins verið reynd með lúðrasveit, barnakór, einleik á gítar, flutningi kammerverks og hinu talaða orði og er niðurstaðan sú, að Salurinn er alvöru tónleikahús. Það sannaðist enn betur á seinni hluta tónleikanna þegar Tríó Romance spilaði, en í tríóinu eru Guð- rún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Peter Maté. Þar mátti heyra hvemig Salurinn blandar saman flautuhljómi og tónfreku píanóinu, sem oftar en ekki fær of mikla endurómun í þeim sölum, sem hafa staðið til boða hingað til. Nú var hvellandinn horfinn og pía- nótónninn hljómaði mjúkur og falleg- ur. Þetta var enn meira áberandi í leik Halldórs Haraldssonar, er lék af Ust Scherszo í cís-moll op. 39 eftir Chopin. Píanó og fiðla komu vel út hjá Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Selmu Gunnarsdótt- ur er léku Romansa-Andalúsía eftir Sarasate og einnig píanó og söngur hjá Sigrúnu Hjámtýsdóttur og Önnu Guð- nýju Guðmundsdóttur, en þær fluttu . Vókalísuna eftir Rakhmanínoff. Tón- leikunum lauk með frábærum samleik félaganna í Blásarakvintett Reykjavík- ur, er fluttu smáútfærslu á íslenska þjáðlaginu Krummi svaf í klettagjá og einn þátt úr skemmtiverki eftir Jim Parker, þar sem líkt er eftir þeim dýr- um, er voru fyrrum meðal farþega á ferjuskipum Mississippifljóts. Á næstu mánuðum verða haldnir tónleikar, þar sem listamamenn munu þrautreyna salinn við flutning margvís- legrar tónlistar. Svo sem allir þeir, er voru á opnunartónleikunum, upplifðu, má ætla að hér hafi íslendingar eignast eftirtektarverðan tónlistarsal, alvöru tónleikahús, sem gera mun Kópavog að miðstöð kammertónlistar um ókomin ár. Þetta mun ekki aðeins hafa áhrif á tónleikahald heldur og skipta máli t.d. við hljóðhönnun „Stóra salarins“, sem væntanlega rís í Reykjavík innan fárra ára. Jón Ásgeirsson ^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.