Morgunblaðið - 05.01.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 05.01.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 51 PETREA ÓSKARSDÓTTIR + Petrea Óskars- dóttir, hús- freyja, Hóli, Sæ- mundarhlíð, fæddist í Hamarsgerði, Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði hinn 30. júní 1904. Hún lést á heiinili sínu 27. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Hallgrímsdóttir og Óskar Þorsteinsson er síðast bjuggu í Kjartansstaðakoti á Langholti. Systkini Petreu eru: Laufey, f. 2. júlí 1898, húsfreyja á Snæfellsnesi, látin. Helga, f. 22. janúar 1901, húsfreyja á Ögmundarstöðum, látin. Steingrímur, f. 1. maí 1903, lengstum bóndi á Páfa- stöðum á Langholti, látinn. Sig- urður, f. 6. júlí 1905, bóndi í Krossanesi í Vallhólmi, látinn. Ingibjörg, f. 20. desember 1906, látin. Margrét, f. 1. júlí 1908, lát- in. Vilhjálmur, f. 18. október 1910, búsettur á Sauðárkróki. Skafti, f. 12. september 1912, bóndi á Kjartansstöð- um á Langholti, lát- inn. Ármann, f. 1. jan- úar 1914, bóndi á Kjartansstaða-koti á Langholti, látinn. Guttormur, f. 29. des- ember 1916, fyrrum gjaldkeri hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga, Sauðárkróki. Uppeld- isbróðir Petreu er Ragnar Örn, f. 7. október 1921, húsa- smiður í Reykjavík. Petrea giftist hinn 3. júlí 1926 Jóni Sveins- syni, f. 14. maí 1887, d. 17. mars 1971, bónda á Hóli í Sæmundar- hlíð. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson, bóndi á Hóli og Hallfríð- ur Sigurðardóttir. Petrea og Jón eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Sveinn, bóndi á Hjallalandi, kvæntur Guðnýju Friðriksdóttur. Þau eiga sjö börn, álján barna- börn og eitt barnabarnabarn. 1) Grétar, bóndi á Hóli, kvæntur Ingibjörgu Árnadóttur. Þau eiga fimm börn og tvö barnabörn. 2) Óskar, kirkjuvörður í Víðistaða- kirkju, kvæntur Maríu Eiríks- dóttur. Þau eiga tvær dætur og fjögur barnabörn. 3) Sigríður, starfsstúlka á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, gift Har- aldi Hróbjartssyni, sem er lát- inn. Börn þeirra eru fjögur og barnabörnin tíu. 4) Bjami, bóndi á Hóli, kona hans er Guðrún Steingrímsdóttir. 5) Magnús, rafvirkjameistari á Akureyri, kvæntur Sigríði Sigtryggsdótt- ur, sem er látin. Dætur þeirra eru tvær og barnabörnin þrjú. 6) Margrét, sem er látin, hún var gift Sigurði Ólafssyni. Dætur þeirra era tvær og eitt barna- barn. Börn Jóns af fyrra hjóna- bandi og fósturbörn Petreu eru: 7) Sigurður, síðast Iyfsali á Sauðárkróki, sem er látinn, var kvæntur Margréti Magnúsdótt- ur. Börn þeirra era tvö og barnabömin fimm. 8) Bára, hús- freyja á Víðimel, gift Árna Jóns- syni, sem er látinn. Börn þeirra eru fimm, barnabörnin sautján og baraabarnabörnin níu. Petrea bjó til dauðadags á Hóli hjá sonum sínum Bjaraa og Grét- ari. Hún tók þátt í starfsenú Kvenfélags Staðarhrepps og var heiðursfélagi þess. Utför Petreu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Reynistað. Sumarið 1961 kom ég fyrst í Hól. Mér var mjög vel tekið af tilvon- andi tengdamóður minni. Virðing og næmur skilningur einkenndu fyrstu kynni mín af henni og var svo æ síðan. Við vorum reyndar þrjár ungar stúlkur þá sem giftust sonum hennar Petreu, Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja á Hóli, Sig- ríður heitin Sigtryggsdóttir, kona Magnúsar rafvirkja, og ég. Fyrsta jólagjöfin hennar til okk- ar Oskars var mynd sem táknaði trú, von og kærleika, sýndi á sér- stakan hátt hug Petreu heitinnar. Þessi þrjú orð hafa e.t.v. verið henni leiðarljós gegnum lífið, þó ekki meðvitað heldur hljómað þar eins og undiralda. Kynslóðin sem fæddist um og laust eftir aldamót- in þurfti svo sannarlega á trú og von að halda. Fátækt manna var mikil borin saman við kjör barna- barna þeirra nú á ofanverðri 20. öld. Lífsbaráttan var svo hörð, að unga fólkið nú til dags getur engan veginn gert sér í hugarlund, hvílík- ar hetjur forfeður þeirra voru. Þess vegna finnst mér aðdáunar- vert, hversu jákvæð og skilnings- góð Petrea var gagnvart ungu kynslóðinni. Hún hafði lifað tímana tvenna og samgladdist barnabörn- unum við að ganga inn í betri og þægilegri framtíð en blasti við henni á þeirra aldri. Hún naut þess að fylgjast með velgengni þeiira, en sorgin markaði einnig djúp spor í líf hennar. Einhverju sinni var það sem lífsgátan mikla var rædd, að hún eins og andvarpaði yfir því hve mörg dauðsföll höfðu verið á fáum árum: „allir þessir ekklar og ekkjur!“. En vonin glæð- ist með hverju nýju langömmu- barni sem fæðist. Oll eru þau vel- komin, já hjartanlega velkomin, því að börnin vora að mati Petreu auðurinn. Kærleikurinn náði einnig til þeirra fjölmörgu barna sem dvöldu sumarlangt á Hóli. Þakklætið yfir þeim auði bar oft á góma. Þakklæti til barna, tengda- barna og barnabarna var henni efst í huga síðustu árin. Símtölin norður síðasta árið gátu verið bæði sár og ei-fið, því vitanlega leið henni ekki alltaf vel. En samt var hún þakklát fyrir þetta litla þrek sem entist henni fram á ævikvöld. Föðuramman skipaði stóran sess í lífi barna okkar. Þess vegna langaði okkur til að þær yrðu fermdar í Reynistaðakirkju. Það voru yndislegar stundir í faðmi stórfjölskyldunnar, þar sem amma var í essinu sínu. Hún kunni sálm- ana utanbókar og brosti, þegar ég vildi rétta henni sálmabók. Við trúum því ekki enn að hún sé farin heim eins og sagt var í minni barnæsku og var þá átt við heimkynnin á himnum hjá föður okkar. Og svo finnur dótturdóttir okkar jólakort frá því 1986, einmitt í gær, hún var þá aðeins nokkurra mán- aða gömul. Þetta er varla tilviljun, syngjandi jólakort, frá langömmu, í skúffu, með þessu versi: Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himnahlið. (Stefán frá Hvítadal) Elsku Petrea mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. María Eiríksdóttir. Elsku amma okkar er dáin og við systurnar viljum kveðja hana með nokkram orðum. Okkur verður hugsað til allra góðu stundanna sem við áttum saman og minningarnar um ömmu á Hóli fylla hugann. Þegar við vorum stelpur hlökk- uðum við allan veturinn til að fara norður í Skagafjörðinn um sumar- ið. Þegar við síðan eignuðumst okkar börn var sama tilhlökkunin hjá þeim að fara í langömmusveit. Þarna hittist fjölskyldan sumar efth- sumar og oft var sofið í hverju horni. Við krakkarnii- fund- um upp á ýmsu; búleikur við læk- inn, söngvakeppni í hlöðunni, gönguferðir upp að vötnum, hesta- ferðir inn með Hlíðinni og berja- mór á haustin. Ekki þótti okkur veraa að fá að hjálpa til í fjósinu og við heyskapinn. Amma fylgdist stolt með barnahópnum, fátt gladdi hana meir en þegar húsið iðaði af lífi. Hún sagði sjálf að börnin væru auðurinn. Amma var höfðingi heim að sækja. Ekkert vai- nógu gott handa okkur. Það var með ólíkind- um hvað hún og Ingibjörg tengda- dóttir hennar gátu töfrað fram úr búrinu. Eldhúsborðið svignaði undan góðgætinu. Samband ömmu og Ingibjargar var mjög sérstakt. Ömmu fylgdi ávallt reisn og skör- ungsskapur. Hún átti það til að vera ráðrík en Ingibjörg tók því með miklu jafnaðargeði og saman héldu þær utan um heimilið. Amma talaði mikið um það síðustu árin hvað hún væri Ingibjörgu þakklát fyrir tryggðina. Um jólin sendi amma okkur alltaf pakka suður. Allar gjafirnar ilmuðu af hangikjötslykt. Amma gat ekki hugað sér að við fengjum ekki norðlenskt hangikjöt og laufa- brauð um jólin. Eftir að amma hafði komið suður í heimsókn íylgdu alltaf smjörstykki með. Amma hafði rekið augun í það að við smurðum brauðið með smjör- líki og eitthvað fannst henni það fátæklegt. Það skipti ömmu miklu máli að nóg væri að borða og menn tækju hraustlega til matar síns. Þegar við komumst á unglingsár- in kynntumst við ömmu betur. Ófá kvöldin sátum við inni í herbergi hennar og röbbuðum saman. Amma naut þess að segja okkur fi’á ævi sinni. Það birti yfii’ henni þegar hún sagði okkur frá æskuáram sínum að Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi. Við gátum endalaust hlustað á hana segja okkur sögur af æskuáram pabba og systkinanna. Eins gaf hún sér alltaf góðan tíma til að hlusta á okkur. Hún hafði áhuga á öllu sem rið tókum okkur íyrir hendur og fylgdist vel með hvort sem við vor- um hér heima eða erlendis. Þegar við hringdum norður urðu símtölin löng því amma vildi vita nákvæm- lega hvemig allt gengi. Hún sagði skilmerkilega frá og allt mundi hún þrátt fyrir háan aldur. Já það voru sannarlega forrétt- indi að eiga ömmu í sveit, ömmu sem var alltaf til staðar, alltaf heima á Hóli. Hvað allir væra að vilja út til útlanda var henni hulin ráðgáta. Það var henni nóg að sjá Mælifellshnjúkinn sinn út um eld- húsgluggann. Amma var lánsöm þrátt fyrir að lífið léki ekki alltaf við hana. Hún bjó í faðmi fjöl- skyldunnar til hinstu stundar. Það verður skrítið að amma verði ekki lengur til staðar næst þegar við verðum á ferðinni norður með fjöl- skyldu okkar. Elsku amma okkar, við kveðjum þig að sinni og þökkum þér allt það veganesti sem þú gafst okkur í líf- inu. Minning þín mun ávallt lifa með okkur. Guð geymi þig og verndi. Guðrún, Petrea og fjölskyldur. Mig langar til að minnast elsku- legi’ar ömmu minnar með fáeinum orðum. Ég tengdist ömmu sterk- um böndum strax í æsku, en ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa á heimili ömmu og afa fyrsta æviárið og rúmlega það, en þá flutti ég með foreldrum mínum og tveim systkinum í nýja húsið hin- um megin við lækinn. Þær vora ófáar ferðirnar í Hól að hitta ömmu og hygg ég að eftir að við eldri systkinin þrjú fóram aðeins að stálpast höfum við farið að minnsta kosti eina ferð á dag í Hól. Það var kannski ekki alltaf stoppað svo lengi, en það var ætíð jafn gott að koma til ömmu, það var svo gott þegar hún strauk lít- inn vanga og svo vora kleinurnar svo ofboðslega góðar á bragðið. Þú gafst þér líka alltaf tíma til að hlusta amma, þó að verkahring- urinn væri stór, mér fannst ég vaxa dálítið innan í mér eftir að hafa hitt þig, það var vegna þess að þú varst svo hlý við mig og sagðir svo mörg falleg orð og mér fannst ég vera svo miklu merki- legri stelpa á leiðinni heim. Þú varst líka oft að segja mér frá gamla tímanum og hvernig þú hafðir það þegar þú varst lítil stelpa í Hamarsgerði og á Mæli- felli í heimsókn hjá frá Petreu föð- ursystur þinni. Já, þær era margar æskuminn- ingarnar sem rifjast upp þegar ég minnist þín elsku amma og sem betur fer hittumst við líka af og til eftir að ég varð fullorðin og flutt að heiman. Það var alltaf jafn gam- an að sitja og spjalla og við töluð- um um allt mögulegt. Og þú alltaf með á öllu, þú fylgdist alltaf með okkur öllum og hvað við voram að gera, líka því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Við þreyttumst held- ur aldrei á því að tala um gamla tímann og hvernig allt var þá, þú mundir allt svo vel og sagðir svo skemmtilega frá, og ég fór alltaf ríkari heim. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá þér amma en þú sagðir samt að þú hefðir verið heppin. Þú vai’st líka heppin elsku amma að geta verið á fótum fram á síðasta dag og að geta alltaf búið hjá fólkinu þínu heima á Hóli. Ég þakka þér fyrir langa og góða samfylgd amma mín, ég mun alltaf minnast þín með gleði í hjarta því minningarnar um þig era svo góðar. Ég bið góðan guð að blessa minningu þína og vera með öllu fólkinu þínu. Sigríður Halldóra Sveinsdóttir. í örfáum línum langar okkur til að minnast ömmu á Hóli og þakka henni allt það sem hún var okkur frá okkar fyrstu tíð. Við systkinin nutum þess umfram hin barna- börnin að fá að hafa ömmu inni á okkar heimili þar sem hún gegndi veigamiklu hlutverki við uppeldi okkar og umsjón. Samband henn- ar og móður okkar var alla tíð mjög gott og þær voru hvor annarri mikils virði. Það vora for- réttindi okkar að fá að alast upp í faðmi stórfjölskyldunnar þar sem kynslóðirnar miðla hver til ann- arrar sinni reynslu. Þú lifðir fyrir þína fjölskyldu og þitt fólk, og fylgdist vel með því hvað börnin, barnabörnin og síðar langömmu- börnin vora að aðhafast hverju sinni. Þú varst víðsýn og ráðagóð og til þín leituðum við oft með okkar spurningar og þú sagðir'^ þína meiningu á hlutunum og varst svo hreinskiptin, það var hluti af því veganesti sem þú lagð- ir okkur til útí lífið, að vera maður sjálfur og vera umfram allt hreinn og beinn. Þær era margar minningamar sem koma fram í hugann er litið er til baka og þær era okkur svo mik- ils virði og ylja okkur í dag. Við munum svo vel stelpurnar þegar við voram að fara í skólann og þú eldaðir hafragrautinn og fléttaðir tvær fléttur í hárið á okkur áður en við fóram. Þær vora margar bænirnar sem þú kenndir okkur og sögumar sem þú last. Elsku amma okkar, nú ertu á leið í önnur heimkynni og verður í faðmi Guðs, en við tráum því að þú munir áfram fylgjast með okkur. Nú er leiðir skilja um sinn viljum við að lokum þakka þér fyrir allan þann kærleika, þá ástúð og um- hyggju sem þú umvafðir okkur alla tíð. Frá Hamarsgerði að Hóli heimurinn ekki er stór. Um ævina sína alla Hún amma þetta fór. A Mælifellshnjúkinn háa hún horfði um langa hríð Hún unni því fagra fjalli affestuumallatíð. Það mótaði hennar huga hátt yfir kærri byggð. Þarvildihúndvelja,duga dáðríkisýnaogtryggð. í Hlíðinni vildi hún búa í Hlíðinni átti hún skjól. - - Að ungviði öllu hlúa hún elskaði það og Hól. Umhyggjan sem okkurveittir yljar best á sorgarstund. Litlir fætur lúnir, þreyttir löngum sóttu á ömmu fund. Amma, þú varst alltaf heima okkur gafstu hlýju og skjól. Því mun ekkert okkar gleyma. Öllviðmunum þigogHól. Þú ert horfin, elsku amma æðri brautir himins á. Eftir ævi eina, skamma aftur fáum þig að sjá. (SFT) Guð blessi minningu þína. Árni, Petrea, Margrét, Jóhanna og Jón. + Ástkær amma mín og uppeidismóðir, LAUFEY KJARTANlA BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis á Kleppsvegi 118, lést á Hrafnistu við Laugarás aðfaranótt laug- ardagsins 2. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja og vina, Laufey Björnsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALUR SIGURBJARNARSON, vistheimilinu Viðinesi, áður Skúlagötu 68, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 6. janúar nk. kl. 13.30. Sigurbjörg Valsdóttir, Halldór Bjarnarson, Katrín Valsdóttir, Þóroddur Árnason, Þorvaldur Valsson, Janína Laskowska, Rúnar Valsson, Inga Sonja Eggertsdóttir, Aðalheiður Valsdóttir, Agnar Hávarðsson, barnabörn og barnabarnabörn. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.