Morgunblaðið - 27.01.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 45
Heimur
grískra og
norrænna
goðsagna
FUNDUR verður haldinn í Grikk-
landsvinafélaginu fimmtudaginn 28.
janúar kl. 20.30 í Komhlöðunni við
Bankastræti og verður þai- fjallað um
grískan og non-ænan goðsagnaheim.
Framsögu flytja Kolbeinn Þorleifs-
son, kirkjusagnfræðingur og Sveinn
Einai-sson, rithöfundur og leikstjóri.
Kolbeinn nefnir erindi sitt „Borgin
elífa, Trója. Um sameiginlegt ætt-
erni Ai-a fróða og Habsborgara".
Sveinn nefnh- erindi sitt „Tvær fjöl-
skyldur. Úr goðsagnaheimi Grikkja
og norrænna manna“. Að vanda
gefst kostur á að ræða málin nánar
að framsöguerindum loknum.
LEIÐRÉTT
Rangt farið með fæðingarár
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
var farið rangt með fæðingarár
Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar
sem lést af slysfórum á Tálknafirði
á laugardag. Stefán var fæddur
1953 og var því 45 ára gamall en
hann var sagður fæddur árið 1945.
Er beðist velvirðingar á þessum
mistökum.
Hlutabréf í Marel
RANGT var farið með gengi bréfa í
Marel á viðskiptasíðu í blaðinu í
gær. Þar kom fram að gengi þeirra
hafi hækkað úr 16,10 í 17,0 en hið
rétta er að þau hækkuðu úr 15,10 í
17,0. Beðist er velvirðingar á þess-
um mistökum.
Húslán Islandsbanka
í FRÉTT í blaðinu í gær um ný
húsnæðislán íslandsbanka, Húslán,
var ranglega sagt að bankinn myndi
hleypa þjónustunni af stokkunum í
byrjun næstu viku. Hið rétta er að
bankinn er þegar byrjaður að bjóða
þjónustuna. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Kaupfélagið á Breiðdalsvík
MISHERMT var í greininni við-
skipti/atvinnulíf sl. sunnudag að
kaupfélag Stöðfírðinga hefði verið
stofnað bæði á Breiðdalsvík og á
Stöðvarfirði árið 1931. Deildin á
Breiðdalsvík var stofnuð um ára-
mótin 1934/1935 en frá 1920 hafði
verið rekið sjálfstætt kaupfélag á
Breiðdalsvík.
Hofsstaðaskóli í Garðabæ
í FRÉTT á bls. 14 í Mbl. laugardag-
inn 16. janúar var frétt um að for-
eldrar hefðu leyst kennara Hofs-
staðaskóla í Garðabæ af á meðan
þeir sóttu námskeið. I ft-éttinni var
sagt að kennarar Hofsstaðaskóla
hafi verið á námskeiði í agastjómun
á vegum Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur. Hið rétta er að kennar-
ar Hofsstaðaskóla sækja nú á vorönn
námskeið þar sem þeim er kennd
mótun hegðunar með aðferum at-
ferlismótunar og er námskeiðið hald-
ið af skólaskrifstofu Garðabæjai-. Að-
alfyrirlesari á námskeiðinu er dr. Z.
Gabriela Sigurðardóttir, sálfræðing-
ur og atferlisfræðingur.
Eru hlutaðeigendur beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
Enn rangt
í GÆR gerði Morgunblaðið tilraun
til þess að leiðrétta missögn í grein
Siginðar Ingileifar Sigurbjörnsdótt-
ur, sem skorað hafði á fólk að styðja
Bryndísi Höðversdóttur í 1. sæti
framboðslista Samfylkingarinnar í
Reykjavík. I grein, sem birtist í
blaðinu á laugardag, hafði misritast
að stuðningurinn væri í annað sæti.
Það var ekki rétt og er beðizt vel-
virðingar á því.
Rangt föðurnafn
RANGT var farið með föðurnafn
Guðrúnar Laufeyjar Guðnadóttur á
bls. 32 í laugardagsblaðinu þegar
fjallað var um rannsókn hennar á ís-
lenskum tónlistararfi. Er beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.
Fundur um
gagnagrunn í
jarðefnaiðnaði
UNNIÐ hefur verið að verkefni
um: Námur - efnisgæði og umhverfi
sl. tvö ár. Stjórn verkefnisins efnir
til kynningarfundar þar sem kynnt-
ar verða tillögur þær sem hún hefur
gert að því hvernig haga beri skrán-
ingu upplýsinga um námur og
námuvinnslu. Fundurinn verður
haldinn á Hallveigarstíg 1 í kvöld,
miðvikudaginn 28. janúar, kl.
13-16.30. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Peer Richard Neeb frá Norsku
jarðfræðistofnuninni kynnir hvern-
ig staðið hefur verið að uppbygg-
ingu gagnagrunns um efnisvinnslu í
námum og söfnun upplýsinga um
mögulega námuvinnslu í Noregi. Að
lokum verða pallborðsumræður
með þátttöku frummælenda og
fleiri aðila.
Fundarstjóri verður Edda Lilja
Sveinsdóttir, Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. Meðal frum-
mælenda verða dr. Borge Johannes
Wigum, verkfræðistofunni ERGO,
Sigmundur Einarsson, umhverfis-
ráðuneyti, og Haukur Jóhannesson,
N áttúrufræðistofnun.
■ HLUTAVELTA verður í Galleríi
Nema hvað, Skólavörðustíg 22c,
27.-31. janúar frá kl. 12-18. Engin
núll og fjöldi vinninga. Miðinn kostar
50 kr. Allur ágóði rennur til Listahá-
skóla Islands.
Hlutur kvenna í
stjórnmálum
OPINN fundur verður haldinn í
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal,
fimmtudaginn 28. janúar kl. 20.30 á
vegum nefndar um aukinn hlut
kvenna í stjórnmálum.
Erindi flytja Elsa Þorkelsdóttir
lögfræðingur, og dr. Auður Styrkár-
dóttir stjórnmálafræðingur. Að því
loknu flytja félagar úr Mótettukórn-
um nokkur lög.
Fundinum lýkur á pallborðsum-
ræðum. Þátttakendur eru: Friðrik
Sophusson, Páll Pétm-sson, Guðný
Guðbjörnsdóttii', Margrét Frí-
mannsdóttir, Sighvatur Björgvins-
son, Steingrímur J. Sigfússon og
Sverrir Hermannsson. Stjórnendur
verða Elín Hirst og Sigmundur Ern-
ir Rúnarsson.
Grænt framboð
stofnað á
Reykjanesi
KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs á
Reykjanesi verður stofnað fimmtu-
daginn 28. janúar, á fundi í Gaflinum
í Hafnarfírði, sem hefst kl. 20.30.
Gestur verður Ögmundur Jónas-
son sem mun kynna Vinstrihreyf-
inguna - grænt framboð og segja frá
undirbúningi að stofnun samtak-
anna. Formlegur stofnfundur á
landsvísu verður haldinn í Borgar-
túni 6 dagana 5.-6. febrúar.
Prófkjör
Kvennalisti
Vefur um
prófkjör
KVENNALISTINN í Reykja-
vík opnaði um helgina prófkjör-
svef.
í fréttatilkynningu segir:
„Opnun sameiginlegs prófkjör-
svefs frambjóðenda Kvennalist-
ans er í samræmi við þá stefnu
þeirra að standa saman í próf-
kjörsbaráttunni. Þótt þær Guð-
ný Guðbjömsdóttir, Guðrún
Ögmundsdóttir og Hulda Ólafs-
dóttir berjist um efsta sætið í
hólfi Kvennalistans, þá eru þeir
samstiga um að taka þátt í sam-
eiginlegri kynningu á frambjóð-
endum Kvennalistans. Sama er
að segja um þær Ásgerði Jó-
hannsdóttur, Fríðu Rós Valdi-
marsdóttúr og Hólmfríði Garð-
arsdóttur, sem ekki eru í topp-
baráttunni.“
A prófkjörsvefnum eru þær
konur sem bjóða sig fram sem
fulltrúar Kvennalistans kynnt-
ar, þar er einnig að finna upp-
lýsingar um prófkjörið og fleira.
Slóðin er www.kvennalist-
inn.is/reykjavik/
Norðurland vestra
Prófkjör
Sam-
fylkingar
PRÓFKJÖR samfylkingar Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags
og Kvennalista í Norðurlands-
kjördæmi vestra verður haldið
laugardaginn 13. febrúar næst-
komandi. Merkt verður við
fjögur nöfn í kjörinu en kosn-
ing í tvö efstu sætin er bind-
andi. Utankjörfundaratkvæða-
greiðsla hefst fimmtudaginn
28. janúar næstkomandi hjá
trúnaðarmönnum á þéttbýlis-
stöðum í kjördæminu og í
Reykjavík.
Framboðsfrestur rann út um
helgina og gáfu eftirtaldir kost
á sér í prófkjörið: Anna Kristín
Gunnarsdóttir, Sauðárkróki,,
Björgvin Þór Þórhallsson,
Blönduósi, Jón Bjarnason, Hól-
um í Hjaltadal, Jón Sæmundur
Sigurjónsson, Siglufirði, Krist-
ján Möller, Siglufii'ði, Pétur
Vilhjálmsson, Hvammstanga,
Signý Jóhannesdóttir, Siglu-
firði og Steindór Haraldsson,
Skagaströnd.
Traustur, alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif
Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu
ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ:
• vökvastýri • 2 loftpúða •
• aflmiklar vélar • samlæsingar •
• rafmagn í rúðum og speglum •
• styrktarbita í hurðum •
• samlitaða stuðara •
Sjálfskipting kostar 150.000 KR.
$ SUZUKI
SUZUKIBILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is