Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 9

Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 C 9 VIÐSKIPTI Skipurit Plastprents hf. lagað að breyttum aðstæðum „Stjórnkerfið aðlagað nýrri framtíðarsýn “ Nýtt skipurit Plastprents hf. tók gildi um áramót en undirbúningur hafði staðið yfír í rúmt ár. Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Gísla Þorsteinsson að með nýju skipu- lagi væru ábyrgðarsvið gerð skýrari og að- löguð nýrri framtíðarsýn. Morgunblaðið/Ásdís EYSTEINN Helgason, í annarri röð frá hægri, ásamt deildarstjórum fyrirtækisins sem tóku til starfa undir nýju skipuriti um áramót. EYSTEINN segir að ástæða þess að starfsemi fyrirtældsins var endur- metin sé sú að aðstæður, einkum í alþjóðlegu samhengi, séu síbreytilegar. Útflutningur sé meiri og sé orðin ein helsta kjölfestan í plastumbúðaframleiðslu fyrirtækis- ins. „Að sama skapi hefur innfiutn- ingur aukist og markaðurinn orðið harðari. Stefnan hefur nokkrum sinnum verið endurmetin en um haustið 1997 var ákveðið að ganga lengra og aðlaga skipurit fyrirtæk- isins betur að breyttum aðstæðum." Hafist var handa við að endur- meta stefnu fyrirtækisins, tekið var mið af stöðunni á einstökum mörkuðum jafnframt þvi sem líkleg þróun í notkun umbúða var kort- lögð. Stefnumörkunin var unnin í samvinnu við ráðgjafarfyrirtækið Corporate Lifecycles-Ráðgjöf ehf. og segir Eysteinn að sú aðferða- fræði sem notuð hafi verið sé margreynd hér heima og erlendis. Hlutverk endurmótuð Niðurstöður stefnumörkunar voru þær að móta yrði hlutverk fyrirtækisins að nýju. Skipuriti þess var breytt og stjórnkerfið að- lagað nýrri framtíðarsýn. Eysteinn segir að með skipulaginu hafi línur milli einstakra ábyrgðaraðila verið gerðar skýrari. Hann segir að fyr- irtækið hafði áður verið skilgreint í plastumbúðaiðnaði en núverandi stefna gerði ráð fyrir að lagðar yrðu áherslur á lausnir, sem féllu að margbreytilegum umbúðaþörf- um fyrirtækja í matvælafram- leiðslu, iðnaði, landbúnaði, verslun og þjónustu auk þess að bjóða fjöl- breytt vöruval til endursölu. Einstaka deildir gerðar ábyrgar í nýju skipuriti eru markaðssvið fyrirtæksins ábyrg íýrir tekjum en aðrar einingar eru ábyrgar fyrir kostnaði. Til að tryggja að skipulag og upplýsingakerfi virki sem stjórn- tæki í rekstrinum hefur verið sett upp reikningsskilakerfi þar sem hvert svið í rekstrinum er gert upp mánaðarlega. Markaðssviðin eru: sérlausnir umbúða, sem heldur um alla vöruflokka sem eru sérpantað- ir, vöruhús umbúða, sem útvegar lausnir á sviði staðlaðra umbúða og skyldra rekstrarvara, endursölu- vörusvið sem selur vörur til versl- ana, auk hráefnissviðs. „Framleiðsla ber ábyrgð á að framleiða á sem hagkvæmastan hátt plastumbúðir í samræmi við óskir viðskiptavina og selur vörur til markaðssviða. Ef ekki nást samningar um kjör milli deilda geta deildir keypt af öðrum fyrirtækjum til að ná fram meiri hagkvæmni. Sölusvið hefur umsjón með sölu, þjónustu og samskiptum við við- skiptavini. Fjármálasvið er ábyrgt fyrir bókhaldi og fjárreiðum og hlutverk þess er jafnframt að veita öðrum sviðum þjónustu," segir Ey- steinn. Um áramót tóku yfirmenn nýrra deilda, samkvæmt skipuriti, form- lega til starfa. Deilarstjórarnir eru: Þórður Bachmann, sölustjóri, Helgi Gústafsson, markaðsstjóri vöruhúss umbúða, Sigrún Rósa Björnsdóttir, markaðsstjóri endursöluvöru, Jó- hann Jón ísleifsson, markaðsstjóri sérlausna umbúða, Oddur Eiríksson gæðastjóri, Arne Sólmundsson framleiðslustjóri og Bemharð Hreinsson fjármálastjóri. Eysteinn segir að hvert svið setji fram markmið og áætlanir fyrir hvert ár og beri ábyrgð á að fylgja eftir stefnu fyrirtækisins og tryggja árangur á hverju viðskiptasviði. „Markaðssvið hafa umsjón með sín- um vöruflokkum, bæði hvað varðar val á vörum og birgjum, verðlagn- ingu og árangur er mældur í heild- artekjum í hverjum vöruflokki," segir Eysteinn. Fyrirtæki í fyrirtækinu „Skipulagið byggist á að mark- aðssviðin verði eins og fyiúrtæki í fyrirtækinu sem hvert hefur af- markað starfssvið. Kostnaðarsvið þjóna markaðssviðum og stuðla að því að þau nái markmiðum sínum og geti veitt þjónustu á sem arð- bærastan hátt,“ segir Eysteinn. Hann segist bjartsýnn á að nýtt skipurit skili fyrirtækinu meiri ár- angri. Hann telur að framtíðar- verkefni fyrirtækisins séu að festa í sessi þá hæfni sem sé innan veggja þess og byggja upp starf- semi sem veiti viðskiptavinum fjöl- breyttár umbúðalausnir á einum stað. Þá sé jafnframt nauðsynlegt að styrkja og efia forystu fyrirtæk- isins í hönnun, framleiðslu og notk- un plastumbúða. „Einnig verður að byggja á styrk íýrirtækisins sem felst í þekkingu þess á umbúðaþörfum háþróaðs matvælaiðnaðar og hefja samstarf við aðra framleiðendur og þjónustu- aðila, með það fyrir augum að veita víðtækari umbúðalausnir." Námskeið Tæknivals eru skipulögð með það fyrir augum að sinna þörfum fyrirtækja og styrkja starfsmenn i að mæta sifellt harðari kröfum I nútima tækniumhverfi. Ilf 6* <4 ? LIÐSHEILD, ÞJOLFUN 0G ÞEKKING ... SKILfl FYRIRTfEKJ UM I FREMSTU RÖÐ Láttu fagmenn Tæknivals aðstoða þig við að efla liðsheild fyrirtækisins. Tæknival hefur á að skipa velmenntuðum starfsmönnum með mikla reynslu og þjálfun í fullkomnum tölvukerfum og hugbúnaði. Hittu beint í mark með öflugri liðsheild, góðri þjálfun og þekkingu. Skráning á námskeiðin er hjá Nönnu Jónsdóttur f sfma 550 4104 eða f netfanginu nannajon@taeknival.is. Kynnið ykkur nýjustu upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu Tæknivals: www.taeknival.is NÓmskeiðsyfirlit Tæknivals Tegund og gerö námskeiðs Leiö- Tungu- Hám. beinandi mál fjöldi þáttt. Daga- fjöldi Tfmi: kl. Dagsetningar námskeiða: Feb. Mars Apríl Maí Microsoft Umsjón MS NT 4.0 Hallur H. fsl. 12 3 09-17 10-12 Umsjón MS NT 4.0 Advanced Hallur H. fsl. 12 3 09-17 24-26 Umsj. og stillingar MS Exchange Hallur H. fsl. 12 3 09-17 26-28 Umsj. og stillingar MS Exc. Adv. Hallur H. fsl. 12 3 09-17 02-04 03-05 System Administr. f. SQL Server CTEC Ens. 12 5 09-17 03-07 Internet Information Server Hallur H. Ens. 12 3 09-17 16-18 Umsj. og stillingar. MS IIS & Proxy Hallur H. fsl. 12 3 09-17 17-19 NT Workstation Bryndís fsl. 12 1 09-17 22 22 Novell NetWare 5 Administration - 560 CTEC Ens. 12 5 09-17 24-28 NetWare 4.11 to NetWare 5 Upd. CTEC Ens. 12 3 09-17 31/5-02/06 HHHHI Hi HH HHH hhh Grunnnámskeið Ómar H. ! ísl. ! 12 3 09-17 15-17 Framhaldsnámskeið Ómar H. ísl. 12 3 09-17 22-24 Compaq Insight Manager o.fl. Erlendur , fsF 12 1/2 í 13-17 19 HnHBBBHHHi HHHHi HH bhhb HHH Byrjendanámsk. í fjárhagsbókh. Sigríður H. fsl. 12 5x1/2 13-17 08-12 08-12 ** V Framhaldsnámsk. í fjárhagsbókh. Sigríður H. fsl. 12 3x1/2 13-17 16-18 ** ** / Launakerfi - TOK Marinó F. fsl. 12 3x1/2 13-17 16-18 ** Tímasetning ákveðin síðar. Námskeiðið verður haidið í nýju húsnæði Tæknivals. Námskeiðahald byggist á því að næg þátttaka náist og geta dagsetningar því breyst. Innifalið í verði er námsefni og hádegisverður (námskeið frá 09-17). Tæknival Hvert einstakt mark er arangur heildarinnar w w w t a e k n i v a I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.