Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BJÖRGVIN Guðmundsson og Snæbjörn Stefánsson.
BJORGVIN leitar að réttu Ijósi
ÖM DAGINN biluðu rúðu-
þurrkurnar á „þarfasta þjón-
inum" mínum. Daginn þann
var slydduveður og framrúð-
an var fyrr en varði þakin
hlussustórum snjókornum.
Þau höfðu ekki langa viðdvöl á rúð-
unni, heldur urðu fljótlega að vatni
sem rann í straumum niður hált
glerið og skekktu alla sýn mína á
veröldina í kringum mig. Við svo
búið mátti ekki standa. Eg ók inn á
næsta vegarútskot, drap á bílnum
og hóf snarlega að skoða smáaug-
lýsingadálk DV. Margar varahluta-
verslanir buðu þar þjónustu sína,
en ég ákvað að snúa mér til Litlu
partasölunnar, sem var þarna al-
veg í næsta nágrenni. Löturhægt
ók ég á partasöluna og hrósaði
happi að ná þangað heil á húfi og
hafa ekki ekið utan í staura eða á
aðra bíla. Heill bílafloti var á hlaði
Litlu partasölunnar og ég lagði
mínum bíl við hliðina á stórum
rauðum bíl. Þegar ég kom út sá ég
að sá rauði gekk ekki heill til skóg-
ar, stóreflis gat var á annarri hlið
hans og annað framljósið var illi-
lega brotið. Aðrir bflar á stæðinu
voru líka misjafnlega vel á sig
komnir - sumir með mikla áverka
en aðrir aðeins dapurlega druslu-
legir. Sitthvað í fari sumra þessara
bíla minnti helst á lýsingu Megasar
á gamla sorry Grána. Opið var inn í
partasöluna og ég snaraðist inn -
inn í heim sem fram að því hafði
verið mér hulinn - heim grómtek-
inna vélarhluta - heim þar sem
karlmenn virtust eins og fiskar í
vatni en konur eins og þorskar á
þurru Iandi.
Tveir menn voru þarna innan-
dyra, önnum kafnir við að rífa hvít-
an bíl niður í frumeiningar, að því
er mér sýndist. Ég sagði þeim frá
vandræðum mínum með þurrkurn-
ar og spurði hvort þeir ættu ekki
aðrar í stað þeirra biluðu og hvort
þeir gætu ekki hjálpað mér að tylla
þeim á. Annar mannanna lagði frá
sér skrúflykil, þurrkaði svarta olíu
Fáir bíleigendur komast hjá því að þurfa
að kaupa varahluti. Á höfuðborgarsvæðinu
eru starfandi fjölmargar bílapartasölur
sem versla með notaða varahluti. Guðrún
Guðlaugsdóttir átti erindi á eina slíka og
spjallaði í leiðinni við þá Björgvin
Guðmundsson og Snæbjörn Stefánsson, en
þeir eiga og reka Litlu partasöluna.
SUBARUINN orðinn heldur nöturlega útlítandi.
af höndum sér og bað mig að bíða
meðan hann leitaði. „Við erum
nefnilega ekki búnir að eiga þessa
partasölu lengi og vitum þess
vegna ekki alveg upp á víst hvað til
er," sagði hann og hvarf inn á milli
mislitra bflhurða sem stóðu þarna í
þykkum stöflum. Hinn maðurinn
hélt áfram að skrúfa sundur bflinn
sem óneitanlega var að fá á sig
heldur nöturlegan svip. Ég gekk
innar í partasöluna og mætti dökk-
hærðri konu sem var þarna í fylgd
með skeggjuðum manni. Þau virt-
ust líka vera að bíða og ég sá að
konan fann sig ekki þarna heima
fremur en ég. „Þið eruð kannski
líka að bíða eftir þurrkum," sagði
ég við þau þegar þögnin hafði ekki
verið rofin drykklanga stund nema
af mismunandi skrúfuískri úr iðr-
um hins sundurflakandi bfls. „Ég
er búinn að hringja eða fara á þrjá-
tíu partasölur tfl þess að reyna að
fá afturrúðu í Honda Civic," svar-
aði maðurinn heldur þurrlega. Ég
vildi vita hvað komið hefði fyrir þá
gömlu. „Hún er brotin, það braust
einhver inn í bílinn, það er yfirleitt
brotist inn í bfla í gegnum aftur-
rúður, þær fara venjulega í mauk,"
sagði maðurinn. „Það er slæmt af
því maður hefur ekki afturrúðu-
tryggingu," svaraði ég og reyndi að
vera spakleg í tali. Manninum
fannst þetta ekki svaravert.
„Kannski verður þú svo heppinn að
fá rúðu hér," sagði ég. „Varla - ég
hef þó stundum verið heppinn, t.d.
þegar ég var einu sinni að gera upp
gamlan Chevrolet Van. Þá fékk ég
allt í hann á partasölum fyrir lítið
verð," svaraði maðurinn. En hann
var ekki heppinn í þetta sinn, aft-
urrúðan var ekki til svo umrætt
fólk yfirgaf svæðið.
Takmörk fyrir hvað
borgar sig að gera við
Ég færði mig aftur að hvíta
bílnum til þess að horfa á krufn-
inguna sem verið var að fremja á
honum. Mér sýndist hann vera
furðu heillegur nema að framan-
verðu. „Af hverju er verið að rífa
þennan bíl, er hann ekki nýlegur?"
spurði ég. „Þetta er Subaru Justy,
hann er tíu ára og það er farinn í
honum öxull og líklega úrtakið úr
gírkassanum. Það borgar sig ekki
að gera við hann, þess vegna er
hann spændur svona niður. Það
eru takmörk fyrir því hvað borgar
sig að gera við gamla bíla," svar-
aði maðurinn með skrúflykilinn.
Félagi hans kom nú á vettvang
aftur en var ekki með neinar rúðu-
þurrkur. „Ég á ekki þurrkur í
þinn bíl, en ég veit um mann sem á
þær, það vill svo til að hann er
væntanlegur og ég er búinn að
hringja í hann og biðja hann að
grípa þurrkurnar með svo ef þú
mátt vera að því að bíða þá má
bjarga þessu," sagði hann. „Ég
get hvort sem er ekki keyrt bílinn
svona - ég bíð bara," svaraði ég og
þeir sneru sér aftur að krufning-
arstörfunum. „Er mikið hægt að
nota úr svona bfl," spyr ég. „Svona
um 40%," svarar annar maðurinn.
Og hvað skyldi vera gert við hitt?
„Það er farið með það í Hringrás í
Sindra við Sundahöfn. Þar eru bíl-
hræ pressuð saman og flutt út."
Smám saman verða mennirnir
ræðnari og ég kemst að því að þeir
hófu rekstur Litlu partasölunnar í
nóvember sl. Áður höfðu þeir
þekkst um árabil eða frá því þeir
unnu saman á bílapartasölu einni.
Aðspurðir játa þeir að þekkja inn-
volsið í flestöllum bílategundum og
viðurkenna með semingi að þeim
þyki gaman að fá óþekkta bflteg-
und til þess að rífa niður. „Þetta er
nú samt sem áður allt byggt á því
sama og er svipað," segir annar
maðurinn. Hvað méð sérhæfingu?
„Við sérhæfum okkur í Nissan-bfl-
um," er svarið. Og af hverju? „Það
er mikið af þeim og dýrir varahlut-
ir í þá frá umboðinu. Það gefur
möguleika á að selja mikið. Fólk
kaupir alls konar varahluti, allt frá
öskubökkum upp í vélar. Hægt er
að leggja inn pöntun á varahlutum,
stundum eru rifnir bílar af tegund
sem erfitt er að fá varahluti í og þá
eru þeir látnir vita sem látið hafa
skrifa sig niður." Og hvað með
pláss til að geyma varahlutina sem
ekki seljast strax? „Það þarf næst-
um endalaust pláss fyrir svona
starfsemi."
Ýmislegt gerist í bflum
Meðan þetta samtal fer fram
hefur Subaruinn smám saman orð-
ið æ fátæklegri. Eg horfi á hann
með samúð - þótt ég viti að hann sé
bara vél þá er hann nú orðinn svo
grátt leikinn að varla er hægt ann-
að en kenna í brjósti um hann.
Hver skyldi hafa trúað því fyrir tíu
árum, þegar hann stóð fannhvítur
og fyrirmannlegur tilbúinn í sinn
fyrsta ökutúr, að hann yrði ekki
langlífari en þetta? Ég geng í
kringum bflinn, allar hurðir eru
farnar og grá sætin blasa við. Ég
hugsa um allan þann tíma sem fólk