Morgunblaðið - 16.02.1999, Blaðsíða 16
16 D ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
±
Morgunblaðið/Arnaldur
ÞEGAR skipulagsmál eru annars vegar er ekki aðeins verið að reisa bæi og borgir heldur þarf að huga að því
að nýting lands sé í sem mestri sátt allra sem hagsmuna eiga að gæta, að mati bresku skipulagsfræðinganna.
Bresk hjón meðal ráðgjafa um skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
Marga sérfræðinga þarf til
að vinna svæðisskipulag
SVÆÐISSKIPULAG er grundvall-
arþáttur í þeirri vinnu sem jafnan
þarf að fara fram þegar landsvæði
eru tekin til ákveðinnar notkunar og
byggðir og mannvirki skipulögð.
Undir það fellur hvaðeina er tekur
til undirbúnings mannvirkjagerðar í
víðum skilningi. Má kannski ganga
svo langt að segja að ekkert mann-
legt sé svæðisskipulagi óviðkom-
andi.
Nýlega var staddur hérlendis
breski hagfræðingurinn og skipu-
lagsfræðingurinn Nathaniel Lichfí-
eld og hélt hann fyrirlestur um þró-
un svæðisskipulags á Vesturlöndum
undanfarin 50 ár. Hann var fenginn
hingað til lands á vegum Skipulags-
fræðingafélags Islands og Sam-
vinnunefndar um svæðisskipulag
fyrir höfuðborgarsvæðið.
Prófessor Nathaniel Lichfíeld
kenndi um áratuga skeið hagfræði
umhverfísskipulags við Lundúnahá-
skóla og hann er fyrrverandi forseti
konunglega skipulagsfræðingafé-
lagsins í Englandi The Royal Town
Planning Institute. Saman reka
hjónin Dalia og Nathaniel Lichfield í
dag ráðgjafarþjónustu sem hefur
leitt þau víða um heim því þau hafa
starfað að verkefnum í Asíu, Afríku
og Suður-Ameríku.
I heimsókn sinni gáfu þau Dalia og
Nathaniel Lichfíeld sér tíma til að
ræða stuttlega við blaðamann Morg-
unblaðsins. Dalia er arkitekt og
skipulagsfræðingur, menntuð í Isra-
el, en Nathaniel hagfræðingur og
skipulagsfræðngur eins og fyiT segir.
En hvernig má skilgreina svæðis-
skipulag og hverjir hafa slíkt á sinni
könnu?
„Svæðisskipulag er það ferli sem
fer í gang þegar hefja á nýtingu á
ákveðnu landi,“ segir Nathaniel
Lichfíeld, „og það hefur áhrif á alla
mögulega þætti í búsetu í nútíma-
þjóðfélagi. Ef við lítum á einstaka
þætti má segja að svæðisskipulag
taki til hönnunar, jarðvinnu, bygg-
ingarframkvæmda, samgangna og
flutninga og allt þetta vinnuferli hef-
ur áhrif á atvinnumál, umferð og
umhverfið og þar með talið fólkið,
okkur sem búum á viðkomandi
svæði, og er það ekki veigaminnsti
þátturinn.“
Meira en að teikna hús
Lichfield-hjónin segjast oft mæta
ákveðnum ranghugmyndum eða
þekkingarskorti þegar skipulagsmál
koma til umræðu. Dalia hefur orðið:
„Sumir halda að skipulag sé fyrst og
fremst það að teikna hús. Arkitekt
teiknar eitt hús og fyrst hann getur
teiknað eitt hús þá ætti hann að geta
teiknað annað hús og svo kannski
heila götu og jafnvel hverfí. Þá er
komið skipulag, segja menn. En
þetta er mikil einföldun því það
koma svo miklu fleiri við sögu þegar
unnið er að skipulagi," segir hún og
maður hennar heldur áfram:
„í skipulagsvinnu er þörf á margs
konar sérgreinum. Hún er arkitekt,
ég er hagfræðingur, og bæði erum
við líka skipulagsfræðingar en við
þurfum líka landfræðinga, verk-
fræðinga, jarðfræðinga, lögfræðinga
og umhverfísfræðinga til að skipu-
lag gangi upp af því að það tekur til
allra þessara þátta og á síðari árum
hafa til dæmis umhverfismál verið
sífellt fyrirferðarmeiri.“ I fyrirlestr-
inum tók hann líkingu af hljómsveit-
arstjóra; hann hefur þræðina í hendi
sér og hver og einn hljóðfærahópur
leggur sitt fram til að allt gangi upp.
Sögðu þau hjón að þessu mætti líka
líkja við heimilislækninn sem greinir
vanda og vinnur sjálfur ákveðna
þætti en kallar síðan til sérfræðinga
þegar á þarf að halda.
Lichfíeld lagði líka áherslu á að
skipulag hefði margvísleg og mis-
jöfn áhrif á þá sem við það búa og
oft væru sjónarmið manna misjöfn.
„Fyrir hvern er verið að skipu-
leggja? I víðum skilningi fyrir þjóð-
félagið ef við erum að tala um ákveð-
inn bæ eða landsvæði. En hvaða
sjónarmið ráða? Er það sjónarmið
landeiganda sem vill ákveðna nýt-
ingu til að geta fengið sem mest út
úr landi sínu? Eru það sjónarmið
hins almenna borgara sem horfir
kannski á aðra þætti? Eru það sjón-
armið yfirvalda sem þurfa að leggja
fjármagn í ákveðnar framkvæmdir?
011 þessi sjónarmið verður að sætta,
það þarf að fá þau öll á borðið og
koma þeim heim og saman þannig
að allir geti búið í sátt og samlyndi."
Ráðgjafi við skipulag á höfuð-
borgarsvæðinu
Nathaniel og Dalia Lichfíeld hafa
starfað sem ráðgjafar með Skipu-
lags-, arkitekta- og verkfræðistof-
unni fyrir Samvinnunefnd um svæð-
isskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið
og áttu þau fund með fulltrúum
nefndarinnar.
Verkefnið sem þau eru að vinna
að fyrir nefndina er að meta og skil-
greina samfélagsleg og hagræn
sjónarmið sem liggja þurfa til
grundvallar svæðaskipulagi höfuð-
borgarsvæðisins. Vinna við það er
nú að hefjast á vegum sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.
Reykjavíkur, Seltjamarness, Kópa-
vogs, Garðabæjar, Bessastaða-
hrepps, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæj-
ar og Kjósarhrepps. Svæðaskipulag-
ið tekur til sameiginlegra atriða sem
snerta sveitarfélögin eitt eða fleiri
sameiginlega. Aðalskipulag sveitar-
félaganna liggur til grundvallar en
hugsanlegt er að þau gangi að ein-
hverju leyti þvert á sameiginlega
hagsmuni, t.d. er varðar samgöngur
eða önnur slík atriði, og er þá leitað
samþykkis viðkomandi sveitarfélags
til breytinga. Samvinnunefndin hef-
ur samið við danska ráðgjafa sem
aðalráðgjafa um svæðisskipulagið
en gert er ráð fyrir að því verði lokið
á næsta ári.
EINBÝLI
HÆÐIR
Bragagata.
Vorum að fá í sölu lítið 45,5 fm einbýli
við Bragagötu. Um er að ræða þriggja
herbergja einbýli með byggingarrétti.
Þetta er vel staðsett eign sem býður upp
á mikla möguleika. V. 5,4 m. 8459
Melabraut - Seltj.
Vorum að fá í einkasölu 136,5 fm einbýli
á einni hæð með stórri lóð ásamt 32,8
fm bilskúr á þessum eftirsótta stað.
Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu og
fjögur svefnherbergi. V. 13,9 m. 8442
Hálsasel - keðjuhús.
Vorum að fá í einkasölu vandað um 172
fm keðjuhús ásamt um 24 fm bílskúr. Á
l. hæð eru m.a. 2 herb., snyrting, eld-
hús, alrými, þvottah. o.fl. Á 2. hæð eru
m. a. 2 herb., stofa m. arni, baðherb.,
sauna, baðstofuloft o.fl. V. 13,9 m. 8430
Hlyngerði - nýtt á skrá.
; Tvílyft vandað og vel skipulagt um 302
fm einbýlishús m. innb. bílskúr á eftir-
j sóttum stað. Á jarðhæð eru 4 herb.,
baðh., þvottah., geymsla o.fl. Á efri
hæðinni eru 4 herb., snyrting, baðherb.,
glæsilegar stofur, eldhús og búr. Stórar
j svalir og fallegt útsýni. 7084
Brúnastaðir - í smíðum.
Glæsilegt einlyft um 192 fm einbýlí með
innb. bílskúr á frábærum stað þar sem
örstutt er í faliega náttúru, sjávarlengju
og golfvöll. Húsið er fullb. að utan en
fokhelt að innan en möguleiki er að fá
húsið lengra komið. V. 11,5 m. 8233
Strýtusel - glæsilegt.
Glæsilegt tvílyft um 330 fm einb. með
tvöföldum innb. bílskúr. Allar innr. eru
3 teiknaðar af innanhússarkitekt. Á 1. hæð
íj eru 5 svefnh., hol, bað, þvottah. o.fl. Á
efri hæðinni eru stórar glæsilegar stofur
m. mikilli lofthæð og arni, eldhús, búr,
snyrting o.fl. 8304
Viðarrimi - glæsilegt.
Glæsilegt vel staðsett einlyft um 205 fm
einb. með innb. bílskúr. Húsið skiptist
m.a. í góðar stofur, eldhús, tvö baðherb.,
3 herb., hol o.fl. Allar innr. eru sérsmíð-
aðar úr mahóní. Á gólfum er massíf
rauðeik og vandaðar flísar. Allir veggir
eru gifsaðir. Einstaklega fallegur garður.
Hér er um að ræða eign í sérflokki.
8278
PARHÚS
Vesturtún - Bessastaða-
hreppur.
Vandað 85 fm parhús á einni hæð ásamt
innbyggðum 23,8 fm bílskúr. Húsið
skiptist í tvö svefnherb., bað, eldhús,
stofu og sérþvottahús. Mikil lofthæð.
Vandaðar innr. Flísal. bað m. hita i gólfi.
Fallegt og vandað hús á góðum stað. V.
11,6 m. 8394
Einarsnes - parh. og bygg-
ingarlóð.
Tvilyft gott parhús sem er um 106 fm og
skiptist í 3 herb., eldhús, bað, þvottah.
o.fl. Húsið hefur töluvert verið endur-
nýjað að innan, s.s. lagnir, gólfefni, o.fl.
: Góð suðurverönd. Einnig er til sölu 432
fm byggingarlóð fyrir einbýlishús. V. 9,5
m og 3,0 m. 8375
Fjallalind.
Glæsilegt um 208 fm parhús á tveimur
hæðum á besta stað í Lindum. Ein af
síðustu lóðunum sem byrjað er á. Húsið
afh. fullbúið að utan en fokhelt að innan.
Teikningar og nánari uppl. á skrifst. V.
10,3 m. 8230
Suðurholt - Hf. - f smíðum.
Vandað tvilyft parhús á frábærum útsýn-
isstað. Húsið er einangrað að utan og
hraunað en fokhelt að innan. V. 9,5 m.
I 8226
RAÐHÚS »■«11
Aðaltún - raðhús.
Vorum að fá í sölu 152 fm raðhús á einni
hæð auk turnherbergis ásamt bílskúr, 33
fm. Húsið er staðsett undir Lágafells-
kirkju í Mosfellbæ. Arkitekt er Vífill
Magnússon og ber húsið glöggt merki
þess. V. 13,3 m. 8334
Dalsel m. sólstofu.
Vandað um 234 fm endaraðhús ásamt
stæði í bílag. Á 1. hæð er snyrting, herb.,
hol, eldhús, búr og stofur. Á 2. hæð eru
3 herb., sjónvarpsh., baðherb. og sól-
stofa. I kjallara er þvottah., tómst.herb.,
bað m. sauna o.fl. Ákv. sala. V. 12,5 m.
6914
Stóriteigur - 262 fm.
Vandað þrílyft raðhús m. innb. 22 fm
bílsk. Á 1. hæð er eldhús, búr stofur o.fl.
Á 2. hæð eru 4 herb. og bað. I kj. eru 2-3
herb., snyrting, tómstundaherb., geymsl-
ur o.fl. Góður garður. V. 13,5 m. 3094
Stararimi - neðri sérhæð.
Vorum að fá í sölu glæsilega 130,6 fm
neðri sérhæð í Grafarvogi. Hæðin er öll
hin vandaðasta og m.a. eru sérsmíðaðar
innréttingar í eldhúsi og eikarparket.
Vönduð eign í nýlegu húsi. V. 10,9 m.
8423
Ægisíða - hæð og kjallari.
Til sölu hæð og kjallari í þessu glæsilega
húsi, samtals um 270 fm (brúttó). Aðal-
hæð skiptist í 2 saml. stofur og bókaher-
bergi, 2 herbergi, eldhús, bað o.fl., auk
þess fylgja 2 herb., bað o.fl. i kjallara.
Ennfremur fylgir einstaklingsíbúð i kj.
(2ja). o.fl. Glæsilegt sjávarútsýni. V. 21,0
m.8290
Ægisíða - björt.
4ra herb. falleg og björt um 95 fm íbúð á
l. hæð. Suðursvalir. Nýstandsett bað.
Nýstandsett eldhús. Nýtt gler. Áhv. 5,8
m. Ákv. sala. V. 9,4 m. 8346
Sörlaskjól - bílskúr.
Sérlega falleg 4ra herb. hæð í 3-býli.
Húsið hefur nýl. verið standsett. Parket.
ibúðinni fylgir nýlegur 32 fm bílskúr. V.
9,9 m. 8243
Bústaðavegur - hæð og ris.
5 herb. mikið endurnýjuð glæsileg hæð
ásamt nýlyftu risi. Á hæðinni er rúmgott
hol, eldhús m. nýrri innr., baðh., stórt
herb. og stofa. I risi er eldhús, baðh. og
tvö herb. en möguleiki er á séríbúð þar.
Eign sem gefur mikla möguleika. Æski-
leg skipti á íbúð í Fossvogi. V. 11,0 m.
8462
Gautland - frábær staðsetn-
ing.
3ja-4ra herb. falleg um 81 fm íbúð á 3.
hæð (efstu) í nýviðgerðri blokk. Nýl.
parket á gólfum. Stórar suðursvalir.
Glæsilegt útsýni. Áhv. 4,5 m. V. 8,5 m.
8461
Brekkulækur - laus m. vinnu-
aðstöðu.
Vorum að fá í einkasölu rúmgóða u.þ.b.
94 fm 3ja-4ra herb. íbúð á 2. hæð í góðu
steinhúsi. Suðursvalir. íbúðin þarfnast
standsetningar. í kjallara er rúmgott
u.þ.þ. 55 fm vinnupláss sem hentað get-
ur undir ýmiskonar starfsemi. Lyklar á
skrifstofu. V. 8,4 m. 7838
Fellsmúli 7 - sérinngangur.
Vorum að fá í einkasölu mjög rúmgóða
118 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð. ibúðin
skiptist i þrjú svefnherb., hol, stórt bað,
geymslu, eldhús og stofu. Bílskúrsréttur
fylgir. Blokkin er nýmáluð. Þetta er góð
eign sem staldrar stutt við. V. 8,3 m.
8415
Hlunnavogur.
5 herb. falleg efri hæð á þessum eftir-
sótta stað. Hæðin er um 100 fm og
skiptist m.a. í tvær saml. stofur og 2-3
herb. Fallegur garður. V. 8,9 m. 8414
Hverfisgata - nýstandsett.
77 fm 4 herb. íbúð á 3. hæð ofarlega á
Hverfisgötu. Nýtt parket, ný innrétting í
eldhúsi og rúmgóð herbergi. Lyklar á
skrifstofu. V. 6,4 m. 8402
Skálagerði - glæsileg eign.
Stórglæsileg og björt 4ra herb. 106,2 fm
íbúð á efstu hæð í þríbýli með bílskúr.
Eignin er vel staðsett miðsvæðis með
einkar skemmtilegum stíl. V. 11,9 m.
8359
Asparfell - rúmgóð m. tvenn-
um svölum.
4ra-5 herb. 107 fm björt íbúð sem skipt-
ist í tvær stofur, hol, snyrtingu, baðherb.,
eldhús og 3 herb. Nýl. eldhúsinnr. Sam.
þvottah. á hæð. Tvennar svaiir. Parket.
V. 6,9 m. 8327
Álftahólar - 4ra herb.
4ra herb. 110 fm íbúð á 3. hæð í lyftu-
blokk. Ibúðin skiptist í forstofu, hol, eld-
hús, stofu, baðherb. og 3 herb. Gott
útsýni. V. 7,6 m. 8181
Kleppsvegur - standsett.
5 herb. mjög skemmtileg íbúð á 1. hæð
sem mikið hefur verið standsett. Nýir
gluggar. Massíft parket o.fl. Suðursvalir.
V. 7,5 m. 7996