Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
4P
t
Elskulegur eiginmaður minn, faöir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓSKAR ÞÓRÐARSON,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðju-
daginn 12. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Ingunn Eyjólfsdóttir,
Bryndís Óskarsdóttir,
Kristján Óskarsson,
Svandís Óskarsdóttir, Sigurður Jóhannsson,
Dýrunn A. Óskarsdóttir,
Gylfi Óskarsson, Guðlaug Árnmarsdóttir,
Þórður S. Óskarsson, Hanna Dóra Birgisdóttir,
Eyjólfur Óskarsson, Guðbjörg Jörgensen
og barnabörn.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR INGI ÞÓRARINSSON,
Löngubrekku 27,
Kópavogi,
lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
föstudaginn 22. janúar síðastliðinn.
Helga Þórðardóttir,
Kristján Þór Guðmundsson, Sigrún Birna Dagbjartsdóttir,
Þórarinn Björn Guðmundsson, Guðmunda Ingimundardóttir,
Björgvin Már Guðmundsson, Ásrún Þóra Sigurðardóttir
og barnabörn.
>
+
Ástkær faðir okkar og afi,
INGVALDUR BENEDIKTSSON,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 24. janúar.
Erlendur Ingvaldsson,
Svana Lára Ingvaldsdóttir,
Vilborg Ingvaldsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi
SIGTRYGGUR SVEINBJÖRNSSON
frá Sandhólum,
sem andaðist á Kristnesspítala mánudaginn
18. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju föstudaginn 29. janúar kl. 3:30
Helga Margrét Jóhannesdóttir,
Sveinbjörn Sigtryggsson,
Jóhannes Rúnar Sigtryggsson, Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir,
Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Haukur Magnússon,
Grétar Sigtryggsson,
afabörn og langafabörn.
+
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og
langömmu,
GUÐRÍÐAR PÁLMADÓTTUR
(Gauju),
Lindargötu 57,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar
Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Sólrún Garðarsdóttir, Reynir Sigurðsson,
Erlingur Garðarsson, Anna Valdís Jónsdóttir,
Gerður Garðarsdóttir, Helgi Sigurgeirsson,
Ragna Rut Garðarsdóttir, Friðgeir Haraldsson,
Gréta Garðarsdóttir, Eggert Ólafur Jóhannsson,
Sigríður Pálmadóttir,
Ingibjörg Stefánsdóttir,
ömmuböm og langömmubörn.
GUÐMUNDUR EINAR
FRIÐFINNSSON
Guðmundur
Einar Friðfinns-
son bryti fæddist í
Reykjavík 13. febr-
úar 1935. Hann Iést
í Reykjanesbæ 20.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Friðfinnur
Gíslason, verkstjóri
hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur, f.
18.10. 1893 í
Reykjavík, d. 13.6.
1959, og Stefanía
Guðmundsdóttir, f.
11.4. 1900 á Vatnsleysuströnd,
d. 28.7. 1983. Systur Einars eru
Ingibjörg, f. 8.7. 1924, Þórunn
I., f. 4.7. 1930, og Margrét, f.
30.9. 1942.
Fyrri kona Einars var Lóa
Henný Olsen úr
Reykjavík. Þau
skildu. Áttu þau
Friðfinn, f. 13.6.
1961, Einar Stefán,
f. 30.9. 1963, hann
lést af slysförum
1.10. 1989, og Þór-
unni Ingibjörgu, f.
6.8. 1968. Seinni
kona Einars var
Helga Jóhanna
Svavarsdóttir úr
Reykjavík, d. 13.
nóvember 1993.
Einar lærði mat-
argerðarlist í Naustinu. Hann
starfaði sem bryti hjá skipafé-
laginu Jöklum í um 50 ár.
Útför Einars fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Þegar ég frétti af andláti þínu
fóru í gegnum huga minn ótal minn-
ingar frá meira en 30 ára vináttu
okkar. Það sem alltaf mun bera
hæst er minning um heilsteyptan
góðan dreng, sem öllum vildi vel og
hægt var að treysta.
Óll mín fjölskylda fagnaði því,
þegar þið systir mín tilkynntuð
væntanlega giftingu ykkar. Við eig-
um öll ánægjulegar minningar frá
Borgartanganum og einstakri gest-
risni ykkar beggja.
Þú áttir margar ánægjulegar
minningar úr æsku, frá Nýlendu-
götunni, þar sem þú ólst upp hjá
miklum sæmdarforeldrum og í
systra hópi. Einnig voru þar tíðar
gestakomur vina og ættingja.
Þegar við höfðum þekkst í
nokkum tíma varð okkur ljóst að
við vorum talsvert skyldir, en ættir
okkar sameinuðust í Neðradal í
Biskupstungum. Þetta var okkur
kærkomið tilefni til nokkurra mjög
ánægjulegra ferða um sveitir Suð-
urlands til að skoða þar bæi og til
þess að kynna okkur staðhætti,
einnig að kynnast fólki. Við áttum
þó talsverðu af þessu verki ólokið
þegar þú veiktist.
Ekki er hægt annað en að staldra
aðeins við skipafélagið Jökla þar
sem þú starfaðir svo lengi, en þar
ríkti svo sérstakur starfsandi að
annað starf kom ekki til greina fyrir
þig. Þakkaðir þú þennan góða anda
sérstökum hæfileikum Ólafs Þórð-
arsonar frá Laugarbóli forstjóra, en
hann var menntaður búfræðingur
og stýrði skipafélagi með slíkum
ágætum, að ekki verður létt leikið
eftir. Það hefur sennilega alltaf ver-
ið lítill munur á íslenskum bændum
og víkingum til forna.
Þú eignaðist stóran hóp vina og
kunningja hjá Jöklum og voru þar
margir mjög eftirminnilegir per-
sónuleikar. Mér er þó þeirra minn-
isstæðastur Helgi Guðjónsson skip-
stjóri, sem heimsótti þig reglulega
fram undir það síðasta.
Það hefur mikið verið lagt á þig
þessi síðustu árin, fyrst missir þú
son þinn, en börnin þín voru þér
ómetanleg, síðan misstir þú konuna
þína sem var þér svo kær og síðan
færðu þennan slæma sjúkdóm.
En það er til marks um styrk
þinn að þú lést aldrei bugast og þó
að þessi síðasta glíma væri mjög
UTFARARSTOFA
OSWALDS
s«M. 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
; SÓLARHRINGINN
| AÐALSTRÆTI ÍH • 101 REYKJAVÍK
l.fKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
i. • V 1899
ójafn leikur, þá glímdir þú til vinn-
ings, alveg fram á síðustu stundu.
Það var þér mikil hjálp að sjálf-
sögðu að eiga tvö börn eftir, sem að-
stoðuðu þig af ósérhlífni fram á
seinustu stundu.
Kæri vinur, í dag kveð ég þig og
óska þér góðrar ferðar.
Guðmundur Svavarsson.
í dag kveðjum við elskulegan vin
okkar, Einar frænda, en undir
þessu nafni gekk hann í fjölskyld-
unni og milli vina frá því ég man
fyrst eftir mér. Einar móðurbróðir
minn var 14 ára þegar hann fór i
sína fyrstu siglingu með Vatnajökli í
eigu Jökla og þar með voru línumar
dregnar hvað varðar ævistarf Ein-
ars og var hann starfsmaður Skipa-
félagsins Jökla alla sína tíð, að und-
anskildum námsárunum í Naustinu
þar til hann veiktist fyrir um tveim-
ur árum.
Einar var gjafmildur og naut
þess að gleðja aðra. Þegar hann hóf
sínar löngu siglingar út í heim naut
að sjálfsögðu lítill frændi góðs af
gjafmildi hans, enda urðu augun oft
stór á jafnöldrunum þegar sýningar
stóðu yfir á gersemunum sem hann
færði mér: járnbrautarlest með öllu,
kafbátur, bílar, indíánabúningur,
kúrekaföt með byssubelti og öllu og
margt fleira. Þvílíkt og annað eins
hafði aldrei komið fyrir sjónir strák-
polla í vesturbænum.
Gjafmildi og greiðvikni Einars
var alltaf söm. Sem dæmi um það
sem aldrei brást var kalkúnninn
sem hafður er á borðum foreldra
minna á gamlárskvöld. I um þrjátíu
ár höfum við systkin ásamt mökum,
börnum og barnabörnum í mikilli
tilhlökkun lagt okkur til munns
gómsætan kalkún sem Einar frændi
útvegaði.
Miklar breytingar hafa orðið á
sjómennsku og ekki síst um borð í
millilandaskipum. 14 ára gamall
fékk ég pláss sem messagutti hjá
Einari um borð í Langjökli. Áhöfnin
var 26 eða 28 manns og voru far-
þegar oft tíu til tólf. Þeir sem komu
að eldhússtörfum og framreiðslu á
matarföngum við farþega og áhöfn
gátu verið ansi stressaðir á þessum
tímum að einum undanskildum,
Einari frænda. Það var alveg sama
á hverju gekk, alltaf hélt hann ró
sinni og yfirvegun.
Sama stilling og prúðmennska
hefur ávallt fylgt honum þótt margt
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
vid öll tækifæri
I HHfci blómaverkstæði 1
BlNNAte I
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sírni 551 9090.
mótlætið hafi mætt honum um æv-
ina.
Einar missti son sinn, Einar Stef-
án, í vinnuslysi um borð í flutninga-
skipi og síðar seinni konu sína,
Helgu Svavarsdóttur. Þetta voru
þung áfóll fyrir frænda, en ávallt
hélt hann stillingu sinni og prúð-
mennsku.
Það gerði hann líka kvöldið sem
hann hringdi í mig og sagði: „Jæja,
nú er það ekki gott, frændi, ég var
að fá úrskurð frá læknunum um að
ég væri með krabba. Það þýðir ekk-
ert að hengja haus maður verður að
berjast, þú lætur þetta fréttast
svona smátt og smátt.“ Svona var
frændi, tók sjúkdómnum eins og
hverju öðru verkefni sem hann ætl-
aði sér að sigra.
Það var mér mikil ánægja seinna
meir að fá að sigla nokkra túra sem
afleysingamaður og kjmnast því
samfélagi sem myndast um borð
þegar menn hafa lengi starfað sam-
an. Viðurnefni á skipverjum var
mjög algengt. Einar hafði nafnið
„séra“ eða „fóstri". Það fyrra vegna
þess hve auðvelt hann átti með að
gefa mönnum nafn (viðurnefni) og
hið síðara, „fóstri“, vegna þess að
margir sem ílengdust í staifi til sjós
hjá Jöklum höfðu byrjað sem mess-
ar undir yfirstjóm Einars.
Frændi var góður stjómandi og
kennari, gerði kröfu um vinnusemi
og ábyrgð jafnframt því sem hann
benti okkur græningjunum á þær
hættur sem yarast skyldi í hinum
stóra heimi. í höfnum erlendis tók
hann okkur stráklingana oft með
sér og sýndi okkur skrúðgarða,
dýragarða, söfn og oft var endað í
tívolí.
Einar las mjög mikið af fræði-
bókmenntum svo sem guðfræði,
mannkynssögu og heimspeki og var
einstaklega gaman að ræða og
hlusta á skýringar frænda á hinum
ýmsu hlutum sem sífellt voru að
velkjast fyrir okkur og erfitt að fá
skýringar á.
Ég fann vísukom fyrir fáeinum
dögum, sem ég hafði párað á pappír
í Borgartanganum hjá Einari fyrir
sennilega sex áram. Ekki veit ég
hver hefur ort og vonandi breytir
það litlu. Þetta kvöld hefur umræðu-
efnið verið eitthvað tengt lífsgæða-
kapphlaupinu. Vísan hljóðar svona:
Láttu þér fátt um flos og sessur
og fágaða skápa og borð.
Sífellt dekur við dauða hluti
er dulbúið sálarmorð.
Ég vil að lokum, frændi, þakka
það að hafa fengið að kynnast þér
og sjónarmiðum þínum til þessa
heims og hinna ýmsu vídda sem þú
áttir svo auðvelt með að segja frá.
Elsku Þórunn, Finni, Lilja og
börnin ykkar. Megi góður guð
styrkja ykkur í sorginni. Hafið hug-
fast að minning um góðan mann
gleymist ei. Guð blessi minningu
Einars.
Guðmundur Davíðsson
(Skuggi).
Kæri vinur. Nú er komið að
kveðjustundinni og margs er að
minnast og sár söknuður við missi
góðs vinar. Það em komin fjömtíu
og fimm ár, sem vinátta okkar
spannar. Farmennskan varð okkar
ævistarf. Einar starfaði allan sinn
siglingatíma hjá Jöklum hf., að und-
anskildum tveim árum í landi. Far-
mennskan var með öðm sniði en nú
til dags. Þá gafst góður tími til að
skoða sig um á þeim mörgu stöðum,
sem skipið kom til. Ferðin gat tekið
marga mánuði.
I minningunni er mér það hug-
stætt, þegar við skipsfélagarnir
eyddum gamlárskveldi uppi á
Mount Carmel-fjalli rétt fyrir utan
Haifa í Israel, ásamt innfæddum við
söng og gleði. Otal urðu ævintýrin.
Alltaf varstu sami hugljúfi öðlingur-
inn, sem höfðinglega veittir þínum
gestum.
Að leiðarlokum, Einar minn,
þakka ég þér samstarfið og vinátt-
una, sem þú sýndir mér og fjöl-
skyldu minni. Ég óska þér góðrar
ferðar um ókunna slóð. Ég sendi
hugheilar samúðarkveðjur til bama,
barnabarna og annarra ættingja.
Helgi Guðjónsson.