Morgunblaðið - 05.01.1999, Side 58

Morgunblaðið - 05.01.1999, Side 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ljóska Ferdinand Flugkappinn frægi úr fyrri heimstyij- Kæmi það að gagni ef ég héldi í lopp- Eins og til dæmis til 1918? öldinni er dapurlegur á svipinn... una hans smá stund? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Einhæfni á landsbyggðinni Frá Helga Sigfússyni: TÓMAS Ingi Olrich skrifaði í Mbl. á aðfangadag um hagsmuni lands- byggðarinnar. Eg las greinina, því ég hef áhuga á landsbyggðarmálum - sérstaklega ef þingmaður í mínu kjördæmi á í hlut. Að vísu var greinin stofnana- leg og það vottaði fyrir þessum pirr- ingi, sem eirikennir suma ... Að Svanfríður Jónasdóttir „sé ekki nýliði í stjórnmálum, þótt minnið sé stutt“. Hún er einfaldlega að tala um blákaldan veruleikann í Mbl. á Þor- láksmessu. Og ef hennar minni er stutt - ja, þá er það ekki neitt hjá mörgum við Austurvöll. Þensla á höfuðborgarsvæðinu, einhæfni í atvinnulífínu, fólksflutn- ingar af landsbyggðinni og hvað þetta heitir nú allt saman - byrjaði einfaldlega þegar vitlaus stefna var tekin í fiskveiðimálunum. Eins og mannfræðingurinn sagði: „það var valið það vitlausasta af öllu vitlausu“! Tökum bara eitt dæmi; fjórþætt, sem hefði reynst betur í tímans rás: I. Togveiði-kvótaúthlutanir sniðn- ar að landshlutum eða kjördæmum - landhelgin eins og er. II. Netaveiði, nema grásleppu- og kolaveiði - utan við 15 mílur. III. Dragnót að mestu bönnuð - allt árið. IV. Krókaveiðar (trillukarlar) frjálsar allt árið. Hér í Hrísey og á Dalvík væru ör- ugglega fleiri trillukarlar, ef eitt- hvað í líkingu við ofangr. hefði verið valið. Það þýddi fleiri fjölskyldur, fleira fólk, betri og meiri fisk að landi, minni mengun, meiri atvinnu í kringum undirstöðuatvinnuveginn - ergo, fjölþættara atvinnulíf og minni fólksflutningar. Og síðast en ekki síst; það væri sátt meðal fólksins í landinu. Það er engin sátt um þessi mál eins og er, og fólk er farið að grípa til vopna, eða eins og Ellert B. Schram segir í Mbl. 20. desember sl.: „Ef menn halda áfram að berja höfðinu við steininn, finnst kannski sú vitglóra í þessari vitleysu allri, að átökin um kvótann verði á endanum átök um þau mannréttindi sem eru varin í stjórnarskránni. Kannski þarf að skerpa línurnar á milli þeirra, sem vilja standa vörð um forréttindin, og hinna, sem vilja standa vörð um jafnræði. Þá er kominn tími til að grípa til vopna sinna.“ Að lokum er hér vísa, sem ég til- einka stjórnarþingmönnunum 17 - með stutt minni, en Hæstarétti og háskólaprófessorum að muna vel. Það var húsgangsþrællinn forð- um hjá Terenito sem kvað: Ef þeir lofa, lofa ég með; lastiþeir, ég já við kveð; ef þeir neita, er ég með því; ef annað segja, þar er ég í; það er í heimi happalist og hleypur frí. HELGI SIGFÚSSON, Austurvegi 25, Hrísey. Börnin og fíkniefnin Frá Samúel Inga Jónssyni: ÖLLUM sem lenda í klóm fíkni- efnaneyslu er voði vís. Ég vil af þeim fjalla um þá sem í mestri hættu eru, ungviðið, börnin okkar, von þjóðarinnar um vöxt, viðgang og velferð okkar í framtíðinni. Nokkur dæmi vil ég nefna til þó alls ekki séu þau einhlít á nokkurn hátt. Barn sem lendir í einelti kemst í þá ömurlegu aðstöðu að eineltið brýtur niður sjálfstraust og sjálfs- mat þess. Barnið fer að tráa því sem eineltið skapar að það sé von- laust, ljótt, heimskt o.s.frv. Afleið- ingin verður að barnið fer að ná sér í athygli og viðurkenningu með öf- ugum formerkjum. Hnupl til að kaupa vini og vera töff og lygin verður allsráðandi í stóru sem smáu. Barn í þessari aðstöðu er því ákjósanlegt fórnarlamb fíkniefna þar sem heilbrigt sjálfsmat þess er ekki til staðar og víman verður um skamma stund vinur þar sem barn- inu líður vel, napurt en satt. Neyslufélagar eru margir á sama báti hvað þetta varðar, halda hópinn þétt saman og órjúfanleg „vinátta" myndast þar sem markmiðið er það sama hjá öllum; að vera í vímu. For- vitnin verður einnig mörgum að falli þar sem hópvitund félaganna gefur ákveðna mynd af fíkniefnunum. Allt er gert til að upphefja vímuna, að slá efnunum upp sem skaðlausum, að lítil hætta sé á að festast í fíkn- inni eða bera tjón af. Þeir sem harð- ast ganga fram í áróðri um að efnin séu skaðlaus eru fíkniefnasalarnir sjálfir sem láta sig það engu varða hvort þeir verði valdir að dauða barnanna okkar. Einnig kemur til tíska, þar er á ferðinni margslungið fyrirbrigði þar sem saman fer lífs- munstur, ríkjandi viðhorf, tónlistar- stefnur, fatatíska og fyrirmyndir. Allt þetta er svo markaðssett sem ákveðinn „kúltúr" og hefur sln áhrif. Eitt það ömurlegasta er hvernig sala og dreifing fíkniefnanna fer fram. Oft eru það bömin sem sjá um þennan þátt. Böm sem leiðast út í neyslu þurfa að sjá sér fyrir efn- um eins og aðrir neytendur og þekktasta aðferðin er að fara út í sölu sjálf. Þegar svo er komið er oft- ast um að ræða sölu til jafnaldra og þeirra sem yngri eru; „selja niður fyrir sig í aldri". Ef skoðuð eru síð- ustu 20 ár kemur í ljós að neysla eykst í bylgjum, aldurinn færist nið- ur, yngri árgangar koma inn, neyt- endahópurinn stækkar. Aldur virkra neytenda er kominn niður fyrir 12 ára aldur og kemur ekki til með að stoppa þar eins og sjá má í öðmm þjóðfélögum í kringum okk- ur. SAMÚEL INGIJÓNSSON, Hlíðai-smára 5, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.