Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 2
2 D ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Stórhöfða í Reykjavík rísa á næstunni sex hús eins og þessi, þ.e. þrjú parhús. Tvö fyrstu húsin við Stórhöfða seld TVÖ fyrstu skrifstofu- og verslun- arhúsin af sex sem rísa eiga við Stórhöfða 21 til 31 í Reykjavík hafa nú verið seld. Armannsfell hf. bygg- ir húsin. Þetta eru parhús á þremur hæðum ásamt kjallara og er heild- arflatarmál húsanna sex kringum 12 þúsund fermetrar. Sverrir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Eignamiðlunarinnar ehf. sem annast söluna, segir að margir hafí sýnt húsunum áhuga enda hafí fyrirkomulag þeirra hlotið góðar undirtektir. Þau eru seld til- búin til innréttingar. Fyrsti kaupandi var Deloitte & Touche endurskoðendur hf. og keypti fyrirtækið allt húsið á Stór- höfða 23. Deloitte & Touche varð til við sameiningu tveggja endurskoð- unarskrifstofa sem eru Stoð - end- urskoðun hf. og Deloitte & Touche. Starfa alls 75 manns hjá fyrirtæk- inu, þar af 50 á tveimur stöðum í Reykjavík, við Armúla 40 og Lyng- háls 9. Þá hefur Flísabúðin keypt stæi’stan hluta hússins nr. 21 og stefnir fyrirtækið að því að flytja þangað um aldamótin en lager verð- ur fluttur fyi-r. Flísabúðin var stofn- uð árið 1988 og er nú til húsa við Stórhöfða 17 og er þar verslað með flísar og skyldar vörur. Fermetraverð á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er mjög breytilegt eftir aldri, staðsetningu og ástandi en gera má ráð fyrir að verðmæti húsanna sex fullgerðra verði kringum 1,4 milljarðar króna. TVÆR sameinaðar endurskoðunarskrifstofur kaupa eitt húsanna. í fremri röð frá vinstri eru: Hjörleifur Pálsson og Þorvarður Gunnarsson frá Deloitte & Touche og Þóroddur Ottesen frá Ármannsfelli. Aftari röð: Guðmundur Sigur- jónsson og Sverrir Kristinsson frá Eignamiðluninni, Einar Sveinn Hálfdánarson lögfræðingur, Lárus Finnbogason og Einar Hafliði Einarsson frá Deloitte & Touche og Jón Guðmundsson frá Ármannsfelli. FLÍSABÚÐIN keypti stærstan hluta í Stórhöfða 21. Fremri röð frá vinstri: Haukur Magnússon Ármannsfelli og Þórður Rúnar Magnússon Flísabúðinni. Aftari röð: Sverrir Kristins- son Eignamiðluninni, Þóroddur Ottesen Ármannsfelli, Reyn- ir Þórðarson Flísabúðinni og Guðmundur Sigutjónsson Eignamiðluninui. Mat á greiðslugetu Markaðurinn Með greiðslumati er annars vegar verið að leggja mat á hvort umsækjandi getur fjár- magnað kaup og hins vegar staðið í skilum með lán, segir Þóranna Jónsdóttir, mark- ————————————————————————————————————— aðsstjóri Ibúðalánasjóðs. Því beri ekki að túlka greiðslumat sem hnýsni. EGAR húsbréfakerfíð tók gildi árið 1989 var gerð krafa um að framkvæmt væri mat á greiðslu- getu umsækjanda áður en lánsum- sókn hans yrði afgreidd. Krafan um greiðslumat er enn tii staðar. Nú er sá háttur hafður á að greiðslumat er framkvæmt um ieið og sótt eru um húsbréfalán hjá banka eða spari- sjóði. Þegar greiðslumat vegna íbúðar- kaupa er framkvæmt er fyrst og fremst verið að leggja mat á tvennt. Annars vegar hvort umsækjandi geti fjármagnað fyrirhuguð íbúðar- kaup og hins vegar hvort umsækj- andi geti staðið í skilum með af- borganir lána. Greiðslumat ber því ekki að túlka sem hnýsni um fjár- málahagi umsækjanda heldur svar við þeirri spurningu hvort gera megi ráð fyrir að lánið sem verið er að óska eftir verði greitt til baka með umsömdum hætti. Auk þess að leggja mat á getu umsækjanda tii að standa í skilum gefur greiðslumat umsækjanda ágætis yfirsýn yfir eigin fjárhags- stöðu og auðveldar honum að skipu- leggja fjármál sín með tilliti til íbúð- arkaupa. Þegar kemur að gjalddög- um ætti því ekkert að koma íbúðar- kaupandanum á óvart. Þrátt fyrir að opinbera húsnæðis- lánakerfið hafí riðið á vaðið hvað varðar kröfu um greiðslumat, eru fjármálafyrirtæki í vaxandi mæli farin að nota þessa aðferð þegar meta þarf hvort viðskiptavini er veitt lánafyrirgreiðsla. Hvernig er greiðslu- geta metin? Við útreikning á greiðslugetu er tekju- og eignastaða umsækjanda lögð til grundvallar. Eignirnar verða að nægja til að greiða þann hluta kaupverðs sem ekki er fjár- magnaður með lántöku. Tekjurnar verða að duga fyrir framfærslu, rekstri bifreiðar og íbúðar auk af- borgana allra lána. Dugi tekjurnar ekki fyrir þessum þáttum er ljóst að umsækjandi getur ekki staðið í skil- um með afborganir lána. Mjög kostnaðarsamt er að lenda í vanskil- um. Það er því verið að huga að hagsmunum umsækjanda ekki síður en lánveitanda þegar greiðslugeta er metin. Hvað telst til tekna? Ailar skattskyldar og framtaldar launatekjur, auk meðlags og barna- og örorkubóta, er unnt að leggja til grundvallar við útreikning á greiðslugetu. Námslán og styrkir teljast einnig til tekna í þessum skilningi. Dagpeningar og öku- tækjastyrkur skoðast sem endur- greiðsla á útlögðum kostnaði og teljast því ekki til tekna. Leigutekjur, að frádregnum þeim kostnaði sem leigusali hefur af leiguhúsnæðinu, er heimilt að teija til tekna svo fremi sem þær komi fram á skattframtali umsækjanda. Kaup eða Ieiga? Oft hafa umsækjendur haldið því fram að fyrst þeir ráði við að borga 45.000 kr. leigu á mánuði ættu þeir að hafa getu til að greiða a.m.k. sömu upphæð af húsnæðislánum. I þessu sambandi ber að hafa í huga að kostnaður íbúðareiganda er mun meiri en afborganir lána, því einnig ber að taka tillit til fast- eignagjalda, trygginga og viðhalds þegar mánaðarleg leigufjárhæð er borin saman við mánaðarleg út- gjöld vegna húsnæðis í eigin eigu. Einnig ber að hafa í huga að íbúð- arkaup krefjast talsverðra fjárút- láta í byrjun. Fjármagna þarf með eigin fé það sem ekki er fjármagn- að með lánum auk þess sem kostn- aður við sölu, lántöku og þinglýs- ingar skiptir tugum og jafnvel hundruðum þúsunda. Greiðslumat er vís- bending ekki ti-ygging Þrátt fyrir að greiðslumat hafí margt til síns ágætis og gefí góða vísbendingu um hvort umsækjandi ráði við tiltekin kaup, er það ekki trygging fyi'ir því að umsækjandi geti undantekningarlaust staðið í skilum. Greiðslumat miðast alitaf við nú- verandi aðstæður, eða öllu heldur aðstæður síðustu mánaða eða árs. Ekki má gleyma þeim möguleika að aðstæður geti nánast fyrirvaralaust batnað eða versnað og íbúðarkaupin því reynst auðveldari eða erfiðari en búist var við. Greiðslumat er ekki síður hagur umsækjanda en lánveitanda. Krafa um greiðslumat felur ekki á nokkurn hátt í sér tortryggni í garð umsækjanda. Þvert á móti ætti greiðslumat að tryggja að bæði um- sækjandi og lánveitandi hafí sem skýrasta mynd af stöðu mála og gangi til samnings út frá réttum forsendum. Samstarf Reykjavíkur og Ölfushrepps Mikilvægt fyrir byggða- þróunina HÖFNIN í Þorlákshöfn skapar skil- yrði til þess að aukinni hafnsækinni starfsemi sé valinn staður í Ölfus- hreppi og nyti hann þá jafnframt góðs af nálægð við háhitasvæðin austan til á Hellisheiði. Þetta kemur m.a. fram í greinargerð Ölfushrepps og Reykjavíkui-borgar vegna viljayf- irlýsingar sveitarfélaganna um sam- starf þeirra á milli í atvinnu- og orkumálum. Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Ölfushrepps, segir mikilvægt fyrir Ölfushrepp og allt Suðurland að efla atvinnulíf og fá fleiri atvinnutæki- færi. Hún segir kaup Reykjavíkur- borgar á nokkrum jörðum í Ölfusi með hugsanlega orkuframleiðslu í huga og breytt umhverfi í orkusölu eiga að geta orðið til þess að íbúar og lögaðilar í Ölfushreppi geti búið við sama orkuverð og Reykvíkingai'. I þessu sambandi segir hún mikilvægt að ný orkuöflun geti þýtt að ný störf gætu komið tii í Þorlákshöfn og það sé þá ekki síst vegna nálægðar byggðarinnar við orkulindirnar. Einnig samstarf í umhverllsmálum Sveitarfélögin munu taka upp samstarf í umhverfismálum en lönd sveitarféiaganna liggja saman á Hengilssvæðinu og Hellisheiði. Verður horft til samvinnu um skipu- iag svæðisins með tilliti tii orku- vinnslu og útivistar, svo sem legu gönguleiða. Einnig verður horft til annarra þátta, svo sem náttúru- verndar, uppgi-æðslu lands, maiar- náms og vegagerðar. Fasteignasölur í blaðinu í dag Agnar Gústafsson bls. 4 Ársalir bls. 13 Ás bls. 22 Ásbyrgi bls. 24 Berg bls. 4 Bifröst bls. 5 Borgir bls. 3 Eignamiölun bis. 16-17 Eignaval bls. 28 Faseignas. lögm. Rvík bls. 19 Fasteignamarkaður bls. 29 Fasteignamiölunin bls. 9 Fasteignasalan Suöurveri bls. 25 Kjöreign bls. 11 Fjárfesting bls. 4 Fold bls. 21 Framtíðin bls. 7 Frón bls. 14 Garður bls. 9 Gimli bls. 27 H-gæði bls. 18 Hátún bls. 12 Hóll bls. 32 Hóll Hafnarfirði bls. 6 Hraunhamar bls. 10 Húsakaup bls. 20 Húsvangur bls. 15 Höfði bls. 30 Kjörbýli bls. 7 Kjöreign bls. 11 Lundur bls. 25 Miöborg bls. 26 Óðal bls. 31 Skeifan bls. 23 Stakfell bis. 9 Valhöll bls. 8 Þingholt bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.