Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 I MORGUNBLAÐIÐ > Markaðs- leikhús með metnað Verkefnavalið er semsé ekki algildur mæli- kvarði en mælir þó býsna nákvæmlega ís- lensku leikkúsin þar sem ekkert þeirra sker sig afgerandi frá hinum vegna listrænnar aðferðar sinnar. Eftirfarandi hugleið- ing kviknaði í kjöl- far frumsýningar Loftkastalans á Músum og mörmum á dögunum. Islensk leikhús eru metin af verkunum; verkefnavalið skil- greinir leikhúsið. Plugfélagið Loftur hefur frá upphafi komið eftirtöldum sýningum á svið. Söngleikjunum Hárinu, Roeky Horror og Bugsy Malone, þrem- ur nýjum íslenskum leikritum, þar af einu barnaleikriti Afram Latibær, hin tvö eru Bein útsend- ing og Fjögur hjörtu. Þá eru ónefnd tvö erlend leikrit, A sama tíma að ári og nú síðast Mýs og menn eftir John Steinbeck í leik- stjórn Guðjóns Pedersens. „Við berum VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson ekki minni virð- ingu fyrir þeim gestum okkar sem hingað koma í þeim tilgangi einum að sækja sér vandaða afþreyingu en þeim gestum okkar sem hingað koma til að kafa djúpt,“ segir leikhússtjórinn, Hallur Helgason, í ávarpi leikhússtjóra í leikskrá að Músum og mönnum. Þessi orð í ljósi ofangreinds verkefnalista skilgreina mjög skýrt hvers kon- ar leikhús er rekið í Loftkastalan- um; efnislega samstætt stóru op- inberu leikhúsunum, en listrænt takmarkaðra vegna minni fjár- ráða og örðugri aðgangs að fremstu leikhúslistamönnunum. Mai-gar aðrar sýningar hafa komið á svið í Loftkastalanum en verið á vegum annarra aðila en Flugfélagsins Lofts og eru því ekki taldar hér. Þau verkefni hafa þó ekki síður haft mótandi áhrif á ímynd Loftkastalans sem leik- húss og spurning hvort stefna Flugfélagsins Lofts hafi ekki einmitt orðið óskýrari fyrir bragðið. A hinn bóginn má einnig vel vera ástæðulaust að aðskilja þetta tvennt, enda Loftkastalinn og Flugfélagið Loftur vafalaust eitt og sama fyrirbærið í hugum flestra. Það er nánast orðin hefð fyrir því að mæla framsækni íslenskra leikhúsa eftir því hversu stóran sess ný íslensk verk skipa í verk- efnaskrá þeirra. Gildir þá einu hvers konar leikrit er um að ræða, nýtt íslenskt gamanleikrit telur jafnmörg stig á kvarðanum og dramatískt verk, söngleikur eða barnaleikrit. Erlend verk eru hins vegar flokkuð nákvæmar og raðað niður eftir „listrænni vigt“ á eftirfarandi hátt: efst eru klass- ísk erlend verk, þar næst ný er- lend dramatísk verk, þá ný gam- anieikrit, svo barnaieikrit og loks gömul gamanleikrit ásamt söng- leikjum. íslenska klassíkin lendir á svipuðum stað og erlenda klassíkin. Til að átta sig betur á þessu getum við stillt upp annars vegar leikhúsi sem sýna myndi eingöngu ný íslensk verk í bland við erlenda klassík og hins vegar leikhúsi sem sýndi eingöngu göm- ul erlend gamanleikrit og þvælda söngleiki. Hið fyrrnefnda teldist vafalaust hafa listrænni metnað. Fjöldi íslenskra verka á verk- efnaskrá Flugfélagsins Lofts er svipaður hlutfallinu hjá stóru leikhúsunum. Verður það að telj- ast vel af sér vikið að tæpur helmingur, þrjú af átta verkum, skuli hafa verið ný íslensk verk því aldrei er á vísan að róa í þeim efnum. Leikhús er ekki bai-a leikritin sem valin eru heldur sýningarnar sem af þeim spretta og fram- sæknikvarðinn gæti auðveldlega snúist við ef maður hugsaði sér að leikhúsið sem einbeitti sér að gömlu lummunum hefði þá stefnu að gera það með allt öðrum og nýstárlegri hætti en þekkst hefði áður, en leikhúsið sem einbeitti sér að nýju íslensku verkunum og erlendu klassíkinni hefði ekkert nýtt fram að færa í sviðsetningu og leik. Verkefnavalið er semsé ekki algildur mælikvarði en mæl- ir þó býsna nákvæmlega íslensku leikhúsin þar sem ekkert þeirra sker sig afgerandi frá hinum vegna listrænnar aðferðar sinnar. Ekkert þeirra hefur skapað sér listræna sérstöðu. Gengið er að sams konar leiklist, sams konar listrænni grunnhugsun í öllum leikhúsum borgarinnai'/landsins. Samkeppnin á milli leikhúsanna byggist á verkefnavalinu og leik- urunum sem veljast í burðarhlut- verk. Þetta er það tvennt sem al- menningur vegur og metur þegar valið er um hvaða leiksýningu skuli sækja. Sýning Loftkastalans á Músum og mönnum er gott dæmi um hina einkennilegu samkeppnis- stöðu milli leikhúsanna. I fljótu bragði er reyndar engu líkara en Þjóðleikhúsið sé þar í mestri samkeppni við sjálft sig þar sem burðarleikarar sýningarinnar, Hilmir Snær Guðnason og Jó- hann Sigurðarson, eru í hópi þekktustu og vinsælustu ieikara Þjóðleikhússins. Loftkastalamenn hafa áður fengið svipuð „lán“ hjá Þjóðleikhúsinu, skemmst er minnast að tveir Þjóðleikhúsleik- arar, Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson, léku A sama tíma að ári ríflega hundrað sinnum og Fjögur hjörtu var einnig mannað elstu kynslóð Þjóðleikhúsleikara. ,Að sjálf- sögðu væri sá sjóður af hæfíleika- fólki sem unnt er að leita í ekki til nema vegna þeirra stofnana sem sameiginlegir sjóðir þjóðaiinnar hafa nú fóstrað um áratuga skeið,“ segir leikhússtjórinn í Loftkastalanum um þetta. Leikstarfsemin í Loftkastal- anum eykur vissulega á fjölda leiksýninga sem í boði eru á hverjum tíma í borginni og sýn- ingarnar hafa dregið að sér fjölda áhorfenda sem er alltaf af hinu góða. Markaðsleikhús með listrænan metnað er líklega jafn- góð skilgreining og hver önnur. „Ekki má gleyma því að það verður að vera til efnahagslegt rými til að gera tilraunir og taka áhættur,“ segir leikhússtjórinn og hermir það upp á rótgrónar leiklistarstofnanir að fara í far- arbroddi með listrænt frum- kvæði og tiiraunamennsku. Oðruvísi mér áður brá og hafa hér orðið athyglisverð endaskipti á hlutverkum grasrótarinnar og hinna opinberu stofnana. En kannski er grasið bara grænna annars staðar. ___________UMRÆÐAN__________ Uppruni og þróun Heyrnar- og talmeinastöðvar Islands LÁGMYND af Erlingi í anddyri Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar í Valhöll, sem afhjúpuð var í nóvember siðastliðnum. EFTIR að ég hóf störf í sérgrein minni hér í Reykjavík árið 1945 mældu ég og aðstoðarstúlkur mínar, á lækningastofu minni, sjúklingana með heyrnarmæli sem ég hafði keypt í Danmörku og var sá fyrsti sem læknir eignaðist og notaði hér á landi. A þessum tíma hugsaði ég oft um hve mjög vantaði hér heyrnarstöð, þar sem hægt væri að framkvæma skipulega leit að heyrnardeyfu hjá fólki, einkum börnum, sem þyrfti að hjálpa sem fyrst. Tíminn leið án þess að nokkuð gerðist í því máli. Eg hafði lesið í bandarískum tímaritum að þar í landi væru læknar farnir að gera heyrnarbætandi aðgerðir undir smá- sjá með ævintýralega góðum ár- angri. Árið 1960 ákvað ég að fara þangað og læra tæknina. Nokkru áður en ég lagði af stað komu til mín konur úr stjórn Zonta- klúbbs Reykjavíkur og kváðust vilja safna fé til kaupa á heyrnar- mæli og annars þess sem með þyrfti til að hjálpa heyrnardaufum börnum. Þær báðu mig um aðstoð og var það auðsótt mál. Ég hafði samband við yfirlækna tveggja heyrnarstöðva í Danmörku og fékk hjá þeim leiðbeiningar um val tækja og fleira. Haustið 1960 hélt ég til náms í Vesturheimi og kom þar allvíða við til að læra framkvæmd aðgerðanna og einnig til að kynna mér tækja- kost og starfsemi heyrnarstöðva. Einna lengst dvaldi ég í New York, en ég kynnti mér einnig vel lækna- miðstöðina í Minneapolis og hinn heimsfræga spítala „Mayo Clinic“ en á þessum stöðum voru mjög full- komnar heyrnarstöðvar. Ég heim- sótti einnig hina víðfrægu heyrnar- og talmeinastöð North Western-há- skólans í Chicago og ræddi við yfir- lækninn þar, prófessor Mykiebust, sem kvaðst leggja megináherslu á greiningu heyrnardeyfu barna. Ég kom ekki aftur heim fyrr en í janúar 1961. Þá um vorið auglýstu Zonta-syst- ur styrk til handa fóstru sem vildi hefja nám í heyrnarmælingum í Danmörku. Fyrir valinu varð María Kjeld. Námið stundaði hún bæði við háskólann og heyrnarstöðina í Arósum. Sumarið 1962 kom fyrrnefndur heyrn- armælir til landsins og tókst mér fljótlega að útvega húsnæði til heymarmælinganna. Það var fyrir atbeina dr. Jóns Sigurðssonar vinar míns og þáverandi borgarlæknis og Hauks Benediktssonar fram- kvæmdastjóra Heilsu- verndarstöðvar Reykja- víkur að hægt var að hefja þessa starfsemi. Það tókst með því að ég fann lítinn klefa í ljós- baðstofu bamadeildar stöðvarinnar. Hann var ætlaður þeim sem átti að líta eftir bömunum í ljósbaði, en til þess var stór gluggi á honum. Fyrsta heymarstöð Islands Fyrsta heyrnarstöðin á Islandi var formlega opnuð þarna 3. nóvember 1962. María Kjeld var auk mín eini starfsmaður stöðvarinnar og var þar í fullu starfi við heyrnarmælingam- ar. Ég hafði lítinn tíma aflögu frá mjög annasömu starfi á lækninga- stofu minni svo ég var aðeins tvisvar til þrisvar í viku að skoða börn á heymarstöðinni eftir vinnu á stof- unni. Ljósastofan var í notkun barnadeildarinnar eftir hádegi til klukkan 17. Þess vegna gat María aðeins starfað þar utan þess tíma. Hún var mjög lagin við að heymar- mæia börnin, en það gat verið afar erfitt - einkum þau yngstu. Þótt ég hvetti foreldra, bæði í blöðum og út- varpi, til að koma með böm sín til rannsókna ef grunur léki á heyrnar- deyfu gekk það heldur treglega. Við ákváðum því að María færi út í barnaskóla borgarinnar og mældi þar heyrn allra sjö og tólf ára barna og mun það sennilega hafa verið í fyrsta sinn sem slíkt var gert hér á landi. Zonta-systur gáfu stöðinni léttan og handhægan mæli í þeim til- gangi. Þegar um alvarlega heyrnardeyfu var að ræða og læknis- hjálp dugði ekki, útveg- uðum við börnunum heyrnartæki. Þau feng- ust að vísu hér, en hlustarstykki varð að panta frá Danmörku. Það þurfti að senda mót af eymagangi barn- anna þangað og var bið- in eftir að fá stykkin oft löng. Húsnæði okkar var óbreytt um fjög- urra ára skeið og við María vorum eina starfsfólkið. En árið 1966 var Birgir Ás Guð- mundsson ráðinn starfsmaður þar. Hann var kennari að mennt og nýkominn frá Dan- mörku að loknu námi í heyrnarupp- eldisfræði og taikennslu. Til þess Meðferðarstöð Starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvar Is- lands hefur aukist gífurlega. Erlingur Þorsteinsson reifar hér sögu hennar. hafði hann fengið styrk frá Zonta- klúbbnum. Auk þess hafði hann lært smiði hlustarstykkja fyrir heyrnai- tæki. Skömmu eftir að hann tók til starfa fengum við rúmgóða stofu á barnadeildinni til afnota. Zonta-syst- urnar gáfu tækin sem Birgir notaði við hlustarstykkjagerðina, sem hann hóf fyrstur manna hérlendis. Hann afgreiddi einnig heyrnartæki og hafði eftirlit með þeim. Á þessu sama ári var ákveðið að gera stöðina að deild í Heilsuverndarstöðinni. Á miðju árinu bættist nýr starfs- maður í hópinn. Það var Gylfi Bald- ursson, sem var nýkominn frá Bandaríkjunum með meistarapróf í heyrnar- og talmeinafræði. Man'a fékk árs námsleyfi eftir frá- bær störf en því miður fór hún til annarra sérhæfðra starfa eftir að leyfinu lauk. Kristín Guðmundsdótt- ir fóstra var ráðin til starfa í stað Maríu og reyndist hún einnig frábær starfskraftur. Smám saman kom fleira fólk til starfa með okkur svo sem ritari og tæknimaður. Arið 1968 vildi svo vel til að við fengum stærra húsnæði á jarðhæðinni. Endurskipuleggja þurfti innréttingarnar og flest þurfti að endurnýja, svo sem tæki og hús- gögn og setja upp hljóðeingraðan klefa til heyrnarmælinga, sem mun hafa verið sá_ fyrsti, til slíkra nota, hér á iandi. Árið 1973 var ég form- lega ráðinn yfirlæknir deildarinnar. Heyrnardeildin vai- borgarstofnun en við unnum ötullega að því að hún yrði að ríkisstofnun og þjónaði allri þjóðinni. Deildin orðin að sjálfstæðri stofnun Arið 1978 varð frumvarp um heymar- og talmeinastöð að lögum frá Alþingi. Deildin var þar með orð- in að sjálfstæðri stofnun og nefndist Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Hún fékk húsnæði, í júnímánuði árið 1980, í Valhöll við Háaleitisbraut 1. Þann 23. október sama ár var stöðin opnuð formlega við hátíðlega athöfn. Þá voru starfsmenn hennar orðnir tuttugu. Skömmu síðar sagði ég stöðu minni lausri, fyrir aldurs sakir - enda orðinn um sjötugt. Einar Sindrason læknir tók við henni en hann hafði þá verið aðstoðaryfirlæknir minn í hálft annað ár og staðið sig mjög vel. Ég fylgist af áhuga með því sem gerist á stöðinni og hversu starfsemi hennar hefur aukist gífurlega. Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir Heymar- og talmeinastöðvar íslands. Erlingur Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.