Morgunblaðið - 09.02.1999, Side 10

Morgunblaðið - 09.02.1999, Side 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ IÞROTTIR KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA Reuters AARON McKie hjá Philadelphia og J.R. Reid hjá Charlotte Hornets berjast um knöttinn. Loks rúllar boltinn SPÁ margra um að byrjun NBA keppnistímabilsins myndi ein- kennast af lélegri aðsókn og slökum leikjum reyndist ekki á rök- um reist. Reyndar einkenndust sumir leikir af því að liðin æfðu og kepptu lítið fyrir fyrstu leikina en alls ekki var hægt að full- yrða að þess yrði vart á flestum leikjanna. Tapaðir boltar og mislukkuð vítaskot einkenndu stundum suma leikina, en aðdá- endur liðanna létu ekki sig vanta. Aðsóknin að fyrstu leikjunum eft- ir 94 daga seinkum var góð. Meðalaðsókn á leik var 17.192 og uppselt var á sjö af Gunnar t61f teikjunum- -.Það Valgeirsson er eins og það hafí skrífar frá aldrei verið neitt Bandaríkjunum verkbann,“ sagði Gr- ant Hill, stjörnuleikmaðurinn hjá Detroit Pistons. „Við erum mjög ánægðir með hversu ákafir áhorf- endur eru og vonumst að sjálfsögðu til að geta bætt fyrir verkbannið sem fyrst,“ bætti hann við. Los Angeles Lakers byrjaði keppnistímabilið með tveimur mikil- vægum heimaleikjum gegn Houston og Utah. Lakers vann Houston á fóstudag, 99:91, þrátt fyrir frábæran leik Charles Barkely hjá Houston sem skoraði 31 stig og tók 15 frá- köst. Utah lét hinsvegar „Holly- wood-gengið“ lítil áhrif hafa á leik sinn frekar en venjulega og vann góðan og sannfærandi sigur, 100:91. Lakers náði 13 stiga forystu í fyrri hálfleik, en Utah tók við sér í þeim seinni og heimamenn áttu ekkert svar við góðri liðsheild hjá gestun- um. Utah jafnaði fljótlega eftir hlé og náði 10 stiga forystu um miðjan seinni hálfleikinn sem Lakers gat ekki unnið upp. Lakers sprakk ein- faldlega í fjórða leikhlutanum og á enn ekkert svar við sóknarleik Jazz, sem einkennist sem fyrr af uppsetn- ingu tálma og sendingu inn að körf- unni á frían leikmann. „Við vitum ná- kvæmlega hvað þeir gera í sókninni, en það er hægara sagt en gert að stöðva þá,“ sagði Derek Harper hjá Lakers. Karl Malone var traustur sem fyrr hjá Utah með 28 stig og 8 fráköst. „Lykillinn hjá okkur var að stöðva sóknarfráköstin hjá þeim í seinni hálfleiknum. Við einbeitum okkur að því að spila saman sem lið og gera sem minnst af því að gorta í fjölmiðlum," sagði Malone í leikslok. San Atonio byrjaði einnig vel með góðum sigrum á Minnesota og Sacramento. Tim Duncan og David Robinson hafa verið sterkir og liðið virðist til alls líklegt. I Austurdeildinni hefur Detroit komið á óvart. Liðið vann Indiana Paeers á sunnudag, en Indiana er talið langsigurstranglegasta liðið í deildinni. Detroit vann Miami Heat á föstudag í Flórída og síðan Pacers á heimavelli á sunnudag. Grant Hili skoraði 26 stig gegn Indiana og Reggie Miller svaraði með sama stigafjölda fyrir Indiana. . New York má heldur betur taka sig saman andlitinu ef það ætlar sér eitthvað í vetur. Liðið lék tvo ósann- færandi tapleiki um helgina gegn Orlando og Miami. Knicks saknar framherjans Charles Oakley sem var látinn fara til Toronto fyrir Marcus Camby. Miami vann New York á úti- velli á sunnudag, 83:79, í leik þar sem heimamenn klikkuðu á 12 af 22 vítaskotum sínum. Liðið hefur aðeins 50% vítahittni í tveimur fyrstu leikj- um sínum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Leikur þessara erki- fjenda einkenndist sem fyrr af mis- tökum í sókn hjá báðum liðum, en góður leikur Jamals Mashburn, sem skoraði 23 stig fyrir gestina, gerði gæfumuninn. Leikmenn New York voru lítt ánægðir eftir leikinn. „Það hefur enga þýðingu fyrir okkur þótt einhverjir blaðamenn segi okkur sig- urstranglega í okkar riðli ef að við getum ekki sannað það úti á vellin- um. Það höfum við alls ekki gert í þessum tveimur leikjum," sagði bak- vörðurinn Chris Childs. Liðunum sem gengur illa í byrjun er eins gott að ná sér á strik sem fyrst því þau spila mun fleiri leiki í viku hverri en venjulega. Mun betri mynd verður komin á styrkleika lið- anna eftir leiki næstu helgar, sem er ástarhelgi heilags Valentínusar hér í landi. ■ Úrslit / B14 HANDKNATTLEIKUR Afturelding í erfiðleikum með baráttuglaða HK-inga Enginn meist- arabragur „TVÖ stig hérna í Kópavoginum eru eitt af stærstu skrefum okk- ar að deildarmeistaratitlinum,11 sagði Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, eftir 24:25 sigur á HK á laugardaginn. Með sigri kom Afturelding annarri höndinni á titilinn og Ijóst er að fátt getur komið í veg fyrir að hin fylgi á eftir. Tómas Gunnar Viðarsson skrifar Það var baráttuglöð HK-vörn sem tók á móti toppliði Aftur- eldingar. Vörnin var það sterk að það tók Aftureldingu níu mínútur að finna leið í gegnum hana. HK tókst hins vegar ekki að nýta sér þetta í vil. Liðið náði einungis að skora tvö mörk á þessum níu mínút- um. Ástæðan var fyrst og fremst sú að Afturelding tók Sigurð Val Sveinsson úr umferð og Bergsveinn Bergsveinsson varði ágætlega. Aft- urelding náði svo að jafna leikinn 2:2 og jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik, en þó voru HK-menn ávallt skrefinu á undan. Þeir misstu þó aðeins taktinn í lok hálfleiksins og hleypti gestunum fram úr, 11:12, og í þeirri stöðu var gengið til bún- ingsherbergja. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aft- ureldingar, hefur greinilega lesið hressilega yfir sínum mönnum því þeir komu mjög grimmir og ein- beittir til síðari hálfleiks. Bjarki fyr- irliði Sigurðsson gekk fyrir liði sínu og gerði tvö fyrstu mörk hálfleiks- ins og breytti stöðunni í 11:14. Þessi þriggja marka munur hélst fram á tíundu mínútu - 14:17 - en þá var eins og HK áttaði sig á að kaffi- pásan væri búin. Leikmennirnir tóku sig saman í andlitinu og náðu að jafna leikinn 17:17. Liðin skipt- ust á að skora og allt var í járnum þar til rúmar fimm mínútur voru eftir. Afturelding náði þá aftur þriggja marka forystu, 20:23 og 22:25 þegar um tvær mínútur voru eftir. Leikmenn HK voru ekki á þeim buxunum að gefast upp, náðu á ótrúlegan hátt að minnka muninn í eitt mark, 24:25, þegar um tuttugu sekúndur voru til leiksloka. Þeir reyndu síðan að vinna boltann en tókst ekki og leikurinn fjaraði út. I lokin voru HK-menn of bráðir og var það fyrst og fremst ástæða þess að Afturelding náði þriggja marka forystu þegar fimm mínútur voru eftir. Of mörg skot voru tekin úr erfiðum færum og gegn jafn- reyndu liði og Aftureldingu má það einfaldlega ekki. Það verður þó að segja HK-mönnum til vorkunnar að Sigfús G. Guðmundsson skrífar heppnin var ekki í þeirra liði í þess- um leik. Ekki var meistarabragur á liði Aftureldingar en það er merki meistara að vinna líka þá leiki þegar illa er spilað. .Sóknarleikurinn var ekki góður, við lentum í ágætis vörn hjá HK og þeir börðust vel. Þetta var ástæða þess að leikur okkar varð ekki eins agaður og við lögðum upp með. En tvö stig eru alltaf tvö stig,“ sagði Bergsveinn Bergsveins- son sem, ásamt Bjarka Sigurðssyni, var besti maður Aftureldingar í leiknum. Hjá HK voru þeir Oskar Oskarsson og Hjálmar Vilhjálmsson einna sprækastir í jöfnu og barátt- uglöðu liði. Stjarnan fyrst til að sigra I Eyjum! Eyjamenn mættu Stjörnunni í Eyjum. Fyrir leikinn höfðu leik- menn IBV lagt að velli alla þá níu andstæðinga sem höfðu mætt til Eyja í deildinni. Þetta var hörkuleikur og Stjörnunni tókst það sem öðrum hefur ekki tekist, sigr- uðu Eyjamenn á þeirra heimavelli með einu marki, 21-22, og var það Heiðmar Felixson sem skoraði sig- urmarkið á lokamínútu leiksins og hélt þar með von Stjörnunnar á deildarmeistaratitli opnum. Það var ljóst frá upphafi að í vænd- um væri spennandi leikur og þó að leikmenn IBV hafi byi'jað ögn betur og verið fyrri til að skora framan af fyrri hálfleik var jafnt nánast á öll- um tölum. Leikurinn var mjög harð- ur án þess þó að vera grófur, hvergi gefinn þumlungur eftir. Varnarleik- ur liðanna var mjög sterkur lengst- um og Eyjamaðurinn Birkir Ivar Guðmundsson í marki Stjörnunnar sýndi að hann hefur ekki setið auð- um höndum eftir að hann yfirgaf herbúðir Eyjamanna og hefur bætt sig mikið og varði hann alls 13 skot í fyrri hálfleik og var Eyjamönnum þrándur í götu allan leikinn. Það var öðru fremur góður kaíli hans þegar vel var liðið á fym hálfleikinn sem skóp forystu Stjörnunnar í hálfleik sem var naum, 10:11. Leikmenn ÍBV komu ákveðnir til síðari hálfleiks, gerðu þrjú fyrstu mörkin á fyrstu mínútunum á með- an leikmenn Stjörnunnar komu boltanum ekki í net Eyjamanna, en Stjarnan komst fljótt inn í leikinn aftur og svöruðu með næstu þremur mörkum. Eftir það hélt geysileg barátta liðanna áfram og jafnt var á öllum tölum upp í 21:21. Heiðmar Felixson gerði síðasta mark leiksins þegar 36 sekúndur voru eftir og reyndist það sigurmark leiksins og fyrstu töpuðu stig Eyjamanna á heimavelli í vetur staðreynd. Það var enginn sem stóð uppúr í liði Eyjamanna sem léku þrátt fyrir tapið oft piýðilega en þeir réðu ekki við Birki ívar í marki Stjörnunnar sem átti stórleik og varði alls 25 skot og þar á meðal 2 vítaköst þegar vel var liðið á leikinn. Heiðmar Fel- ixson var öflugur í sókn Stjörnunn- ar í annars jöfnu liði. Valssigur á Selfossi Leikur Selfoss og Vals skipti miklu fyrir heimamenn þar sem fallið blasir óþægilega við þeim, tak- ^ist ekki að snúa Sigurður rækilega við blaðinu. Jónsson Ekki tókst að snúa skrífar við blaðinu að þessu sinni og Valsmenn hrósuðu 5 marka sigri, 25:20, eftir slakt gengi í undanfömum Ieikjum. Leikurinn var jafn framan af og svo að sjá sem Selfyssingar væru staðráðnir í að sigra og ná til sín dýrmætum stigum. Staðan í hálfleik var jöfn, 9 mörk gegn 9, en Vals- menn komu af krafti inn í seinni hálfleik og gerðu þrjú mörk í röð sem Selfyssingum tókst ekki að vinna upp. Undir lok leiksins áttu Selfyssingar góðan kafla, komust í góð færi og náðu að verjast sóknum Valsmanna en þá snérist dómgæsl- an þeim í óhag, sóknir mnnu út í sandinn. Þar má segja að fjögur mörk færa forgörðum vegna dóm- aranna og þá um leið baráttugleðin. Valsmenn juku forskot sitt. Loka- tölur, 20:25. Erlingur Richardsson var at- kvæðamikill í leiknum, skoraði 7 mörk fyrir Val. Bjarki Sigurðsson, í Val, er gi-einilega upprennandi leik- maður en hann átti einnig góðan leik og er þar greinilega á ferðinni framtíðarmaður hjá Val. I Selfossliðinu var Robertas Pauzlis atkvæðamestur með 7 mörk. Sætaskipti á Hlíðarenda Vikingsstúlkur unnu 23:20 sigur á Val á Hlíðarenda á laugardag- inn og er sigurinn ekki síst mikil- vægur fyrir þær þar sem liðin höfðu sætaskipti - Víking- ar settust í fjórða sætið og fær því heimaleik í 8-liða úrslitum ef liðinu tekst að halda sig þar uns yfir lýk- ur. Valsstúlkur aftur á móti féllu úr fjórða í fimmta sæti og missa af heimaleik ef svo fer fram sem horfir en það er enn nóg eftir af mótinu. Valsstúlkur vora að venju grimm- ar í vörninni og lokuðu fyrir skyttur gesta sinna enda komu ekki mörk frá þeim allan fyrri hálfleikinn. Vík- ingar lögðu þó ekki árar í bát, skor- uðu á annan hátt og höfðu 10:8 for- skot í leikhléi. Er leið að leikslokum tókst heimasætunum að saxa á for- skotið svo að það var að duga eða drepast fyrir Víkingsstúlkur og þær náðu að halda fengnum hlut með mikilli baráttu. Þrátt fyrir að Valsstúlkur næðu að stöðva skyttur gesta sinna fram- an af dugði það ekki til auk þess sem sóknarleikurinn átti erfitt upp- dráttar. Mikið mæddi á Ollu Gokozian, hinum nýja útlendingi hjá Val, oft var eins og til of mikils af henni ætlast en hún átti engu að síður ágætan leik. Larissa Zouber í markinu var ágæt eins og Gerður Beta Jóhannsdóttir. „Við missum Höllu Maiíu út vegna meiðsla, eram ekki eina liðið sem lendir í slíkum vandræðum en sýnum karakter með því að berjast fyrir sigrinum,“ sagði Inga Lára Þórisdóttir, sem átti ágætan leik fyrir Víkinga á laugardaginn. Hún er að ná fyrri styrk eftir að hafa lagt skóna á hilluna því vegna meiðsla annarra leikmanna varð hún að fara upp á hillu og ná í skóna á ný. Kristín María Guðjónsdóttir í markinu sýndi góð tilþrif er á leið og Svava Sigurðardóttir skoraði grimmt. FH sótti stig til Eyja W IBV og FH áttust við í Eyjum á laugardag og var leikurinn nokk- uð jafn og spennandi, en gestirnir höfðu sigur að lok- um, 22:20. Eyja- stúlkur byrjuðu mjög vel, voru sterk- ar í vöminni og höfðu undirtökin lengstum í fyrri Sigfús G. Guðmundsson skrifar hálfleiknum en fóru illa með fjöl- mörg hraðaupphlaup á lokakafla hálfleiksins og því skildi aðeins eitt mark í hléi, staðan 8:7 Eyjamönnum í vil. Eyjastúlkur gerðu fyrsta mark síðari hálfleiks en eftir það tóku FH-stúlkur völdin, gerðu 4 mörk 1 röð og náðu undirtökunum sem þær héldu nánast til leiksloka með þeim undantekningum að ÍBV tókst í þrí- gang að jafna en náði ekki að fylgja því eftir og sigurinn varð FH-inga, 20:22. Amela Hegic var að vanda at- kvæðamikil í liði IBV og Elísa Sig- urðardóttir nýtti sín færi vel, tví- burasysturnar Dagný og Drífa Skúladætur vora atkvæðamestar í jöfnu liði FH og Jolanta varði prýði- lega í markinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.