Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 45 Heimur grískra og norrænna goðsagna FUNDUR verður haldinn í Grikk- landsvinafélaginu fimmtudaginn 28. janúar kl. 20.30 í Komhlöðunni við Bankastræti og verður þai- fjallað um grískan og non-ænan goðsagnaheim. Framsögu flytja Kolbeinn Þorleifs- son, kirkjusagnfræðingur og Sveinn Einai-sson, rithöfundur og leikstjóri. Kolbeinn nefnir erindi sitt „Borgin elífa, Trója. Um sameiginlegt ætt- erni Ai-a fróða og Habsborgara". Sveinn nefnh- erindi sitt „Tvær fjöl- skyldur. Úr goðsagnaheimi Grikkja og norrænna manna“. Að vanda gefst kostur á að ræða málin nánar að framsöguerindum loknum. LEIÐRÉTT Rangt farið með fæðingarár í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær var farið rangt með fæðingarár Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar sem lést af slysfórum á Tálknafirði á laugardag. Stefán var fæddur 1953 og var því 45 ára gamall en hann var sagður fæddur árið 1945. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Hlutabréf í Marel RANGT var farið með gengi bréfa í Marel á viðskiptasíðu í blaðinu í gær. Þar kom fram að gengi þeirra hafi hækkað úr 16,10 í 17,0 en hið rétta er að þau hækkuðu úr 15,10 í 17,0. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Húslán Islandsbanka í FRÉTT í blaðinu í gær um ný húsnæðislán íslandsbanka, Húslán, var ranglega sagt að bankinn myndi hleypa þjónustunni af stokkunum í byrjun næstu viku. Hið rétta er að bankinn er þegar byrjaður að bjóða þjónustuna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Kaupfélagið á Breiðdalsvík MISHERMT var í greininni við- skipti/atvinnulíf sl. sunnudag að kaupfélag Stöðfírðinga hefði verið stofnað bæði á Breiðdalsvík og á Stöðvarfirði árið 1931. Deildin á Breiðdalsvík var stofnuð um ára- mótin 1934/1935 en frá 1920 hafði verið rekið sjálfstætt kaupfélag á Breiðdalsvík. Hofsstaðaskóli í Garðabæ í FRÉTT á bls. 14 í Mbl. laugardag- inn 16. janúar var frétt um að for- eldrar hefðu leyst kennara Hofs- staðaskóla í Garðabæ af á meðan þeir sóttu námskeið. I ft-éttinni var sagt að kennarar Hofsstaðaskóla hafi verið á námskeiði í agastjómun á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Hið rétta er að kennar- ar Hofsstaðaskóla sækja nú á vorönn námskeið þar sem þeim er kennd mótun hegðunar með aðferum at- ferlismótunar og er námskeiðið hald- ið af skólaskrifstofu Garðabæjai-. Að- alfyrirlesari á námskeiðinu er dr. Z. Gabriela Sigurðardóttir, sálfræðing- ur og atferlisfræðingur. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á mistökunum. Enn rangt í GÆR gerði Morgunblaðið tilraun til þess að leiðrétta missögn í grein Siginðar Ingileifar Sigurbjörnsdótt- ur, sem skorað hafði á fólk að styðja Bryndísi Höðversdóttur í 1. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík. I grein, sem birtist í blaðinu á laugardag, hafði misritast að stuðningurinn væri í annað sæti. Það var ekki rétt og er beðizt vel- virðingar á því. Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Guðrúnar Laufeyjar Guðnadóttur á bls. 32 í laugardagsblaðinu þegar fjallað var um rannsókn hennar á ís- lenskum tónlistararfi. Er beðist vel- virðingar á þessum mistökum. Fundur um gagnagrunn í jarðefnaiðnaði UNNIÐ hefur verið að verkefni um: Námur - efnisgæði og umhverfi sl. tvö ár. Stjórn verkefnisins efnir til kynningarfundar þar sem kynnt- ar verða tillögur þær sem hún hefur gert að því hvernig haga beri skrán- ingu upplýsinga um námur og námuvinnslu. Fundurinn verður haldinn á Hallveigarstíg 1 í kvöld, miðvikudaginn 28. janúar, kl. 13-16.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Peer Richard Neeb frá Norsku jarðfræðistofnuninni kynnir hvern- ig staðið hefur verið að uppbygg- ingu gagnagrunns um efnisvinnslu í námum og söfnun upplýsinga um mögulega námuvinnslu í Noregi. Að lokum verða pallborðsumræður með þátttöku frummælenda og fleiri aðila. Fundarstjóri verður Edda Lilja Sveinsdóttir, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Meðal frum- mælenda verða dr. Borge Johannes Wigum, verkfræðistofunni ERGO, Sigmundur Einarsson, umhverfis- ráðuneyti, og Haukur Jóhannesson, N áttúrufræðistofnun. ■ HLUTAVELTA verður í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, 27.-31. janúar frá kl. 12-18. Engin núll og fjöldi vinninga. Miðinn kostar 50 kr. Allur ágóði rennur til Listahá- skóla Islands. Hlutur kvenna í stjórnmálum OPINN fundur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, fimmtudaginn 28. janúar kl. 20.30 á vegum nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Erindi flytja Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur, og dr. Auður Styrkár- dóttir stjórnmálafræðingur. Að því loknu flytja félagar úr Mótettukórn- um nokkur lög. Fundinum lýkur á pallborðsum- ræðum. Þátttakendur eru: Friðrik Sophusson, Páll Pétm-sson, Guðný Guðbjörnsdóttii', Margrét Frí- mannsdóttir, Sighvatur Björgvins- son, Steingrímur J. Sigfússon og Sverrir Hermannsson. Stjórnendur verða Elín Hirst og Sigmundur Ern- ir Rúnarsson. Grænt framboð stofnað á Reykjanesi KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs á Reykjanesi verður stofnað fimmtu- daginn 28. janúar, á fundi í Gaflinum í Hafnarfírði, sem hefst kl. 20.30. Gestur verður Ögmundur Jónas- son sem mun kynna Vinstrihreyf- inguna - grænt framboð og segja frá undirbúningi að stofnun samtak- anna. Formlegur stofnfundur á landsvísu verður haldinn í Borgar- túni 6 dagana 5.-6. febrúar. Prófkjör Kvennalisti Vefur um prófkjör KVENNALISTINN í Reykja- vík opnaði um helgina prófkjör- svef. í fréttatilkynningu segir: „Opnun sameiginlegs prófkjör- svefs frambjóðenda Kvennalist- ans er í samræmi við þá stefnu þeirra að standa saman í próf- kjörsbaráttunni. Þótt þær Guð- ný Guðbjömsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Hulda Ólafs- dóttir berjist um efsta sætið í hólfi Kvennalistans, þá eru þeir samstiga um að taka þátt í sam- eiginlegri kynningu á frambjóð- endum Kvennalistans. Sama er að segja um þær Ásgerði Jó- hannsdóttur, Fríðu Rós Valdi- marsdóttúr og Hólmfríði Garð- arsdóttur, sem ekki eru í topp- baráttunni.“ A prófkjörsvefnum eru þær konur sem bjóða sig fram sem fulltrúar Kvennalistans kynnt- ar, þar er einnig að finna upp- lýsingar um prófkjörið og fleira. Slóðin er www.kvennalist- inn.is/reykjavik/ Norðurland vestra Prófkjör Sam- fylkingar PRÓFKJÖR samfylkingar Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista í Norðurlands- kjördæmi vestra verður haldið laugardaginn 13. febrúar næst- komandi. Merkt verður við fjögur nöfn í kjörinu en kosn- ing í tvö efstu sætin er bind- andi. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla hefst fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi hjá trúnaðarmönnum á þéttbýlis- stöðum í kjördæminu og í Reykjavík. Framboðsfrestur rann út um helgina og gáfu eftirtaldir kost á sér í prófkjörið: Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sauðárkróki,, Björgvin Þór Þórhallsson, Blönduósi, Jón Bjarnason, Hól- um í Hjaltadal, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Siglufirði, Krist- ján Möller, Siglufii'ði, Pétur Vilhjálmsson, Hvammstanga, Signý Jóhannesdóttir, Siglu- firði og Steindór Haraldsson, Skagaströnd. Traustur, alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn í rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • Sjálfskipting kostar 150.000 KR. $ SUZUKI SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.