Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
F
v^mbl.is
-ALLTAf= GITTHXVkÐ NTTT-
Aðgengilegt, hraðvirkt og einfalt.
Gula línan
w ■ ■ ■
Upplýsingar um vörur og
þjónustu allan sólarhringinn.
Alltaf þegar þlg vantar eitthvað.
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kammertónleikar á fæðingardegi Mozarts
#j
Kvintettþáttur sem ekki
hefur heyrst hér áður J
KAMMERTÓNLEIKAR með
verkum eftir Wolfgang Amadeus
Mozart verða haldnir í hliðarsal
Hallgrímskirkju í kvöld, en í dag
eru liðin 243 ár frá fæðingu tón-
skáldsins.
A tónleikunum verður m.a.
fluttur kvintettþáttur fyrir
strengi og blásara úr verki sem
Mozart lauk ekki við að semja og
hefur ekki heyrst hér á landi
fyrr. Tónskáld að nafni Beyer
lauk Iöngu síðar við verkið, sem
ber þó höfundi sínum ótvírætt
vitni, að sögn Laufeyjar Sigurð-
ardóttur fiðluleikara.
Einnig verður flutt sónata fyrir
píanó og fiðlu K 301, píanótríó K
502 og divertimento fyrir blásara.
Flyljendur á tónleikunum eru
Bijánn Ingason, sem leikur á
fagott, Kjartan Óskarsson á bas-
sethorn, Krystyna Cortes, sem
leikur á nýjan Bösendorfer flygil
Haligri'mskirkju, Laufey Sigurð- j
ardóttir á fiðlu, Richard Talk-
owsky á selló, Sigurður Snorra-
son á klarinett og Þórunn Marin-
ósdóttir á víólu.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30
og eru miðar seldir við inngang-
inn.
Morgunblaðið/Ásdís
ÞÓRUNN Marinósdóttir, Richard Talkowsky, Laufey Sigurðardóttir,
Kjartan Óskarsson, og Sigurður Snorrason á æfingu fyrir Mozart-tón-
leikana. Fjarstödd voru þau Krystyna Cortes og Bijánn Ingason.
Verðlaun fyrir
bók um Island
DANSKI rithöfundur-
inn Poul Vad hlaut um
helgina verðlaun í Aust-
urríld fyrir bók sína
sem á dönsku heitir
„Fyrir norðan Vatna-
jökul“ en á þýsku „ís-
landsferð, á slóðum Is-
lendingasögu". I bók-
inni fer hann á slóðir
Hrafnkelssögu. Hér er
um að ræða sérstök
verðlaun héraðsins
Tírol fyrir ferðabók-
menntir og voru þau nú
veitt þriðja sinni.
V erðlaunaafhending-
in fór fram í kvikmynda-
húsinu „Gullni öminn“ í
Innsbruck að viðstöddum 300
manns. í rökstuðningi dómnefndar
fyrir því að bók Vads varð fyrir val-
inu segir að í bókinni takist „höfundi
ekki aðeins að gæða fomt bók-
menntaverk lífi _að nýju; hann [sé]
einnig fluglæs á íslendinga.“
Verður að fara á
vettvang sögunnar
Vitnað er í orð höfundarins að för
hans til Islands hafi verið píla-
grímaferð á vit ákveðinna bók-
mennta. Síðan segir í áliti dóm-
nefndar: „Sá serri hyggst rekja slóð
ákveðinnar Islendingasögu getur
ekki farið að gröf höfundar eða leit-
að uppi vinnustofu hans, heldur
verður hann að fara á vettvang sög-
unnar: „Á meðan skrásetjararnir
gerðu síðari kynslóðum hrekk með
nafnleysi sínu gerðu þeir landinu
ómetanlegan greiða með því að
bæta vídd ímyndunarinnar við
landafræðina.“ Þegar Poul Vad
ferðast um Island ratar hann inn í
hjarta sögunnar; er hann gerir sig
þar heimakominn opnast einnig fyr-
ir honum ísland nútím-
ans. Poul Vad er vel
lesinn ferðalangur og
heimsvanur lesandi.
Reynsla hans kann að
vera framandi og lestr- L
arefnið fjarri alfaraleið, ;
en alltaf er férðalagið |j
lærdómsríkt. Ástæðan jy
er sú að það þegar
bækur verða hvati að
ferðalögum, sem síðan
leiða af sér bækur, er
reynsla, sem hinum
gaumlausa ferðamanni
ætti ekki einu sinni að
vera ókunnugt um.“
Undir álitið skrifar L
Hermann Wallmann,
kennari og stjórnandi alþjóðlega |
„Ljóðamótsins í Miinster", en aðiir >
dómnefndarmenn voru Erwin
Brunner, staðgengill ritstjóra Meri-
an-ferðabókaútgáfunnar, Wolfgang
Griep, stjórnandi rannsóknarstofn-
unar um sögulega ferðamenningu,
Gabriele Habinger, útgefandi bóka-
flokksins „Edition Frauenfarten"
hjá forlaginu Promedia í Vín, Wolf-
gang Lechner, ritstjóri hjá tímarit-
inu Die Zeit, Rachel Salamander, l|
stofnandi „Literaturhandlung" í
Munchen, Berlín og Vín, og Tilman g
Spengler, höfundur og einn útgef- '
enda tímaritsins Kursbuch.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir
blaðaskrif á sviði ferðamennsku. Þau
hlaut Johanna Wieland fyrir greina-
röð í tímaritinu Geo, sem fjallaði um
ferð hennar um Kína.
Jafnframt verðlaunaafhending-
unni voru haldnir ýmsir fyrirlestrar
og kynntar bækur. Arthúr Björgvin
Bollason var meðal fyrirlesara og |
fjallaði hann um landslag í bók- I
menntum með tilvísun til sögueyj- *
unnar íslands.
Poul Vad