Morgunblaðið - 05.01.1999, Síða 44

Morgunblaðið - 05.01.1999, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS llmsjón: Arnór (I. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn, Sandgerði MIÐVIKUDAGINN 16. desem- ber lauk haustsveitakeppni hjá okkur. Sigurvegarar urðu sveit Jóhannesar Sigurðssonar. Auk Jóhannesar spiluðu þeir Birkir Jónsson, Gísli Torfason, Randver Ragnarsson, Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson og hlutu þeir 138 stig. I öðru sæti varð sveit Vignis Sigursveinssonar með 115 stig. Og í þriðja sæti var sveit Þrastar Þorlákssonar með 105 stig. Miðvikudaginn 30. desember var haldið árlegt afmælismót Einars Júlíussonar og mættu 18 pör til að heiðra þennan mæta mann. Sigurvegarar urðu þeir Gísli ís- leifsson og Stefán Ragnarsson með 259 stig. I öðru sæti urðu þeir Héiðar Sigurjónsson og Vignir Sig- ursveinsson með 256 stig. I þriðja sæti voru þeir Karl Hermannsson og Birkir Jónsson með 252 stig. í fjórða sæti voru þeir Jóhann Bene- diktsson og Sigurður Albertsson með 247 stig. I fimmta sæti voru þeir Ævar Jónasson og Jón Gísla- son með 240 stig. Á morgun, miðvikudaginn 6. janúar, verður spilaður eins kvölds tvímenningur og eru menn hvattir til að mæta því það fer að styttast í meistaratvímenning félagsins. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Sendum bridsspilurum um land allt bestu óskir um gleðilegt nýtt ár. Við hefjum starfsemi á nýju ári mánudaginn 11. janúar nk. þá verður spilaður eins kvölds tví- menningur, Mitchell. Verðlaun verða veitt fyrir bestu skor í N/S og A/V. Skráning á spilastað í Þöngla- bakka 1. Suðurlandsmót í sveitakeppni Suðurlandsmótið í sveitakeppni 1999 verður spilað á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 8. janúar og laugardaginn 9. janúar nk. og hefst mótið stundvíslega kl. 18 á föstudegi. Reiknað er með að móts- lok verði um kl. 21 á laugardag. Mótið er jafnframt undankeppni Islandsmóts í sveitakeppni og öðl- ast 3 efstu sveitir rétt til þátttöku í undanúrslitum Islandsmótsins, sem fram fer í mars. Þátttaka tilkynnist til Guðjóns Bragasonar í vs. 560 9100, eða til Helga Grétars Helgasonar, hs. 482 2447 og vs. 482 3300. Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi miðvikudaginn 6. janúar. Keppnis- gjald er kr. 10.000 á sveit. Hótel Örk býður keppendum gistingu á mjög góðu verði, en gert er ráð fyr- ir að sveitarforingjar annist þau mál sjálfir. Bridsfélag Sigluíjarðar Mánudaginn 14. desember var spiluð þriðja og síðasta lota blandaðra hraðsveitakeppni, þar sem myndaðar voru sveitir með því að raða saman pörum úr Siglu- fjarðarmótinu í tvímenningi sem lauk 7. des. sl. Raðað var saman pari nr. 1 og 24, pari nr. 2 og 23 og svo framvegis. Lokaúrslit urðu þessi: Sv. Vilhelms Friðrikssonar 1176 (Vilhelm, Sveinn, Ingvar, Jón) Sv. Gottskálks Rögnvaldss. 1117 Sv. Þórleifs Haraldssonar 1115 21. desember sl. fór fram Siglu- fjarðarmót í einmenningi, „Egg- ertsmótið". Árið 1969 var fyrsta Eggertsmótið haldið en þá gaf Eggert Theódórsson fyrrum for- maður og ötull spilafélagi Brids- félags Siglufjarðar farandbikar sem spilað hefur verið um síðan. Fyrsti sigurvegari þessa móts árið 1969 var Hreinn Steinsson, nú fluttur fi~á Siglufirði, starfsmaður ISAL. Um þennan sama farand- bikar hefur verið spilað í 30 ár. Við upphaf mótsins mætti sonur Eggert heitins, Theódór og færði félaginu nýjan farandbikar að gjöf frá sér og Kristínu systur sinni í minningu föður þeirra, sem koma skal í stað þess eldri, sem nú verð- ur tekinn úr umferð og geymdur. Theódór, Kristínu og fjölskyldum eru hér með færðar bestu þakkir fyrir gjöfina. Einmenningsmeistari Bridsfélags Siglufjarðar 1998 varð Jóhann Stefánsson, sem hlaut 94 stig. Bogi Sigurbjörnsson 90 Reynir Arnason 89 Kristrfn Halldórsdóttir 86 Ólafur Jónsson 85 Benedikt Stefánsson 84 Árleg bæjarkeppni milli norður- bæjar og suðurbæjar fór fram mánudaginn 28 des. Spilað var á 12 borðum. Úrslit urðu þau að suðurbær sigraði með 383 stigum gegn 337 stigum norðurbæjar. Bestum árangri náðu: Birkir Jónsson, norðurbæ 96 Stefánía Sigurbjörnsd., suðurbæ 81 Bogi Sigurbjörnsson, suðurbæ 75 Ingvar Jónsson, norðurbæ 75 Hinrik Aðalsteinsson, suðurbæ 70 Aðsendar greinar á Netinu mbl.is -ALLTAf= e/TTH\SAÐ NÝTT mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is AUGLYSINGA STYRKIR Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1999. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefurtekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúru- verndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfun- arfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum veröi viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opin- berframlög til þeirra eða draga úrstuðningi annarra við þau." Stefnt er á úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 1999. Eldri umsóknir ber að endumýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma 569 9600. Reykjavík, 29. desember 1998. Þjóðhátíðarsjóður. TILKYNNINGAR Svensson heilsubúðin Frá 1. janúar 1999 starfar Svensson eingöngu sem póstverslun. Opið virka daga kl. 10—18. Sími 566 7580, fax 566 7516. Belís heilsuvörur ehf. Styrktarfélag vangefinna Vinningsnúmer í happdrætti félagsins 24. desember 1998 1. vinningur, Mercedes-Benz A 140 að verð- mæti kr. 1.700.000 nr. 15641. 2. -6. vinningur, bifreið að eigin vali, hver að upphæð kr. 500.000 nr. 4913, 5502, 13205, 14877, 15836. Félagið þakkar veittan stuðning. KÓPAVOGSBÆR Greiðslur húsaleigubóta Athygli er vakin á að sækja þarf um húsa- leigubætur fyrir hvert almanaksár. Umsóknir sem komu inn á árinu 1998 féllu úr gildi 31. desember 1998. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. janúar nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Félagsmálastofnunar, Fannborg 4. Féiagssvið Kópavogsbæjar. Tll_ SÖLU Framsalskrafa Garzóns og Pinochetdómur lávarða í London 25.11.'98 veita jafnræðis- og heimsreglu frönsku bylting- arinnar 1789 og mannréttindayfirlýsingar S.Þ. 1948 nauðsynlega nýja virkni. Skýrsla um samfélag, fæst í Leshúsi, Reykjavík. Happdrætti Sala á lausum miðum í Happdrætti Háskólans og SÍBS er í fullum gangi. Hægt er að hringja í síma 568 9780 og fá miða beint á kreditkort. Happahúsið Kringlunni. GERÐAHREPPUR Gerðahreppur 90 ára Hreppsnefnd Gerðahrepps færir öllum sínar bestu þakkir sem á einn eða annan hátt tóku þátt í 90 ára afmælishátíðarhöldum Gerða- hrepps á árinu 1998. Hreppsnefnd Gerðahrepps óskar landsmönn- um öllum þess að árið 1999 megi færa okkur gleði og hagsæld. Hreppsnefnd Gerðahrepps. ATVINNUHÚSNÆÐI Lögfræðingar — endurskoðendur Til leigu er herb., ca 25 m2, auk sameiginlegrar aðstöðu, s.s. biðstofu, afgreiðslu, fundarað- stöðu, kaffistofu o.fl. Sanngjörn leiga á góðu húsnæði sem ervel staðsett á besta stað í Reykjavík. Beiðni um nánari uppl. sendist afgr. Mbl. merkt: „E - 7162". FÉLAGSLÍF □ Hlín 5999010519 IV/V □ FJÖLNIR 5999010519 I □ EDDA 5999010519 III Konur athugið Fyrsti fundur Aglow á nýju ári verður í kvöld, (þriðjud. 5. jan.), kl. 20.00 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58—60. Kaffi, söngur, hugvekja og fyrir- bænir. Allar konur eru hjartan- lega velkomnar. Stjórn Aglow í Reykjavík. Ég er skínandi sói Hugleiðsla með Elíasi og kær- leiksaflinu Dífu þriðjudaginn 29. desember kl. 19.30. Aðgangseyrir 300 kr. Þú ert hjartanlega velkomin(n). KENNSLA Söngnámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa, byrjendur/ framhald. Námskeiðatími: 10. jan.—5. mars og 7. mars—7. maí. Esther Helga Guðmundsdóttir, söngkennari. S. 561 5727 og 699 2676.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.