Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 25 LISTIR Hamrahlíðar- hljómurinn TÖJVLIST Listasafn fslands KÓRTÓNLEIKAR Hamrahh'ðarkórinn söng íslenska kórtónlist; Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnaði. Mánudagskvöld kl. 20.30. HAMRAHLÍÐARKÓRINN hef- ur sérstöðu meðal íslenskra kóra. Hann er þekktur fyrir tæran, fagran hljóm; þessi hljómur hefur verið auðkenni hans um árabil. Kórinn er í stöðugri endurnýjun eðli sam- kvæmt, og ekki geflð að hann sé eins skipaður frá ári til árs. Þeim mun erfiðara og meira starf felst i upp- byggingunni. Þeim mun markvissari hljóta vinnubrögðin að vera, til að skapa þennan eina og sanna Hamra- hlíðarhljóm. Það verður líka fullyrt hér að enginn íslenskur kór hafi not- ið velvildar tónskálda okkar jafn ríkulega og Hamrahlíðarkórinn. Þegar litið er til þeirrar grósku sem á sér stað í sköpun kórtónlistar á Is- landi, þá er ekkert vafamál hver öfl- ugasti drifkraftur þeirrar sköpunar er, það er Hamrahlíðarkórinn. Þau skipta tugum, ef ekki hundruðum, lögin sem tónskáldin hafa samið fyr- ir þennan ágæta kór og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Þar á meðal eru fegurstu perlur ís- lenskrar kórtónlistar. Það er Þor- gerður Ingólfsdóttir sem er skapari þessa meistaraverks, sú sem hefur ræktað þennan garð af þeirri alúð og natni sem þurfti til að gera hann að þeim sóma og prýði sem hann er. Henni hefur tekist að laða til sín besta fólkið, móta það og meitla til að skapa fallegan kórsöng, og þar með einnig að laða til sín æ fleiri tónskáld, sem vilja heyra sín lög hljóma frá þessu fallega hljóðfæri og leggja sitt af mörkum til að auðga hljóminn enn frekar. Tónleikar Hamrahlíðarkórsins í Listasafninu á mánudagskvöldið voru einstök ánægjustund, og kór- inn sjaldan betri. Þetta var ljóst strax í fyrsta söngnum, Vorkvæði um Island eftir Jón Nordal við ljóð Jóns Óskars. Söngur kórsins var djarfur og öflugur í þessu þrótt- mikla verki Jóns. Strófur Þorkels Sigurbjörnssonar við Ijóð Knuts Odegárds voru frumfluttar á tón- leikunum. Lagið er strófískt, og gjörólíkt öðrum íslenskum kórlög- um, glaðlegt og bjart. Lag Hildi- gunnar Rúnarsdóttur Andvökunótt við ijóð Hildigunnar Halldórsdóttur sver sig hins vegar í ætt við hið dæmigerða íslenska kórlag. Það er erfitt að lýsa því, en það er engu lík- ara en sál þjóðarinnar hafi aldrei al- mennilega komið út úr torfbænum, slík er ástin á myrkrinu og skuggun- um, og þeirri depurðarfullu ró sem þar ríkir. Og hvílík fegurð í þessu sálarhúmi. Lag Hildigunnar er ein- staklega hrífandi og var frábærlega sungið af einsöngvara úr röðum kór- félaga, Ólafi Rúnarssyni. Andvöku- nótt rímar vel við annað ágætt lag Hildigunnar, Syngur sumarregn, sem hún samdi fyrir nokkrum árum fyrir Hamrahlíðarkórinn. Lag Jóns Asgeirssonar, Hvíslar mér hlynur, rómantískt og kliðmjúkt, á vafalítið eftir að verða jafn ástsælt og önnur kórlög Jóns, og kórinn söng það undurvel. Þá kvað við allt annan og rammari tón í Mansöng Jórunnar Viðar fyrir Ólafsrímu Grænlend- ings. Það má kalla þetta verk söngdrápu í þjóðlegum stíl, þar sem aðalstefið gæti allt eins verið gömul stemma. Verkið er ennfremur skreytt með þjóðlegu söngflúri, mel- ismum og trillum, sem gefa því svip- mót rímunnar. Kórinn sýndi mikla breidd í dýnamískum blæbrigðum í þessu glæsilega verki, og piltarnir komu sérstaklega á óvart með óvenju „digrum karlaróm". Undir- leikari úr röðum kórfélaga, Eva Þyri Hilmarsdóttir, lék prýðilega með kórnum. Hamrahlíðarkórinn söng Requiem Jóns Leifs afar fallega og af tilfinningu fyrir viðkvæmu og gegnsæju hljómaferlinu. Hápunkti náði söngur kórsins í Haustvísum til Máríu, lagi Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Einars Ólafs Sveinssonar. Það er ómögulegt að segja að eitt- hvert lag sé best, en á meðan það augnablik lifði sem þetta lag var sungið, var það það fegursta. Nýjar Máríuvísur Atla Heimis við ljóð Jóns Helgasonar voru líka fallegar; bjartari og skærari en Haustvísurn- ar, og söngur Hallveigar Rúnars- dóttur tær og hreinn. Þriðja Maríu- kvæði Atla Heimis, það sem hefur mestum vinsældum náð á síðustu ár- um, var líka feikna vel sungið af kórnum. Lag Hróðmars I. Sigur- björnssonar við sálminn Gæskurík- asti græðari minn var frumflutt á tónleikunum. Ekki kæmi á óvart þótt þetta lag ætti langa lífdaga fyr- ir höndum meðal kóra Iandsins, en Hróðmar er orðinn einn öflugasti kórverkasmiður okkar. Tónleikum Hamrahlíðarkórsins lauk með lagi Jóns Leifs, Vögguvísu. Þessi útgáfa verksins fyrir kór kom í leitirnar í sumar og hljómaði hér í fyrsta sinn. í fljótu bragði virðist Jón einfaldlega hafa skrifað píanó- undirleik sönglagsins út fyrir alt, tenór og bassa, meðan sópraninn syngur lagið sem fyrr; en einmitt þannig hljómar lagið undurfallega í statískri ró sinni. Þetta var fallegur endir á vel heppnuðum tónleikum á ágætum Myrkum músíkdögum. Bergþóra Jónsdóttir Kosningaskrifstofa Hafnarstræti 20, 3. hæð v/Lækjartorg símar 562 4116, 562 4117, 562 4118, netf. aths@ismennt.is Arni Þór STJARNANNA LJÓMI HVERFUR í tilefni þess að nýlega birtust heildarsöfn ljóða og smásagna dönsku skáldkonunnar --------------------—--n----31----------- Tove Ditlevsen fjallar Orn Olafsson um hana en Ditlevsen er meðal kunnustu skálda Dana hér á landi. TOVE Ditlevsen er meðal kunnustu danskra skálda á íslandi, e.t.v. eink- um fyrir sjálfsævisögulega sögu hennar Gift, einnig hefur æskusaga hennar, Barndommens gade, verið kvikmynduð. Hún var uppi á árunum 1917-1976. Nýlega birtust heildar- söfn ljóða hennar og smásagna. Hún byrjaði sem ljóðskáld, bii’ti sjö ljóða- bækur, auk eftirlátinna ljóða, á árun- um 1939-78, en fjórar bækur smá- sagna, á árunum 1944-63. Það er eins og hér séu tvö skáld á ferðinni. Smásögurnar eru hver eftir aðra um tilfinninganæma konu og barn, sem eru kúguð af sljórri, ráð- ríkri karlskepnu. Sögumaður er jafn- an mjög ágengur, segir lesendum hvað þeim eigi að finnast um þessi ósköp, og bætir svo gráu ofan á svart með lokalínu, sem hamrar enn inn fyrirfram augljósan boðskapinn. Allt þrungið tilfmningasemi og gjörsneytt kímni. Líklega hefur þetta verið brauðstrit Ditlevsen, skrifað í blöð og tímarit, ætlað konum sem liði illa. Nú er þetta ekki algilt. Fyrii- koma svo listræn tök, að það er fremur eins og skáldið hafi ekki gert nógu harðar kröfrn- til sín en að það gæti ekki stað- ist þær. I síðasta smásagnasafninu er t.d. sagan „Litlu skómir“. Þar er enn einu sinni miðaldra húsmóðir í sögu- miðju, þrúguð og vansæl. Hún á tvö böm af fyrra hjónabandi, átján ára dóttur og fimmtán ára son. Seinni maðurinn hafði hlotið svo mikinn frama í fjTÍrtækinu, að þau hlutu að flytja í stóra íbúð og fá sér vinnukonu, til að geta haldið veislur svo sem sæmir stöðu mannsins. En konunni líður illa í þessum veislum, finnst hún aldrei geta verið andrík og skemmti- leg eins og hinar eiginkonumar. Ekki líður henni betur með vinnukonunni, það er ung þokkadís, sem veður í karlmönnum, og frúnni finnst hún óþarflega afskiptasöm um heimilis- haldið, syninum lánar hún kynórarit. Konan rekur hana, en það virðast^ heldur ýkt viðbrögð. Olíkt hinum sögunum er hér gefið fínlega í skyn hvað valdi vansæld konunnar, grunsemdir, sem hún gerir sér ekki grein fyrir sjálf, en renna upp fyrir lesendum, í hugsunum hennar um hvernig seinni maðurinn reyni að umbera drenginn, en dekri við dóttur hennar, hvað þau séu náin þegar hann hjálpi henni við stærðfræðiverkefni hennar, hvað það sé sér- kennilegt að þessi lag- lega stúlka sé aldrei með piltum, svo séð verði. Ljóðin eru að sönnu misjöfn, en oft verulega góð. Einkum á það við um fyrstu bækur Ditlevsen, fram yf- ir miðja öldina. Efnið er hversdagslíf og tilfmningar ungrar stúlku og síð- an konu, ekki síst ástamál og fjöl- skyldan, kveðið á einfóldu hvers- dagsmáli, en í seiðandi hrynjandi og rími. Yfn-leitt eru ljóðin fremur löng, einnig eftir sjötta áratuginn, en þá ber miklu meira á fríljóðum, þetta eru yfirleitt opin ljóð um framhjá- hald, drykkjuskap, skilnaði og vand- ræði. Hvort sem nú veldur nýtt foi-m, efni, eða sú vímufíkn, sem skáldkonan lýsti í sögu sinni Gift, þá hefur nú slaknað verulega á listræn- um tökum, satt að segja verður fátt minnisstætt í seinni ljóðabókum hennar, sem þannig nálgast smásög- urnar. Þyki einhverjum þetta skáld hafa verið mjög oflofað, þá ber hins að minnast, að bæði hefur tískan í skáldverkum breyst mikið síðastliðin fjörutíu ár, og svo er það sem Guð- mundur Friðjónsson benti á, að mik- illeika skálda ber að meta eins og fjalla, eftir hæsta tindi, en ekki lægstu hlíðum. Þá hefði skáldinu bara verið meiri sómi sýndur með úrvali en heildarsöfnum. Ljóðin eru yfirleitt svo löng og rímuð, að ég reyni ekki að snúa þeim, en hér má þó líta á eitt úr Leyndu rúðunni frá 1961. Ríminu get ég ekki skilað, og varla hrynjandi, en athugið hvernig náttúran er lífi gædd; hafið hristir sig eins og votur hundur, þannig hverfa minning- ar eins og vatnsgusur. Ljóðið byggist einkum á andstæðum sumars og hausts, en það birtist í auðn og aðskilnaði. Hauststormurinn verð- m- til þess að stjörnum- ar sjást ekki, en það er orðað eins og ljómi slokkni í augum. Dagur, nótt og myrkur eru gerð mannleg, og þannig verður aðskiln- aður elskendanna í lok- in eins og óhjákvæmi- legur, enda er orðalagið endurtekning á aðskilnaði dags og nætur þegar myrkrið eykst. Haust Svo lauk þessu mikla sumri. Aud er baðströndin nú. Dagur og nótt ganga hvort sína Ieið sem þekktu þau ekki hvort annað. Nú er kaldur stormur þar úti. Stjamanna ljómi hver&r. Bylgjubak hafsins heykist, það hristir minningar af sér. Myrkrið dró kápu sína út undir himins rönd. og tvö sem unnust ganga hvort sína leið sem þekktu þau ekki hvort annað. Tove Ditlevsen: Samlede digte 1997 (335 bls.), Samlede noveller 1998 (383 bls.) Gyldendal. Tove Ditlevsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.