Morgunblaðið - 05.01.1999, Side 52

Morgunblaðið - 05.01.1999, Side 52
I ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ * JONAS BJARNASON + Jónas Bjamason fæddist í Hafn- arfirði 16.11. 1922. Hann lést á heimili sínu að Kirkjuvegi 4 í Hafnarfirði að- faranótt 26. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans vora Bjarni Snæ- björnsson læknir í Hafnarfirði f. 8.3. ^ 1889 d. 24.8. 1970 og Helga Jónasdótt- ir húsmóðir og barnakennari, f. 21.12. 1894, d. 2.6. 1989. Jónas var elstur fimm systkina. Næstur honum var Snæbjörn tæknifræðingur f. 1924, d. 1981, kvæntur Aslaugu Magnúsdóttur húsmóður, f. 1924, þá Málfríður lyfjafræð- ingur f. 1925 gift Jóni Magnúsi Guðmundssyni bónda og fyrr- verandi oddvita í Mosfellssveit, þarnæst Bjarai Bjarnason f. 1926 löggiltur endurskoðandi kvæntur Ölmu Thorarensen húsmóður f. 1926. Yngst var Kristjana húsmóðir f. 1928, d. 1990, eftirlifandi maki hennar er Björn Tryggvason, f. 1924, fyrrv. aðstoðarbankastjóri. Jónas kvæntist Jóhönnu Tryggvadóttur, forstjóra, f. 1925 árið 1948. Þau bjuggu aila tíð í Hafnarfirði. Böm þeirra eru 1) Bjami, f. 1949, heimilis- Iæknir, kvæntur Önnu S. Guð- mundsdóttur, f. 1949, meina- tækni. Börn þeirra eru: Jóhanna Bryndís, f. 1974, laganemi, Ólöf ___Kristjana, f. 1978, stúdent, Bjar- ney Anna, f. 1984, nemi og Jónas f. 1986, nemi. 2) Tryggvi f. 1951, kírópraktor, kvæntur Sigur- laugu Kristínu Hraundal, f. 1957, verslunarmanni. Böm þeirra eru: Jóhanna, f. 1979, menntaskólanemi, Óskar Hraun- dai, f. 1981, menntaskólanemi og Tryggvi Kristmar, f. 1987, nemi. 3) Helga, f. 1955, bóklialdari, gift Snæbirni Geir Viggóssyni, f. 1952, framkvæmdastjóra. Böra þeirra eru: Bjarai, f. 1978, stúd- ent. Steinar, f. 1982, iðnnemi og Jónas, f. 1985, nemi. 4) Jónas, f. 1956, doktor í líffræði, kvæntur Eiríksínu Kristbjörgu Asgríms- jr dóttur, f. 1960, kennara í Hafn- arfirði. Böm þeirra eru: Guð- björg Oddný, f. 1985, nemi, og Helga Dagný, f. 1987, nemi. 5) Her- dís, f. 1958, hjúkrun- arfræðingur, gift Brynjari Þórssyni, f. 1958, viðskiptafræð- ingi og fjármála- stjóra. Böra þeirra eru Jónas Þór, f. 1986, nemi. Elísabet, f. 1992, og Katrín, f. 1996. 6) Jóhanna „Jonna“ Jónasdótt- ir, f. 4.8.1964, d. 4.8. 1964. 7) Jóhanna, f. 4.8. 1964, leikari. 8) Ásgeir, f. 1971, trésmiður. Jónas varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942, og laukjprófi frá lækna- deild Háskóla Islands árið 1949. Hann starfaði sem aðstoðar- maður héraðslæknisins á Sel- fossi árið 1949 og hérðaðslækn- isins í Hafnarfirði sama ár. Árið 1950 varð hann aðstoðarlæknir á fæðingardeild Landsspítalans fram til ársins 1952. Þá fór hann í framhaldsnám til Banda- rikjanna og vann við kvensjúk- dóma- og fæðingardeild The Swedisli Hospital í Minneapolis í Minnesota í tvö ár. Á þeim tíma var hann einnig um tíma við Northwestern University Hospital í St Pauls. Auk þess tók hann þátt í námskeiðum við Cook County Hospital í Chicago. Hann var starfandi læknir í Hafnarfirði og Reykja- vík á áranum 1954-6 en frá 1957 var hann yfirlæknir á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði til 1992. Hann stofnaði Læknastöð- ina í Glæsibæ í Álfheimum. Hann var formaður Krabba- meinsfélags Hafnarfjarðar um árabil. Þá var hann einnig um tíma formaður Júdódeildar Ár- manns og einn af stofnendum Heilsuræktarinnar í Glæsibæ. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti sæmdi Jónas riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1993 fyrir störf að heilbrigðismálum. Utför Jónasar Bjarnasonar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfírði í dag, þriðudaginn 5. janúar, og hefst athöfnin kl. 13.30. Takk fyrir: Að fá að njóta ástar þinnar, hlýju og umhyggju. Að fá að læra af þér virðingu fyr- ir manninum og lífinu. Að vera vinur minn og félagi. Hógværð þína og lítillæti. Visku þína og dómgreind. Andlegan styrk. Þann eiginleika að dæma aldrei aðra, heldur frekar leiðbeina. Að alltaf gat ég leitað til þín með mín vandamál og fengið góð ráð. Að fá að geyma í minningum mínum hlýjan föðurfaðm. ** Að hugga mig og styrkja þegar mér leið illa. Að láta mig aldrei finna fyrir því að þú hefðir aldrei tíma eða þrek til að tala við mig, þrátt fyrir mikið annríki á spítalanum og í vinnunni. Að uppgötva mikilvægi fjölskyld- unnar og gildi hennar. Að kenna mér að meta friðhelgi heimilislífs. Að hafa tekið á móti börnunum okkar Binna. Að hafa verið læknir minn. Að láta mig finna fyrir lífsgleði g og kenna mér að miðla því til ann- arra. Að hafa treyst mér og borið virð- ingu fyrir mér sem hjúkrunarfræð- ingi og hafa fengið að hjúkra þér í veikindum þínum. Að láta mig vita að raunir lífsins er til að sigrast á og nýta til þroska, ekki til stöðnunar. k Að láta mig, börnin okkar og Binna vita að þú ert ávallt nálægur, þrátt fyrir nú annað og ríkara til- verustig í dag. Elsku pabbi að vera þú, þá nú og ætíð. Takk, þín dóttir, Dísa. Ég datt í lukkupottinn, þegar ég fæddist og við pabbi urðum sam- ferðamenn. Á þeim tíma gat maður ekki valið sér foreldra frekar en í dag, en ég var heppinn. Hvað er annars hægt að segja um föður, sem var Ijúfur, nærgætinn, þolin- móður og jákvæður. Með hæglátu fasi sínu, yfirvegun og hlýlegu brosi hafði hann þau áhrif á umhverfí sitt, að auðvelt var að finna fyrir hlýj- unni, öryggiskenndinni og þeim trausta bakhjarli, sem hann var. Og svo skipti hann aldrei skapi. E.t.v. var það veikleiki hans að vera of góður í sér, of mikill friðarsinni, sem hataði að eiga í útistöðum við nokkurn mann. Fyrir vikið var hann elskaður, dáður og virtur. Ég man lítið eftir fyrstu árunum heima á Kirkjuvegi 4 öðru vísi en að pabbi væri alltaf í vinnunni. Þegar fram liðu stundir varð mér ljóst, að vinnuþrek mannsins var með ein- dæmum mikið. Venjulegur vinnu- dagur hófst fyrir allar aldh- á St. Jósefsspítala með uppskurði eða annars konar aðgerð. Síðan var geyst heim í hádeginu, koss handa mömmu og glas af ávaxtasafa tekið á hlaupum, henzt út í bfl og inn á læknastofu í Reykjavík, þar sem MINNINGAR tekið var á móti u.þ.b. 30 sjúkling- um þann daginn. Heim kom hann um kvöldmatarleytið, gjarnan á bakvakt íyrir spítalann, og fór snemma í háttinn til að geta mætt nýjum vinnudegi. Ég er anzi hræddur um að staðlaðar vinnu- tímareglur frá Brússel hefðu aldrei passað fýrir Jónas Bjai-nason, hvorki íyrr né síðar. Ekki verður annað séð en læknisstarfið hafi leik- ið í höndum hans. Sjúklingarnir dáðu hann upp til hópa og hafa margir hverjir tjáð mér í seinni tíð, að það hafi verið manneskjan í lækninum Jónasi, sem hreif hvað mest. Hann virtist alltaf geta gefið sjúklingunum nægan tíma, hlustaði og huggaði. Þrátt fyrir gífurlegt vinnuálag fór aldrei milli mála að æðsta tak- mark pabba var að búa fjölskyldu sinni öruggt skjól og gott heimili. Það er auðvelt að vitna um, að þar var aldrei hægt að hugsa sér neitt betra. Hin seinni ár lýsa bezt æðrulaus- um manni, sem bar hvorki tilfinn- ingar sínar né þrautir á torg. Þegar heilsu hans hrakaði á liðnu hausti var hann reiðubúinn að berjast, þótt við ofurefli væri að etja og hon- um væri það fyllilega ljóst. Mér er til efs að þægilegri sjúklingur hafi verið til og það var svo auðvelt að finna fyrir þakklæti hans út af sér- hverju smáatriði, sem gert var fyrir hann. Þegar ljóst var að hverju stefndi var það honum kappsmál að komast heim á Kirkjuveg. Það var fóður mínum ómetanlegt og fyllti hann þakklæti, þegar honum var gert kleift fársjúkum að útskrifast til síns heima nokkrum vikum áður en kallið kom. Það hefði aldrei tek- izt, ef ekki hefði komið til frábær umönnun Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og aðstoð Sigrúnar svo fátt eitt sé nefnt. Pabbi kvaddi þennan heim með stæl. Það kom aldrei annað til greina í hans huga er nær dró jól- um en að hafa jólaboð á jóladag, fyrir börn sín, tengdabörn og barnabörn að Kirkjuvegi 4 eins og öll hin árin. Hann pantaði sjálfur tvo kalkúna eins og venjulega hjá Fríðu systur sinni og Jóni á Reykj- um, enda von á 28 manns í matinn. Síðan var eldað og allt það bezta tínt til. Eini munurinn í ár frá fyrri ánim var sá að nú lá heimilisfaðir- inn dauðvona í rúmi sínu í stofunni í faðmi fjölskyldunnar. Þennan jóla- dag héldust í hendur á Kirkjuvegi 4 gleði jólahátíðarinnar og sorgin, sem fylgir yfirvofandi viðskilnaði ástvinar. Þegar fólk fór að tygja sig til heimferðar að kvöldi jóladags hrakaði pabba skyndilega og nokkrum klukkustundum síðai- var hann allur, umvafinn sínum kær- ustu. Hann hélt sitt jólaboð og kvaddi svo. Magnaðri kveðjustund er tæpast hægt að hugsa sér. Fjölskylda mín stendur í ómetan- legri þakkarskuld við alla aðila, sem gerðu pabba kleift að dvelja heima fram í andlátið. Hvfl í friði, elsku pabbi, og þakka þér fyrir allt. Bjarni. Nú þegar komið er að leiðarlok- um hjá mínum kæra tengdaföður Jónasi Bjarnasyni er erfitt að setj- ast niður til að rita minningarorðin. Ástæða þesss er sú að ótal endur- minningar fylla hugann og hann reikar víða. Það er líka erfitt að festa eitthvað niður á blað þegai’ sorg og söknuður eru allsráðandi. Þakklæti er mér einnig ofarlega í huga, þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum, mannkostum hans og einstaklega ljúfri lund. Hann lærði líklega aldrei að segja nei. Ég kynntist honum fyinr 18 ár- um og það fyrsta sem við gerðum saman var að horfa á lélegan vestra í sjónvarpinu. Hann sagði ekki margt þessa kvöldstund, hann var nefnilega svolítið feiminn. En ég komst að því þetta kvöld að það var þægilegt að þegja með honum og hann hafði einstaklega ljúfa nær- veru. Það er ekki hægt að þegja með hverjum sem er en það var gott að þegja með Jónasi. Við áttum oft eftir að þegja saman þessi ár sem eftir lifðu. Um helgar fór ég oft til þeirra á efri hæðina eða yfir göt- una eftir að við fluttum á Kirkjuveg 5. Ég fór til þess að lesa helgar-DV, þá sat hann á sínum stað í blóma- skálanum og las. Við heilsuðumst, hann sagði mér hvar blaðið var eða rétti mér það þegjandi. Ég gerðist síðan áskrifandi að DV og sá alltaf pínulítið eftir því og enn meir í dag. Víð lásum og þögðum og það var þægilegt, engar kröfur, hann Jónas gerði ekki miklar kröfur, hvorki til samferðamanna sinna né lífsins. Hann var sá sem gaf af sér, lifði fyrir vinnuna og fjölskylduna og krafðist einskis á móti. En hann gat líka talað og var sögumaður mikill, hann sagði skemmtilega írá og mér eru það ógleymanlegar stundir sem við átt- um mörg gamlárskvöld á umliðnum ái-um ég og fjölskylda mín með hon- um og Jóhönnu og stundum öðrum úr fjölskyldunni. Þegar borðhaldi var lokið gekk Jónas ævinlega eftir vegi minninganna og fór að rifja upp. Hann sagði frá atburðum og fólki á skemmtilegan og lifandi hátt og ég naut þessara stunda. Oft sát- um við ein eftir meðan aðrir voru að sýsla eða horfa á sjónvarpið, þetta voru sérstakar og eftirminnilegar stundir sem verða mér alltaf kærar. Hann talaði mikið um þann tíma sem hann var á sjó á sínum yngri árum og hugsaði til þess tíma með hlýju og eftirsjá. Sjórinn átti greini- lega sterk ítök í honum og einnig uppvaxtarárin því hann talaði um þau með sérstakt blik í augum. Aldrei talaði hann illa um nokkurn mann. Hann var mikill matmaður og á ég eftir að sakna þess að eiga ekki von á honum og Jóhönnu í mat fljót- lega. Hann var einstaklega góður kokkur og matargestur því hann spurði réttu spurninganna um inni- hald og krydd, hann var líka algjör- lega hreinskilinn ef honum fannst einhver samsetning undai-leg. Það var gaman að gefa honum að borða því hann kunni að sýna þakklæti. Ég stríddi honum oft á því hvað hann staldraði stutt við eftir mat- inn. Hann fór alltaf rétt fyrir átta því hann var afar sérvitur hvað við- kom sjónvarpsfréttunum, hann varð að horfa á þær í eigin sjón- varpi. Ég held það hafi verið eina sérviskan sem hann leyfði sér. Hann var svolítið stríðinn og hafði næmt auga og eyra fyrir prakkaraskap og átti oft til að fífl- ast eitthvað í manni og hafði gaman af að segja frá alls kyns uppátækj- um úr uppvexti sínum. Ég gæti haldið áfram endalaust en að lokum vil ég minnast hans sem yndislegs persónuleika sem vai- höfuð sinnar stórfjölskyldu, hann veitti öryggi, var alltaf til staðar, boðinn og búinn að hjálpa, var rólegur, yfirvegaður og ráða- góður. Hann var líka grallari sem auðvelt var að gleðja. Hann er búinn að vera nágranni okkar í tólf ár, fyrst bjuggum við í kjallaranum í fjögur ár og síðan fluttum við yfir götuna á æskuheim- ili hans sem foreldrar hans byggðu. Tilhugsunin um að hafa hann ekki lengur hjá okkur er þungbær og dætur okkar Jónasar sakna afa síns mikið en minningarnar eru dýr- mætar og ljóslifandi og verða það áfram. Baráttu þinni er lokið. Hvíl í friði kæri tengdafaðir og vinur. Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir. Elsku besti afí minn, þá er komið að kveðjustund. Við getum víst ekk- ert að þessu gert, við ráðum víst svo ótrúlega litlu í þessum heimi. Afi, manstu þegar við fórum í bæinn, þú, ég, Jóhanna systir mín og íris frænka, og keyptum skær- bleiku og grænu griflurnar og gaddabelti, sem vai- þá í tísku. Þér leist nú ekkert á þessa nýjustu tísku, en keypti þetta engu að síður handa okkur og mikið vorum við lukkulegar. Afi, þú áttir svo auðvelt með að gleðja aðra. Ég man líka hvernig við kvödd- umst oft á sérstakan hátt. Eftir koss á kinnina, þá strauk ég minni kinn við þína. Þetta var skemmti- legast þegar þú varst ekki nýbúinn að raka þig. Þá fann ég hvernig skeggbroddarnir kitluðu kinnina mína. Þetta var svona sérstakur afakoss. Ég man þegar þið amma gáfuð okkrn- Jóhönnu Stiga-sleðana í jóla- gjöf. Þetta er án efa ein minnistæð- asta jólagjöf sem ég hef fengið. Rosalega notuðum við þá mikið. Við eigum þá ennþá, þeir eru niðri í kjallara og ekki að sjá á þeim að þeir séu orðnir meira en fimmtán ára gamlir. Við fórum líka stundum í sund saman. Og oft enduðu sundferðirn- ar í ísbúð, enda hefur fjölskyldan á Kirkjuvegi 4 alltaf verið mikið fyrir ís. Það var alltaf til ís hjá ykkur ömmu. Mantu eftir því þegar amma var einu sinni að panta ís fyrir boð á Kirkjuveginum. Þegar amma hafði lokið við pöntunina spurði af- greiðslustúlkan í hvaða ísbúð ætti að senda ísinn. Amma sagði nú bara á Kirkjuveg 4, Hafnarfirði. Það hef- ur stúlkunni eflaust fundist nokkuð skrítið, en fjölskyldan átti ekki í erfiðleikum með að klára ísinn. Þegar ég fór síðan að hjálpa ykk- ur ömmu í garðinum og við heimil- isstörfin var ég svo heppin að kynn- ast þér enn betur. Það var alltaf jafn gaman að taka sér hvfld frá störfum, fá sér Remi-kex, bláber með rjóma eða annað góðgæti úr eldhúsinu, og setjast hjá þér í blómaskálanum. Það var svo ánægjulegt og fræðandi að sitja með þér, ræða við þig um daginn og veginn og hlusta á þig tala um til- gang lífsins, hvað væri mikilvægt í lífinu og hvernig maður ætti að reyna að fá sem mest út úr því. En núna ertu farinn, elsku afi minn. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Alla jóladagana á Kirkjuvegi 4, alla sunnudags- morgnana sem þið amma komuð til okkar í morgunkaffi, allar ógleym- anlegu stundirnar, alla hvatninguna og stuðning. Takk fyrir allt og allt. Þeir gerast vart betri mennirnir en þú, elsku afi minn. Hvfl í friði. Þín Ólöf Kristjana (Olla). Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi minn. Nú ertu farinn og kemur ekki aftur. Á svona tímamót- um rifjast margt upp og allar þær yndislegu samverustundir sem við áttum saman streyma í gegnum hugann. Manstu þegar þú og amma kom- uð alltaf á sunnudagsmorgnum eftir sund í kaffi til okkar á Hringbraut- ina. Þá var nú talað um allt milli himins og jarðar. Eða sumarið sem við frændsystkinin unnum hjá þér og ömmu. Við komum inn í hádegis- mat og þú sast í þínu sæti við eld- húsborðið eða í blómaskálanum. Það vai- oft rætt um daginn og veg- inn. Eftir mat varstu vanur að gefa okkur ís, sjaldan hef ég borðað jafn marga ísa og sumarið sem við unn- um hjá ykkur, þú sást alltaf um að til væri nægur ís. Það varst þú sem kenndir mér að safna frímerkjum. Ég man eitt sinn þegar þú og amma voruð í heimsókn. Eg sýndi þér frí- merki sem mér hafði áskotnast. Þú sagðir mér hvað gera þyrfti við frí- merkið. Ég skaust upp líkt og eld- ing og kom því í verk, hljóp niður til að hlusta á samræður ykkar eldra fólksins, ekki get ég nú sagt annað en að þessar samræður hafa kennt mér margt. Ég minnist líka allra jólaboðanna á Kii’kjuvegi 4 á jóladag. Þai’ varst þú oftai’ en ekki hrókur alls fagnað- ar og skarst kalkúninn með slíkum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.