Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR1999 BADMINTON MORGUNBLAÐIÐ Nýtt nafn skráð á íslandsmeistaralistann í einliðaleik karla - Tomas Viborg Garðarsson Sagði við sjálfan mig: nú er nóg komið! Tomas Viborg Garðarsson kom frá Umeá í Svíþjóð, sá og sigraði í einliðaleik karla, --------------7------------------- þegar hann varð Islandsmeistari með því að leggja tvo fyrrverandi meistara að velli - Brodda Kristjánsson í undanúrslitum og Tryggva Nielsen í úrslitaleiknum. Sigmundur Ó. Steinarsson var vitni að því er Tomas, sem er fyrsti Víkingurinn til að verða meistari, stöðvaði 29 ára einokun badmintonmanna úr TBR á meistaratitlin- um, eða allt frá því að KR-ingurinn Oskar Guðmundsson varð meistari 1970. Eg er í sjöunda himni. Ég kom hingað frá Svíþjóð staðráðinn í að fagna sigri,“ sagði Tomas Vi- borg Garðarsson, Víkingi, sem lagði Islandsmeistarann Brodda Kristjánsson að velli í undanúrslit- um og síðan meistarann 1996 og 1997, Tryggva Nielsen, í úrslita- leiknum. „Eg er afar stoltur yfír að hafa náð að leggja kónginn Brodda að velli,“ sagði Tomas. Róðurinn var erfiður í byrjun hjá Tomasi í úrslitaleiknum gegn Tryggva. Hann varð fljótlega und- ir, 9:0. Eftir það náði hann sér á strik, sótti grimmt, sýndi fjöl- breytni í leik og fagnaði sigri. „Byrjunin var afar slæm hjá mér. Eg vissi hreinlega ekki hvað ég var að gera - var kærulaus og sló knöttinn oft út af vellinum. Eg varð mjög reiður út í sjálfan mig fyrir þetta kæruleysi og sagði við sjálfan mig; nú er nóg komið - nú verður þú að byrja að berjast! Það skiptir engu máli hvað flott höggin eru - sjá til þess að fá boltann inn á völl- inn og berjast. Eg gerði það og var mjög þreyttur eftir leikinn. Það tekur mikinn kraft að vinna upp hinn mikla mun sem Tryggvi var búinn að ná,“ sagði Tomas. Tomas náði mörgum föstum skotum, sem Tryggvi réði ekki við og var högg hans afar glæsilegt er hann jafnaði 12:12, eftir að hafa verið undir 12:4. „Þegar ég var bú- inn að berjast inn í leikinn fór ég að fá tækifæri til að nýta höggin mín, sem ég hef náð góðu valdi á,“ sagði Tomas Viborg, sæll og glaður eftir úrslitaleikinn. Tomas Viborg hefur lengst ævi sinnar verið í Svíþjóð og hefur hann leikið fyrir hönd Svía. Hann ákvað í haust að keppa fyrir Island og eins og menn muna þá stóð hann sig mjög vel í B-Evrópukeppninni, þar sem íslenska landsliðið fagnaði sigri. „Það tók mig hálft ár að ákveða hvort ég ætti að keppa íyrir ísland eða Svíþjóð. Ég valdi ísland og sé ekki eftir því.“ Tomas Viborg Garðarsson er 22 ára - verður 23 ára 12. ágúst. For- eldrar hans eru Fanney Jónsdóttir og Garðar Viborg. Tomas fæddist í Svíþjóð er foreldrar hans voru þar við nám. Þau fluttu heim til Islands þegar Tomas var átta ára og voru hér á landi í fimm og hálft ár, en héldu síðan á ný til Malmo í Sví- þjóð. Garðar er bamasálfræðingur, EINAR Jónasson, sem er 85 ára og fyrsfi íslandsmeistarinn í einliða- leik - fagnaði sigri 1950, var ánægð- ur með úrslitaleikinn hjá ungu strákunum, Tomasi Viborg Garð- arssyni og Tryggva Nielsen. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Thomas náði að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa verið undir 9:0. Hann sýndi geysilega keppnishörku, gafst ekki upp þó að útlitið hafi verið svart. Það var gaman að sjá strákana leika. Það er einnig ánægjulegt að sjá hvað við eigum marga unga og góða badmintonspilara. Nú á dög- um eru börn innan við tíu ára aldur farið að æfa og er aðstaðan mjög góð hér í TBR-húsinu - sautján vellir. Hér fá skólar frían aðgang, en Fanney kennir við kennarahá- skólann í Malmo. Tomas var í badmintonmennta- skólanum í Malmo, en fyrir tveim- ur og hálfu ári flutti hann að heim- an og gerðist leikmaður með bad- mintonliði Umeá í Norður-Svíþjóð. Umeá-liðið er í öðru sæti í sænsku meistaradeildinni. Tomas sagðist æfa einu sinni á dag fimm daga vikunnar. „Ég er á æfingum með liðinu, sem tekur tvo tíma. Síðan er ég á séræfingum með þjálfara mínum, æfingum sem standa yfir í klukkustund - tvisvar í viku. Fyrir utan það æfi ég lyft- ingar einu sinni í viku og þá fer ég út að hlaupa,“ sagði Tomas Viborg, sem vinnur hjá einu af stærstu fyr- ii-tækjum Svíþjóðar, Vattenfall, sem er orkufyrirtæki. Þar sér hann um póst í fyrirtækinu og ýmisleg önnur þjónustustörf fyi-ir starfs- menn fýrirtækisins. „Ég hætti starfi mínu hjá fyrir- tækinu 28. febrúar og fer þá á at- vinnuleysisbætur. Þá mun ég nota tímann til að æfa miklu meira og verða betri leikmaður. Ég mun síð- an fá mér vinnu og vinna þá þrjá til fjóra tíma á dag,“ sagði Tomas Vi- borg, sem kom til landsins sl. mið- vikudag og heldur í dag til Svíþjóð- ar sem Islandsmeistari - fagnaði sigri á fyrsta meistaramótinu sem hann hefur tekið þátt í. Tomas seg- ir að draumurinn sé að komast á Olympíuleikana í Sydney á næsta ári. þannig að börn og unglingar fá tækifæri að spreyta sig í íþróttinni,“ sagði Einar, sem er enn að æfa bad- minton - kemur í TBR-húsið tvisvar í viku. „Já, ég er enn með góða bak- hönd,“ sagði Einar og hló. Einar fékk sinn fyrsta spaða þegar hann var 32 ára, stóð síðan uppi sem Is- landsmeistari þremur árum síðar, 1949. Einar varð meistari í tvíliða- leik fimm ár í röð 1952 til 1956 með Wagner Walbom. Einar varð síðan meistari í tvíliðaleik með Oskari Guðmundssyni 1959. „Ég varð síð- ast meistari í tvíliðaleik er ég var 48 ára 1962. Þá með Wagner, sem hafði ekki æft badminton í eitt ár. Það á aldrei að gefast upp,“ sagði Einar. Hvað segir Tomas Viborg um badmintoníþróttina hér á landi? „Við sýndum það í Evrópukeppn- inni að íslenska landsliðið er á réttri leið. Liðið er ungt með tvo gamla refi, Brodda og Arna Þór. Ég er viss um að liðið eigi eftir að verða betra og betra með árunum, ef liðsmenn halda áfram að æfa eins og gert er,“ sagði Tomas Vi- borg. Missti niður væna stöðu Tryggvi Nielsen var ekki ánægður með leik sinn gegn Tom- asi. „Ég hafði heppnina með mér í byrjun og fékk væna stöðu. Það var þá sem ég sofnaði á verðinum, hélt ekki höfði og gaf Tomasi tæki- færi til að komast inn í leikinn, sem hann nýtti sér. Ég vaknaði upp við vondan draum er Tomas var búinn að jafna 12:12 og komst í 14:12. Ég er sár að hafa ekki náð að klára leikinn þá. Ég fann mig ekki nægilega vel í fyrri leiknum, en ákvað að vera með lengri send- ingar í seinni leiknum - þreyta Tomas. Það gekk ekki eftir. Tom- as er sterkur leikmaður sem hefur úr mörgum höggum að velja, eins og hann sýndi - ég sá stundum ekki út hvað hann var að gera. Tomas lék vel og stóð uppi sem sanngjarn sigurvegari," sagði Tryggvi. Tryggvi er nú búsettur í Norður- Kaupmannahöfn, þar sem hann leikur með badmintonfélaginu Lil- leviss, sem er í dönsku úrvalsdeild- inni. Tryggvi er fyrsti varamaður liðsins, leikur á fyrsta velli með öðru liði félagsins, sem leikur í 2. deild. „Það er mjög gaman að leika með liðinu. Það er allt annað en hér heima, því að þar er maður alltaf að etja kappi við nýja og nýja mótherja. Fjölbreytnin er miklu meiri í Danmörku en hér,“ sagði Tryggvi. Ekki hægt að afskrifa Brodda Þegar Tryggvi var spurður hvort hann teldi að yngri leikmennirnir - eins og hann, Tomas og Sveinn Sölvason, kæmu til með að berjast um Islandsmeistaratitilinn á næstu árum, sagði hann að það mætti ekki afskrifa Brodda Kristjánsson. „Broddi verður örugglega með í meistaramótinu á næsta ári. Hvers vegna ekki? Hann er bestur hér á Islandi þegar við strákarnir erum úti að æfa. Hvers vegna ætti hann þá að hætta?“ sagði Tryggvi. ■ Meistarar / B2 ■ Úrslit / B14 TOMAS Viborg Garðarsson úr úrslitaleik í einliðaleik. Hér nær 1 Lagði Tryggva í þríðju tilraun TOMAS Viborg Garðarsson náði að leggja Tryggva Niel- sen að velli í þriðju tilraun. Þeir kepptu fyrst í unglinga- fiokki og þá hafði Tryggvi betur í oddaleik. Fyrir fimm árum mættust þeir á Norður- landamóti unglinga í Björgvin í Noregi, þar sem Tomas Vi- borg keppti fyrir Svfþjóð. Tí’ygíO'i fagnaði þá aftur sigri í oddaleik. I úrsiitaleiknum í einliðaleik á sunnudaginn náði Tomas Viborg fram hefndum, 2:0. Broddi með 39 meist- aratitla BRODDI Kristjánsson varð fs- landsmeistari í tvfliðaleik og tvenndarleik og hefur Broddi þar með tryggt sér 39 íslands- meistaratitla. Hann hefur þrettán sinnum orðið meistari í einliðaleik síðan hann vann fyrst 1980. Hann hefur saufján sinnum orðið meistari i tví- liðaleik frá því að hann vann fyrst 1980 með Jóhanni Kjart- anssyni. Þá liefur hann m'u sinnum orðið meistari í tvenndarleik frá því hann vann fyrst með Kristínu Magnúsdóttur 1982. Morgunblaðið/Golli EINAR Jónsson og Tomas Viborg Garðarsson, fyrir utan TBR- húsið, eftir að Tomas fagnaði sigri f einliðaleik. Einar ánægður með strákana

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.