Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.01.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 21 ERLENT Kosningabaráttan hafín í Finnlandi Lipponen vill verða forsætis- ráðherra áfram Helsinki. Morgunblaðið. PAAVO Lipponen, forsætisráð- hen-a Finnlands, hóf á mánudaginn kosningarbaráttu sína með því að lýsa því yfír á fjölmiðlafundi að hann myndi ekki taka við öðru ráð- herraembætti en embætti forsæt- isráðherra. Formaður finnska Jafnaðarmannaflokksins er með þessari yfírlýsingu talinn hafa tek- ið enn eitt skref í átt að hugsan- legri fjögurra ára dvöl í stjómar- andstöðu. Skoðanakannanir hafa sýnt að fylgi jafnaðarmanna sé á leið niður. I könnunum upp á síðkastið hafa Hægriflokkur og Miðflokkur til skiptis hlotið mest fylgi. Pað væri mikið áfall fyrir Lipponen ef flokkur hans yrði ann- ar eða jafnvel þriðji stærsti flokkurinn að kosningum loknum. Þegar kosningar- barátta jafnaðarmanna hófst um síðustu helgi var þá þegar fullyrt að flokkurinn myndi ekki setjast í stjóm ef hann héldi ekki stöðu sinni sem stærsti flokkur Finnlands. Svipað fylgi þriggja stærstu flokkanna Lipponen segist nú vera ákveð- inn að taka ekki öðm ráðherra- embætti en starfi forsætisráð- herra. Hefur hann þar með hafnað getgátum um að núverandi stj órnarmunstur kunni að halda áfram þó að hægri menn fái meira fylgi en jafnað- armenn. I síðustu kosning- um fékk Jafnaðar- mannaflokkurinn 28% fylgi. Skoðanakannan- ir nú sýna hins vegar að Jafnaðarmanna- flokkurinn, Hægri- flokkurinn og Mið- flokkurinn séu nánast jafnir. Allir hafa þeir á milli 20 og 25 pró- senta fylgi. Þýðir það að borgara- legu flokkarnir hafa aukið fylgi sitt á kostnað krata. Paavo Lipponen Vaxandi áhyggjur í Brasilíu GENGI brasilíska gjaldmiðils- ins, realsins, féll enn í gær og fara áhyggjur manna af fram- vindu efnahagsmála í Brasilíu mjög vaxandi. Hefur gengið fall- ið um alls 37,5% síðan seðlabanki landsins féll írá gengisstefnu sinni 13. þ.m. Þá urðu fjárfestar fyrir enn einu áfallinu er Fitch IBCA, sem metur lánshæfi ríkja, bættist í hóp annarra slíkra stofnana og lækkaði lánshæfi Brasilíu. Þýðir það í raun, að þetta áttunda stærsta hagkerfi í heimi er komið einu skrefi nær því að geta ekki staðið í skilum. Mótmæli barin niður ÓEIRÐALÖGREGLA beitti í gær táragasi og kylfum til að dreifa fólki, sem safnast hafði saman í Harare, höfuðborg Zimbabwe, til að mótmæla meintum pyntingum á tveimur blaðamönnum. Voni þeir hand- teknir fyrir að halda því fi-am í grein, að heimenn hefðu lagt á ráðin um að steypa Robert Mugabe, sem hef'ur verið við völd í landinu frá því það varð sjálfstætt 1980. Hefúr þeim verið sleppt en þeir segja, að þeim hafi verið misþyrmt í fangavistinni. Hillary á suðurskauti NÝSJÁLENDINGURINN Peter Hillary, sonur Edmunds Hillai-ys, sem sigraði Everest, og tveir félagar hans komust á suðurskautið í gær eftir erfítt ferðalag, 1.353 km, í 84 daga. Voru þeir samt ágætlega á sig komnir en einu sinni ui-ðu þeir að hafast við í tjöldunum í 11 daga vegna veðurs. Ætluðu þeir upphaflega að ganga til baka en hættu við það. Freud fær uppreisn FYRIR um 30 árum höfnuðu vísindamenn þeirri kenningu Sigmunds Freuds, að draumar stöfuðu meðal annars af duldum óskum en nú eru komnar nokkr- ar vöflur á þá. Á sjöunda ára- tugnum komust menn að því, að þeim tíma svefnsins, sem tengd- ur var draumfórum og einkenn- ist af örum augnhreyfingum, væri stjórnað af heilastöðvum, sem hafa ekkert með hugsun að gera. Nú hafa hins vegar aðrir vísindamenn slegið því fóstu, að þessi tími og draumar eigi ekk- ert skylt. Draumai- eigi upptök sín í heilahluta, sem gefí frá sér dópamín en það örvi aftur óskir manna, langanir og þrár. Skakki turn- inn réttur UM þessar mundir er unnið að því að^ rétta Skakka tuminn í Pisa á Itallu en það verður meðal annars gert með því að grafa undan honum að hluta. Til að koma í veg fyrir, að hann hrynji við raskið hefur hann verið færður í nokkurs konar stálkápu, sem stutt er við með stögum. 853» Hefur þú hjúkrunarmenntun, en starfar ekki við þitt fag í dag, eða hefur hug á að skipta um starfsvettvang? Þá hefur þú þekkingu og reynslu sem er mikils virði fyrir okkur á Landspítalanum. slást í hópinn? ekki Við vinnum með fólki, fyrir fólk Hjúkrunarfræðingum sem hefja störf á ný eftir hlé er boðið upp á aðlögun sem hentar hverjum og einum. Hjúkrun byggist á þekkingu, kærleika og virðingu fyrir sjúklingnum og aðstandendum hans. Áhersla er lögð á þátttöku sjúklingsins í eigin meðferð og eflingu heilbrigðis. Mikilvægt er að menntun hjúkrunarfræðinga nýtist í starfi og henni sé haldið við með símenntun. Margbreytileg námstækifæri gefast því á hverju ári. • Á Landspítalanum bjóðast hjúkrunarfræðingum fjölbreytt störf og þar starfa nú um 700 hjúkrunarfræðingar á 80 deildum við hjúkrun sjúklinga á öllum aldri. Nýtt vaktakerfi er í undirbúningi og verður að öllum líkindum tekið upp innan árs. Kraftmikið starfsmannaráð er á Landspítala. Heilsurækt er einnig í boði. Starfsemi hinna ýmsu deilda Landspítalans verður kynnt föstudaginn 29. janúar kl. 14:00-16:00. Þar er kjörið tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að kynnast því sem er að gerast í hjúkrun á Landspítalanum í dag og þiggja veitingar. LANDSPÍTALINN ...íþágu matmtíðar og vísinda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.